Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 29
28 FÖSTUDAGUR24.NÓVEMBER1995 MORGUNBLAÐIÐ -F 4- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 29 9l^t0mM$Stíb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf.-, Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. REYNSLA NÝSJÁLENDINGA EFNAHAGSUMBÆTUR, sem hófust á Nýja-Sjálandi fyrir áratug, hafa borið svo mikinn árangur að til fyrirmynd- ar er víða um heim. Margt. var líkt með efnahagsástandinu þar og á íslandi og ekki var gripið í taumana fyrr en alvarleg kreppa var skollin á, óðaverðbólga, erlend skuldasöfnun og gífurlegur fjárlagahalli. Stjórnmálamönnum varð ljóst, að hrun blasti við yrði ekki gripið í taumana. íslendingum tókst að stöðva óðaverðbólguna með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990, en Nýsjálendingar gengu miklu lengra i umbyltingu efnahagskerfisins og hafa uppskorið ríkulega laun erfiðis síns. Ruth Richardson, sem var fjármálaráðherra Nýja-Sjálands árin 1990-1993, flutti fyrirlestur f vikunni um umbæturnar í heimalandi sínu á ráðstefnu, sem Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, efndi til um nýskipan í ríkisrekstri. Hún hélt áfram þeim kerfisbreytingum í efnahagslífinu, sem ríkisstjórn Verka- mannaflokksins hóf síðari hluta níunda áratugarins. Hann innleiddi frelsi í .utanríkisviðskiptum, afnam niðurgreiðslur í landbúnaði og hóf einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Verkamanna- flokkurinn umbylti einnig kjarasamningum opinberra starfs- manna. En þetta nægði ekki. Árið 1990 hóf Ruth Richardson aðgerðir sínar, sem miðuðu fyrt og fremst að því að koma böndum á ríkisfjármálin og draga úr skuldasöfnun. Tekjuskattar fyrirtækja voru lækkað- ir og ráðstafanir gerðar til að atvinnuvegirnir gætu staðið á eigin fótum án styrkja og uppbóta, m.a. landbúnaðurinn. Hvers kyns tilfærsla á fé frá skattgreiðendum til fyrirtækja og atvinnuvega var afnumin, svo og til einstaklinga, sem ekki þurftu á því að halda, m.a. með tekjutengingu bóta. Hún telur ótækt, að tekjulitlir einstaklingar greiði niður hvers kyns félagslega þjónustu fyrir þá efnameiri. Komið var á frelsi og sveigjanleika á almennum vinnumarkaði. Launamenn gera starfssamninga við verkkaupendur. Einungis 25% launafólks eru nú í launþegasamtökum. Stóru samflotin í kjarasamning- um þýddu sömu laun um land allt og telur Ruth fráleitt, að þjóðin sé tekin í gíslingu með því að láta einn samning gilda meira og minna fyrir alla. Árangurinn af þessum aðgerðum lét ekki á sér standa, verðbólga fór niður fyrir 2%, vextir lækkuðu, talsverður tekju- afgangur varð af ríkissjóði og er notaður til skuldalækkunar, opinber útgjöld og skattar, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, lækkuðu. Atvinnuleysi hefur minnkað um helming, þótt það hafi ekki gerzt fyrr en eftir að Ruth Richardson fór úr emb- ætti eftir kosningarnar 1993. Megininntakið í stefnu Ruth Richardsons er einstaklings- frelsið og einkaframtakið. Hún telur að fólk viti betur en opinberir aðilar hvað sé því fyrir bestu og vill líua., að sjúkl- ingar hafi valfrelsi í heilbrigðisþjónustu og foreldrar hafi val um menntun barna sinna. Hún telur óhjákvæmilegt að hjálpa þeim, sem ekki geta hjálpað sér sjálfir, og því sé öflug félags- leg þjónusta nauðsynleg. En þar verði köld skynsemi