Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR24.NÓVEMBER1995 23 LISTIR Aftur til lindanna BOKMENNTIR Ljóðabók í MEÐALLANDINU eftir Finn Torfa Hjörleifsson. Mál og menning 1995 - 57 síður. STÓR hluti orðaforða íslenskunn- ar er í raun sokkinn í gleymsku. Hann er ótækur og ónothæfur til daglegs brúks í þeirri hugtaka- og hlutaver- öld sem málnotendur dagsins í dag búa og starfa í og sem virðist svo frábrugðinn hinum gamla heimi sem allur þessi skari af veður- fars-, vinnu og náttúru- orðum spratt upp af. En þessi orð eru þarna. Þau eru til og það er ekki hvað síst í ljóðlist- inni sem þau stinga aftur upp kollinum. Hljómur þeirra gefur ljóðinu blæ. Hann vek- ur upp tengingar hjá lesanda og opnar hon Finnur Torfi Hjörleifsson um margar luktar dyr. Finni Torfa Hjörleifssyni eru þessi gleymdu orð kær. Þau má sjá hvarvetna í þessari nýju ljóðabók hans. Orð eins og: „lambarjómi", „svartalogn" eða „dimmumót". Orð sem hann notar hér oftast til að lýsa heimi náttúru og óbyggða. Heimi sem höfundi er afar hugleikin og sem hann leitast við að umvefja þessum margslungnu hugrenningatengslum sem hin gleymdu orð vekja upp. Náttúran og óbyggðirnar eru ljóðmælanda iðu- lega líkn. Ljóðin eru ferðir inn á dreifbýlislendur sem að vísu eru markaðar því að sú menning sem eitt sinn tengdist þeim, sveitamenn- ingih, er horfin. Sá ljóðmælandi sem nú leitar aftur út í náttúruna reikar um rústir af gömlum heiðarselum, hann minnist horfínna tíma og þjóð- sagna sem ekki megna að vakna aftur til lifsins í nútím- anum. En þessi ljóðmælandi þráir í raun ekki þennan horfna sveitaheim í sjálfu sér. Hann þráir að finna sig sjálfan í spegli hinnar upphöfnu og í raun ímynduðu náttúru. Fundur sjálfsveru og umhverfis er í ljóðum Finns Torfa ætíð settur fram sem fundur ein- staklingsins og náttúr- unnar í víðasta skilningi þessara hugtaka. Þetta er leiðarstef bókarinn- ar, hvort sem ljóðmynd- irnar hverfast um þetta ímyndaða og upphafna náttúruland, eins og í fyrsta hluta bókarinnar „I meðallandinu" sem jafnframt er heildstæður ljóðabálkur, um hin ein- stöku ljóð sem oft eru ort frá ein- hverju tilefni eins og í miðhluta hennar „Rísi ey" eða ástarljóðin í lokahluta hennar „Styrkur stráa" sem líkt og fyrsti hlutinn er sam- stæður bálkur ljóða. í öllum þessum þremur hlutum gegnir náttúran hlut- verki miðs og marks. Jafnt einsemd- in sem ástin eru klædd í þetta ef til vill gamalkunnuga náttúrugervi. Myndir ástarinnar eða samvistanna við þá sem ljóðmælandanum eru kærir eru meira og minna stóttar til vorsins, til gróðursins, til sauðfjár og smalamennsku. Þess konar lík- ingarmál hefur óneitanlega nokkuð oft verið haft um hönd og það er því kannski ekki furða að það sé hvað helst á þessum hálu stigum sem Finni verður fótaskortur. Þegar óbældum svæflinum í rúminu við hlið ljóðmælanda er líkt við gimbil sem enga götu getur runnið (bls. 42) eða að barn sem villst hefur af leið er orðið að móðurlausu lambi (bls. 55), er ekki laust við að viðlík- ingin verði nokkuð bragðdauf. En í fyrsta ljóðabálkinum, „í með- allandinu" og í mörgum hinna stöku ljóða má vel sjá hvernig þessar nátt- úru- og óbyggðamyndir þéttast og vefjast saman við reynslu einstakl- ings sem fínnst sem skynjun sín og tenging við tímann sé splundruð og óheilsteypt. Hann sækir styrk til að afbera þessa splundrun inn á þetta „meðalland", inn í sinn ljóðræna, upphafna, innri heim. Þessi heimur er settur saman úr táknum lífs og gróðurs, himinhnatta og náttúru- afla. Hann er gerður úr orðum. Hann lýsir í senn hinum innra tæt- ingi vitundarinnar sem og þránni eft- ir að hinn ytri heimur: Hin líkandi vötn, vindar og grös, komi skipulagi á þennan