Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Sköpum nýjan lífsstíl MORGUNBLAÐIÐ hefur fastan pistil á þriðjudögum, sem nefnist: „Úr dagbók lögreglunnar." Þar er að finna athyglisverðar staðreyndir og upplýs- ingar. Þriðjudaginn 14. nóvember bar þessi pistill yfirskriftina: Öl- vaðir kunnu ekki fót- um sínum forráð. Þar er upplýst, að um helg- ina hafi verið skráð 32 afskipti af ölvuðu fólki á almanna færi. „í flestum tilvikum var um að ræða fullorðið fólk, sem ekki kunni fótum sínum forráð.“ Lögreglan þurfti að hafa afskipti af 10 öku- mönnum, sem grunaðir voru um að hafa verið undir áhrifum áfeng- is. Þrír þeirra höfðu lent í umferðar- óhöppum, áður en til þeirra náðist. í 32 tilvikum var tilkynnt um hávaða og ónæði utan dyra og innan að kvöldi og næturlagi. Oftast var um að ræða ölvað fólk. Aðfaranótt sunnudags þurftu lögreglumenn að handtaka 9 manns, en af þeim voru fjórir vistaðir í fangageymslunum. Lögreglumenn helltu niður tals- verðu af áfengi þeirra, sem voru enn of ungir til að mega hafa það undir höndum. Maður var sleginn niður og sparkað í hann í Hafnar- stræti. Hvað segir þetta okkur? Ytir þetta eitthvað við okkur; að þetta sé öðruvísi en það á að vera, öðruvísi en við viljum hafa það? Siðlaust samfélag? í fýrra rituðu lögreglumenn 1.684 skýrslur um afskipti sín af ölvuðu fólki á al- mannafæri. Af því voru 103 undir 18 ára aldri. Það myndi vera eins og fjórar bekkjardeildir í skóla. Þama var 51 einstaklingur 18 ára. En þeir sem á skýrslu komust í fyrra vegna ölvunar á al- mannafæri eldri en 18 ára voru 1.530 talsins. Það voru þeir sem gáfu tóninn. Ekki ungling- amir á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri. Segir þetta okkur eitthvað um áfengis- neysluna og fordæmi hinna fullorðnu? Er þetta eins og við viljum hafa það? Viljum við eitthvað aðhafast til úrbóta í áfengismálum og þá hvað? Viljum við framfylgja settum regl- um og lögum? Eða kjósum við held- ur siðlaust og ábyrgðarlaust samfé- lag, þar sem hver og einn sér um sig, enginn lætur sig nokkm skipta óhamingju náunga síns, en horfir hlutlausum augum á þegar börn, unglingar og fullorðnir troðast í svaðið vegna áfengisneyslu? Sagði einhver: Á ég að gæta bróður míns? Hvað er til ráða? Lækkum áfengiskaupaaldurinn í 18 ár, þá er áfengisvandinn leyst- ur, sagði einhver. Og alþingismað- urinn Jóhanna Sigurðardóttir sagði í sjónvarpinu um daginn, að með tilkomu bjórsins hefði áfengisneysl- an minnkað á íslandi. Betra að satt væri. En staðreyndirnar tala öðra máli. Þetta gæti staðist, ef einung- Bindindisdagur öl- skyldunnar er á laugar- daginn. Hörður Zóph- aníasson hvetur til þess að þetta verði áfengis- laus laugardagur. is væri litið á sölu sterkra áfengisdrykkja í áfengisverslun- um ríkisins. Hún hefur minnkað um 2% það sem af er árinu. En hvað um landa- söluna og neysl- una á landan- um? Telur alþingjsmaðurinn kannski landann ekki til áfengis? Eða bjórinn? Salan á honum jókst um 12%. Hefur ástand áfengismála batnað síðan bjórinn kom? Hefur áfengissjúklingum fækkað á ís- landi? Nei, það er nú eitthvað annað. Aldrei hafa fleiri þurft að leita sér hjálpar vegna áfengisvanda. Hefur unglingadrykkja minnkað? Sussu nei. Hún hefur aukist stór- lega og aldur þeirra sem áfengis neyta hefur færst niður! Er þetta af hinu góða? Er það þetta sem þjóðin vill? Leyfið börnunum ... Ungmennin vilja þetta, segir Jó- hanna. Þau hafa meira að segja skrifað henni sum hver, ef hún kynni að hafa efast. Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim ekki að leita í löglega vímu áfengisihs, eða hvað? Bandaríkjamenn höfðu fært áfengiskaupaaldurinn hjá sér niður í 18 ár. Nú hafa öll ríki Bandaríkj- anna fært hann upp í 21 ár. Hvers vegna? Jú, þeir litu á staðreyndirn- ar. Og hvað sögðu þær? Staðreyndimar sögðu... Þegar áfengiskaupaaldurinn í Michigan var færður niður úr 21 ári í 18 ár, þá fjölgaði þar slysum á ungu fólki um 54% milli ára. Í ríkinu Massaehusetts meira en tvö- faldaðist slysafjöldi milli ára, þegar áfengisaldurinn var færður úr 21 ári í 18 ár. Annað óvænt kom líka í ljós. Alvarlegum slysum og banaslys- um fjötgaði í svipuðu hlutfalli á 16 og 17 ára unglingum. Þetta sýndi Bandaríkjamönnum, að áfengis- neyslan færðist niður í aldurshóp- um, þegar áfengisaldurinn var lækkaður. Með þessar staðreyndir í huga hækkuðu Bandaríkjamenn áfengiskaupaaldurinn snarlega í 21 ár. Og þannig er það hjá þeim í dag. Á móti frjálsræði - eða hvað? En Bandaríkjamenn era nú líka svo mikið á móti frelsinu, eða hvað? Og Bandaríkjamenn era allt öðru- vísi en við. Þess vegna getur þeirra reynsla ekkert sagt okkur um hvað hér eigi við. Guð, ég þakka þér fyrir að ég er ekki eins og aðrir menn, sagði faríseinn forðum. Þeir segja það sumir enn í dag! Flestir menn era sammála um að það þurfi að draga úr áfengis- neyslunni. Flestir sem ekki era á Hörður Zóphaníasson 1 Skrifborðshreins- unargjaldþrot Tilraun til úrbóta MEÐ setningu nýrra laga um gjaldþrotaskipti, sem tóku gildi 1. júlí 1992 átti að fækka mikið gjald- þrotum hér á landi. Höfundar lag- anna töldu að Islendingar ættu lík- lega heimsmet í fjölda gjaldþrotaúrskurða jafnvel þótt ekki væri tekið tillit til mann- fjölda! Eldri gjald- þrotalögum frá 1978 var líka stefnt gegn aukningu gjaldþro- taúrskurða, en þá tókst ekki betur til en svo að árlegum úrskurðum um gjaldþrotaskipti hafði fjölgað sjöfalt við setningu núgildandi laga. Krafa í núgild- andi lögum um gjald- þrotaskipti, að gjald- þrotaskiptabeiðandi leggi fram stórhækk- aða tryggingu vegna greiðslu skiptakostnaðar, átti m.a. að stuðla að fækkun gjaldþrota- úrskurða. En þetta hefur alls ekki gengið eftir. Verið hefur og enn er stöðugur flaumur einstaklinga og félaga á höggstokkinn. Lögbirt- ingarblaðið er útúrtroðið árið um kring. Hver er tilgangurinn? Sorglegast er að þessi gjaldþrot sýnast ekki hafa neinn tilgang ann- an en að hreinsa skrifborð embætt- ismanna. Langflestum bússkiptum er lokið hér án þess að kröfuhafar fái greitt upp í kröfur sínar. Aðeins hljótast af kostnaður og sárindi sálna. Ég tel að hér sé ekki rétt að staðið. Að mínu viti á ekki að beita gjaldþrotameðferð nema í undantekningartilvikum. Hveijir ráða ferðinni? Langflestir úrskurðir um gjald- þrotaskipti hér á landi era nú kveðnir upp