Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR daginn, og dó í morgun." Ha, Ingi- mar. Ekki Ingimar okkar. En það var nú svo og svona snöggt. Hugur- inn leitar til baka og minningarnar hrannast upp: Þegar ég kom suður til Reykjavíkur haustið 1970 og kynntist hópi af hressum MR-ing- um í gegnum Tryggva frænda minn. Einn af þeim hét Ingimar Valdimarsson og varð okkur vel til vina og ekki spillti það fyrir að hann var ættaður að norðan. Mynd- aðist þar kjarni af hressum strákum sem alltaf voru til í það að fara út að skemmta sér, hvort heldur það var á ball eða í bíó. Þeir fóru síðan í háskólann en ég út á vinnumark- aðinn en sambandið hélst. Ekki versnaði það þegar þegar við Tryggvi slógum saman tveimur hópum sem við þekktum, annars vegar þessum hressu strákum og hins vegar ekki síður hressum stúlk- um, frænkum Tryggva og þeirra vinstúlkum. Úr þessum hópi varð • ein klíka sem brallaði margt. Þar var Ingimar alltaf til í tuskið, þ.e.a.s. þegar hann var búinn að hugsa aðeins málið, því ekki vildi hann rjúka í neitt án þess að skoða það. En þegar hann var búinn að lofa að koma með þá stóð það. Fasta borðið <aokkar í Klúbbnum sáluga, þegar menn skiptust á að vera á bílum, þannig að leigubíl- stjórar urðu ekki feitir af viðskipt- um við okkur, allar útilegurnar sem við fórum í saman, í Þórsmörk, í Þjórsárdal og upp í Borgarfjörð, þegar við vorum með stóra sam- komutjaldið og sváfum öll í því. Eða sveitaböllin sem við fórum á. Allaf var Ingimar hress og kátur og allt- af jafn kankvís á svipinn. En þegar hann beit eitthvað í sig varð honum ekki þokað. Ég man eftir því að við fórum einu sinni á sveitaball austur fyrir fjall og tjölduðum nálægt ball- staðnum. Síðan þegar við lögðum af stað frá tjöldunum þá var ákveð- t HERMANN JÓN STEFÁNSSON frá Ánastöðum, Skagafirði, verður jarðsunginn frá Goðdalakirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 14.00. Vandamenn. t Utför HJALTA SIGURÐSSONAR fyrrum bónda, Hjalla, fer fram frá Flugumýrarkirkju iaugardaginn 25. nóvember kl. 13.30. Aðstandendur. t Elskuleg eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, HENNY ELDEY VILHJÁLMSDÓTTIR (ELLY VILHJÁLMS, söngkona), Miðleiti 3, Reykjavík, lést í Landsprtalanum 16. þessa mánaðar. Útför hennar hefur farið fram. Hjúkrunarfólki á deild 12G, sem annað- ist hana, er þökkuð eindæma umhyggja og hjartahlýja. Þeír, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að hafa Krabbameins- félagið í huga. SvavarGests, Nökkvi Svavarsson, Máni Svavarsson, Hólmfríður A. Bjarnason, Atli R. Eyþórsson, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐBERGS INGÓLFSSONAR, KirkjuvegME, Keflavík, (frá Húsatóftum, Garði). Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 4A á Borgarspítalanum. Magnþóra Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og bamabarnabörn. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar föstudaginn 24. nóvember frá kl. 12.00 á hádegi vegna jarðar- farar INGIMARS VALDIMARSSONAR. íslenska útflutningsmiðstöðin hf., Síðumúla 34, Reykjavík. ið að stytta sér leið yfir nokkrar girðingar. Þegar komið var að þeirri fyrstu var gaddavírnum lyft og all- ir fóru undir hann nema Ingimar. Hann hristi höfuðið og sagði að svona færu menn ekki yfir girðing- ar. Menn stykkju yfir þær. Það gerði hann með þeim afleiðingum að botninn á buxunum hans varð eftir á girðingunni. Svona fór hann á ballið og glotti mikið þegar hann var spurður eftir því sem gerst hafði. Þessi hópur tvístraðist, giftist og stofnaði heimili, sumir fluttu út á land, þannig að sambandið minnk- aði. Baddý kom í spilið og þau Ingi- mar stofnuðu heimili. Ingimar hafði alltaf gaman af því að minna mig á það, þegar hann leigði mér her- bergið í Mosfellssveitinni. Ég flutti þangað og fyrstu nóttina sem ég svaf þar gerði vitlaust veður og ég varð veðurtepptur um morguninn. Ég svaf ekki fleiri nætur þar upp frá! Lítið var um samband síðustu árin, en þó rákumst við á hvorn annan af og til og fréttir bárust í gegnum kunningjahópinn. Alltaf var Ingimar jafn rólegur og traust- ur og lét ekki mikið yfir sér, en laumaði þó út úr sér mörgum gull- kornum, eins og honum var einum lagið. Minningarnar frá þessum árum verða okkur öllum kærar og við þökkum fyrir að hafa kynnst þessum öðlingi. Elsku Baddý, mundu að þótt Ingimar sé lagður af stað út á aðr- ar brautir, sem okkur öllum er ætl- að að ganga, fyrr eða síðar, þá lifa ótal minningar sem ekki verða frá þér teknar. Við Hafdís og aliir í gömlu klíkunni sendum þér og börn- unum