að ráða og hlýtt hjarta. Þótt hér hafi tekizt. að brjóta óðaverðbólguna á bak aftur, og aukið frelsi ríki á fjármagnsmarkaði, er fjárlagahallinn enn mikill, skuldir enn miklar, styrkjakerfið víðtækt og fyrir- komulag á vinnumarkaði rígbundið. íslendingar geta því lært mikið af reynslu Nýsjálendinga. SALA ALMENNINGSEIGNA AKUREYRARKAUPSTAÐUR leitaði ekki kauptilboða í hlutabréf sín í Krossanesverksmiðjunni með formlegum hætti, þ.e. með auglýsingu á opnum, almennum markaði. Á hinn bóginn var þremur aðilum gefinn kostur á að senda inn tilboð í hlutabréfin. Þessi málsmeðferð hefur sætt gagnrýni bæði innan og utan bæjarstjórnar Akureyrar. Mikilvægt verður að telja að sala almenningseigna, til dæmis fasteigna og eignarhluta í fyrirtækjum, fari fram eft- ir ströngum leikreglum markaðarins, til þess að gulltryggja almenningshagsmuni, það er sem hæst og hagkvæmast sölu- verð. Það er tæplega nægileg skýring á málsmeðferðinni, að málið hafi verið til umræðu í fjölmiðlum og þannig á almanna- vitorði. Það er tímabært að fjalla opinskátt um sölumeðferð al- menningseigna, bæði á vegum ríkisins og sveitarfélaga. Eðli- legt er að selja opinbera eignarhluti í atvinnurekstri, sem eru eins vel eða betur komnir í höndum einkaaðila. Það get- ur einnig verið af hinu góða að opinberir aðilar selji aðrar eignir, t.d. til að bæta eigin skuldastöðu. Það á hins vegar að vera sjálfgefið að sölumeðferðin lúti eðlilegum markaðs- hefðum og feli í sér fulla tryggingu fyrir því að hæsta fáan- lega verð fáist. EINAR Kristjánsson. Fjöl- hæfur lista- maður í dag hefði Einar Krístjánsson óperu- söngvarí orðið 85 ára. Arni Matthí- asson komst að því að frami hans erlendis var meiri en flestir landar hans hafa gert sér grein íyrir. FYRIR STUTTU kom út tvöfaldur geisla- diskur með safni af upptökum af söng Einars, þar á meðal margt sem ekki hef- ur heyrst opinberlega áður. í æviágripi sem fylgir útgáfunni segir Jón Þórarinsson að við að fletta úrklippusafni Einars, aðallega úr erlendum blöðum, hafi sér orðið ljóst „að frami Einars [hafi] farið langt fram úr því sem við landar hans, flestir eða allir, höfum gert okkur nokkra grein fyrir..." Umsjónarmaður útgáfunnar er dóttir Einars, Vala Kristjánsson, en hún segir kveikjuna af henni vera að plata með söng Einars, sem kom út 1983, sé löngu ófáanleg og fólk hafi sífellt verið að leita til hennar um hvort ekki stæði til að gefa hana aftur út. „Mér fannst að gefa þyrfti yngra fólki kost á að kynnast Einari," segir Vala, „og koma í veg fyrir að þráðurinn slitnaði. Ég vildi að þetta væri aðgengilegt fyrir allan almenning." Hún segir að þegar farið var af stað til að undirbúa útgáfuna hafí fjölmargar upptökur komið í leitirnar, til að mynda uppi í Útvarpi. Á plötunni eru upptökur með óperusöng, ljóðasöng og óratóríusöng Einars, sem var gríðarlega fjölhæfur söngvari, og til að mynda segist hann 1 sunnudapblaði Alþýðublaðsins 1. júlí 1962 hafa sungið 110-120 hlutverk, þar af 48 aðalhlutverk í óperum. Ákvað að verða söngvari á menntaskólaárunum í viðtali við Vikuna fyrir þrjátíu árum sagði Ein- ar að hann hafi tekið þá ákvörðun á menntaskólaár- unum að gerast söngvari og segir af því tilefni: „Vissara þótti mér að vera ekkert að básúna það út þá." Söngnám þótti ekki vænlegt fyrir ungan mann og Einar innritaði sig í