Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Höldur keypti Glerhúsið HÖLDUR hf. hefur keypt Glerhús- ið við Hafnarstræti. Það var í eigu Landsbankans sem leysti það til sín eftir gjaldþrot Blómahússins í fyrra. Steingrímur Birgisson hjá Höldi sagði verðið sanngjarnt, en bank- inn tók fasteign í eigu fyrirtækis- ins í Glerárhverfi upp í kaupverðið. í vetur verður unnið að nauðsyn- legum breytingum á húsnæðinu. Rekin verður bílasala í norðurhluta þess, veitingasala í miðjunni en suðurhlutanum hefur ekki verið ráðstafað. Gert er ráð fyrir, að sögn Steingríms, að taka húsið í notkun með vorinu. „Okkur þótti synd að horfa upp á þetta hús ónotað," sagði Steingrímur. Fjórir bílar í árekstri FJÓRAR bifreiðar komu við sögu í umferðaróhappi á mótum Þórunnarstrætis og Mímisvegar snemma í gærmorgun. Strætis- vagn, sem ekið var niður Mímis- veginn frá Verkmenntaskólan- um á Akureyri, rann til og út á Þórunnarstrætið í veg fyrir fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins hugðist forðast árekstur við vagninn og sveigði bílinn að austurkanti götunnar, en sá of seint að þar var ökumaður i'ólks- bíls í óða önn að gefa öðrum ökumanni straum á bíl sinn. Þannig ók strætisvagninn á bíl- inn sem ekið var suður Þórunn- arstræti sem aftur lenti á þeim sem var að gefa strauminn, sá kastaðist til á straumlausu bif- reiðina, en stúlka sem henni ók var að opna vélarhlíf hennar þegar óhappið varð og féll hún við höggið í götuna. Að sögn varðstjóra lögreglunnar slapp hún án teljandi meiðsla. Forstöðumaður upplýsingamiðstöðvar ferðamála Guðmundur Heiðar Birgisson ráðinn GUÐMUNDUR Birgir Heiðarsson markaðsfræð- ingur hefur verið ráðinn, forstöðumaður Upplýs- ingamiðstöðvar ferðamála í Eyjafirði. Hann hefur störf 1. desember næst- komandi. Upplýsingamið- stöðin er ný af nálinni en að henni standa sveitar- félög í Eyjafirði. Guðmundur er fæddur í Reykja- vík árið 1966. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann og lauk því árið 1987. Hann var sveitarstjóri í Súðavík 1987-'88 og starfaði við verslunarstörf og ferðaþjónustu í Reykjavík til ársins 1991, en þá hóf hann nám í markaðsfræðum í Norg- es Markads Högskole. Hann tók BS-gráðu frá skólanum á síðasta ári og hefur frá þeim tíma unnið að því að setja á stofn og komaaf stað ferðaskrifstofu á vegum Úr- vals-Útsýnar. Sérleyfisbílar Akureyrar hafa annast rekstur upplýs- ingamiðstöðvar fyrir ferða- menn fyrir Akureyrarbæ og svo verður áfram. Með starfsemi Upplýsingamið- stöðvar ferðamála í Eyja- fírði er ætlunin að efla starfsemina, en í upphafí verður aðstaða í húsi Byggðastofnunar við Strandgötu. „Mér líst afar vel á þetta starf, þetta er spennandi verkefni," sagði Guðmundur. Hans fyrstu verkefni verða á sviði stefnumótunar. „Ég þarf svo að komast í samband við ferðaþjónustuaðilana á svæðinu og fulltrúa í sveitarstjórnum og heyra í þeim hljóðið. Síðan verður unnið að stefnumótun í samræmi við það hvað menn hugsa sér þetta veiga- mikinn þátt," sagði Guðmundur. Sambýliskona hans er Anna Hild- ur Guðmundsdóttir, en hún er frá Akureyri. Stórframkvæmdir syðra Vantar mótvægi á landsbyggðinni JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að íbúar lands- byggðarinnar horfi eflaust til þess að Akureyringar hefji umræðu sem hljóti að koma upp í kjölfar stækk- unar álvers í Straumsvík og hug- myndir um byggingu álvers á Grundartanga. Hann nefndi einnig stórframkvæmd við fyrirhuguð Hvalfjarðargöng og sérstakt átak í umferðarmálum í Reykjavík, m.a. stórt verkefni við Höfðabakkabrú. 011 þessi stóru verkefni væru á höfuðborgarsvæðinu. „Ég á von á að við munum fljót- lega spyrja ráðamenn hvað eigi að gera til mótvægis hér á „eyfírska efnahagssvæðinu". Akureyri hefur visst hófuðstöðvarhlutverk og menn horfa til okkar varðandi það að hefja þessa umræðu," sagði Jakob. Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, vakti mál á þessu á fundi bæjarstjórnar og lagði til að sent yrði heillaóskaskeyti suður vegna þessara stóru verkefna, en jafn- framt yrði því beint til stjórnvalda hvort fyrirhugað væri að leggja meiri fjármuni í framkvæmdir á Eyj afj arðarsvæðinu. Þrjú tilboð í skrifstofuhúsgögn í Glerárgötu 26 Fjölbreytt starfsemi verður í húsinu ÞRJÚ tilboð bárust í skrifstofuhús- gögn sem Akureyrarbær bauð út og notuð verða í húsnæði við Glerárgötu 26. Þau eru frá GSK og Vörubæ, Tölvutæki/Bókval og Pennanum og Á. Guðmundssyni og Tölvu- tæki/Bókvali. Akveðið verður á fundi bæjarráðs á mánudag hvaða tilboði verður tekið. í útboði er gert ráð fyrir að húsgögnin verði afhent við húsið 15. desember næstkomandi. Húsið er fjórar hæðir og er hver um 440 fermetrar. Starfsmenn Tré- verks hf. á Dalvík hafa verið að vinna í húsinu, sem smám saman er að verða tilbúið. Á efstu hæð þess er skrifstofa Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Norðurland eystra og var hún formlega tekin í notkun um liðna helgi. Á þriðju hæð hússins flytur Fé- lagsmálastofnun Akureyrar og á sú hæð að verða tilbúin 1. desember Morgunblaðið/Kristján SYSTURNAR Hulda og Brynja Jónsdætur þurftu eins og aðrir ökumenn að sópa snjó af bíl sínum í gærmorgun. Nú þarf að skafa NORÐAN hvassviðri með snjó- komu gerði ökumönnum gramt í geði í gærmorgun, þeir þurftu nú að tína til sköfurnar og sópa snjó af bílum sínum en ef undan er skilið norðanáhlaupið í lok október hefur tíð verið góð það sem af er hausti á norðanverðu landinu. Færð spilltist ekki á götum Akureyrar en nokkuð blint var framan af degi. Varðstjóri lög- reglunnar sagði að nokkrir öku- menn hefðu lent í ógöngum, margir væru á svo lélegum dekkj- um. „Þetta voru nagladekk fyrir þremur árum," sagði Matthías Einarsson. „Það er peningaleysi og menn eru að spara, en þetta getur verið dýrkeyptur sparnað- ur, menn blekkja bara sjálfa sig." næstkomandi. Þá verður önnur hæð hússins tilbúin 1. mars á næsta ári en þangað er fyrirhugað að flytja starfsemi íþróttar og tómstundafull- trúa og skóla- og menningarfulltrúa og einnig leikskóladeild bæjarins. Vinnumiðlunarskrifstofan hefur þegar flutt starfsemi sína í tengi- byggingu neðstu hæðar hússins, en við hlið hennar, á neðstu hæðinni verður Fræðsluskrifstofan á Norð- urlandi eystra. Heimir heldur tvenna tón- leika KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði efnir til tónleika í Dalvíkurkirkju á laugardag, 25. nóvember, kl. 17.00 og í Glerárkirkju á Akureyri kl. 21.00 sama dag. Á tónleikunum verða m.a. kynnt lög af nýútkomnum geisladisk kórsins, Dísir vors- ins, en á honum er að finna 21 lag, aílt frá léttum lögum til óperukóra, þekkt og ný eft- ir innlenda og erlenda höf- unda. Kórfélagar eru um 60 tals- ins, stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikarar Thomas Higgerson og Jón Gíslason. Einsöngvarar eru Jón Gíslason, Pétur Pétursson, Sigfús Pétursson og Hjalti Jóhannsson. Tví- og þrísöng syngja þeir Álftagerðisbræð- ur, Sigfús, Gísli og Pétur Pét- urssynir og Björn Sveinsson. Fimm lista- menn sýna í Heklusalnum FIMM listamenn sýna verk sín á myndlistarsýningu í sal Gall- erís AllraHanda í Hekluhúsinu en hún verður opnuð á morg- un, laugardaginn 25. nóvem- ber, kl. 15.00. Þeir sem taka þátt í sýning- unni eru Aðalsteinn Vest- mann, Akureyri, Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sandi, Aðal- dal, Hörður Jörundssqn, Krist- jana F. Arndal og Örn Ingi Gísjason, öll á Akureyri. Á sýningunni er fjöldi verka, olíumálverk, vatnslitamyndir og textílverk. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 15.00 til 18.00 fram til 11. desember næstkomandi. Ljósmynda- sýningu að ljúka LJÓSMYNDASÝNINGU Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur í Deiglunni lýkur á sunnudag, 26. nóvember. Sýningin ber heitið „Af klettum og steini" og er við- fangsefnið steinar af ýmsu tagi, bæði úr náttúrunni og manngerðir-. Allar myndirnar eru handlitaðar. Inga Sólveig er menntuð í Bandaríkjunum og hefur sýnt þar, í Rúss- landi, Englandi og hér heima. Sýningin er opin frá kl. 14.00 til 18.00. Norðurland eystra Staða skatt- stjóra laus STAÐA skattstjóra í Norður- landsumdæmi eystra er laus til umsóknar og rennur frestur til að sækja um stöðuna út 4. desember. Sveinbjörn Sveinbjömsson sem verið hefur skattstjóri í umdæminu lætur senn af störfum en hann hefur ráðið sig til starfa hjá Olíudreifingu ehf. sem hefur starfsemi um áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.