Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 35 MINNINGAR Með þessu erindi vil ég kveðja ástkæra móður mína. Minning hennar og föður míns mun lifa í hjörtum okkar allra. Emma Árnadóttir og börn. Elsku Ágústa-mamma mín er dáin og það er ennþá hrollur í mér, innri hrollur af söknuði og tómleika. Hvað er ég búin að kveðja hana oft? Hald- andi að nú væri það í síðsta skiptið sem ég fengi að sjá þessa sterku, stoltu konu sem lifði í rúm 100 ár. Á ættarmótinu og í 100 ára af- mælisveislunni hennar, sem haldin var sl. sumar, mátti best sjá hvað hún var með allt á hreinu. Þegar ég kom með son minn, Hafþór, með mér og ætlaði að fara að afsaka að það væri nú kannski ekki von að hún myndi eftir honum, því að við erum búin að búa svo lengi erlendis leit hún á mig, með þessu sérstaka sterka augnaráði, og sagði í ávítunartón: „Heldurðu að ég muni ekki eftir honum Hafþóri? Skárra væri það nú." Svona var hún Ágústa-mamma. Ég var alin upp hjá henni og afa, Árna Valdemarssyni, sem í mínum augum var besti afí í heimi, til níu ára aldurs. Síðar yar ég hjá þeim óteljandi sumur. Ógleymanleg eru kvöldin þegar setið var og hlustað á kvöldlesturinn í útvajpinu. Tifið frá prjónunum hennar Ágústu-mömmu verkuðu sem undirspil við lesturinn, því að aldrei féll henni verk úr hendi. Margar handavinnumuni eigum við eftir hana og hún minnti okkur alltaf á að vera vandvirk og að útsaumur ætti að vera jafn fallegur á röngunni sem á réttunni. Hún elskaði Island og átti mjög mörg falleg blóm, hún átti einn af fallegustu görðum á Akureyri. Hún var mikil kona, full af heið- arleika, visku og trausti, og oft var talað um hana sem frú Ágústu. Ekki var hann afí minn síður tignarlegur, með hatt sinn og staf, labbandi í vinnuna, úr Byggðaveginum, niður á skrifstofu KEA, þar sem hann vann í mörg ár. Ég get seint fullþakkað að hafa fengið að vera hjá þeim, þau kenndu mér svo ótal margt fallegt. Þau sögðu mér sögur frá æskuárum sínum og töluðu um hvað hlutirnir væru miklu auðveldari í dag, miðað við þegar þau voru að alast upp. Öll barnabörnin báru sérstaka virðingu fyrir Ágsústu og Árna, þau voru svo miklu, miklu meira en bara amma og afi. Marga_ sumarmorgna man ég eftir því að Ágústa-mamma kom inn í herbergið sem ég svaf í. Hún dró gardínurnar frá gluggunum og hafði yfir hið alkunna ljóð eftir Hannes Hafstein: Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Á sérstökum sólríkum dögum átti hún til með að bæta við: „Ástar- Gústan mærin mín, má nú til að klæða sig." Ágústa-mamma og afi voru svo góð og ég mun ævinlega standa í þakkarskuld við þau. Akureyri verð- ur aldrei eins án ykkar og ég mun minnast ykkar með ást, þakklæti og söknuði í hjarta. Blessuð sé minning dásamlegra hjóna. Ykkar, Ágústa Garðarsdóttir, (Gilla). í eldhúsinu hjá Ágústu var alltaf Iíf og fjör ótal munnar að metta og mikið um skemmtileg svör. Þú kunnir þá list að lifa lífinu björt og hlý leyfðir engum að glúpna né gráta en gafst öllum vonina á ný. Öll fylgjum við tímans hjartslætti hröðum svo hverfa okkur dagar og ár. Enn muntu Ágústa gleðjast með glððum og græða annarra sár. Freyja Eiríksdóttir. ELLY VILHJÁLMS • Fleirí minningargreinar um Ágústu