tæting og skapi heilsteypta mynd. Þessum flókna fundi manns við sjálfan sig og þessum samslætti manns og náttúru er oftar en ekki brugðið í búning sem nær markmiði sínu prýðilega. Því markmiði að vekja ótal horfin meginlönd tungumálsins: Ég er fyrir norðan mána og sunnan sól. Hér erum við þrjú og fleyið mitt sem ber mig með vélarslætti yfir svartan lognsjó" (bls.10). Kristján B. Jónasson Saksóknarinn, lög- fræðingurinn, eiginkonan hans ... KVIKMYNPIR Háskólabíó „JADE" • • Leiksrjóri: William Friedkin. Handrit: Joe Eszterhas. Framleið- andi: Robert Evans. Aðalhlutverk: David Caruso, Linda Fiorentino, Chazz Palminteri, Richard Crenna. Paramount 1995. ERU þetta ekki kunnugar slóðir? Glæsileg kona, sem ber það með tsér að vera tæfa af því hún leikur sér að karlmönnum og er haldin brókarsótt, er grunuð um hrottalegt morð. Gamall elskhugi hennar rannsakar málið og hún reynir að vefja honum um fingur sér. Hún er tíðum í yfirheyrslu hjá lögregl- unni þar sem kynlíf hennar er mjög til rannsóknar. Enn ein lesbían fær það óþvegið, kynlífssenurnar eru margar og klúrar, orðbragðið er klámfengið og stuðandi og persón- urnar eru upp til hópa andstyggileg- ar. Sumsé ekkert sem maður hefur ekki séð áður í myndum byggðum á handritum Joe Eszterhas (Ognar- eðli, „Sliver"). Sakamálaformúlan hans er margreynd en leikstjóran- •um, William Friedkin, tekst að vinna úr henni miðlungsgóða spennumynd, aðallega vegna þess að David Caruso, Linda Fiorentino og Chazz Palminteri eru allir ljóm- andi góðir leikarar. Friedkin gerði listgrein úr bílaelt- ingaleikjum í Franska sambandinu forðum tíð og spreytir sig hér á einum slíkum með góðum árangri. En fyrst og fremst reynir hann að finna botn í handrit og persónur Eszterhas án þess að komast nema hálfa leið. Hann heldur uppi góðum hraða í frásögninni og breiðir þann- ig yfir gallana en myndin þolir ekki mikla nærskoðun enda sjálfsagt aldrei ætlunin. Stærsta meinið eru fáránlega opin endalok, sem gera myndina fullkomlega ómóralska, og alkunn kvenfyrirlitning Eszterhas, sem löngu er orðin vond klisja. Karlar eru greindir og valdamiklir. Þegar kvenfólk á í hlut er myndin hins vegar full vandlætingar og ýjar stöðugt að því að konur séu skrýmsli af því bær njóta þess að sofa hjá. Framleiðandinn gamalreyndi, Robert Evans, sér til þess að sjálf framleiðslan sé óaðfinnanleg og James Horner gerir góða spennu- tónlist. Caruso leikur saksóknarann og er snjall í að undirleika með þreytulegu yfírbragði þess sem þekkir alla spillinguna en getur lítið við henni gert. Fiorentino er kvödd til að endurtaka leikinn úr Síðustu tælingunni og Palminteri er ábúðar- mikill sem forríkur lögfræðingur og eiginmaður Fiorentino. Þetta er gott leikaralið í spennumynd sem hefði þurft nýstárlegri og nokkuð greindarlegri sögu að segja. Arnaldur Indriðason. r Islensku almanökin 1996 Til vina og viðskiptamanna í útlöndum Island í sinni fegurstu mynd sumar vetur vor og haust. Almanökin eru vandaðar og skemmtilegar gjafír sem minna á sig allt. árið. Almanaksútgáfa í 15 ár 11601. Islenska almanakið. 11602. Breiða náttúrualmanakið 11603. íslenska náttúruálmanakið. 11604. Stóra náttúrualmanakið. 11605. íslenská hestaalmanakið. 11606. ísland í nærmynd (borðalmanak) Islenska jólasveinadagatalið. (Á íslensku, ensku og þýsku.) Jólakort 14 stk. ¦' pakka. Myndatextar á erlendum málum. Q- < S > Q O O H O S a. o. Útsölustaðir: Bókaverslanir Kaupfélög Minj agripaverslanir SNERRUÚTGÁFAN SF Almanaksútgáfa & náttúruljósmyndun Höfðabakki 3 • 132 Reykjavík Pósthólf: 12210 • Sími: 567-3350 • Fax: 567-6671 Netfang: http://www.print.is/snerra/snerra.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.