Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNIIMGAR SIGURLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR + Sigurlaug Guð- jónsdóttir var fædd í Hvammi í Vatnsdal 15. apríl 1920. Hún lést í Landspítalanum 15. nóvember sl. For- eldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Rósa ívarsdóttir, f. 26. ágúst 1891, d. 11. september 1982, og Guðjón Hall- grímsson, f. 17. nóvember 1890, d. 8. september 1982, sem bjuggu fyrst í Hvammi en síðan á Marðarnúpi í Vatnsdal. Eftirlifandi systkini hennar eru Hallgrímur, f. 1919, Auðunn, f. 1921, og Þórhildur, f. 1925, en látin eru Eggert, f. 1927, d. 1953, Ingibjörg, f. 1923, d. 1979, og Steingrímur, f. 1917, d. 1982. Arið 1945 gift- ist Sigurlaug Skarphéðni Pét- urssyni, f. 11. október 1918, d. 5. júlí 1974. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Péturs Zohoníassonar ætt- fræðings sem bjuggu í Reykja- vík. Fyrstu búskaparár þeirra Sigurlaugar og Skarphéðins voru í Reykjavík þar sem hann var póstfulltrúi. Hann vígðist 1959 til Bjarnanesprestakalls og var þar þjónandi prestur og prófastur allt til dauðadags 1974. Eftir lát Skarphéðins flutti Sigurlaug að Rauðarár- stíg 32, Reykjavík, og bjó þar síðan. Börn þeirra- eru: Guðjón, f. 19. júní 1943, kvæntur Klöru Bragadóttur, börn þeirra eru Krístín María, Rósa og Ásdís Braga. Guðjón á áður tvö börn, Olaf Skúla og Sigurlaugu. Ólafur Skúli er kvæntur Erlu Alfreðsdóttur, börn þeirra eru Ás- geir Logi og Óskar Andri. Pétur, f. 26. mars 1946, kvæntur Sigríði Guttormsdóttur, börn þeirra eru Skarphéðinn og Inga Dóra. Gunnar, f. 2. júní 1947, börn Eva og Una. Anna Rósa, f. 16. október 1948, gift Sigurði Ág- ústssyni, börn þeirra eru Héð- inn, Elísabet og Margrét Ág- ústa. Hildur, f. 4. júlí 1951, gift Magnúsi Hjartarsyni, barn þeirra er Teitur, en áður á Hild- ur Eirúnu, Vöku og Tinnu. Bergþóra, f. 14. mars 1956, býr með Guðmundi Þorsteinssyni, barn þeirra er Pétur Torfi. Áður á Bergþóra Skarphéðinn. Védís, f. 30. júní 1959, gift Gunnlaugi Johnson, börn þeirra eru Ingibjörg og Guð- rún. Útför Sigurlaugar fer fram í dag frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÞÁ ER komið að óhjákvæmilegum tímamótum, kveðjustund, eiginleg- um kaflaskiptum. Þetta er eins og að hafa lengi verið að lesa óvenju- lega og eftirminnilega bók, héðan í frá er hún ekki lengur tiltæk, við verðum að láta okkur nægja það litla og brotakennda sem við mun- um úr henni, stöku myndir, sundur- slitin samtöl, sögur sem vantar botninn í, og verðum að sætta okk- ur við að geta aldrei aftur notið þess sem þessi heimur bjó yfir. Mamma var Húnvetningur og heimsborgari, hennar sveit var Vatnsdalurinn. Þegar við áttum heima á Hornafirði varð henni oft tíðrætt um þennan sælureit, hvað hann væri grænn og heiðarnar mjúkar, áin bugðaðist af listfengi eftir dalnum með gróna bakka og víðar engjar, Marðarnúpsgilið, hvernig veður væri í dalnum og ekki síst um fólkið, afa og ömmu og fjölskylduna, og sveitungana t.d. Indriða á Gilá, Runólf á Kornsá, Lárus í Grímstungu. Þessi nöfn hafa mikla merkingu í mínum huga og eru sveipuð gömlum rómantísk- um ljóma, tilheyra gamla Islandi, fyrir stríð, stórbændum, postulíns- bollum, ekta súkkulaði og stífþeytt- um rjóma, réttum, kveðskap, hest- um sem draga sleða á ís yfír Vatns- dalsá, neftóbaki, vinnukonu, sandskrúbbuðum stofugólfum. Mamma las aldrei sögur fyrír okk- ur, þessar Vatnsdalsfrásagnir voru hennar sögur og ég lifði mig inn í þær og ég reyndi hvað ég gat að t Astkær faðir okkar, FRIÐRIK TÓMAS ALEXANDERSSON, lést í Reykjavík 17. nóvember. Höskuldur Sverrir Friðriksson, Helga Friðriksdóttir, Margrét Friðriksdóttir. t Fósturmóðir mín, SIGRfÐUR GUÐMUNOSDÓTTIR (SísQ, Hringbraut 56, Reykjavík, lést 22. nóvember. Margrét Sigurjónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, ENGILBERT EGGERTSSON, Funafold 37, Reykjavík, lést á heimili sínu þann 22. nóvember. Þórunn Böðvarsdóttir. fylgja henni eftir um dalinn fyrir hugskotsjónum mér því ég hafði aldrei komið norður. Það var ein- hvern veginn sama hvar saman- burðurinn hófst, okkar tilvera og umhverfi og tími fyrir austan var á allan hátt öðruvísi en þessi veröld sem mamma lýsti og stundum var eins og mamma vildi miklu heldur tilheyra henni. Það var mér óskilj- anlegt, mér fannst (og finnst) eng- in sveit jafnfalleg og Hornafjörður. „Og eru þá engir jöklar í Vatnsdaln- um?" spurði ég aldeilis hissa. „Ónei!" sagði mamma. En auðvitað sá mamma líka að það bjuggu margar kempur fyrir austan og að í öllu þar var líka fólgin nokkur saga. Vegna þess að ég er yngst okkar systkinanna fórum við mamma allt- af fyrstar að sofa. Þá kenndi hún mér bænirnar, sagði mér hvað amma Rósa hefði elskað Þyrna eft- ir Þorstein Erlingsson, kenndi mér: Sólskríkjan mín situr þarna á sama steini,/hlær við sínum hjartans vini/honum Páli Ólafssyni - og fleira gott eftir hann. Stundum sagði hún svo sögur frá því þegar hún var lítil, þá fór hún eiginlega alveg á kaf í dúnsængina og ég rétt heyrði. Sögurnar byrjuðu alltaf svona: Þegar ég og Ingibjörg systir vorum litlar þá áttum við bú .., og runnu svo ótrúlega skömmu síð- ar út í einhvern svefnsand. Og ég hristi hana af fullkomnu miskunn- arleysi: „Og hvað svo?" Mamma hélt þeim vana alla tíð að fara snemma að sofa og vera uppi fyrir allar aldir á morgnana. Iðulega var hún búin að hrinda einu og öðru þrekvirki í framkvæmd þegar við hin fórum á fætur, enda fannst henni líka yfírleitt best að vinna ein og í næði. Mér fannst þetta vera eitt af því sem gerði hana svo ólíka öðrum, þessi magn- aði kraftur sem bjó í henni og sem hún gat beislað á ýmsa lund. Hún hefði eiginlega getað verið aðal- söguhetjan í ítalskri stórmynd, hún hafði útlitið til þess, lítil og sæt með yndislega netta fætur, og svo „með allar þessar skoðanir", eins og einn nágranninn fyrir austan sagði, og hreinskilni. Ekkert var hún jafn laus við ogþað að vera forsjál, jafnvel þótt hún hefði á sín- um snærum allstórt heimili. En rausnarskapur var henni í blóð bor- inn og ekkert fyrirleit hún meíra en nísku. „Það þykir mér verst ef þú ert nísk, Védís, ertu það?" spurði hún mig stundum. Hjá henni var allt með smjöri og rjóma ef það á annað borð var til. Og þó að henn- ar hugmyndir um heimilishald væru ekki upp úr Ungu stúlkunni og eld- hússtörfunum gat hún alltaf á undráverðan hátt töfrað fram eðal- rétti handa óvæntum gestum úr heldur tómlegu búri. Það sem henni fannst skemmtilegast í eldhúsinu var að baka og það gerði hún með tilþrifum og oft margar kökur á einu bretti. Og að bakstri loknum fór hún aðeins að fleygja sér og við áttum að vaska upp á meðan og þá höfðu oft fallið nokkrar léttar hveitisprengjur í eldhúsinu og við vorum stundum lengi að finna rétt- an kúrs í uppþvottinum. Mamma var bókmenntakona, hennar uppáhaldsskáld voru Hann- es Pétursson og Snorri Hjartarson og oft þegar hún hringdi las hún upp fyrir mig í símann nokkur ljóð, eða fór með vísur, það kom jafnvel fyrir að hún læsi úr Milan Kundera sem henni fannst vitrastur af öllum nú um stundir. Samfléttaður við þessa ást á góðum bókmenntum var áhugi hennar á fólki yfírleitt, bæði hreinræktaður íslenskur ættfræði- áhugi og áhugi fyrir því hvern mann samferðafólkið hafði að geyma. Þegar við fluttum til Reykjavíkur 1974 og skólafélagar mínir fóru að koma í heimsókn fannst mér eins og mamma mín væri 19. aldar fyrirbæri að þessu leyti, hún spurði