Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR PHOENIX námskeiöið leiðin til árangurs HVERNIG VIRKAR ÞAÐ 7 Munurinn á hliðrænu útvarpi og stafrænu: skref inn i framtíðina Utvarp — Rafsegulbylgjur Náttúrulegar rafsegulbylgjur, sem veröa til vegna orkugeisla sólarinnar, eru allt I kring, sumar sýnilegar sem Ijós, Útvarpstækni notar bylgjur af ákveðinni stæró sem búnar eru til með rafmagni Bylgjulengd: Fjarlægð á milli öldu- toppa samliggjandi aldna Sveifluvidd: Helmingur bilsins frá öldutoppi í öldudal Tíðni: Fjöldi aldna framhjá ákveðnum punkti á sekúndu Hljoðmerki Breytilegur rafstraumur sem verður til í hljóðnema Burðarbylgja Rafsegulorka sem send er á bylgju lengd og tíðni útvarpsstöðvarinnar llltlllHlilllllllillf a a 1 HLIÐRÆNT ÚTVARP Burðarbylgjan er löguð að hljóömerkinu AM - Víddarmotun Sveifluvídd bu rðarby Igju n nar er felld að hljóðmerkinu. Rafmagnstruflanir, svonefnt suð og brestir, geta truflað útsendinguna FM - Tíðnimótun Tíðnin er felld að hljóðmerkinu. Minni líkur á truflynum, en merkið bjagast við endurkast í býggð eða hæðóttu landi STAFRÆNT UTVARP Buröarbylgjan er löguö aö tölvukóta fyrir hljóömerkiö DAB - Stafrænt útvarp wvwwvwWWVWWA: Nokkrar burðabylgjur eru sendar út i sveit á breiðu WWWWVWWVAVM/'A. tiðnisviði. Ef einhverjar bylgjur lenda í hremmingum WVWVWWVtVv' VtnW aörar ® aS 'T9®3 a8 komist til skila Hlustendur þurfa ný og mun flóknari viðtæki til að geta notið stafræns útvarps STAFRÆNT ÚTVARPS- VIÐTÆKI HLIÐRÆNT ÚTVARPS- VIÐTÆKI Loflnet: Nemur utvarpsbytgjur og snýr þeim aftur í rafmagnshlióömerki Stillir: Breytilegur þéttir sem velur viöeigandi merki St/órnborð: Hlioö-, texta- og myndstillir Styrkstilm Afmotari rasa-kotalulkur: Sameinar buröarbylgjurnar fjöl- mörgu, leiöréttir allar skekkjur og skiptirþeim upp I hljóö eöa gögn Hljóökótatulkur: Breytir tölvukóta i hljóömerki Gagnakotatulkur: Breytir tölvukóta I texta eða myndir Magnari: Styrkir hljóömerkiö meö ralslraumi Hatalarar: Breytir rafmagnshljóömerki — i hljóöbylgjur REUTER BBC hefur hafið stafrænar útvarpssendingar Boðar byltingu í hljómgæðum Utsendingin verður takmörkuð við Lundúnasvæðið í byrjun London. Reuter. BBC, breska ríkisútvarpið, hóf nýlega stafrænar útvarpssend- ingar, sem það segir boða nýja tíma o g byltingu fyrir hlust- endur. Til að byrja með verða þeir þó fáir, sem geta notið þessarar nýju tækni, og það verður ekki fyrr en upp úr aldamótunum, að sendingarn- ar nást um allt Bretland. Aðal- kostur stafrænu tækninnar er sá, að hljómurinn er miklu betri og útsendingin öruggari. „Þetta er upphaf þriðju bylt- ingarinnar í útvarpsmálum. Sú fyrsta var AM fyrir nærri 100 árum, siðan kom FM fyrir 50 árum og nú er hin stafræna margmiðlunarveröld næstu aldar að sjá dagsins ljós,“ sagði Liz Forgan, framkvæmdastjóri BBC. Opnar nýja möguleika Nýja tæknin sameinar mjög góðan hljóm og örugga útsend- ingu og með henni opnast einn- ig möguleikar á annarri þjón- ustu, til dæmis flutningi texta og upplýsinga. Til að byrja með verður stafræna útsend- ingin frá BBC takmörkuð við Lundúnasvæðið, það er að segja 20% landsmanna, en stefnt er að því, að hún nái til 60% þeirra 1998 þegar 22 sendar verða settir upp víða um landið til viðbótar þeim fimm, sem nú eru í suðaustur- hlutanum. Það er þó ekki nóg að koma upp sendum, því að hlustendur verða að hafa viðeigandi mót- tökutæki til að ná herlegheit- unum. Þau verður að panta sérstaklega enda má segja, að framleiðsla þeirra sé enn á frumstigi. „Staðan er sú sama og við upphaf sjónvarpssendinga á fjórða áratugnum og það er aðeins lítill hópur, sem nær þessum sendingum enn sem komið er. Ætli hann verði ekki kominn í um 200 manns eftir nokkra mánuði,“ sagði David Witherow, yfirmaður stafrænu útsendinganna. Fyrirferðar- mikil og dýr Witherow sagði, að vissu- lega væru móttökutækin enn allt of stór og dýr en sem dæmi má nefna, að bíltækin komast hvergi fyrir nema í skottinu og kosta um 200.000 ísl. kr. Hjá BBC er því samt haldið fram, að það muni ýta undir eftirspurnina að byrja útsendingar strax og þar með framfarir í smíði tækjanna. Stafræna tæknin hefur verið þróuð í samvinnu útvarps- stöðva og rafeindafyrirtækja í Evrópu innan Eureka 147- áætlunarinnar. Með henni er hljóðbylgjunum breytt í raðir, sem samanstanda af 1 og 0, og útkoman er eins og áður segir miklu betri og tærari tónn. Henni fylgir líka, að út- sendingarnar nást í öllu land- inu á