Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 Vinningstolur , .. QQ=- miðvikudaginn: 22. n. 1995 VINNINGAR 6af 6 5af 6 fbónus m 5 af 6 4 af 6 a 3af 6 +bónus -MJd: FJÖLDI VINNINGA 194 579 UPPHÆÐ A HVERN VINNING 47.840.000 686.593 43.240 1.770 250 Uinningur. fór til Finnlands Aðaltölur: ®®® ®@® BÓNUSTÖLUR @(§)(45) Heirdarupphæo þessa viku: 49.230.923 á Isl.: 1.390.923 UPPLÝSINGAR, SlMSVAflt 568 1511 EÐA GRÆNT NR. BOO 6511 — TEXTAVAAP 453 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR -^i^:,., - Skór á alla fjölskylduna Sfærðir 36-41 • Svart leður Verð 5.950 Stærðir 36-42 • Fóðraðir, svart leður. Verð 6.450 Stærðir 36-41 • Svart leður og brúnt nubuk Verð 4.980 Stærðir 36-41 • Svart leður Vcrð 5.950 ÓB Uö SKÓfrTTOTrTO SK/H)| MÍLANO Reykjavíkurvegi 50, s. 565 4275 Kringlunni 8-12 s. 568 9345 Laugavegi 61-63 s. 551 0655 Ábendingar á mjólkurumbúðum, nr. 32 qf'6(). Á hundavaöi! Orðatiltækið að fara yfir e-ð á hundavaði merkir að gera eitthvað hratt og óvandlega. Líkingin er dregin af því hvernig hundar vaða eða synda yfir ár. Þannig getur þú annaðhvort farið yfir þennan fróðleik á hundavaði eða lesið hann vandlega. *»""**,, MJÓLKURSAMSALAN Islenskufræðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar múlnefndar og Málrœktarsjóðs. MORGUNBLAÐIÐ IDAG BRIDS Umsjón Guðm. I' á 11 Arnarson BRETINN Tony Sowter var ánægður með sitt framlag í spili dagsins, en hann sat í austur með einn gosa og flata skiptingu. Spilið er frá Politiken-tvímenningnum í Kaupmannahöfn. Austur gefur; NS á hættu. Vestur ? K108765 ¥ 109 ? D64 ? 1)8 Vestur Norður Kendrick Nilsland 2 spaoar 2 grönd" Pass Dobl Pass Pass Norður ? G3 ? DG7 ? 98 ? ÁK9632 Áustur ? 42 Hllil "632 111111 ? G7532 + 1074 Suður ? ÁD9 V ÁK854 ? ÁKIO ? G3 Austur Suður Sowter Falienius Pass 1 Lauf* 3 spaðar! Pass Pass 5 hjörtu * Sterkt lauf, þ.e. 16+ HP. •* Yfirfærsla í lauf, geimkrafa. Eins og sjá má, vinnast sjö hjörtu í NS og auðvitað sex grönd og sex lauf í suð- ur. Einn sagnhafi vann lauf- slemmuna í norður eftir spaða út. Hann stakk upp ás, tók ÁK í laufi, spilaði hjarta fjórum sinnum og henti niður spaða. Aðeins eitt par náði sjö hjörtum - Muller og De Boer frá Hol- landi,. en Fallenius og Nils- land voru eina parið í geimi. Hvað kætti Tony svo mjög? Hann var ánægður með hversu vel þriggja spaða sögnin heppnaðist. Fallenius passaði tíl að byrja með, en var svo í nánast óleysanleg- um vanda við úttektardobli makkers. Líklega hefði hann gert best í því að passa, því það má taka þrjá spaða 1400 niður! Sögnin sem hann valdi var þó ekki slæm. En venju- lega neitar slíkt stökk upp á fimmta þrep fyrirstöðu í lit andstæðinganna, og þess vegna passaði Nilsland, þrátt fyrir hjartastuðning og AK í laufi. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur seldu nýlega heimatil- búið perludót í hús til styrktar Flateyringum og létu ágóðann sem varð kr. 2.550 renna til Rauða krossins. Þær heita frá vinstri Sara, Erla (fyrir framan), Katrín, Linda (fyrir framan) og Dagný. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar landssöfnuninni Samhugur í verki og varð ágóðinn 4.787 krónur. Þær heita Þóra Björk Gísladóttir, Þórunn Hannesdóttir, Harpa Ragnars- dóttir, Ólöf Rúnarsdóttir og Lára Ósk Hafbergs- dóttir. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags íokkar fagra landi KONA hringdi og sagði Þorstein Erlingsson hafa samið texta lagsins „í okkar fagra landi" er Þuríður Sigurðardóttir söng inn á plötu fyrir margt löngu, en um text- ann var spurt í Velvak- anda sl. sunnudag. Til þingmanna Með bólpar hendur blása í kaun brúka vökustaura. Þingmönnum með lítil laun lánum nokkra aura. Ellilífeyrisþegi Tapad/fundið Iþróttataska tapaðist SVÖRT meðalstór Hummel-taska tapaðist fyrir u.þ.b. þremur vikum. Eigandinn hjólaði frá líkamsræktarstöðinni Mætti, Suðurlands- brautina að Kleppsveg. Taskan gæti hafa dottið af á leiðinni. