Morgunblaðið - 24.11.1995, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.11.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 43 FRÉTTIR Ríó tríóið heldur tónleika í tilefni 30 ára söngafmælis Fræðasetrið EJ ölskyldutónleikar í túninu heima RÍÓ tríóið heldur fjölskyldutón- Ieika í tilefni af 30 ára söngaf- mæli sínu og 40 ára afmæli Kópavogskaupstaðar í íþrótta- húsinu í Digranesi laugardaginn 25. nóvember kl. 17. Yfirskrift tónleikanna er í túninu heima og fylgir sú skýring að tríóið hafi upphaflega byrjað að raula við gítarundirleik í bjartri vor- nótt á Digranestúni. Helgi Pétursson sagði að hann, Olafur Þórðarson og Hall- dór Fannar hefðu stofnað Ríó tríóið í gagnfræðaskóla Kópa- vogsskóla fyrir um 30 árum. Tríóið hefði upphaflega notast við tvo lélega kassagítara og _ notið velvilja skólayfirvalda Alf- hólsskóla vegna æfingahús- næðis. Tónleikahaldið hefði svo smám saman undið upp á sig og hefði tríóið gefið út tæplega 20 hljómplötur og farið í ótal tónleikaferðir híér heima og er- lendis. Tríóið hefur verið með í fjölmörgum útvarps- og sjón- varpsþáttum á ferli sínum. Ag- úst Atlason gekk til liðs við tríó- ið árið 1968. Halldór Fannar hætti hins vegar. Um þessar mundir er verið að vinna að gerð sjónvarpsþátt- ■ Á föstudags- og laugardags- kvöld leikur danssveitin KOS sem skipuð er þeim Sigurði Dagbjarts- syni, Kristjáni Óskarssyni, Má El- íssyni og Evu Ásrúnu. Á sunnu- dags- og mánudagskvöld leika svo þau Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins. Á þriðjudagskvöldið 28. nóvember leika svo félagamir Ingi Gunnar og Eyvi. ■ CAFÉ AMSTERDAM Trúbador- inn Siggi Björns leikur fimmtu- dags-, föstudags- og laugardags- kvöld. ■ HÓTEL SAGA Á Mímisbar leika Ragnar Bjarnason og Stefán Jökulsson föstudags- og laugardagskvöid. í Súlna- sal föstudagskvöld frá kl. 22-3 leikur Geirmundur Valtýsson ásamt hljóm- sveit og á laugardagskvöld er síðasta sýning á Ríó- sögu. Á eftir sýningu verður svo dansleikur með Geirmundi. ■ Hljómsveitin Reaggie on Ice leikur föstudags- og laugardagskvöld á Astró.. Dúndurfréttir taka svo við og leika sunnudags- og mánudags- kvöld en þriðjudaginn 28. nóvember verður haldið Bítlakvöld í beinni út- sendingu á Rás 2 þar sem fram koma hljómsveitirnar Sixties, Rúnar Júl., Jón Ólafs o.fl. Á miðvikudag- inn 29. og fimmtudaginn 30. nóvem- ber leika 3 to One. ■ FÓGETINN Jón Ingólfsson leik- ur föstudags- og laugardagskvöld. Guðmundur Rúnar leikur einnig sunnudags- og mánudagskvöld og Jón Ingólfsson á þriðjudagskvöld. Á miðvikudags- og fimmtudagskvöld leikur trúbadorinn Halli Reynis. ■ LIPSTIKK heldur tónleika í Rósenbergkjallaranum laugar- dagskvöld en hljómsvcitin hefur und- anfarið verðið að vinna að nýju efni. Þriðjudaginn 28. og miðvikudaginn 29. nóvember verða svo tónleikar í Vitanum, Hafnarfirði. ■ BLÁA LÓNIÐ Dans- og diskó- hljómsveitin Hunang heldur stórdis- kóball í Bláa Lóninu laugardags- kvöldið 25. nóvember. Skemmtunin hefst kl. 23, 18 ára aldurstakmark. ar um tríóið og verður tækifær- ið gripið og myndað á tónleikun- um á laugardaginn. Helgi sagði að sérstaka ánægju þremenn- inganna vekti að þeim til fullt- ingis yrðu Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Ossurar Geirssonar og Kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Yngri