Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UNGIR krakkar í þjálfun í íþróttaskólanum á Egilsstöðum. íþróttaskóli fyrir börn Egilsstöðum - Á Egilsstöðum hefur undanfarin ár verið starf- ræktur íþróttaskóli fyrir börn á aldrinum 3-6 ára. Skólinn hefur aðsetur í iþróttahúsinu á Egils- stöðum og er einu sinni í viku. Þátttaka hefur verið góð en um 30-40 börn koma í fylgd foreldra eða systkina. Hópnum er skipt í tvennt og mæta 3-4 ára börn í annaii hópinn og 5-6 ára í hinn. Hver tími tekur eina klukku- stund og er ýmist farið í hreyfi- leiki eða í þrautir og æfingar í tækjum íþróttahússins. Kennar- ar íþróttaskólans eru Árni Óla- son og Hólmfríður Jóhannsdótt- ir. . ¦ ¦ f «* Nýtt kirkjuorgel sett upp á ísafirði fsafirði. Morgunblaðið FYRIR nokkru var hafist handa við uppsetningu á nýju 22 radda pípu- orgeli í ísafjarðarkirkju. Til verks- ins komu fjórir orgelsmiðir frá framleiðandanum P. Bruhn & Sön Orgelbyggeri í Aarslev á Suður-Jót- landi í Danmörku. Áætlað er að uppsetningin taki um tvær vikur og að henni lokinni munu tveir sérfræðingar til viðbótar mæta á staðinn og stillagripinn, sem óneitanlega setur mikinn svip á kirkjuna. Ráðgert er að þeirri vinnu verði lokið fyrir jól, en allt bendir til að orgelið verði ekki vígt fyrr en í byrjun nýs árs, þar sem væntanlegur orgelleikari á eftir að læra á gripinn. ,Þegar uppsetningu orgelsins lýkur kemur sérstakur stillari til bæjarins ásamt aðstoðarmanni og fara yfirhljóminn á hverri pípu fyr- ir sig, en þær eru um 1.400 tals- ins. Það má því reikna með því að orgelið verði búið að fá sinn rétta tón um jólin, en það er ekki víst að hægt verði að nota það við jóla- guðsþjónustuna, vegna þess að org- anistinn á eftir að læra á gripinn. Hann sest ekki strax niður og fer að spila, og þarf því að kynnast gripnum. Því er stefnt að því að orgelið verði vígt með formlegum hætti snemma á nýárinu," sagði Björn Teitsson, formaður sóknar- nefndar ísafjarðar. Fullfrágengið kostar orgelið um 25 milljónir króna og hefur það að mestu verið fjármagnað með gjaf- afé, aðallega frá fyrirtækjum á svæðinu, sem tengd eru sjávarút- vegi. Morgunblaðið/Halldór. DÖNSKU orgelsmiðirnir höfðu í nógu að snúast við uppselniugii orgelsins, er ljós- myndari blaðsins kom við í kirkjunni á mánudag. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal KOLFINNA Þorfinnsdóttir og Ásvaldur Sigurðsson, eigendur verslunarinnar Nesbakka. Nýir eigendur að útibúi Kaupfélagsins Fram HJONIN Kolfmna Þorfmnsdóttir og Ásvaldur Sigurðsson hafa ný- lega keypt og hafíð rekstur á Bak- kaútibúi þrotabús Kaupfélagsins Fram. Hárgreiðslu- fólk á nám- skeið erlendis Egilsstöðum - Nýverið stóð Félag hárgreiðslu- og hárskerameistara á Austurlandi fyrir námsferð fyrir félagsmenn sína til Glasgow í Skot- landi en námskeiðið var hjá Ritu Rusk. Leiðbeinendur voru tveir Roz Main - Artistic Director og Eibhlin Docherty - Art Team og kenndu þeir nýjustu tækni í hárklippingum. Námskeiðið var sérstaklega skipu- lagt fyrir félagið á Austurlandi og sóttu það 12 félagar frá 7 stöðum á Austurlandi. Verslunin, sem nefnist Nes- bakki, er dagvöruverslun og er opin alla daga vikunnar frá kl. 10-19. Ásvaldur var áður verslun- arstjóri hjá Kaupfélaginu Fram. Þjónustu- húsnæði tekið í notkun Dalvík - Um síðustu helgi fluttu nokkrar verslanir og þjónustufyrir- tæki á Dalvík undir sama þak á Hafnarbraut 7, þar sem fyrirtækið Haraldur hf. rak áður fiskverkun. Þegar fyrirtækið hætti starfsemi eignaðist Dalvíkurbær húsnæði þess sem er um 1.500 fermetrar og seldi síðan fyrirtækjum pláss í húsinu undir ýmsan rekstur. Meðal þeirra sem eru í húsinu eru blómaverslunin Ilex, fataversl- unin Kotra, fatahreinsunin Þernan og myndbandaleigan Ásvídeo, á efri hæð. Á neðri hæðinni framleið- ir fyrirtækið Hreinn hf. hreinlætis- vörur og þar er Eimskip einnig með aðstöðu ásamt afgreiðslu Dreka hf. Undanfarið hefur verið unnið að breytingum á húsnæðinu með tilliti til breyttrar starfsemi en Teiknistofa Hauks Haraldssonar á Akureyri sá um hönnun á þeim breytingum. Morgunblaðið/Albert Kemp Rex kominn í heimahagana Fáskrúðsfirði - Báturinn Rex NS-3 er nú aftur kominn í heimahagana á Fáskrúðsfirði. Einar Sigurðsson skipasmiður byggði bátinn árið 1964 en Ein- ar starfaði á Fáskrúðsfirði nán- ast alla sína starfsævi og byggði mörg skip og báta. Rex var búinn að vera víða á landinu, síðast í eigu Árna Jóns Sigurðssonar á Seyðisfirði. Hann gaf hann tíl Fáskrúðs- fjarðar. Ætlunin að gera bátinn upp og varðveita á staðnum til minn- ingar um Einar. Sölusýnlng á sturtubúnaðl Laugardag frá kl. 10-16, sunnudag frá 12-16 FIVI Mattsson a FráéféinterbathT Nýkomin: Skinnefni Vatteruð spariefni Rósótt flúnel Stór tölusending Ný fatamerki Dragtaefni Samkvæmisefni Fínt flauel o.fl., o.fl. 1 •:>:; MORKINNI 3 VIRKA (VIÐ SUÐURLANDSBRAUT) SÍMI 568 7477 Hitastýrð blöndunartæki frá FM Mattsson í Mora, Svíþjóö. Froste Mattsson hóf kranaframleiöslu sína 1865, sem gerði sænska bæinn Mora að þekktasta kranaframleiðslubæ í Evrópu. FM. Mattsson er einn virtasti framleiðandi blöndunar-, og dft hitastýritækja og er 43? framleiðslan seld í öllum heimsálfum. Sturtuhausar og handsturtur með nuddi, allt að 6 stillingar fyrir vatnið, hreinsanlegir. Sundhallarsturtu- hausar, sturtu- stangir. Litir: hvítt, króm, gull. Sturtuhengi. lól, $¥?fð Síöumúli 34 (Fellsmúlamegin) • Sími 5887 332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.