Gunnlaugsdóttur biða birtingar og munu birtast í biað- inu næstu daga. teinninn" reddaði öllu, þökk sé hon- um að undirrituð komst heim eftir ársdvöl í Danaveldi með allan far- angurinn í risastórri bastkörfu. Jenný og Toni bjuggu lengst af í Hlíðargerði 18. Þar áttu þau sér- lega fallegt heimili og þangað er alltaf gott að koma. Mestur er eflaust missir Jennýjar, barna þeirra og þeirra fjölskyldna. Stutt er síðan Gógó, systir Tona, andað- ist og þar missti Jenný líka góða vinkonu. Einhvern veginn er svo sárt að missa, sárt að missa einhvern sem alltaf hefur verið til staðar. Það er einum hlekk færra í fjölskyldukeðj- unni og við minnt á hve hverful og stutt þessi jarðvist okkar er. En framundan er lengri dagur, birtan verður lengur með okkur og hjálpar til við að sefa sorgina sem því mið- ur gleymir engum. Við skulum muna að nú eru erfið veikindi Tona að baki. Elsku frænka mín, megi góður Guð hjálpa ykkur öllum til að tak- ast á við morgundaginn og njóta hans. Megi góður Guð einnig geyma góðan dreng, Anton G. Axelsson. Þín frænka, Erna og fjölskylda. Kynni okkar Tona hófust árið 1945 í Spartan-flugskólanum, Tulsa Oklahoma, þar sem við stund- uðum báðir flugnám. Þá tókust með okkur þau kynni sem hafa varað alla tíð síðan. Þá urðum við og sam- ferða ásamt fleiri íslendingum í blindflugsnám í Erie, Pennsylvaníu, að loknum prófum frá Spartan. Að flugnáminu loknu lágu leiðir okkar saman heim til íslands þar sem áætlað var að sigla frá Hali- fax. Það varð hinsvegar vikutöf á því að skipið héldi úr höfn og það voru auralitlir námsmenn sem sáu fram á erfiða vikudvöl þar í borg. En þar sem Toni var staddur var alltaf lausn á vandanum á næsta Ieiti og sá hann til þess að nóg var við að vera og hægt að skemmta sér og skoða sig um án þess að það þyrfti að kosta mikið. Það er lýsandi fyrir Tona að allt- af þegar vandamál komu upp þá leysti Toni þau fyrst og fremst með jákvæðu hugarfari. Hann var sér- stakur að því leyti að hann sá allt- af jákvæðu hliðarnar. Hann var jafnframt viðkvæmur og næmur og varð fljótt snortinn hvort sem það var tónlist eða önnur list sem í hlut átti og tilfinninganæmur var hann. Eftir heimkomu okkar hófum við báðir störf sem flugmenn en hjá sitt hvoru félaginu. Hann hjá Plug- félagi íslands og ég hjá Loftleiðum. Vinabönd okkar héldust og styrkt- ust með árunum. Ég kynntist Jenný, konu hans, og leigði um tíma hjá þeim herbergi í Eskihlíðinni. Þá umgengumst við mikið og þetta var gott tækifæri að kynnast Jenný og þeirra fólki. Þetta var allt gott fólk og ánægjulegt að svo góður kunningsskapur skuli hafa enst óslitið öll þessi ár. Toni var farsæll maður,^ ekki síst í sínu flugmannsstarfi. A síðustu árum áttum við Toni þess kost að ferðast saman, ýmist tveir eða ásamt fleiri félögum. Aðaldriffjöð- urin í þeim ferðum var auðvitað Toni og hugmyndirnar flestallar hans. Hann var góður ferðafélagi því hann naut þess að ferðast og skoða sig um. Hann var léttlyndur að eðlisfari og var því vinmargur maður. Það var alltaf ánægjulégt að vera með honum sama hvað gekk á því alltaf kom hann auga á björtu hliðarnar. Ég tel mig lánsaman að hafa orðið vináttu hans aðnjótandi og um leið og ég kveð góðan dreng þakka ég Jenný og fjölskyldu fyrir vinarhug og sendi þeim einlæga samúðarkveðju mína. Dagfinnur. + Henny Eldey VUhjálmsdóttir (EUy Vilhjálms söngkona) fæddist á Merkinesi í Höfnum 28. desember 1935. Hún lést í Reykjavík 16. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Vil- hjálmur Hinrík fvarsson og Hólm- fríður Oddsdóttir. Þau létust bæði á síðasta ári í hárri elli. Bræður átti hún fjóra og var þar elstur Sigurjón, rúmum tíu árum eldri en hún. Yngri bræð- ur hennar voru Þóroddur, Mar- on Guðmann og VUhjálmur, sem fórst í umferðarslysi í Lúx- emborg fyrir hálfum öðrum ára- tug. Að loknu barnaskólanámi settist hún í Laugarvatnsskóla og lauk þaðan landsprófi. Síðar á ævinni fór hún í Oldungadeild MH og lauk stúd- entsprófi 1985. Hún var vel ritfær og skrifaði greinar í tímarit — og ekki hvað síst í Sunnu- dagsblað og Lesbók Morgunblaðsins. Ung hóf hún að syngja með hljóm- sveitum og á ævi- ferli sínum söng hún um 100 lög inn á plötur, þar af all- nokkur með Vil- hjálmi bróður sín- um. Hún giftist Svavari Gests hljónilistarmanni 5. júlí 1966 og eignuðust þau tvo syni; Mána hljómlistarmann, f. 15. janúar 1967, og Nökkva verzlunar- mann, f. 28. júní 1971. Áður hafði hún eignast soninn Atla Rafn og dótturina Hólmfriði Ástu í fyrri hjónaböndum. Útför Hennyjar Eldeyjar Vil- hjálmsdóttur fór fram í kyrrþey. • Fleiri minningargreinar um Anton Axelsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu ÁSTKÆR mágkona og svilkona okkar, Elly Vilhjálms, er látin. Margs er minnast eftir þriggja ára- tuga samleið. Hæst ber í minning- unni samverustundir á heimili þeirra Svavars og aðrir fjölskyldu- fagnaðir. Elly var afar vandaður listamaður og lét ekkert frá sér fara nema það væri vel undirbúið, eins og allar hennar hljómplötur bera ljósan vott um. Hún var mjðg listræn, hannyrðir hvers konar léku í höndum hennar og var í því sem öðru afar vandvirk og bar heimili þeirra Svavars því glöggt vitni. Elly var mikill og sterkur per- sónuleiki sem markaði djúp spor í samtíð sína með hæfileikum sínum og var gleðigjafí þessarar þjóðar frá því fyrst er hún kom fram sem söngkona. Nú er hin tæra og fal- lega rödd Ellyjar hljóðnuð en mun lifa á öldum ljósvakans um ókomna framtíð. Við hjónin og fjölskyldur okkar þökkum henni alla þá tryggð er hún sýndi okkur á samleið okk- ar. Hún lifir í minningunni sem góð, falleg og gáfuð kona. Við vottum Svavari og börnunum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. . Blessuð sé hennar minning. Gyða Erlingsdóttir, Aðalsteinn Dalmann Októsson. Okkur bregður alltaf þegar við heyrum um lát góðs vinar. Svo fór einnig fyrir mér þegar hringt var til mín árla morguns og mér til- kynnt að Elly Vilhjálms væri látin. Það eru eðlileg viðbrögð, við gerum okkur grein fyrir því að dauðinn er endanlegur og við eigum ekki eftir að hitta viðkomandi aftur í lifanda lífi. En vonandi eigum við eftir að hitta ástvini okkar á ný, þegar við verðum sjálf komin í hin sígrænu engi alheimsins. Við Elly erum búnar að vera vinkonur í meira en þrjátíu ár. Vin- skapur okkar hófst þegar Elly gift- ist bróður mínum, Jóni Páli Bjarna- son. Þau skildu eftir nokkuð