deild Skólahljóm- sveitarinnar leikur í anddyri íþróttahússins fyrir tónleikana. Að því loknu tekur tríóið við og syngur kórinn með því nokkur lög. Því til viðbótar fær tríóið til liðs við sig þekkta tónlistar- menn á borð við Szymon Kuran fiðluleikara, Reyni Jónasson harmóníkuleikara og Björn Thoroddsen gítarleikara, og með þeim leikur hljómsveitin Saga Class. Þekktlög Helgi sagði að reynt yrði að höfða til allrar fjölskyldunnar á tónleikunum. „Við leikum og syngjum flest af okkar þekkt- ustu lögum. Ég get svo nefnt að við fáum Kársnesskólakórinn til að syngja með okkur Kópa- vogsbraginn svokallaða og við syngjum með þeim mjög fallegt ■ VINIR VORS OG BLÓMA flýg- ur vestur á Isafjörð laugardaginn 25. nóvember og leikur í Sjallanum. Aldurstakmark er 18 ár. ■ DRAUMALANDIÐ leika á dans- leik nemenda Fjölbrautaskóla Vest- urlands föstudagskvöld á Hótel Akranesi. ■ BJARNI TRYGGVA OG TEIT- UR GUÐNA hafa slegið saman í dúó og Ieika föstudasgkvöldið í Dalabúð í Búðardal. Á laugardagskvöld leika félagarnir á bjórhátíðinni á Hótel Akranesi þar sem skemmtunin hefst kl. 23. ■ GARÐAKRÁIN, GARÐABÆ Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Klappað og klárt með þeim Garðari Karlssyni og Onnu Vilhjálmsdóttur. ■ MAMMA RÓSA Á föstudags- og laugardagskvöld skemmtir Viðar Jónsson gestum. ■ HÓTEL ÍSLAND Á föstudags- og laugardagskvöld er Tommy Dorsey Sliow þar sem fram korna 17 hljóðfæraleikarar undir stjórn Buddy Morrow. Söngvari er Walt Andrus. Gestasöngvari hljómsveit- arinnar verður Björgvin Halldórs- son og mun hann syngja þekktustu lög Frank Sinatra. Eftir tónleikana leikur hljómsveit Tommy Dorsey fyr- ir dansi. Laddi sýnir í Asbyrgi föstu - dags- og laugardagskvöld. A sunnu- dagskvöld er svo Kántrý-dansleikur frá kl. 21-1. Ríó tríóið HELGI, Ágúst og Ólafur í góðri sveiflu. grískt lag,“ sagði Helgi. Þó tónleikarnir verði ekki endurteknir starfar Ríó tríóið enn af fullum krafti og leikur og syngur á Hótel Sögu um hveija helgi. „Við erum hættir að lofa því að hætta,“ sagði Helgi í því sambandi í léttum dúr. „Tríóið er farið að verða fyr- ir okkur eins og spilaklúbbur fyrir öðrum og við virðumst aldrei ætla að verða þreyttir hver á öðrum.“ ■ ÓÐAL Á föstudags- og laugar- dagskvöld heldur Egill Ólafsson tónleika á jarðhæðinni þar sem hann flytur frumsamnin lög og tónlist eft- ir aðra. Á miðhæð verður lifandi tón- list. Söngvari er Bjarni Ara. Á sunnudasgkvöld verður svo Bogomil Font með Kurt Wald-tónleika á mið- hæðinni. ■ NÆTURGALINN Hljómsveitin Fánar leika um helgina. ■ IN BLOOM heldur tónleika laugardagskvöld á Tveimur vinum þar sem hljómsveitin kynnir nýtt efni sem út kemur á næsta ári. ■ FEITI DVERGURINN Á föstu- dags- og laugardags- kvöld leika Arnar og Þórir. ■ ARI í ÖGRI Síðustu tónleikar írska hljómlist- armannsins Tisch Frier verða föstudags- og laugardagskvöld. ■ SIXTIES leikur föstudags- og laug- ardagskvöld í Ránni, Keflavík. Sixties var að ljúka við upptökur á plötu sem kemur út fyr- ir jólin. Platan ber nafn- ið Jólaæði og segir í til- kynningu að jólahátíðin verði skoðuð frá nýju sjónarhorni. Platan er væntanleg um mánaða- mótin. ■ ÁSLÁKUR MOSFELLSBÆ Á föstudags- og laugardagksvöld leikur E.T. bandið. ■ CAFÉ ROYALE Á föstudags- kvöld leikur hljómsveitin Hunang og á laugardagskvöld leikur Guðmund- ur