verslunarháskóla í Vínarborg haustið 1930, en stundaði söngnám meðfram. Eftir veturinn hélt hann til íslands og svo aftur út um haustið 1931. Á heimleiðinni kom hann við í Dresden hjá íslenskum kunningja sinum, Gústafi E. Pálssyni, en dvölin varð lengri en upphaf- lega var ætlað eins og Einar lýsir sjálfur í áður- nefndu viðtali: „Við Gústaf gerðum okkur glaðan dag og um kvöldið settumst við inn á bjórkrá. Þar var fyrir gleði allmikil og ekki leið á löngu þar til innfæddir EINAR og sópransöngkonan Martha Arazym, sem söng við óperuna í Duisburg. una í Berlín. í Duisburg fæddust dætur þeirra, Valgerður og Brynja. í kjölfar innrásarinnar í Pólland varð vald nas- ista algjört í Þýskalandi og alsiða að heilsa og kveðja með „Heil Hitler". Einar lýsir því í Vikuviðtalinu að hann hafi verið áminntur um að gera slíkt hið sama, en aldrei gert; „... enn þann dag í dag skil ég ekki hvernig ég komst upp með það". Einnig vildu Þjóðverjar gera hann að þýskum ríkisborgara, en hann neitaði því alfarið. 1942 fluttist Einar með fjölskyldu sína frá Duis- burg, en hann hafði þá gert samning við óperuna í Hamborg. Þrátt fyrir stríðið reyndi óperan í Ham- borg að halda áfram starfinu, færði sýningar fram á miðjan dag til að gefa fólki kost á að koma sér heim áður en loftvarnasírenurhar vældu á kvöldin. Eftir landgöngu Bandamanna í Frakkland og sókn þeirra inn í Þýskaland var öllum leikhúsum og óperum var lokað. Þá gáfu yfirvöld út þá skipun að allt starfsfólk óperunnar skyldi vinna að ýmsu tilfallandi hreinsunarstarfi meðal annars. Einar neitaði að taka þátt í því og segist hafa furðað sig á því að hafa komist upp með það. í Vikuviðtalinu segir hann frá því að eftir að hafa neitað að vinna hafi honum verið boðið til veislu til frú Maríu Hen- kel ásamt fleiri íslendingum. „Þar barst þetta „verk- fall" mitt í tal. Einn íslendinganna þarna var klædd- ur SS einkennisbúningi. Hann dró mig afsíðis og bað mig að vara mig á þessu uppátæki og umfram allt hafa ekki orð á því. Við höfum í fangabúðunum hjá okkur, sagði hann, grískan óperusöngvara sem neitaði.líka að vinna ... Orð hans voru ekki hótun í minn garð heldur vel meint viðvörun. Svo mikill íslendingur var þó--manngreyið þó hann klæddist þessum andstyggðar búningi." Heim á leið og út aftur Þegar Englendingar hernámu Hamborg gaf Ein- ar sig fram til að skemmta hermönnum og var hálft ár hjá áttundu herdeildinni, herdeild Montgom- erys. Eftir þetta hálfa ár tók óperan í Hamborg til starfa á ný og Einar fékk ekki af sér að rifta samn- ingnum, heldur lauk honum 31. júlí 1946. „Daginn eftir fór ég alfarinn frá Þýskalandi með fjölskyldu mína eftir 16 ára dvöl." Veraldlegur auður var ekki mikill eftir Þýskalandsárin, en Einar segir til- hlökkunina yfir því að vera á leið til íslands hafa vegið allt upp. Hingað kominn tók hann til óspilltra málanna og hélt hverja tónleikana af öðrum við fádæma undirtektir gagnrýnenda og tónleikagesta, en meðal annars flutti hann Vetrarferð Schuberts í fyrsta sinn hér á landi. Veturinn 1946 hélt hann til Lundúna að syngja inn á hljómplötu, en dvaldi svo í Stokkhólmi og söng við óperuna meðal ann- ars. Haustið 1948 réðst hann til Riksteatern í Stokk- hólmi til að syngja í farandsýningu á La Traviata og söng þá hlutverk Alfredos 35 sinnum á sænsku. í ársbyrjun 1949 réðst hann