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 588-3488. Leðurhanski fannst SVARTUR vandaður karlmannsleðurhanski fannst í Neðra-Breiðholti neðarlega við Arnarbakkann. Eigandinn má vitja hans í síma 557-5953. Myndavél tapaðist MEÐALSTÓR vönduð svört myndavél með flashi í blárri hliðartösku tapaðist 2. nóvember sl. líklega í Leifsstöð, eða í vél sem fór til London kl. 16 þann dag. Á hliðartöskunni var vasi sem í voru lyklar. Skilvís fínnandi er vinsamlega beðinn að hafa-samband við Margréti Erlu í síma 562-8501 eða Erlu Björk í síma 557-9224. Gæludyr Högni í óskilum HVÍTUR ungur högni með svörtum flekkjum á haus og baki og svarta rófu hefur verið í óskilum í u.þ.b. hálfan mánuð í Móbergi 12, Hafnarfirði. Hann var ómerktur og er afar gæfur. Eigandinn er beðinn að hafa samband í síma 565-4171. Pennavinir 17 ÁRA stúlka frá Lúxem- borg, sem hefur mikinn áhuga á íslandi, íþróttum, bréfaskrifum, tónlist, söfn- un, náttúrunni, dýrum og jarðfræði: Claire Jussac, 2,rve Macher, 5550-Remich, Luxembourg. UNGT fólk frá 32 löndum óskar eftir íslenskum pennavinum: World Correspondence Association, Skraenten 30, DK-2970 HBrsholm, Denmark. 15 ÁRA austum'sk stúlka, sem hefur áhuga á ferðalög- um, tennis, hjólreiðum, sundi og bréfaskrifum: Kirstin Ottowitz, 9182 Rosenbach 121, Carinthia, Austria. •18 ÁRA hollensk stúlka, sem hyggst koma til íslands sem skiptinemi á næsta ári, vill skrifast á við íslendinga til að undirbúa dvölina. Hef- ur áhuga á náttúrunni, hest- um, skíðaíþróttum, júdó, tónlist, ljósmyndun, óðrum löndum o.fl.: Christine Klaver, Het Dagwerk 1, 8433 PK Haulerwyk (Fr.), The Netherlands. LEIÐRÉTT Fréttin var frá Hafnarfjarðarbæ Við vinnslu fréttar Morg- unblaðsins í gær, um ráðn- ingu Sverris Olafssonar sem forstöðumanns Listamið- stöðvarinnar í Straumi urðu þau mistök, að menningar- málanefnd Hafnarfjarðar var borin fyrir fréttatilkynn- ingu sem Morgunblaðinu barst um þetta efni. Hið rétta er að fréttatilkynning- in er frá Hafnarfjarðarbæ, enda rituð á bréfsefni Hafn- arfjarðarbæjar. Víkverji skrifar... VÍKVERJI varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu, að kaupa geisladisk af hljómplötu- verzlun Skífunnar í Kringlunni nú fyrir nokkrum dögum. Þetta var jóladiskur, sem kom út fyrir nokkrum árum og nefnist „Jóla- strengir". Víkverji greiddi 999 krónur fyrir diskinn og gekk síðan út úr verzluninni í gengum þjófa- varnarhlið hennar. Þegar út úr verzluninni kom hugkvæmdist Víkverja, sem aldrei skyldi verið hafa, að kíkja sem snöggvast inn í verzlun Hagkaups og skoða þar hvað helzt væri á boðstólum. En Víkverji var vart kominn inn fyrir þröskuldinn í Hagkaupi, er allt þjófavarnarkerfi verzlunarinnar fór í gang. Allir viðstaddir litu grunsemdaraugum á Víkverja og veltu eflaust fyrir sér hvaða rummungsþjófur þarna færi og væri gripinn. STÚLKA í öryggisgæzlunni tók diskinn og gekk með hann að hliðinu og viti menn aftur fór þjófavarnarkerfið í gang. Því næst hringdi hún í Skífuna og sagði síðan Víkverja að fara þangað og láta athuga geisladiskinn, en tekið skal fram að ekki sást á honum að hann væri með þjófavörn. Er í Skífuna kom, opnaði af- greiðslustúlkan diskinn og kom þá í ljós að þjófavörnin var falin inni á milli laga í umbúðunum utan um diskinn. Hún gaf þá skýr- ingu, eins og ekkert væri, að disk- urinn væri eflaust endursendur úr kaupfélagi utan af landi, hefði ekki selzt þar og þjófavarnarkerfið í Skífunni væri af öðrum toga og gerði því ekki viðvart um falda merkið. Hagkaup væri hins vegar með sama kerfið og kaupfélögin. Raunar baðst hún ekki afsökun- ar á þessum mistökum Skífunnar, fyrr en Víkverji fór að óskapast yfir þeirri meðhöndlun, sem hann hefði fengið með þessum mistök- um Skífunnar. ÞAÐ verður að segjast, að það er gjörsamlega ófyrirgefan- legt af verzlun eins og Skífunni, að kanna ekki hvaða þjófavarnar- merki eru í þeirri vöru, sem þeir selja. Saklaust fólk getur orðið fyrir ómældum óþægindum af slíku framferði. Raunar hefði Vík- verji aldrei trúað því, fyrr en þetta atvik henti, að nokkur kaupmað- ur, sem telur sig sómakæran og vill umgangast viðskiptavini sína af tillitssemi og fyflstu kurteisi, láti slíkt sem þetta viðgangast. Eitt er víst að það verður bið á því að Víkverji sýni sig eða kaupi eitthvað í Skífunni. * 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.