Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 49 \ I I J 1 s 1 s 1 1 i i i i i i i i i ( ( ( ( ( ( i ( FOLKI FRETTUM Nýstirni rokksins Rokkhljómsveitin Ash leikur á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld. Þóroddur Bjama- son ræddi við Tim Wheeler einn þriggja meðlima hljómsveitarinnar. NORÐUR-írska rokkhljómsveitin Ash var stofnuð árið 1992. Árið 1994 skrifuðu þeir undir plötu- samning við Infectious útgáfufyr- irtækið í London og síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Nú lítur út fyrir að þeir komist alla leið á toppinn enda hefur þeim verið líkt við ekki ómerkari hljómsveitir en Green Day, Oasis og Nirvana svo einhveijar séu nefndar. Tónlistar- pressan hefur tekið þeim vel og þeir eru þegar farnir að birtast á forsíðum helstu tónlistartímarita og lög þeirra hafa komist hátt á vinsældalista. Hingað koma þeir frá Bandaríkjunum þar sem þeir hafa verið á tónleikaferðalagi síð- ustu vikur og því lá beint við að spyrja Tim hvernig ferðin hafi HLJÓMSVEITIN Ash. gengið. „Það hefur gengið mjög vel og okkur hefur verið vel tekið. Við höfum spilað á góðum stöðum og skemmt okkur reglulega vel. Við höfum spilað á nokkrum stórum stöðum með hljómsveitum eins og „Babes in Toyland“ ofl.“ Hvernig líkar Bandaríkjamönn- um tónlist ykkar? „Ég held að þeim líki hún vel og við hlökkum til að koma þang- að aftur.“ Hvernig tilfinning er það að vera skyndilega orðinn eins þekkt- ur og vinsæll og þið eruð orðnir. Er „vegalífið" ykkur að skapi? „Okkur er farið að ganga mjög vel í Englandi og N-írlandi og við njótum þessa alls þó oft geti ferða- lögin verið þreytandi. Það kemst upp í vana og angrar mig ekki neitt.“ Gamansemi í textum Tim kvaðst lítið þekkja til ís- lenskra tónlistarmanna að undan- skildum Sykurmolunum og Björk. Hann sagðist spenntur að koma hingað til lands og sjá hvað er að gerast í tónlistinni hér. Menn í tónlistarheiminum vilja gjarnan flokka tónlist ykkar sem pönkaða bítlatónlist eða annars- konar pönkblöndu. Eftir að hafa heyrt nokkur laga ykkar finnst - kjarni málsins! mér tónlistin vera rokk og það jafnvel þónokkuð poppað á köflum. „Já, þetta er stundum dálítið poppað en ég held að pönkið bland- ist einhvernveginn inn í tónlistina líka. Við elskum rokkið og margir hafa líkt okkur við hljómsveitina „Green Day“ og jafnvel hljóm- sveitina „Offspring“.“ Er rokkið ennþá í fullu fjöri nú þegar danstónlistin, rappið og tölvunotkun í tónlist virðist tröllr- íða öllu? „Fólk er aftur farið að sækjast eftir að hlusta á hljómsveitir sem spila tónlist á þessi hefðbundnu hljóðfæri, gítar, bassa og tromm- ur, sem ég er ánægður með. Við notum stundum tölvur og hljóð- gervla í tónlist okkar en aldrei á tónleikum." Það skín töluverð gamansemi út úr textum ykkar og titlum laga og platna. Dæmi um það er platan Kung-fu með mynd af Eric Can- tona, knattspyrnumanni hjá enska knattspyrnuliðinu Manchester Un- ited, þar sem hann ræðst á áhorf- anda með kung-fu tilburðum. Auk þess má benda á lagið „Hulk Hog- an froðubað". „Við kunnum vel við smá gamansemi í textum okkar. Sumir þeirra og þá sérstaklega þeir eldri eru dramatískari en okkur líkar að hafa hæfilega blöndu af dra- matík og gamansemi." Hve lengi ætlið þið að leika fyr- ir íslenska áhorfendur í kvöld og hvað ætlið þið að spila? „Tónleikar okkar eru gjarnan um 50 mínútna langir en ef góð stemning er í salnum í kvöld þá leikum við örugglega lengur. Við munum mestmegnis spila gamalt efni af plötunni okkar „Trailer“ og af smáskífum okkur en einnig munu eitt til tvö ný lög verða leik- in.“ Þeir ætla að nota jólafríið í að semja ný lög og stefna í hljóðver með þau í janúar næstkomandi. Platan á að koma út i vor, en þegar upptökum hennar lýkurfara þeir aftur til Bandaríkjanna, Ástr- alíu og Japans. Þeir hafa gefíð út fimm smá- skífur auk sjö laga plötunnar „Tra- iler“ og selt um 60.000 eintök af hverri þeirra. Þið eruð auðvitað orðnir ríkir og frægir og fallegar stúlkur elta ykkur á röndum hvert sem þið farið? „Ég vildi að það væri svo. Við eru að vinna í þessu,“ sagði Tim Wheeler að lokum og hló. Tónleikarnir verða í kvöld, eins og áður sagði, og heljast klukkan 22 með leik þriggja íslenskra rokk- sveita; „Jet Black Joe“ „Maus“ og „Botnleðju“. Tónleikamir standa til klukkan tvö eftir miðnætti og kynnir kvöldsins verður Heiðar Jónsson snyrtir. Gömlu- og nýju dansarnir í AKÓGES-salnum, Sóltúni 3 (áður Sigtún 3) í kvöld kl. 22.00-02.00. Hljómsveitin Tíglar leikur (Siffi á nikkunni) ur bigtun 5) Á»s- BOGOMIL FONT OG 10 MANNA STÓRHLIÓMSVEIT Miðnæturtónleikar og Mambóball á Ömmu Lú í kvöld. MiAíiverð aðeins 1.000 kr. Matseðill Sjávarréttasalat íkoníakssinnepssósu með fersku salati. Blo'ðbergskryddaður lambavöðvi með perlulaukssósu og meðlæli Iarðarbcrjaís ípönnuköku með ávöxlum og rjóma. BJORGVIN HALLDÓRSSON WALT ANDRUS BUDDY MORROW Verð mei jfriggia rétta mdltíð ftr. 4.b00 Stjning in keoláverhr fir. 2.000 Bor&qpantanir i síma 568 7111 1' Geirmundur Valtýsson og hljómsveit hans mæta með danssveifluna og ailt skagfirska fjörið í farteskinu. Listamennirnir Raggi Bjartia og Stefán Jökulsson halda uppi stuðinu á MÍMISBAR -þín saga! YDDA F69.55/ SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.