þetta fólk allt spjörunum úr og stundi óskaplega ef í ljós kom að viðkomandi sagðist vera Reykvíkingur og mundi ekki almennilega. hvers dóttir amma hans var. Á öðrum heimilum var ég hins vegar varla spurð nafni, hvað þá ég lenti í svona yfirheyrsl- um. Mamma var oft búin að vera las- in á síðustu árum og síðasta mánuð- inn hafði hallað verulega undan fæti, henni tókst ekki að virkja gamla kraftinn í að hafa sig af stað á ný. Hún var ekki síðri baráttujaxl en húnvetnsku kempurnar sem hún dáðist að alla tíð. Hún var greini- lega lengi búin að pína sig áfram og hefur væntanlega verið hvíldinni fegin. Við sem eftir lifum söknum hennar hvert á sinn hátt; mig lang- ar að heyra fleiri sögur og ljóð, langar að hún lesi einu sinni enn Stjörnufák fyrir okkur Beggu. Mamma hafði stundum yfír hend- ingar úr Sólarljóðum og ég læt þær vera mín lokaorð. Drottinn miniv, gefi dánum ró, og hinum líkn er lifa. Védís. Nú um miðjan nóvembermánuð var maður rækilega minntur á það hye jarðskorpan er þunn og lífs- hvolfið þá allt líka. Kaflaskil verða í lífi manns. Amma í Reykjavík er dáin, Sigurlaug Guðjónsdóttir frá Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Lífshlaup hennar rek ég ekki, það gera aðrir betur, hripa aðeins niður fátækleg kveðjuorð. Það er sagt að fólk og jafnvel heilar þjóðir mótist af umhverfi sínu. Grunntónninn í svokallaðri menningu. Ekki þori ég að fullyrða hvernig Húnvetningar eða Vatns- dælingar eru mótaðir af umhverfi sínu, en það verð ég að viðurkenna, að þótt víða sé fagurt um að litast hefur það lengi háð mér að njóta fegurðar annarstaðar en í Vatns- dalnum. Grösugar lendur, bú og veðursæld, spriklandi lax í á og uppi á heiðunum stærsta samfellda haglendi landsins. Úr þessu um- hverfi hafa vaxið og dafnað það sem nefnt hefur verið húnvetnskir ætt- areiginleikar: einstaklingsmetnað- ur, höfðingsháttur, hneigð til bók- menntaiðkana, harka í skapi og ofurkapp sem stundum leiðir til ófarnaðar. Amma á Rauðarárstígn- um var Húnvethingur í allar ættir og áttir, með allt þetta í vöggugjöf en reyndar líka eiginleika sem var af öðrum toga og gerði hana um leið að einstakri manneskju. Það var þessi tryggð og umhyggja fyrir þeim sem á einhvern hátt höfðu orðið undir í lífsbaráttunni. Enda trúði ég því þegar hún sagði eitt sinn að það myndi ekkert þýða fyr- ir sig að eiga peninga, hún myndi gefa þá alla. Minningar hrannast upp, hæst ber þó ferð okkar norður í land á leið til fermingar dótturdóttur henn- ar fyrir rúmum tveim árum. í frost- stillu og glampandi sólskini keyrð- um við fram Vatnsdalinn og horfð- um yfir æskustöðvar hennar. Ekki vildi hún sjá að fara heim að Undir- fellskirkju, en kvað því meira. Vísur eftir Ásgrím á Ásbrekku: Enn um þetta óskaland/ótal perlur skína ... og Gísla á Saurbæ: Hesta rek ég hart af stað/heim er frekust þrá- in ... Þvf næst sat hún í sólinni við kúluhúsið á Hofí, drakk íslenskt brennivín, naut útsýnisins og var leyst út með gjöfum. Skömmu síðar vaknaði frændi hennar á Eyjólfs- stöðum af værum blundi við það að hún var komin inn á mitt gólf og vildi fá kaffí. Þegar ferðinni var fram haldið horfði hún heim að fæðingarstað sínum Hvammi og varð mér hve hvert við þegar hún þá sagðist nú kveðja dalinn í síð- asta skipti. Ég varð líka hugsi rúmu ári síðar þegar hún viðhafði sams- konar orð á leið frá Höfn í Horna- firði eftir frábærlega vel heppnaða minningarathöfn um afa. Amma var hafsjór af fróðleik, stálgreind, minnið óbrigðult, fylgd- ist grannt með gangi þjóðmála og fór með löng kvæði utanað allt til hinstu stundar. Stundum hvöss og gat farið offari, en þá alltaf sjálfri sér verst. Gat spannað allt tilfinn- ingalitrófið á skammri stund. Oft dáðist