Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU © -. -!* Jj; 'ímí - -.- . . ..........1 ...... . i* - ¦ ; Beinhákarl um borð Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson SÓLBAKUR EA kom til heimahafnar í vikunni úr 26 daga túr. Togarinn kom með 230-240 tonn af blönduðum afla og var aflaverðmætið um 29 millj- ónir króna. I miðjum túr fékk Sólbakur stóran beinhákarl í trollið, sem reyndist vera um 9 metr- ar að lengd og hátt í þrjú tonn að þyngd. Hákarl- inn var lifandi þegar trollið var tekið inn en honum var gefið líf og slakað í sjóinn aftur. Á myndinni stendur Jón V. Ólafsson, skipverji á Sólbak við ferlíkið. Fiskiþing vill að tryggðir verði 82 sóknardagar á ári Aukin áhersla verði lögð á tilraunaveiðar ÞVÍ VAR beint til sjávarútvegsráð- herra á Fiskiþingi í gær að kannað- ir yrðu mðguleikar á að fá íslensk eða erlend fiskiskip, sem yrði á veg- um íslenskra aðila, til tilraunaveiða í íslenskri fiskveiðilögsögu á kol- munna, spærlingi, túnfiski, smokk- fiski og laxsíld. Tilgangur veiðanna yrði að auka þekkingu á nýtingu auðlindarinnar umhverfis landið og efla atvinnulíf. Veiðarnar og ráðstöf- un aflans yrðu háð skilyrðum sem stjórnvöld setja. Þá skorar Fiskiþing á Alþingi að tryggja róðrardagabátum 82 sókn- ardaga á ári næstu 3 ár, að því til- skildu að ekki komi til skerðingar á aflamarki annarra skipa. Jafnhliða verði málefni þeirra tekin til endur- skoðunar með það að markmiði að þeim sem verst standa í greininni verði gert kleift að hætta, en hinum sem kjósa að halda áfram tryggð viðunandi rekstrarskilyrði. Reglum um endurnýjun fiskiskipa verði breytt Fiskiþing telur óeðlilegt að starf- ræktir séu sérstakir jöfnunarsjóðir aflaheimilda. Því er þeirri áskorun beint til sjávarútvegsráðherra að hann beiti sér fyrir því að slíkir sjóð- ir verði lagðir niður þegar aflaheim- ildir á þorski verði komnar upp í 200 þúsund tonn. Þær aflaheimildir sem þeir hafi haft til úthlutunar falli inn í heildarúthlutun aflamarks að frá- töldum Byggðarstofnunarsjóði. Þingið mótmælir harðlega þeirri reglu að tvöfaldan tonnafjölda þurfi við endurnýjun smábáta. Það leggur ennfremur áherslu á að reglur um éndurnýjun fiskiskipa verði aflagðar í núverandi mynd og reynt verði að tryggja eins og kostur sé að hverjum og einum verði í sjálfsvald sett hvernig skip hann noti til veiða. Ljóst megi vera að fjölmörg tækifæri séu að glatast vegna lítillar sóknargetu flotans og megi þar nefna veiðar á loðnu, síld, kolmunna, búra, úthafs- karfa og rækju. Endurskoðun á stjórnun fiskveiða vísað til stjórnar Ályktun um endurskoðun á stjórn- un fiskveiða var vísað til stjórnar, en þar er lagt til að Fiskiþing skori á Alþingi að endurskoða lög um stjórnun fiskveiða eigi síðar en 1. september 1996. Fiskiþing leggi ennfremur til að breytingarnar feljst í því að veiðar með vistvænum veið- arfærum verði gefnar frjálsar, en skaðlegum veiðarfærum verði fundin veiðisvæði, þar sem þau valdi minns- tri röskun á lífríki sjávar, á meðan uppbygging fiskstofna við strendur Islands standi yfír. Við munum taka þessa tillögu til efnislegrar umfjöllunar eins og allar tillögur sem koma til stjórnarinnar," sagði Einar K. Guðfinnsson í sam- tali við Morgunblaðið. „Ástæðan fyr- ir því að ekki var hægt að taka af- stöðu til þessa máls var að menn áttuðu sig ekki á því hvernig