til Konunglegu óper- unnar í Kaupmannahöfn og söng við hana í 14 ár. "Einnig söng hann í öllum helstu óratóríum og sagði meðal annars frá því að hann hefði sungið Messías á þremur tungumálum, ensku, þýsku og dönsku. Við Konunglegu óperuna tókst Einari líka yfir- leitt vel upp, til að mynda segir í dómi gagnrýn- anda um söng hans í óperunni Albert Herring eftir Benjamin Britten í samantekt Jóns Þórarinssonar: „Ætli yfirleitt sé til nokkur annar óperusöngvari nokkurs staðar sem veldur þessu hlutverki eins vel og Einar Kristjánsson," sagði í Politiken. Einar var duglegur að koma hingað til lands og syngja á meðan hann starfaði í Kaupmannahöfn og má nefna sumarið 1956 þegar hann kom hingað til lands og kom fram 42 sinnum á 35 dögum, þar af í 28 sýningum á Kátu ekkjunni, sem var sýningar- met. Það met stóð þar til My Fair Lady var sett upp á íslandi 1962 og sýnt 68 sinnum. Þá söng Vala Kristjánsson, dóttir Einars, aðalhlutverkið. Einar kom hingað til lands til að sjá verkið og mennta- málaráðherra, Gylfí Þ. Gíslason, bauð honum kenna- rastöðu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Landar hans væntu mikils af reynslu hans og þekkingu á sönglistinni, en hann var þá hættur að syngja opin- berlega. Meðal örfárra skipta sem hann kom fram eftir þetta var á afmælissamsöngvum Fóstbræðra í tilefni af fimmtán ára afmæli kórsins 17. til 19. apríl 1966. Daginn eftir síðustu tónleikana var hann hins vegar orðinn helsjúkur og fjórum dögum síðar var hann allur. hófu upp raust sína og fóru að syngja. Gústafi þótti lítið til söngsins koma og þótti fara hrakandi eftir því sem á leið. Gat hann loks ekki orða bund- ist: „Sýndu þessum helvítum hvernig á að syngja, Einar!" Ég lét auðvitað ekki segja mér þetta tvisv- ar og söng - ja, auðvitað - O Sole mio! við feikna undirtektir." "* Á staðnum var starfsmaður ríkisóperunnar í Dresden sem duldist ekki hvaða hæfileika Einar hafði til að bera og dreif hann í prufu hjá dr. Staeg- emann leikstjóra og kammersöngvara við óperuna, „með hausverk og asperín í nesti". Einar segir svo frá: „Þegar ég hafði sungið fyrir doktorinn horfði hann íbygginn á mig og sagði: Þetta þarf Fritz að heyra," en Fritz Busch var óperustjórinn. Aftur þurfti Einar að syngja, að þessu sinni á óperusviðinu með áheyerendurna ósýnilega í myrkum salnum og segir það hafa verið hræðilega lífsreynslu. Ekki virðist það þó hafa komið niður á sönggetu hans, því óperu- stjórinn bauð honum ókeypis kennslu í skóla óperunn- ar og að hann væri nánast ráðinn til óperunnar. Fastráðinn við Dresdenaróperuna Ríkisóperan í Dresden var þá talin með bestu óperum Evrópu og eftir tveggja ára nám í skóla hennar var Einar fastráðinn við óperuna, en hélt áfram námi samhliða. Hann byrjaði að syngja í óperettum, en slðan óperum og lagði einnig stund á ljóðasöng, sem hann hafði mikið dálæti á: „Ösk- urapi getur brillerað í óperu - þar er allt málað grófum dráttum eins og í veggmálverki - en hann gæti það aldrei á ljóðakvöldi, því að fíngerðustu penslana kann hann ekki að nota." Einari þótti sem framavon hans væri lítil hjá Dresdenaróperunni og fór fram á það að vera leyst- ur undan samningi sínum við óperuna. Mörgum fannst það framhleypni hjá ungum manni að vilja hætta hjá einni helstu óperu Þýskalands, en hann sat við sinn keip og réðst til