stormasama og stutta sambúð, en vinátta okkar Ellyjar hélzt alla tíð og þótt við töluðumst ekki við á hverjum degi hittumst við af og til, skrifuðumst á og töluðum sam- an í síma nokkrum sinnum á ári. Elly var um margt afar sérstæð persóna. Hún var einhver vandvirk- asta kona sem ég hef kynnst um mína daga. Allt sem hún gerði gerði hún svo vel að það var ekki hægt að gera það betur. Hún hefur um áratugaskeið verið bezta dægurlagasöngkona íslendinga og á síðari árum fór hún að syngja aftur og voru vinsældir hennar sízt minni þá en á fyrri söngferli henn- ar. Elly söng svo sannarlega fram að sínum síðasta degi, því nokkrum vikum áður en hún lézt söng hún inn á síðustu plötuna sína. Hún skrifaði mér í bréfi í september að hún hefði verið svo máttfarin er hún hélt til upptökunnar að það þurfti að bera hana upp tröppurnar og hún hefði orðið að sitja við upp- tökuna, því hún gat ekki staðið óstudd. Elly var alltaf dugleg, hvað sem á gekk. Hún hlúði afar vel að for- eldrum sínum þar. til þau létust fyrir fáum árum. Pabbi hennar var blindur síðustu árin og mamma hennar óvinnufær eftir að hafa fengið slag. Elly fór suður í Hafnir til þeirra í hverri viku til þess að hlúa að þeim. Það hefur áreiðan- lega verið létt af henni þungu fargi þegar þau komust loksins á elli- heimili, þar sem hún vissi að vel var um þau hugsað. Elly sýndi foreldrum mínum, fyrrverandi tengdaforeldrum sín- um, jafnan mikla vinsemd og alúð þar til þau létust fyrir nokkrum árum. Hún þurfti að sinna Hólmfríði, einkadóttur sinni og frænku minni, sem greindist með hinn hræðilega MS-sjúkdóm á unga aldri. Ég veit að Elly hafði oft áhyggjur af heilsufari og aðbúnaði Fríðu okkar og var því öðru fargi af henni létt þegar Fríða komst í öruggt hús- næði á Sléttuveginum. Einn af sólargeislunum í lífi Elly- ar var Svenni, litli dóttursonur hennar, sem nú er átta ára gam- all. Elly sagði við mig í símtali sl. sumar að hún öfundaði mig reglu- lega af því að eiga svona mörg barnabörn, hún þráði að eignast fleiri. Hún hafði svo mikið að gefa — henni var unun að gefa og miðla gleði og ánægju meðal fólks. Elly bjó seinasta eiginmanni sín- um, hinum góðkunna hljómlistar- og útvarpsmanni, Svavari Gests, yndislegt heimili, þar sem smekk- vísi hennar sat í fyrirrúmi. Því miður auðnaðist mér ekki að heim- sækja hana á seinasta staðnum sem hún bjó, en ég efast ekki um að það hafi verið glæsilegt hjá henni þar sem annars staðar. Það er mikill harmur kveðinn að eftirlifandi fjölskyldu Ellyjar, Fríðu, sonunum Nökkva og Mána og Atla og Svavari. En það er gott að eiga góðar minningar og smám saman vinnur tíminn á sorginni og eftir standa góðu minningarnar. Við Atli og fjölskylda okkar sendum syrgjendunum innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja og styðja þau öll í sorginni. Anna Bjarnason, Flórída. Elskulegur fulltrúi íslensku Li- onshreyfingarinnar er fallinn frá. Allt of fljótt var hún hrifin burt en líklega hefur henni verið ætlað annað hlutverk á æðri stöðum. Því verðum við hin að trúa sem sitjum hnípin eftir við brottfall Ellyjar Vilhjálms. Elly var um margt óvenjuleg kona, glæsileg á velli svo að af bar, með einkar fágaða