að kröfu aðilja, sem innheimta opinberar kröfur. Stórtækust eru þar embætti Tollstjór- ans í Reykjavík og Gjaldheimtan í Reykja- vík. Svo virðist sem innheimtumenn opin- berra gjalda hafi feng- ið frá æðstu yfirmönn- um sínum ströng fyrir- mæli um að senda alla skuldara í gjaldþrot ef fyrir lægi árangurs- laust fjárnám hjá þeim. Hér er auðvitað alls ekki verið að gagnrýna þá sem þurfa að fram- kvæma þetta heldur þá sem ákveðið hafa verk- lagið. Þetta er tóm della og virðist hvergi þekkjast nema hér á landi. Þessu þarf að breyta tafarlaust. Sem frekari rök fyrir því að stefna stjórnvalda í þessum málum er röng má benda á að miklu minna er nú um það en áður var að beðið sé um gjaldþrot vegna krafna einstaklinga og fyrir- tækja, enda horfa þeir aðiljar eðli- lega í trygginguna, kr. 150.000.- sem leggja þarf fram til tryggingar skiptakostnaði. Bankastofnanir og lánasjóðir virðast og yfirleitt beita gjaldþrotaúrræðinu af varfærni. Aðgát skal höfð . . . Ég tel að hér hafi þvi miður ríkt hér alger villimennska í meðferð þessara mála með opinbera aðilja í Að mínu mati á ekki að beita gjaldþrots- meðferð, segir Tryggvi Agnarsson, nema í undantekn- ingartilvikum. forastu. Ég fullyrði að nú síðustu árin sé búið er að setja á hausinn þúsundir einstaklinga og félaga, sem ekkert erindi áttu í gjaldþrot. Mjög margir hafa misst sjálfsvirð- ingu sína og sjálfsbjargarviðleitni. Það má líka segja að kerfið búi til vandamál fyrir aðra hluta kerfisins. Þannig lenda líklega margir þessara aðilja á félagsmálastofnunum og Tryggingastofnun. Ekki er hægt að líkja þessu við annað en fjöldaaf- tökur mannssálna. Mikið af duglegu og heiðarlegu fólki er í sáram eftir ónauðsynlega gjaldþrotameðferð. Fjölmargir þessara aðilja hefðu og, ef rétt hefði verið að staðið, getað greitt mikið af skuldum sínum. Er í þessu nokkuð vit? Hagsmunir kröfuhafa Ég tel að allir, sem nærri þessum málum koma, ekki síst kröfueigend- ur, opinberir sem aðrir, hafi fulla hagsmuni af því að hætta þessum tilgangslausu mannfórnum. I stað þessa verði skorin upp allsherjar herör gegn þessum ófögnuði og ein- staklingar og félög aðstoðuð á heið- arlegan og skilvirkan hátt við það að borga það af skuldum sínum sem mögulegt er. í stað þess að lemja skuldarann í svaðið verði hann Tryggvi Agnarsson Emstaklingar: Fjðldi gjaldþrota- úrskurða 1992-94 hvattur til þess að leita sér aðstoð- ar og að fram fari mat sérfræðinga á því hvað hann getur borgað af skuldum sínum og hvernig. Hæfileg viðmiðun gæti veið sú að aðiljar losni úr skuldavanda sínum á 5 áram. Ef kröfuhafar verða sann- færðir um að tjón þeirra sé lág- markað svo sem hægt er og þeir fái það greitt af kröfum sínum sem mögulegt er þá hlýtur að komast á samningur um þá niðurstöðu. Er þetta nokkuð flókin speki? Umræðan um gjaldþrotin Mér finnst umræða um þessi mál öll hafa verið á þeim ógeðfelldu nótum að allir þeir sem lenda í gjald- þrotum séu bófar og ræningjar, sem nauðsynlega hafi þurft sem fyrst að slá af. Gjaldþrotameðferðin sé hluti af nauðsynlegri lúsahreinsun, sem fram þurfí að fara í þjóðfélag- inu til þess að losna m.a. við aumin- gjalýð