óperunnar í Stutt- gart. Við Stuttgart-óperuna kynntist hann konuefni sínu, Mörthu Papafoti, sem var af grísku bergi brotin, og þau gengu í hjónaband 1936. Eftir að samningstíminn í Stuttgart rann út réðst Einar til óperunnar f Duisburg, ekki síst vegna laun- anna, sem voru þá allmiklu hærri en við ríkisóper- ALLAR alþjóðlegar og inn- lendar heilbrigðisstofnanir viðurkenna að bæði barn- leysi og þörf fyrir fóstur- eyðingar eru heilbrigðisvandi, sem samfélaginu beri að leysa. Að geta ekki eignast barn er flestum mikil raun og getur kostað áralanga bar- áttu í rannsóknum og meðferðartil- raunum. Á sama hátt getur óæskileg þungun verið erfið raun sem margar konur sjá ekki fram úr með öðru en fóstureyðingu. Meðan flestir' geta skilið vanda barnlausra, er oft stutt í fordæmingu kvenna sem með engu móti geta séð fram á að ganga með eða ala önn fyrir barni. Tekist hefur að bæta mjög líkur á lækningu barn- leysis með nýrri tækni. Allir gleðjast yfir þeirri framför, þó menn greini á um að hve miklu leyti sú meðferð eigi að vera forgangsatriði innan heil- brigðisgeirans. Samfélagið hefur stutt við tæknifrjóvganir, fyrst með vemlegum greiðslum til ferða á er- lendar lækningastofnanir, en síðan með opnun glasafrjóvgunardeildar á Kvennadeild Landspítalans. Almenn- ingi er kunnugt um hve vel hefur til tekist þar. Nú er brýn þörf á að stækka og efla glasafrjóvgunardeild- ina og stjórnvöld viðurkenna það. Lög um fóstureyðingar og ófrjó- semiaðgerðir (ófrjósemi getur verið viljandi eða óviljandi og er ekki sama og barnleysi) voru sett hér af mikilli framsýni árið 1935 og rýmkuð 1975 til samræmis við þróun víða um heim. Þetta var gert til að hamla gegn ólög- legum og stundum hættulegum fóst- ureyðingum á íslenskum konum í persónulegri neyð. Þetta neyðarúr- ræði er þjóðfélagsleg nauðsyn að mati flestra og því er beitt af varúð og skynsemi eins og lögin kveða á um. Fóstureyðingar eru talsvert tak- markaðri hér en í flestum nágranna- ríkjunum. Allir sem annast þá sem eiga við barnleysi að stríða og allir sem annast konur sem koma til að ræða um fóstureyðingu vita að þetta fólk á í miklum vanda sem tekur á sál og líkama. Þeir vita líka að hér er um tvennt ólíkt að ræða, bæði hvað varðar ástæður og getu til úr- lausna. Engin sanngirni er í því að reyna að jafna saman fóstureyðingum og vandamálum þeirra sem búa við barnleysi, eins og tvívegis hefur verið gert í Morgunblaðinu (12. og 25. október sl.). Ekki er heldur réttmætt að bera saman kostnað samfélagsins eða einstaklinga_ vegna barnleysis og fóstureyðinga. Ástæður fyrir hvoru- tveggja eru margvíslegar, sumar „áskapaðar" (til komnar fyrir til- verknað einstaklingsins sjálfs), en aðrar „óvih'andi". Vandi eins hópsins verður ekki leystur með því að hefta úrlausnarmöguleika hins. Þetta eru minnihlutahópar með viðkvæm og persónuleg vandamál og eiga sér fáa verjendur, einkum þær rúmlega 800 konur sem árlega verða að leita eftir fóstureyðingu á íslandi. Engin þeirra ætlar sér í eitthvert áskapað vand- ræðaástand. Þær lenda í því, - sum- ar einhleypar, aðrar í sambúð, giftar eða ógiftar. Tölur um sambúð eða giftingu segja ekkert um gæði slíkra sambanda. Oft eru þetta konur sem eiga í vanda með notkun getnað- arvarna. Fóstureyðingar eru hlutfalls- lega færri hér en í nágrannalöndun- um, þó því miður