bæri að skilgreina vistvæn veiðarfæri. Það verður að leiða í ljós áður en við fjöllum um málið frekar." Gagnrýni á kvótakerfið í greinargerð við tillöguna segir meðal annars að það sé flestum þeim sem til þekki orðið Ijóst hversu gífur- legum skaða þetta kvótakerfið hafi valdið þjóðinni. Aðspurður um þetta segir Einar: „Ég prívat og persónu- lega get alveg tekið undir þetta. Þetta er hins vegar umdeilt atriði hér á Fiskiþingi og við getum ekki annað hér í stjórninni en reynt að taka þetta til þeirrar bestu efnislegrar umfjöll- unar sem við þekkjum. Við munum kannski fyrst og fremst reyna að leita eftir svörum við þessum spurn- ingum um vistvæn veiðarfæri og það er ekki ólíklegt að við efnum til fund- ar um þau mál síðar á vetrinum." Einar K. Guðfinnsson endurkjörinn formaður Fiskifélagsins Stærsta verkefnið samningur við ríkið „STÓRA verkefnið verður að ganga frá samn- ingi milli okkar og ríkisvaldsins," segir Einar K. Guðfínnsson, sem var endurkjörinn formaður Fiskifélags íslands í gær. „Ef það tekst með bærilegum hætti, þá snúum við okkur að því að efla félagsstarfið og styrkja fiskifélagið enn." Einar segir að það hafi staðið fiskifélaginu hingað til fyrir þrifum að samningar þess við Fiskistofu væru einungis til eins árs í senn: ^ „Við hofum lagt ríka áherslu á að þessi samn- Einar K. ingur verði gerður til lengri tíma og um það Guðfinnsson standa núna samningaviðræður milli sjávarútvegsráðu- neytis og Fiskifélagsins, með þátttöku Fiskistofu. Vonast eftir niðurstöðu bráðlega Hann segist vona að niðurstöðu sé að vænta í því máli fyrr en síðar: „Það er mikilvægt fyrir alla aðila vegna þess að samningurinn rennur út um áramótin. Að öllu óbreyttu væri sú upplýsingaöflun sem fiskifélag- ið annast í óvissu og það er auðvitað lífsnauðsynlegt fyrir fískifélagið og þá sem það er að vinna fyrir að þessi mál skýrist sem fyrst." Einar segir að samningarnir byggist á tiltekinni verk- takagreiðslu sem Fiskifélag íslands fái fyrir að annast upplýsingaöflun fyrir Fiskistofu og sé upp á 30 milljónir króna. „Eg tek skýrt fram að fiskifélagið er rekið á hreinum viðskiptagrundvelli hvað þetta áhræri. Allt félagsstarf fiskifélagsins er greitt af sjálfsaflafé þess, en ekki með ríkisstyrkjum." Hann segist vera mjög sáttur við þingið. Á því hafi ekki verið mikil átök, en hins vegar miklar umræður: „Það er aldrei nein lognmolla í kringum störf Fiskiþings og það er ljóst að það sem hér hefur farið fram hefur vakið mikla athygli. Þá lögðu menn sig fram um það að þessi vettvangur sjávarútvegsins gæti komið fram einum rómi, — og það tókst." í stjórn Fiskifélags íslands voru kjörnir Kristján Lofts- son frá Reykjavík, Ágúst Elíasson frá Reykjavík, Helgi Laxdal frá Kópavogi, Pétur Bjarnason frá Akureyri, Örn Pálsson frá Reykjavík og Jóhann Þór Halldórsson frá Djúpavogi. í varastjórn voru kjörin Guðjón A. Kristjánsson frá ísafirði, Magnús Magnússon frá Akureyri, Halldór Guð- björnsson frá Vestmannaeyjum, Hjörtur Gíslason frá Reykjavík, Hólmgeir Jónsson frá Reykjavík og Elínbjörg Magnúsdóttir frá Akranesi. I milliþinganefnd voru kjörin Jónas Haraldsson frá Reykjavík, Elínbjörg Magnúsdóttir og Sigur.