sem hafí verið að plaga at- vinnulífíð. Aðeins þurfí líka að finna upp aðferðir til þess að koma í veg fyrir að þeir hinir sömu komist af stað aftur í viðskipti. Helst er svo að skilja að ýmsir vilji taka upp skuldafangelsi aftur hér á landi. Aðgerðir strax Þrátt fyrir það að aðstæður í þjóðfélaginu séu nú allar heldur táningsaldri eru sammála um að stöðva eigi unglingadrykkjuna. Flestir eru sammála um að það sé bæði fráleitt og fáránlegt að börn neyti áfengis. En þegar kemur að viðkomandi sjálfum, hversu oft kemur ekki þá: Ekki ég. Það er allt í lagi með mig, en aðrir ættu að láta málið til sín taka. Hundurinn, kötturinn og svínið sögðu: „Ekki ég“ Þetta minnir mig alltaf á söguna um litlu gulu hænuna. Hún fann hveitifræ. Það þurfti að sá fræinu, slá hveitið, þreskja kornið, mala það og baka brauð. Alltaf þegar eitt- hvað þurfti að taka til hendi, sögðu hundurinn, kötturinn og svínið: Ekki ég. En þegar kom að því að borða brauðið, þá vora þeir tilbúnir að koma í leikinn. Er nú ekki kom- inn tími til í áfengismálunum, þegar talað er um að minnka áfengis- drykkjuna, að menn hætti að segja: Ekki ég? Þess í stað taki þeir sjálfum sér tak og minnki eigin neyslu, þar sem það er hægt. Það er raunhæft spor og vonandi á flestra valdi. Fjölskyldan í stað flöskunnar Bindindisdagur fiölskyldunnar 1995 er á laugardaginn kemur. Helst á hann að verða áfengislaus dagur. Menn eru hvattir til að sleppa því að kaupa eða neyta áfengis þann dag. Láta flöskuna eiga sig, en vera með fjölskyldu sinni í þess stað. Þannig getum við stigið fyrsta skrefið til betra mann- lífs, til heilbrigðra og hollra lífs- hátta. Byijað að skapa nýjan lífs- stíl. Ég skora á alla að svara kalli Bindindisdagsins á jákvæðan hátt og hvetja jafnframt aðstandendur sína og vini að gjöra slíkt hið sama. Höfundur er skáti og fyrrverandi skólastjóri. Fjöldi gjaldþrota- úrskurða 1992-94 betri en voru, stöðugleiki, lítil verð- bólga, lægri vextir, er enn mikið til af eldri skuldavanda hjá einstak- lingum og félögum. Einnig verða auðvitað til ný erfið mál vegna rangra ákvarðana, ábyrgða eða óheppni, eða hvers annars, sem leysa þarf úr á sem farsælastan hátt. Ég tel því að þótt seint sé í rassinn gripið sé það betra nú en ekki. Fyrir liggur hver var vilji lög- gjafans. Aldrei er gagn að ósóma. Nú þarf að setja innheimtumönnum opinberra gjalda nýjar vinnureglur. Látum lokið sláturtíð. Ef þeir miklu fiármunir sem nú fara í það að borga herkostnaðinn við að setja fólk og félög á hausinn að óþörfu væra notaðir til að leiðbeina og aðstoða fólk við að ná áttum fjár- hagslega og borga það af skuldum sínum sem mögulegt er, þá hlýtur það að vera langfarsælast fyrir alla. Gjaldþrotaúrskurðir einstaklinga frá 1.1.-30.6.1992 voru samtals 122 en eftir að nýju gjaldþrotalögin tóku gildi, frá 1. júlí - 31. des. 1992, vora þeir alls 85. Þeir voru alls 414 árið 1993 og 1994 voru gjaldþrota- úrskurðir á landinu öllu orðnir 705. Vegna lögaðilja voru úrskurðir 1. júlí - 31. des. 1992 alls 65, 1993 alls 521 og árið 1994 samtals 571. Höfundur er héraðsdómslögmadur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.