sama FM-sviðinu. SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SlMI 564 47) I - FAX 564 4725 - kjarni málsins! News International hættir útgáfu Today London. Telegraph. News International, sagði að „tug- milljónum punda“ hefði verið dælt í blaðið án þess að það hefði borið tilætlaðan árangur. Talið er að 149 milljóna punda tap hafi verið á útgáfu blaðsins síðan Murdoch eignaðist það 1987. Hinton sagði að brýnt hefði verið að hætta útgáfu Today vegna 50% hækkunar á verði dag- blaðapappírs. Órólegt ástand Umbrotasamt hefur verið í brezkum blaðaheimi að undan- förnu og miskunnarlaust verðstríð hefur ekki bætt úr skák. Skipt hefur verið um ritstjóra á fjórum landsmáiablöðum af 11 á nokkrum vikum. Framtíð Daily Express er í óvissu og í svipinn er enginn rit- stjóri starfandi við blaðið. Ritstjóri Independent sagði af sér fyrir nokkrum dögum til að mótmæla róttækum niðurskurði. Ymsar sögusagnir hafa verið á kreiki og News International hefur orðið að bera til baka orðróm um að Murdoch ætli að kaupa 20% hlut í Daily Express. Fráfarandi ritstjóri Today, Ric- hard Stott, neitar því að hann sé í þann veginn að taka við starfi ritstjóra Daily Express. Bylting í blaðaútgáfu Þegar Eddie Shah hóf útgáfu Today 1986 innleiddi hann að ýmsu leyti byltingarkenndar breytingar í brezkri blaðaútgáfu. Today varð fyrsta tölvuvædda landsmálablaðið í Bretlandi og var fyrst brezkra blaða gefið út í lit. Það braut ofurvald prentara og félags þeirra á bak aftur og starfs- menns þess tilheyrðu engu verka- lýðsfélagi. „Today lifði ekki til einskis," sagði fyrsti ritstjóri Today, Brian MacArthur. „Öllum megimark- miðum Eddys Shahs var náð.“ Blaðið fylgdi Verkamanna- flokknum að málum og leiðtogi hans, Tony Blair, harmaði dauða þess. Kynning á Phoenix- námskeiöunum LEIÐIN TIL ÁRANGURS 27. nóvemberkl. 18.00 á Hótel Loftleiðum. Næsta Phoenix-námskeið verður dagana 28., 29. og 30. nóvember. Skráning stendur yfír. Phoenix-klúbbl'undur mánudaginn 27. nóv. kl. 20.00 á sama stað. Fanný Jónmundsdóttir, sími 552 7755. ÚTGÁFU brezka æsifréttablaðs- ins Today hefur verið hætt vegna stöðugra skulda, sem námu 11 milljónum punda síðustu tólf mán- uðina þegar blaðið kom út. Að sögn útgáfu blaðsins, News Intemational, fá „talsvert margir“ af 200 starfsmönnum þess störf hjá öðrum blöðum félagsins, þar á meðal Times, Sun, News of the World og Sunday Times. Við því hafði verið búizt í marga mánuði að útgáfu Today yrði hætt og Rupert Murdoch hótaði sjálfur að stöðva útgáfuna vegna fyrir- hugaðs frumvarps um takmörk við því að menn eigi í mörgum fjöl- miðlum. Fayed hafði áhuga Mohammed Fayed, eigandi Harrods, reyndi að eignast blaðið, en News Intemational segir að engir „trúverðugir“ kaupendur hafi komið fram. Les Hinton, framkvæmdastjóri Pearson færir út kvíarnar London. Reuter. PEARSON PLC, hið kunna brezka fjölmiðlafyrirtæki, heldur áfram þeirri stefnu að auka umsvif sín í fjölmiðla- heiminum og hefur keypt bandarískan dreifanda sjón- varpskvikmynda, ACI. Kaupverðið er 40 milljónir dollara og safn ACI fylgir með í kaupunum, auk þess sem Pearson fær nýjar sjónvarps- kvikmyndir frá stofnfyrirtækj- um ACI. Stutt er síðan Pear- son fékk leyfi til að reka fimmtu sjónvarpsrásina í Bret- landi. Pearson mun greiða allt að því 20 milljónir dollara í sjö ár fyrir nýju sjónvarpskvik- myndirnar. Stofnendur ACI samþykkja að dreifa sjón- varpskvikmyndum sínum ein- göngu fyrir milligöngu ACI I að minnsta kosti fimm ár. Pearson á Thames Televisi- on og keypti í maí ástralska sjónvarpsfyrirtækið Grundy Worldwide. Independent Hargreaves hættur IAN Hargreaves, ritstjóri breska dagblaðsins Independ- ent, hefur sagt upp eftir 14 mánaða störf, að sögn Financ- ial Times. Heimildarmenn segja að Hargreaves hafi verið beðinn um að skera harkalega niður útgjöld og taldi hann að aðgerðirnar myndu merkja kollsteypu á öllu blaðinu. Charles Wilson, fýrrverandi ritstjóri The Times og stjórn- andi Mirror-samsteypunnar, sem á stóran hlut í Independ- ent, mun gegna ritstjórastarf- inu til bráðabirgða. Hargreaves er fyrrverandi aðstoðarritstjóri hjá Financial Times. Honum tókst að gera Independent meira aðlaðandi en salan jókst aðeins lítið eitt, var að meðaltali um 279.500 mánuðina maí til október í fyrra en 287.000 á sama tíma- bili á þessu ári. Hún náði 300.000 í júní. Blað deyr vegna bullandi taps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.