Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR - r í SEGÐU þeim að mamma þín sé þingmaður ef þeir fara eitthvað að ybba gogg. Ágreiningur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og bæjarráðs Stefnt að lausn a mánudag BÆJARRAÐ Hafnarfjarðar kemur saman til fundar nk. mánudag til að taka ákvörðun um með hvaða hætti verður samið um sérkjör við starfsmenn bæjarins. Mikillar óþol- inmæði er farið að gæta meðal starfsmanna vegna óvissu um ráðn- ingarstöðu þeirra. í gær höfðu starfsmenn uppi áform um að leggja niður vinnu, en eftir fund samninganefndar Starfsmannafé- iags Hafnarfjarðarfélags með bæj- arráði í gærmorgun var ákveðið að fresta aðgerðum fram yfir mánu- dag. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sagði upp sérkjarasamningum við starfs- menn í haust og taka uppsagnirnar gildi 1. desember. Nokkrir hafa fengið bréf með tilboðum um breytt sérkjör, en allmargir hafa ekkert tilboð fengið. Árni Guðmundsson, formaður Starfsmannafélagsins, sagði afar mikilvægt að staða starfsmanna yrði skýrð. Sá hópur, sem ekkert bréf hefði fengið frá bæjaryfirvöldum, þyrfti að taka ákvörðun fyrir mánaðamót um hvort hann ætti að mæta til starfa 1. desember, en starfsmenn líta svo á að með uppsögn á starfskjara- samningi hafi þeim verið sagt upp störfum. Vinnubrögð átalin Árni sagði að á fundi með bæjar- ráði í gær hefðu verið yiðraðar ýmsar lausnir á deilunni óg greini- legt væri að fullur vilji af hálfu beggja aðila á að leysa málið. Hann sagði að fulltrúar starfsmanna hefðu lagt til að öllum breytingum á sérkjörum yrði frestað á meðan unnið væri að skipulagsbreytingum á stjórnkerfi bæjarins. Formleg við- brögð hefðu ekki komið við tillög- unni. Starfsmannafélag Hafnarijarð- arbæjar sendi formanni bæjarráðs bréf sl. mánudag þar sem skorað er á bæjarráð að ganga strax til viðræðna um uppsagnir sérkjara- samninga. Vinnubrögð bæjaryfir- valda eru harðlega gagnrýnd og skorað á þau að draga uppsagnar- bréfin til baka. í bréfínu er vísað til ummæla bæjarstjóra á ijölmennum fundi í Álfafelli fyrir u.þ.b. fimm vikum, en þar sagði hann að viðræður við starfsmenn myndu hefjast í vikunni á eftir. „Þær hafa enn ekki hafist og ljóst er að fólk er orðið langþreytt á því óöryggi sem það nú býr við. Það er ekkert launungarmál að starfsandi er með því versta sem gerist og fólk er verulega óöruggt um sig og sína. Verði ekkert að gert stefnir í verulega röskun á starfsemi viðkomandi stofnana,“ segir í bréfinu. Jólatré jólasveinsins Hæstiréttur 2V2 ár fyrir 38 millj. svik HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Þór- hall Ölver Gunnlaugssonar, 37 ára gamlan mann, í 2'/2 árs fangelsi og mildaði um 6 mánuði þá refsingu sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt hann til fyrir að hafa svikið 38,1 milljón króna úr ríkissjóði með því að skila vikulega á árunum 1992- 1994 á röngum virðisaukaskatt- skýrslum. Einnig var hann dæmdur fyrir að hafa ranglega tilkynnt hlutafélaga- skrá um 60 milljóna hlutafjáraukn- ingu Vatnsberans, félags sem stofn- að var til að vinna að vatnsútflutn- ingij og fyrir að svíkja út orlofsfé úr Ábyrgðasjóði launa. Ákvæði Héraðsdóms um að mann- inum beri að greiða 20 milljóna króna sekt til ríkissjóðs og endurgreiða rík- issjóði þær 38,1 milljón króna sem hann sveik út eru óröskuð. JÓLASVEINNINN í Hveragerði fékk jólatréð sitt með Bakkafossi í gær og tók á móti því í Sunda- höfn í gær, en tréð var höggvið í Sigdal í Noregi og er fullir fimmtán metrar. Með Grýlu og Leppalúða sér til halds og trausts flutti jólasveinninn tréð í gær austur yfir Hellisheiði og í heimabæ sinn Hveragerði. Nýr sendifulltrúi Slóvakíu Hagsmunum okkar væri borgið í NATO Roman Buzek HVERS vegna leggja Slóvakar áherslu á að fá aðild að Atl- antshafsbandalaginu og Evr- ópusambandinu? Öryggismálin skipta þar mestu máli. Við teljum að við getum haft hönd í bagga með að koma á stöðugleika í Mið- og Austur-Evrópu. Við höfum orðið fyrir ákveð- inni sögulegri reynslu ogtelj- um öryggishagsmunum okk- aí borgið í NATO. Við teljum okkur ekki ógnað nú sem stendur og vonandi breytist það ekki þegar fram líða stundir. Samt teljum við að engin alþjóðasamtök, hvorki Öryggis- og samvinnustofn- un Evrópu né Sameinuðu þjóðirnar, geti tryggt örygg- ishagsmuni okkar á sama hátt og