Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 21 ERLEIMT Campomanes ýtttil hliðar hjá FIDE Rússi tekur við stjórninni fram að næsta þingi „CAMPOMANES hefur sjálfur dregið sig í hlé, honum var ekki lengur vært á forsetastóli," sagði Einar S. Einarsson í samtali við Morgunblaðið en hann er fulltrúi á þingi Alþjóðaskáksambandsins (FIDE), sem stendur yfir í París. Við þingsetningu í fyrradag til- kynnti Filippseyingurinn Flor- encio Campomanes að hann hefði sagt af sér forsetastarfi eftir 13 ár á valdastóli. Höfðu mikil átök átt sér stað um stöðu hans og jafnvel hætta talin á að FIDE klofnaði upp færi hann ekki frá. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafði mikið gengið á í miðstjórn sambandsins dagana fyrir þingið. Þar var upplýst að ríkisendurskoðun Filippseyja og þing landsins væru á eftir Campo- manes vegna fjármálaóreiðu. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir rík- isendurskoðunarinnar hafði hann ekki gert fullnægjandi grein fyrir notkun ríkisstyrks vegna ólympíu- mótsins í skák, sem haldið var í Manila 1992. Vantar reiknings- skil fyrir a.m.k. hálfri milljón doll- ara og leikur jafnvel grunur á að hann hafi stungið þeirri fjárhæð í eigin vasa. Sömuleiðis var lögð fram stað- festing á því að Campomanes hefði greitt atkvæði í heimildar- leysi á síðasta þingi FIDE. Einnig að hann hefði boðið sig fram til forseta án þess að njóta stuðnings skáksambands heimalandsins, sem er forsenda framboðs. Lyktaði rimmu á miðstjórnar- fundinum með því að vantraust- stillaga var samþykkt með 14 atkvæðum gegn 12. Reyndar voru atkvæði Campomanesar sjálfs og fimm stjórnarmanna meðal mót- atkvæða. Krafist var nýrrar at- kvæðagreiðslu og féll tillagan þá á jöfnu. Leystist fundurinn þá upp FLORENCIO Campomanes (t.v.) á góðri stundu með Garrí Kasparov fyrrverandi heimsmeistara FIDE. en átökum og deilum að tjalda- baki lyktaði með því að forsetinn var neyddur til að segja af sér. Vegna þessara deilna dróst þing- setning í fyrradag um nær þrjár stundir. Þá liggja reikningar FIDE fyrir þinginu til samþykktar og var jafnvel talið að þeir myndu leiða til nýrra deilna um stjórnarhætti Campomanesar. Þar kemur fram að hann hefur á starfsárinu tekið sér 150.000 svissneska franka fyrir ótilgreindan kostnað aftur í tímann. A það sér engin fordæmi og sagði Einar S. Einarsson, sem sæti á í fjárhagsnefnd þingsins, að ekki væri stætt á því að sam- þykkja reikningana óbreytta. Samkvæmt frásögn Reuters- fréttastofunnar var Campomanes látinn gjalda þess að honum hefði ekki tekist að sameina skákmenn að nýju eftir klofning sem átti sér stað er Garrí Kasparov stofnaði Atyinnumannasambandið (PCA). í stað Campomanesar var 33 ára rússneskur milljónamæringur, Kírsan ílúmjínov, settur í emb- ætti forseta FIDE fram að næsta þingi sambandsins. Hann er for- seti rússneska sjálfstjórnarhér- aðsins Kalmytskaja sem liggur að Kaspíahafi. Að baki framboði hans er Anatolíj Karpov fyrrver- andi heimsmeistari en það er talið ílúmjínov til tekna að hann sé einnig góður kunningi Kasparovs. Þraukaði undarlega lengi „Þessar fréttir koma manni svo sem ekki á óvart, í raun er undar- legt hvað hann er búinn að þrauka lengi miðað við þær spilareglur sem hann hefur notast við. Það má segja að þær hafi komtö hon- um í koll nú," sagði Friðrik Ólafs- son er hann var inntur álits á brotthvarfi Campomanesar úr for- setastóli FIDE. „Enginn frýr hon- um vits, hann hefur frekar verið grunaður um græsku. Hann virt- ist beita nokkuð undirborðsað- ferðum sem getur vart leitt til farsældar þegar til lengri tíma lætur. Líklega hefur hann ánetj- ast þessum stjórnarháttum meira og meira og það hefur komið hon- um í koll um síðir," sagði Friðrik. Heimsmeistaraeinvígi í Montreal Ákveðið var á þinginu að ein- vígi um heimsmeistaratitil FIDE færi fram í Montreal á næsta ári. Þar eigast við Karpov og Banda- ríkjamaðurinn Gata Kamsky. Verðlaunaféð nemur einni milljón dollara. Keuter Díönu vel tekiðí Argentínu DÍ ANA prinsessa fékk hlýjar móttökur er hún kom til Buenos Aires í Argentínu í gær. Fjöl- miðlar sýna heimsókninni gífur- legan áhuga og er ástæðan eink- um rakin til sjónvarpsviðtals BBC-stöðvarinnar sl. mánudag. Hún sinnir einkum erindum góðgerðarsamtaka og var myndin tekin á endurhæfingar- stöð fyrir lömuð börn í argent- ínsku höfuðborginni. I dag snæðir Diana hádegisverð með Carlos Menem forseta og á morgun fer hún í hvalaskoðun- arferð. Birt var skoðanakönnun bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITNí gær þar sem aðspurðir skiptust í tvo jafna hópa, 43%, í afstöðunni til þess hvort Karl prins ætti að taka við konung- dæmi. Hins vegar sögðu 63% að þeim Díönu bæri að skih'a að lðgum þar sem bæði hefðu játað hjúskaparbrot opinber- lega. yjgýixr^ Elskaöu líkamann 60 spjöld í kassa Guðrún G. Bergmann, höfundur Kærleikskornanna, hefur útbúið þessar fallegu og áhrifaríku staðfestingar. Væntanleg er snælda með þessum sömu staðfestingum og hugleiðslu. Fást meðal annars hjá Betra líf, Borgarkringlunni Útgefandi Leiðarljós, sími 435 6800, fax 435 680, símboði 846 3015 / f I C ) T A ~á&^ / / / \~S J—T X. CHATEAl V rlÓTEL ALLADAGAFRÁ j-fOLTI -V 24. NÓVEMBER ^ FRAMAÐ JÓLUM sK s VN^JSÍÖ/ kvöld- verður 2.100k, Graflnn lundi á salatbeði með gin- og einiberjavinaigrette Paté með mango- og rifsberjacompote Parmaskinka og marineruð rauðspretta með hvítum baunum og salvíu • Humarseyði með skötuselstortelini* * Hamborgarhryggur með hunangs-sinnepssósu Bakaður skótuselur meó beikoni, hvítu smjöri og basil Gœsa- og rjúputvenna með sólberjasósu* Kjúklingur með hnetu- og villisveppajyllingu og kampavíns-rósmarínsósu 1.665 htnbökuð, súkkuuiðifyllt pera með vanillusósu Kis á la mande með hindberjasósu Nougatt's með súkkulaði-GrandMarniersósu * * Einungis á kvöldin. Innifalið er 1 glas af hvítum eða rauðum eðaldrykk. BORÐAPANTANIÍU S1MA552 5700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.