Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 U- MORGUNBLAÐIÐ RANNÍS Rannsóknarráð íslands auglýsir styrki úr Tæknisjóði með umsóknarfrest til 15. janúar 1996: „Tæknimenn í fyrirtæki" Styrkirnir eru veittir úr Tæknisjóði til fyrirtækja í þeim tilgangi að ráða vísinda- og/eða tæknimenntaðan starfskraft. Styrkir eru veittir til allt að þriggja ára og nema hálfum launakostnaði sérfræðings. • Umsækjendur geta verið fyrirtæki sem eru að hefja nýsköpun en hafa ekki vísinda- eða tæknimenntað starfslið í þjónustu sinni, en hafa að öðru leyti bolmagn og forsendur til nýsköpunar. • Gert er ráð fyrir að í umsóknum komi fram áform fyrirtækja um þróunarstarf og eflingu á tæknigetu fyrirtækis og bættri samkeppnisstöðu þess á markaði. Eyðublöð og ieiðbeiningar (einnig á tölvudisklingi) verða tilbúin 27. nóv. nk. og skal sækja til Rannsóknarráðs íslands, Laugavegi 13, sími 562 1320, fax 552 9814. FRETTIR Hvað segja þau um stöðuna í kjaramálunum? Valdimar Guðmannsson, formaður ASN Nægt tilefni til uppsagnar „ÞESSI greinargerð I^jóðhags- stofnunar staðfestir að það hefur gilt hér allt önnur launastefna eftir að við sömdum i febrú- ar. Það er viður- kennt að við þyrftum að fá um 3.000 kr. launahækkun til að standa jafn- fætis öðrum og þá eru kennar- arnir ekki KeBovtk, Sotnkoijf), fciÆíiqollonroi ttekmirKtoíof, Versknín Vik Óiofsf jót ouf, Votbeffj, Rodióvinnustofafi Poliekil|rjfoW, ttoftúoJómstit ReySorfjífduf, Kf tlétoosbóa fcykjoyik, Heirrtsfefinðlen KrtngJuROt Swoitfktoki, KfSkojfiroírtjo 5eKoK, ttofsel StgkiijOfíot, Adotbúdín Vfistmrtrtneyjor, fyjooititó Mókshófn, Rós Wrítöfrt, Kí íangnesingo Vopnrjfjötínt, Kf Vopnfiréingn Vik MýrrJot, MÁtnesinjo reiknaðir inn í dæmið," sagði Valdimar Guðmannsson, formað- ur Alþýðusambands Norðurlands. „Það er hópur innan verkalýðs- hreyfingarinnar, og ég tilheyri honum, sem hefur haldið því fram að þetta eitt og sér sé nægileg ástæða til uppsagnar. M egin- markmiðið með febrúarsamning- ii ii u ni var að laun skyldu hækka í krónutölu og að samningarnir ættu að vera jafnlaunasamningar. Þetta markmið hefur verið marg- brotið. Það er meira að segja þannig að þeir sem hærri laun höfðu fyrir fengu mest. Þegar verið var að semja var því lýst yfir að þjóðarbúið þyldi ekki miklar launahækkanir og að við yrðum að viðhalda stöðugleik- anum. Undir þessum kring- umstæður var launastefnan mót- uð. Það er síðan ríkið sjálft sem gengur á undan og semur við sína starfsmenn um meiri hækkanir en við fengum. Það er ekki hægt að ætlast til að okkar fólk sætti sig viðþessa mismunun. Ég hef verið að fara á milli vinnu- staða og verið á mörgum fundum og man ekki eftir jafnákveðnu hljóði í fólki. Þetta geta stjórnmála- mennirnir að mörgu leyti rakið til sín. Þær hækkanir sem þeir fengu var sú ólía sem glóðin þurfti til að það kviknaði bál." Meirihluti aðildarf élaga Al- þýðusambands Norðurlands er búinn að afla sér heimildar til að segja samningum upp. Valdimar sagði að best væri ef launanefndin gæti komist að samkomulagi um að bæta félagsmönnum ASI upp þann mismunun sem er þeim í óhag. Hann sagði ekki útilokað að samningum yrði sagt upp óháð niðurstöðu launanefndar. Hann viðurkenndi að félögin yrði í erfið- ari stöðu til að heyja sína kjara- baráttu ef þau segðu samningum sjálf upp. Betra væri að samning- um yrði sagt upp á vettvangi launanefndarinnar ef til uppsagn- ar þyrfti að koma. „Ég tel að fé- lögin hafi þessa heimild. Þau hafa ekki framseit þetta vald alfarið í hendur