NATO. - Forverí þinn, Milan Richter, sagði að ástæða þess að hann var leystur frá störfum kynni að vera sú að hann væri gyðingur. Erþetta skýringin? Richter kann að hafa sagt þetta í viðtali við Aftenposten. Mér finnst þetta hlægilegt. í landi mínu skiptir ekki nokkru máli hvort menn eru gyðingar eða ekki. í utanríkisráðuneytinu í Bratislava eru Tékkar, margir Ungveijar, Pólveijar og gyðingar og þjóðerni þeirra skiptir engu máli. Venjulega eru menn í utanríkis- þjónustunni fluttir til á 2‘/2-3 '/2 árs fresti. Richter hafði verið í Ósló í tvö ár og átta mánuði og ég tel brotthvarf hans því eðlilegt. - Stjórnvöld í Slóvakíu hafa verið gagnrýnd fyrir nýju tungu- málalögin. Hvernig réttlæta þau þessi lög? Ungverski minnihlutinn í Slóv- akíu er um 10,5% íbúanna og því miður getur stór hluti þessa fólks ekki talað slóvakísku. Þetta fólk talar aðeins ungversku, les aðeins ungversku, hlustar á ungverskt útvarp og horfir á ungverskt sjón- varp. Vandamálið er að þetta fólk einangrast, það hefur engin sam- skipti við aðra hópa. Þetta fólk hefur enga ástæðu til að telja að verið sé að smána það eða beita misrétti. Lögin eru hins vegar nauðsynleg til að tryggja að i landinu sé talað tungumál sem allir skilja. Auk þess vil ég benda á að fyr- ir setningu laganna var haft sam- ráð við Evrópuráðið og nokkrar breytingar vorú gerðar til að ráðið gæti lagt blessun sína yfir lögin. Eina markmið þessara tungu- málalaga er að skapa skilyrði til þess að allir geti gert sig skiljanlega á opin- beru tungumáli lands- ins og koma í veg fyrir að fólk einangrist. Ungverska er mjög frábrugðin slóvakísku. ímyndum okkur hvað myndi ger- ast ef ungverskur Slóvaki, sem kynni ekki slóvakísku, færi í frí til norðurhluta landsins og yrði fyrir umferðarslysi. Hann gæti ekki útskýrt fyrir lækninum hvað gerðist. Þetta mál snýst því um einangrun þessa fólks. - En er ekki rétl að brot á lög- unum varða sektum? Er réttlætan- legl að sekta lækni, sem brýtur lögin með því að tala ungversku við sjúkling, sem kann ekki ord í slóvakfsku? Við skulum athuga hvernig þetta þróast. Því miður er ég ekki ► Romaii Buzek var skipaður sendifulltrúi Slóvakíu á íslandi og í Noregi í júní og tók við af skáldinu Milan Richter, sem var óvænt leystur frá störfum. Buz- ek er 34 ára og hóf störf við Norðurlandadeild utanríkis- ráðuneytis Tékkóslóvakíu eftir að hafa lokið háskólanámi árið 1985. Hann starfaði í utanríkis- þjónustunni í Danmörku og Sví- þjóð á árunum 1988-92. Hann fór síðan til Bratislava og starf- aði við slóvakíska utanríkis- ráðuneytið þar til í júní. Aðsetur sendifulltrúans er í Ósló. Hann hyggst heimsækja íslendinga tvisvar á ári. með lögin, sem voru sett 15. nóv- ember. Ég hef ekki séð lokaútgáf- una sem þingið samþykkti. Ég veit að í frumdrögum laganna var ákvæði um slík viðurlög, en ég get ekki fullyrt að þau hafi verið í lokatextanum. - Fjölmargir slóvakískir menntamenn hafa sakað stjórnina um einræðistilburði, segja hana beita vinnubrögðum sem minni á kommúnistastjórnina á tímum kalda stríðsins. Er rétt að ríkis- fjölmiðlarnir séu orðnir áróðurs- tæki fyrír stjórnina? Ég veit ekki um nein slík dæmi. Ég lít svo á að stjórnmálin snúist oft um það að stjórnarandstæðing- ar saki stjórnina um allt mögulegt. Ég veit ekki um nein dæmi um pólitíska kúgun í landi mínu. Þar eru mörg dagblöð og þau búa við ■ prentfrelsi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta, það er mjög erfitt að tala um mjög al- mennar ásakanir. - Telurðu að slíkar ásakanir geti hindrað aðild SIó- vakíu að NATO og Evrópusambandinu? Ég tel svo ekki vera. Slóvakía er ungt lýð- ræðisrfki. Það hefur þurft að leysa mörg erfið vandamál, bæði pólitísk og efnahagsleg. Mörg þessara vanda- mála þjóðarinnar stafa af því að fólk er ekki alveg orðið vant lýð- ræðinu. Lýðræði merkir frelsi en ekki frelsi til að gera allt sem fólki dettur í hug. Menn þurfa að til- einka sér ákveðnar leikreglur. í Slóvakíu er verið að leysa þessi vandamál og ég tel góða möguleika á að landið fái aðild að Atlantshafs- bandalaginu og síðan Evrópusam- bandinu. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verða á meðal þeirra fyrstu ríkja sem bætast við í þessi bandalög. Viljum tryggja að talað sé tungumál sem allir skilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.