ður Viggós- son frá Patreksfirði. FRETTIR: EVROPA Flestir kjósa Ecu-nafnið MEIRIHLUTI íbúa aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) búast við því að sameiginlegur gjald- miðill verði orðinn að veruleika árið 2000 og yrðu hæstánægðir ef hann fengi heitið Ecu, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar skoð- anakönnunar, sem gerð var að frumkvæði framkvæmdastjórnar ESB. í Þýskalandi töldu 52% að- spurðra búast við því að sameigin- legur gjaldmiðill yrði orðinn að veruleika árið 2000 en þar í landi hefur almenningsálitið verið andsnúið slíkum gjaldmiðli. Niðurstöður könnunarinnar þykja mun jákvæðari en í könnun sem gerð var í apríl. Þó býst meiri- hluti aðspurðra Svía, Dana, Austurríkismanna og Portúgala ekki við því að gjaldmiðillinn verði í notkun aldamótaárið. Varðandi nafn á myntinni sögð- ust 65%, þegar á heildina er litið, fella sig við Ecu-nafnið. í Þýska- landi var fylgið þó minnst við það nafn eða 47%. Hugmyndafundur Framkvæmdastjórn ESB er áfram um að fá almenning og at- vinnurekstur í aðildariöndunum til þess að sætta sig við hugmyndina um sameiginlegan gjaldmiðil. I því sambandi hefur hún boðað til þriggja daga umræðufundar í Brussel 22.-24. janúar þar sem um 300 manns, allt frá fyrrver- andi forsætisráðherrum og seðla- bankastjórum til óbreyttra borg- ara, munu koma með ábendingar um og skiptast á skoðunum um aðferðir til þess að selja fólki hug- myndina um sameiginlegan gjaldmiðil. Reuter Ahtisaari í Brussel MARTTI Ahtisaari, forseti Finnlands, (t.v.) og Jacques Santer, f orseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins (ESB), heilsast í upphafi fund- ar þeirra í höfuðstöðvum ESB í Brussel í gær. Finnski forsetinn er í þriggja daga opinberri heim- sókn í Brussel. ESB bætir Kanada töpuð viðskipti með landbúnaðarvörur FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) hefur náð samko'mulagi við Kanadamenn um bætur vegna tapaðra viðskipta með hveiti og aðrar landbúnaðar- vörur eftir stækkun sambandsins um síðastliðin áramót. Viðræður standa yfir við banda- rísk, áströlsk og fleiri stjórnvöld um samskonar bætur í kjölfar þess að Svíar, Finnar og Austur- ríkismenn urðu fullgildir aðilar að ESB og hækkuðu tolla til sam- ræmis við það sem gilti um önnur sambandsríki. Samkomulagið felur það í sér, að ESB mun leyfa allt að 50.000 tonna tollfrjálsan innflutning á durum-hveiti til sambandsríkj- anna. Stendur sá kvóti ekki Kanadamönnum einvörðungu til boða, heldur öllum öðrum hveitiút- flytjendum líka. Einnig býður ESB 10.000 tonna tollfrjálsan kvóta á höfrum sem notaðir eru til fóðrun- ar á veðhlaupahestum. Þá mun ESB lækka flokkunar- mörk sín, sem verður til þess að kanadískt hveiti hækkar um gæðaflokk og lækka þar með toll- ar á því. Ennfremur heitir ESB að hækka sérstakan afslátt á gæðahveiti. Loks fellir sambandið niður tolla á alifuglafræi. Kanadamenn gefa eftir í staðinn fyrir þessa tilslökun falla Kanadamenn frá kröfum um bætur fyrir töpuð viðskipti sem nema um 800.000 tonnum af byggi frá sjöunda áratugnum vegna tollamúra ESB. Ennfremur falla Kanadamenn frá því að óska eftir því að Heimsviðskiptastofn- unin (WTO) skeri úr um ágrein- ingi varðandi korntollakerfi ESB sem kom til framkvæmda 1. júlí og Kanadamenn hafa talið ólög- legt. Samningur ESB og Kanada- manna nær frá 1. janúar til 30. júní en fyrir þann tíma hyggst framkvæmdastjórn ESB ljúka endurskoðun á hinu umdeilda korntollakerfi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.