launanefndarinnar." SiguröurIngvarsson, formaöur ASA Uppsögn fáist ekki leiðrétting „EF EKKI fæst leiðrétting verður samningum sagt upp. Það liggur alveg ljóst fyrir. Það kemur í ljós á næstu dögum hvað ríkisvaldið og atvinnurek- endur eru tilbúin til að gera. Bolt- inn er hjá þeim," sagði Sigurður Ingvarsson, for- maður Alþýðu- sambands Aust- urlands. „Þau viðbrögð sem við teljum okkur hafa fengið frá rikisstjórn og atvinnurekendum eru ekki full- nægjandi. Eg tel að það sé skyn- samlegast fyrir þessa aðila að reyna að ná saman við okkur eins og við erum að bjóða upp á án þess að efna til allsherjar ófriðar í þjóðfélaginu. Það er mjög fast þrýst á okkur forystumennina frá okkar félags- mönnum. Mönnum finnst þetta vera algjört prinsippmál. Samn- ingsaðilar settu sér það markmið að fara í launajöfnun, þótt hún væri ekki stór, en niðurstaðan varð þveröfug. Við sættum okkur ekki við það." Sigurður sagði að eins og stað- an væri í dag væru horfur á að fulltrúar ASI í lauuanefnd gætu sagt upp samningum með vísan í að forsendur samninga, um verð- lagsþróun og yfirlýsingu ríkis- stjórnar, hefðu ekki staðist. „Það er alveg ljóst að ríkis- stjórnin hefur ekki uppfyllt það sem hún lofaði. Það er rétt að verðlagsforsendurnar hafa staðist hingað til, en ég held að það séu verulegar blikur á lofti með þró- unina á næsta ári. Lánskjaravístit- alan hefur verið að hækka. Við teljum að það eigi eftir að koma inn einhver þensla. Ef það gerist ekki bendir það til þess að s vigr- úmið til launahækkana hafi verið meira en menn tðldu." Hansína Stefánsdóttir, formaður ASS Launa- stefnan er brostin „KRAFAN um launahækkanir er mjög sterk. Alþýðusamband Suð- urlands hélt þing í byrjun sept- ember. Það vildi nú þannig til að fundur hófst degi eftir að úr- skurður Kjara- dóms var birtur og þar kom fram sterk ályktun um að samnings- f orsendur væru brostnar og sú afstaða hefur ekki breyst hjá fólki," sagði Hansína Stefánsdótt- ir, formaður Alþýðusambands Suðurlands. „Mat manna á því hvaða for- sendur þurfa að vera fyrir hendi svo hægt sé að segja samningum upp er dálítið mismunandi. Þegar var gengið frá þessum kjarasamn- ingi var skrifað unclir ákveðnar forsendur og samningsaðilar gáfu út ákveðna yf irlýsingu um launa- stefnu. Það er kannski ekki síst á henni sem fólk samþykkti samn- ingana. Mín skoðun er sú að launa- stefnan sé brostin og þá er ansi lítið orðið eftir til að byggja á framhald samninga. Það vantar býsna mikið upp á yfirlýsingu ríkisstjómarinnar og þau svör sem komu frá ráðherr- iiiiuni í gær eru ekki fullnægj- andi. Þeir segja ekkert um það hvenær þeir ætla að hrinda í fram- kvæmd því sem á vantar. Við vilj- um fá tryggingu fyrir því að það verði gert." Grétar Þorsteinsson, formaöur Samiönar Hægtað komast hjá alvarlegum árekstrum „MÉR lýst ekki allt of vel á stöð- una. Það er megn óánægja hjá okkar félagsmönnum með kjörin. Menn hafa nokkra daga í viðbót til að koma þessum málum í höfn. Það þurfa að koma önnur og skýrari svör frá stjórnvöldum og það þurfa einnig að koma jákvæð viðbrögð frá atvinnurekendum ef á að takast að forðast hér alvar- lega árekstra. Ef slík viðbrögð koma ekki eru verulegar líkur á að samningum verði sagt upp eða að það verði órói á vinnumarkaði, sem er auðvitað afar slæmur," sagði Grétar Þorsteinsson, for- maður Samiðnar. Miðstjórn Samiðnar kemur sam- an til fundar í dag. Grétar sagði að á fundinum yrði mótuð afstaða fyrir formannafund ASÍ, sem haldinn verður nk. sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.