fari fleiri hér í endur- tekna aðgerð. Nýjar aðgerðir heil- brigðisyfirvalda eiga að sporna við því. Kostnaður við fóstureyðingar er rúmar 15 þúsund krónur ef aðgerðin er gerð snemma ! þungun (fyrir 12. viku), en nálægt tvöfalt hærri ef um aðgerð seinna er að ræða (þegar fóst- urgalli finnst). Bundið er í ------------ lögum að ekki megi taka greiðslu fyrir fóstureyð- ingu eða ófrjósemiaðgerð. „Hið opinbera" á að greiða aðgerðirnar og innlögn ™"~"™"~ vegna þéirra. Greiðsla fyrir forrann- sóknir (læknisskoðun og blóðrann- sóknir) hefur verið tekin og heilbrigð- isyfirvöld hafa nýlega áréttað þá heimild. Þetta gjald er 2.400 krónur sem er 16% af kostnaði við fóstureyð- ingu. Fóstureyðingar eru því ekki ókeypis. Þetta er ekki há upphæð enda á ekki að vera dýrt að leita sér að neyðarhjálp. Samt eiga talsvert margar konur, oftast ungar og í mikl- um félagslegum vanda, erfitt.með að greiða þetta. Vill einhver refsa þeim sem þannig er ástatt fyrir með hárri gjaldtöku? Slíkt væri ekki í þágu sam- Barnleysi og fóstureyðingar Það sýnist sanngjarnt að niðurgreiða áfram að verulegu leyti lækningar á barnleysi hjóna, segir Reynir Tómas Geirsson. Gjald fyrir meðferð hjá pari sem ekki á barn mun ef til vill hækka um 5-10%. Niðurgreiðsla ríkisins verður áfram um 50%. Samfélagið og tækni- frjóvganlr. félagsins og tíðkast hvergi þar sem mannúðarsjón- armið hafa ráðið löggjöf um fóstureyðingar. Fóst- ureyðingar eiga að vera hæfilega aðgengilegar, þ.m.t. ekki of dýrar, og sú stefna nýtur fulls stuðn- ings alþjóðasamtaka á borð við Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunina. Þess má geta að heilbrigðisráð- herra hefur tekið vel í að stórum hluta af því sem greitt er á Kvennadeildinni vegna forrannsókna hjá þessum konum verði varið til að efla getnaðarvarn- aráðgjöf. Aður en glasafrjóvgun hófst hér á landi greiddi Tryggingastofnun um 180-190 þúsund krónur fyrir hverja meðferð erlendis, allt að þrem með- ferðum. Parið sjálft greiddi allt um- fram það, þ.m.t. lyf og annan með- ferðarkostnað (um 60-100 þúsund kr.), ferðir og uppihald erlendis fyrir tvo í 4-5 vikur í senn, auk læknis- ----------- kostnaðar hér heima. Tryggingastofnun hætti beinu greiðslunum eftir að glasafrjóvgun hófst hér, en ríkið greiddi stofnkostnað ^TTT glasafrjóvgunardeildar. Annar kostnaður skyldi greiddur með gjöldum sem fólkið reiddi sjálft af hendi og með fjárveitingum til Rík- isspítala. Þær fjárveitingar hafa verið naumt skammtaðar, eins og húsnæði glasafrjóvgunardeildar sem fyrirfram var í augum margs fagfólks of lítið. Nú er lofað bót á því síðara og fram- kvæmdir við stækkun glasafrjóvgun- ardeildar eiga að hefjast fyrri hluta næsta árs. Fólkið sjálft greiðir mun lægri upphæð en það gerði meðan leita varð til útlanda, eða 105 þúsund kr. fyrir fyrstu meðferð og síðan 60 þúsund kr. fyrir aðra, þriðju og fjórðu Reynir Tómas Geirsson meðferð (4 í stað 3 áður). Vinnutap er lítið og uppihalds- og ferða- kostnaður með allt öðr- um hætti. Trygginga- stofnun greiðir hin dýru lyf að mestu. Verði að hætta með- ferð í miðjum klíðum greiðast aðéins 12 þús- und kr. Lækniskostn- aður er lægri en áður. Þessi meðferð er ekki dýr þegar þess er gætt að raunkostnaður er nú nálægt 210 þús- und kr. fyrir fyrstu meðferð og aðeins lægri fyrir framhalds- meðferð. Ríkið