ykkar, svo og öðrum aðstand- endum, innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Kristján A. Jóhannesson. Fimmtudaginn 16. nóvember ók- um við hjónin í gegnum Garðabæ ásamt dóttur okkar framhjá óbyggðu svæði og segi ég „hér ætlum við Ingimar að byggja næst". Daginn efti var Ingimar dáinn; af hverju? Spurningar hlaðast upp, engin svör. Hann sem í byrjun vik- unnar var fullfrískur er nú allur. Kunningsskapur okkar Ingimars hófst eftir að þau Baddý gengu í hjónaband fyrir rúmum 18 árum. Þá höfðu þær Þóra þekkst í nokkur ár og orðnar miklar vinkonur. Vin- átta fjölskyldunnar hefur vaxið með ári hverju og aldrei borið skugga á. Við höfum ferðast með þeim Ingimar, Baddý og krökkunum bæði innanlands og utan og var þá margt spjallað bæði á alvarlegum og léttum nótum. í einni ferð okkar til sólarlanda var ákveðið að stunda lítilsháttar líkamsþjálfun, keyptir tennisspaðar og byrjað að æfa af kappi. Ekki hugsað um hvaða tími dagsins var notaður og lenti það gjarnan á þeim tíma sem hitinn var mestur með tilheyrandi vökvatapi. Það gátum við bætt upp síðar. Þá eru þeir ófáir veiðitúrarnir sem við Ingimar fórum saman. Frá þeim eigum við margar ógleyman- legar minningar um viðureignir við þann stóra í Kvörninni í Haffjarð- ará. Höfðum við gaman af að met- ast á um hvor næði stærri físki og hafði hann oftast vinninginn, enda á heimavelli. Eitt sinn fékk hann þó aðeins 3 punda eftirlegukind og réttist þá minn hlutur mikið og varð úr hinn mesta skemmtun. Með óvæntu og ótímabæru frá- falli Ingimars missum við, ég og fjölskylda mín, einn okkar besta og traustasta vin. Minningarnar um hann lifa. Þær tekur enginn frá okkur. Elsku Baddý, Jóhann Páll, Krist- inn Már og Valdís, við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og öllum öðrum aðstandendum á þessari erf- iðu stundu.' Biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk. Finnbogi, Þóra og börn. • Fleirí mmningargreinar um Ingimar Valdimarsson bíða birt- ingnr og munu birtast í blaðinu næstu ilnga. RAÐAUGLYSINGAR SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Garðbæingar! Garðbæingar! Munið viðtalstíma bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að Lyngási 12 laugardagsmorguninn, 25. nóvember, kl. 10.30 til 11.30. Sjálfstæðisfélagið. Y Á Island samleið með sameinaðri Evrópu? Ráðstefna um utanríkismál 12.45 Mæting. 13.00 Setning ráðstefnunnar. Hreinn Loftsson, formaður utanríkis- málanefndar Sjálfstæðisflokksins. 13.15 Stefna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Ný ríkisstjórn og samskipti íslands og ESB. Formaður Sjálfstæöisflokksins, Davíð Oddsson, forsætisráðherra. 13.35 Framtíð EES-samningsins og áherslur islendinga í samskipt- um við ESB. Geir H. Haarde, formaöur utanríkismálanefndar Alþingis og forseti Noröurlandaráðs. 13.55 Ríkjaráðstefna ESB 1996. Hvert stefnir Evrópa? , Steingrímur Sigurgeirsson, blaðamaður. 14.15 Kostir og gallar við hugsanlega inngöngu fslands í ESB. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur. 14.35 Sjálfstæðisflokkurinn og Evrópusamstarfið: Hvar eigum við heima? Ólafur Stephensen, stjórnmálafræðingur. 14.55 Kaffihlé. 15.25 Efasemdir og ótti hægri manna við Evrópusamrunann. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Sambands ungra sjálfstæðismanna. 15.40 Staða smærri ríkja innan ESB. Baldur Þórhallsson, stjórnmála- fræðingur. 16.00 Ungt fólk og Evrópa. Hver er staða ungs fólks á Islandi í samanburði við ungt fólk i ESB löndunum? Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri alþjóðasviðs menntamálaráðuneytisins. 16.20 Pallborðsumræður. Þátttakendur: Þórir Guðmundsson, frétta- rhaður, Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður, Geir H. Haarde, alþingismaður, Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræð- ingur og Glúmur Jón Björnsson, formaður Heimdallar. 17.30 Samantekt og ráðstefnuslit. Hreinn Loftsson, formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins. 17.45 Léttar veitingar. Ráðstefnustjóri: Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Stjórnandi pallaborðsumræðna: Hrund Hafsteinsdóttir, lögmaður. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 25. nóvember í Valhöll, húsi Sjálfstæðis- flokksins, Háaleitisbraut 1, Reykjavik. Ráðstefnugjald: 500 kr. Utanrikisnefndir Sjátfstæðisftokksins, Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og Heimdallar og Landsmálafélagið Vörðúr. Æskilegt er að þátttaka sé tilkynnt í síma 568 2900. BlK. " f w' m 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.