Rúnar. ■ VINIR DÓRA halda útgáfutón- leika á Hótel Tanga, Vopnafirði, í tilefni útkomu geisladisksins Hittu mig sem nýlega er komin út. Hljóm- sveitipa skipa Halldór Bragason, Jón Ólafsson og Ásgeir Óskarsson. ■ NORÐAN ÞRÍR + ÁSDÍS leika laugardagskvöld á Blönduósi. Dans- leikurinn er árlegur dansleikur Styrktarsjóðs Ilúnvetninga. Einnig verður efnt til happdrættis þar sem vinningar verða veglegir. í Sandgerði opið almenningi FRÆÐASETRIÐ í Sandgerði verður í fyrsta sinn opið almenningi helgina '25. og 26. nóvember. Opnunartími um helgar er frá kl. 11 fyrir hádegi til kl. 17 síðdegis. Aðgangseyrir í vetur er 200 krónur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn. Sérferðir á vegum setursins laug- ardaginn 25. nóvember verða: Gönguleiðir á söguslóðum með Pétri Brynjarssyni, sagnfræðingi og Sand- gerðingi. Lagt verður af stað frá Fræðasetrinu kl. 13. Fuglaskoðun með Jóhanni Óla Hilmarssyni, fugla- fræðingi. Lagt verður af stað kl. 13.30. Fjöruferð með Svövu Stein- arsdóttur, líffræðingi. Lagt af stað frá Fræðasetrinu kl. 14. Verð fyrir hverja sérferð þessa byrjunardaga er 400 kr. á mann. Áætlunarferðir eru til Sandgerðis með SBK frá Umferðarmiðstöðinni r Reykjavík. Málþing um mannréttindi ogjafnt vægi atkvæða MANNRÉTTINDASTOFNUN Há- skóla íslands stendur fyrir málþingi laugardaginn 25. nóvember. Til um- ræðu er spurningin: „Er jafnt vægi atkvæða mannréttindi?" Málþingið fer fram í stofu 101 Lögbergi og hefst kl. 13.30. Fundarstjóri verður Gunnar G. Schram prófessor. Frummælendur á málþinginu verða Atli Harðarson heimspekingur, Jón Baldvin Hannibalsson alþing- ismaður, Ólafur Þ. Þórðarson fyrr- verandi alþingismaður og Sigurður Líndal prófessor. Að loknum fyrir- lestrum verða almennar umræður. Stofnendur Mannréttindastofnun- ar Háskóla Isladns eru, auk Háskól- ans, Lögmannafélag Islands og Dóm- arafélag íslands. Megintilgangur stofnunarinnar er að vinna að rann- sóknum á lögfræðilegum þáttum mannréttinda, annast dreifmgu á niðurstöðum þeirra og að styðja við kennslu á þessu sviði. Mannréttinda- stofnunin beitir sér jafnframt fyrir kynningarfundum um ýmsa þætti mannréttindamála. Teiknað með tölvum VEGNA gífurlegrar aðsóknar laug- ardaginn 11. nóvember á „Teiknað með tölvum,“ hefur verið ákveðið að endurtaka dagskrána laugardag og sunnudag kl. 12-17. Mikilvægt er að skrá sig, því aðeins takmarkaður fjöldi kemst að. Börnum á aldrinum 6-12 ára er boðið í tölvusmiðju Norræna hússins, þar sem þeim gefst færi á að teikna sínar eigin myndir með tölvum. Báða dagana verður unnið í tveimur hóp- um, frá kl. 12-14 eða 15-17, gert er ráð fyrir sex þátttakendum i hveij- um hópi. Leiðbeinandi verður Kristín Maria Ingimarsdóttir hreyfimynda- teiknari, menntuð í Bandaríkjunum. Hún hefur starfað hér heima m.a. við að leiðbeina bömum og ungling- um í hreyfimyndagerð. Myndirnar verða prentaðar út í lit og sett verður saman sýning á verk- um þátttakenda í bókasafni og kaffi- stofu Norræna hússins. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Fyrirlestur um heimspeki FYRIRLESTRAR á vegum Félags áhugamanna um heimspeki verður haldinn á morgun laugardag kl. 14 í hátíðarsal aðalbyggingar Háskól- ans. Kristján Kristjánsson flytur fyrir- lestur er nefnist: Af tvennu illu: Um Skemmtanir HLJÓMSVEITIN KOS leikur á Kaffi Reykjavík föstudags- og laugardagskvöld. klípusögur, nytjastefnu og dygða- fræði. Svokallaðar klípusögur eru notað- ar í siðfræði til að setja fram í eim földu formi siðferðileg álitamál. Kristján mun segja nokkrar slíkar sögur og rannsaka hvernig tekst að takast á við álitamálin með röksemd- um nytjastefnu annars vegar og dygðafræði hins vegar, en sú stefna hefur verið mjög áberandi í siðfræði undanfarin ár. Dr. Kristján Kristjánsson er dós- ent í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Birting o g Framsýn sameinast STOFNFUNDUR sameinaðs félags Alþýðubandalagsfélaganna Birting- ar og Framsýnar í Reykjavík verður haldinn á Kornhlöðuloftinu laugar- dagin 25. nóvember. Stofnfundurinn verður haldinn að loknum aðalfundi beggja félaganna. Félögin hafa undanfarið haft tölu- verða samvinnu og stiga nú skrefið til fulls með sameiningu, segir í fréttatilkynningu. Stofnfundurinn hefst kl. 14.30. Auk stofnfundarstarfa mun flytja stutt ávörp Margrét Frímannsdóttir formaður Álþýðubandalagsins, Björn Guðbrandur Jónsson formaður Birt- • ingar, Leifur Guðjónsson formaður Framsýnar og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Fundarstjóri verður Hildur Jóns- dóttir upplýsingafulltrúi. Rabbfundur um fornleiðir ÁHUGAFÓLK um skoðun, skrán- ingu, varðveislu og notkun gamalla alfaraleiða hundrað ára og eldri, fornleiða, efnir til rabbfundar við ~ Islandslíkanið, Tjarnarsalnum í Ráð- húsi Reykjavíkur laugardaginn 25. nóvember kl. 14. Kynnt verður hvað fomleiðir em, staða þeirra sem fornminja, um- gengnisreglur um þær, skráning og merking. Fulltrúar frá Þjóðminjasafni ís- lands, Ömefnastofnun, Landmæling- um íslands og Sjómælingum íslands verða á staðnum. Allt áhugafólk um skráningu og notkun fornleiða velkomið. Basarar ■ JÓLABASAR Sólheima í Grímsnesi Árlegur jólabasar Sólheima verður í Templarahöllinni við Eiríksgötu 5 í Reykjavík sunnudaginn 26. nóvember og hefst kl. 15 en ekki 14 eins og verið hefur. Sjálfseignarstofnunin Sólheimar í Grímsnesi var stofnuð árið 1930 af Sess- elju Hreindísi Sigmundsdóttur. Hlutverk þess er og hefur verið að annast með- ferð og umönnun þroskaheftra. í dag dvelja á Sólheimum 39 einstaklingar. A jólabasar Sólheima gefst fólki kostur á að sjá og kaupa framleiðsluvörur heimil- isins. Má -þar helst nefna handsteypt bývaxkerti, kubbakerti, mottur, dúka, trefla, silkikort, óróa, púða, tréleikfóng og grænmeti. Einnig verður á boðstólum mjólkursýrt grænmeti, en mjólkursýring er sérstök geymslu- og verkunaraðferð á grænmeti sem viðheldur upphaflegum næringar- og fjörefnum þess jafnframt því að veita grænmetinu ferskt, sætsúrt bragð. Samhliða Sólheimabasarnum stendur Foreldra- og vinafélag Sól- heima fyrir kökubasar og kaffisölu. Ollum ágóða af sölunni er varið til upp- byggingar á starfsemi Sólheima. ■ WALDORFSKÓLINN Ylur í Lækj- arbotnum heldur sinn árlega jólabasar á morgun milli kl. 13-17 í húsnæði skól- ans í Lækjarbotnum. Auk hefðbundinnar kaffi- og veitingasölu verða seldir hand- unnir munir og leikföng. Fiðluieikari og trúður koma í heimsókn og dregið verður í happdrætti að lokinni brúðuleik- hússýningu. W w -leikur að Ixral Vinningstölur 23. nóv. 1995 6*8 «9*10 «17*21 *26 Eldri úrslit á símsvara 568 1511

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.