greiðir 50-70% af beinum kostnaði við hverja meðferð- artilraun. Ekki er erfitt að reikna sparnaðinn fyrir parið af meðferð hérlendis. Ríkið hefur ýmsan óbeinan kostnað vegna glasafrjóvgana, m.a. yegna kostnaðarsamari þungunar- vandamála, s.s. fleirburaþungana. Beinn kostnaður ríkisins ár hvert vegna glasafrjóvgana er ----------- rúmlega 44 milljónir króna og verður meiri með stærri deild og fjölgun meðferða. Kvennadeildin hefur und- anfarin ár átt í talsverðum —¦— rekstrarvanda. Þrátt fyrir sparnað og hagkvæmnisaðgerðir, m.a. á glasa- frjóvgunardeild, hefur ekki tekist að leysa þann vanda. Hann verður ekki leystur meðan verkefnum á deildinni fjölgar stöðugt og ekki fæst viður- kennt að deildina skortir mannafla. Þetta á m.a. við um starfsþætti sem varða hag þeirra sem í glasafrjóvgun fara. Ef stækka á glasafrjóvgunar- deildina vantar meira starfslið og fleiri tæki, m.a. til frystingar fósturvísa, smásjárfrjóvgana og endurnýjunar tækjakosts. Hvaðan á að taka fé til þess á tímum niðurskurðar og for- Eiga rótt á aðstoð sam- félagsins. gangsröðunar? Glasafrjóvgun er of- arlega á forgangsröðunarlista þeirra sem búa við barnleysi og okkar fag- fólksins sem sinnir þessum málum. Margir raða glasafrjóvgun hinsvegar mun aftar. Engum dettur í hug að hægt sé að auka glasafrjóvgun á kostnað þess að draga úr þjónustu við þungaðar konur eða konur með kveh- sjúkdóma. Jafnvel bann við öllum fóst- ureyðingum mundi ekki losa nema 14 miUjónir og þá kæmi kostnaður við afleiðingar slíks banns á móti; senni- lega mun meiri en sparnaðinum næmi. Til að geta byggt upp glasafrjóvg- unardeildina hefur því verið lagt til að greiðslur fyrir glasafrjóvgun hækki um leið og önnur þjónustu- gjöld verða tekin upp á deildinni að boði yfirvalda. Það sýnist sanngjarnt að niðurgreiða áfram að verulegu leyti lækningar á barnleysi hjóna. Gjald fyrir meðferð hjá pari sem ekki á barn mun ef til vill hækka um 5-10%. Niðurgreiðsla ríkisins verður afram um 50%. Þegar barn er komið og barnleysi ekki lengur fyrir hendi, hefur verið lagt til að fólk greiði meginhluta beins kostnaðar við með- ferðina. Hvar mörkin verða nákvæm- lega sett er ákvörðun ráðuneytisins, en núverandi fjárlagatillögur ganga í þessa átt. Gert er ráð fyrir veru- legri aðstoð við að lækna það sem veldur vanlíðan, barnleysið, en viHi fólk bæta við öðru eða þriðja barni þá greiði það hærra gjald. Þetta gild- ir nú um fimmtu glasafrjóvgunartil-; raun og þykir ekki ósanngjarnt þak. Ofangreind ráðstöfun mundi stór- bæta hag glasafrjóvgunardeildarinn- ar og hægt yrði að laga aðra starf- ________ semi Kvennadeildar til hagsbóta fyrir konur sem fara í ðfrjósemimeðferð, en reyndar einnig fyrir aðrar konur. Tilskilið er af okkar mmmmmmm hálfu á Kvennadeildinni að langmestur hluti þessara sértekna fari í að bæta hag glasafrjóvgunar- innar og síðan Kvennadeildar, en ekki í að greiða niður fjárlagahallann, laga fjárskort Ríkisspítala eða bæta ára-: langt misrétti í mönnun Kvennadeild- ar. Til þess eru aðrar leiðir. Þetta fé á að fara í nýsköpun til hagsbóta fyrir þá sem greiða fyrir þjónustuna og til að bæta þjónustu við konur á Kvennadeildinni. Konur og fjölskyld- ur þeirra eiga það skilið. Höfundur er prófessor og forstSðu- læknir, Kvennadeild Landspítakms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.