ég að henni þar sem hún var í svarta möttlinum, útitekin, með silfurgrátt hárið og þennan sterka svip. Öllum var ljóst, að þar fór mikil kona. Hún var hrókur alls fagnaðar og naut sín best í fjörug- um umræðum um bókmenntir, ætt- arsögu og íslenska tungu. Þá sat hún í hásæti og beinti spjótum í allar áttir. Hún var ekki þessi amma sem sat heima og prjónaði. Hún gaf barnabörnum sínum lítið eða ekkert af því „sem mölur eða ryð fá grandað", en helling af hinu. Kenndi mér það sem skólakerfinu hafði mistekist, að meta söguna, tunguna, landið og ljóðið. Hún var félagsvera af lífí og sál og við fráfall hennar verður miðbær Reykjavíkur aldrei samur. Þar var hún flesta daga ársins sín síðustu æviár. Á sólskinsdögum úti við, annars við ofninn inni á kaffihúsun- um. Þekkti flesta, spjallaði við alla, skynjaði allt svo vel og leyfði lítil- magnanum að njóta sín. En af því hún var stórbokki, yfirferðin um borgina gríðarleg og af því hún gat bitið frá sér urðu stundum árekstr- ar við sauði í mislitri hjörð. Þó að hún væri þessi gleðigjafi hafði alvaran þó heldur betur sótt hana heim, eflaust haft djúptæk áhrif og sárin misvel gróið. Þegar örlög hennar bar á góma- á of fáum kyrrðarstundum okkar á Rauðarár- stígnum ræddi hún þau af því æðru- leysi sem henni var í blóð borin. Vænst þótti mér um trúnaðinn sem hún sýndi mér. Lífsauð sinn átti hún í sjö gjörvilegum og vel gerðum börnum. Síðla þess dags sem amma hafði vistaskipti vakti athygli starfsfólks og nema á efri hæðum Borgarspít- ala einstakt sólarlag yfir Reykja- nesskaga. Gylltur himinninn spe- glaðist í Fossvoginum, fjólublá slikja á fjöllum. Sumir fóru út á svalir með myndavél. Langa stund horfði ég á þetta hugfanginn og með tárin í augunum hugsaði ég til ömmu. Kannski fæðumst við í annan heim, jafn óvitandi og þegar við fæddumst í þennan. Af því ég veit að amma vildi að fólk bæri sig vel vona ég því að einhverstaðar séu nú fagnaðarfundir þótt við syrgjum nú. Margir samankomnir, fljúgandi kviðlingar og heitar um- ræður um ættfræði og bókmenntir. Elsku besta amma, takk fyrir samverustundirnar „brosin þín mig að betra manni gjörðu". Héðinn. Kynni okkar Sigurlaugar hófust haustið 1951, þegar hún flutti í húsið gegnt mér í Bólstaðarhlíð. Hún var þá með fimmta barn sitt, Hildi, á fyrsta ári og ég með annað bam mitt á sama reki. Við urðum fljótt góðar kunn- ingjakonur og í framhaldi af því vinkonur, sem hlupum út og inn hvor hjá annarri nánast á hverjum degi næstu sex árin. Þá flutti ég yfir Klambratúnið og ferðir urðu ívíð strjálli en síminn hjálpaði þá til að brúa bilið. Ég komst fljótt að raun um að hún lét sér ekkert mannlegt óvið- komandi og hafði skoðanir á öllu, sem skipti hana máli, og lá ekki á þeim. Hún hafði mikinn áhuga á mönnum og málefnum og ekki síst bókmenntum. Henni dugði ekki að vita nafn á manneskju, hún varð að vita deili á henni, setja hana í samhengi við það, sem hún þekkti. Við deildum iðulega um pólitík á yngri árum og íhaldssamur hugur minn gat gert hana orðlausa. Hún . las mikið og uppáhalds skáldsagna- höfundar hennar á þessum árum voru Þorbergur og Halldór Lax- ness. Hanni fannst fásinna að eyða tímanum í afþreyingarbækur eins og ég gerði, eu gat lesið aftur og aftur texta þar sem frjó hugsun komst hnitmiðuð til skila, þar sem orðsins list naut sín. Hún elskaði ljóð, las mér ljóð sem hrifu hana eða flutti mér þau sem hún hafði mest dálæti á og kunni utan bókar. Síðar á ævinni las hún ljóð til flutn- ings í ríkisútvarpinu og gerði það fallega. Og tíminn leið í dagsins önn. Á þessum árum, fyrri hluta sjötta áratugarins, ákvað Skarphéðinn að € i i i i i i 4 4 s 4 í I \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.