framkomu og viðmót sem allir löðuðust að. Elly vann um nokkurra ára skeið á skrifstofu Lionshreyfmgarinnar á íslandi. Hún vann störf sín þar af stakri prýði og gott var að leita í smiðju til hennar og sækja til henn- ar visku og fróðleik en hún og eigin- maður hennar störfuðu í mörg ár saman á skrifstofu hreyfingarinnar í Sigtúni í Reykjavík. Á þeim árum sem Svavar eigin- ., maður hennar sinnti starfi í Al- þjóðastjórn Lions fóru þau hjónin víða og báru hróður íslands vítt og breytt. Eitt er víst að þeir eru æði margir sem spurst hafa fyrir um Ellyju er fram liðu stundir og mjög margir minnast gamalla og góðra kynna frá þessum árum. Elly var glæsilegur fulltrúi okkar íslenskra Lionsmanna bæði hér- lendis og erlendis. Hún var víðlesin og átti einkar gott með að tala við fólk enda kom það sér vel í starfi hennar fyrir Lionshreyfinguna og veit ég að margir minnast hennar með þökk og virðingu fyrir vel unnin störf. Ég átti því láni að fagna að kynnast Ellyju á heimaslóðum hennar en hún var einkar gestrisin og gott var að heimsækja hana. Eigum við hjónin ljúfar minningar frá heimsóknum á heimili Ellyjar og Svavars og færi ég bestu þakk- ir fyrir þau kynni. Fyrir hönd Lionsmanna í Um- dæmi 109 A sendi ég innilegustu samúðarkveðjur til Svavars og fjöl- skyldunnar allrar. Hafi Elly Vil- hjálms hugheilar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Lions á íslandi. Megi góður Guð varðveita hana á ókunnum vegum. Laufey Jóhannsdóttir, umdæmisstjóri Lions 109 A. Með fáeinum orðum langar mig að minnast Ellyjar sem nú er látin eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég kynntist Elly fyrir nokkrum árum og komst þá fljótlega að raun um að þarna var á ferð alveg ein- stök kona. Fyrir utan alla þá feg- urð og glæsileika sem Elly hafðí til að bera, sem var ávallt einkenn- andi fyrir hana, þá var hún sérstak- lega glaðlynd, skemmtileg og heill- andi kona, enda kom nærvera hennar manni alltaf til að líða vel og var þá undantekningarlaust stutt í brosið og hláturinn. Það sem einkenndi Elly þó öðru fremur var hversu gott og ástríkt hjarta hún hafði. Umhyggjusemi hennar virt- ust engin takmörk sett og ef hún mögulega gat gerði hún ætíð allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa öðrum. Hún gladdist yfir því að sjá aðra gleðjast en sjálf vildi hún sem minnst láta hafa fyrir sér. Ég heimsótti Elly síðast fyrir tæpum þremur mánuðum rétt áður en ég hélt utan til Frakklands þar sem ég dvel nú. Þá eins og áðutv" tók hún á móti mér opnum örmum, brosandi og sem fyrr dáðist ég að því hversu hetjulega hún bar sig þrátt fyrir veiidndin. Þessi heim- sókn mun ávallt verða mér minnis- stæð, en fyrir utan að hafa verið ánægjuleg stund eins og alltaf í návist Ellyjar þá hefur þetta reynst vera okkar síðasta stund saman. Það er mikil gæfa að hafa kynnst jafn yndislegri konu sem Elly var og minningin um hana er og verð- ur mér alltaf mjög kær. Með sökn- uði og þakklæti fyrir allt kveð ég nú vinkonu mína í hinsta sinn. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Nanna Hrund Eggertsdóttir. • Fleiri minningargreinar um EUy Vilhjálms bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.