Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 33 MINNINGAR ARNAR GUÐBJÖRNSSON + Arnar Guð- björnsson fædd- ist 10. febrúar 1932 á heimili foreldra sinna í Hafnarfirði. Hann lést 15. nóv- ember síðastiiðinn í Landspítalanum. Foreldrar hans voru Guðbjörn Einars- son, bóndi í Hákoti á Alftanesi, og kona hans, Ragnhildur Dagbjört Arngríms- dóttir. Guðbjörn og Dagbjört eignuðust fimm börn. Þau voru auk Arnars: Alda, Reynir, Gróa og Anna. Guðbjörn í Há- koti lést 5. apríl 1966 og Dag- björt kona hans 7. febrúar 1991. Arnar starfaði við búskap og sá um mjólkurflutninga af Álfta- nesinu. Eftir það stofnaði hann Hákot sf., verktakafayrirtæki, ásamt Reyni bróður sínum. Hinn 19. júlí 1969 giftist Arnar Ragnhildi Nikulásdóttur frá Hafnarfirði. Þau komu sér upp heim- ili í Hákoti á Álfta- nesi. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru Guðbjörg, f. 17. des- ember 1968, sam- býlismaður hennar er Ástgeir Finnsson og barn hennar er Andri Már, heimili þeirra er í Ólafsvík; Auður, f. 22. mars 1970, sambýlismað- ur hennar er Marís GM Gilsfjörð og börn þeirra eru Arnar Leví og Kristín Birna, heimili þeirra er í Reykjavík; Nikulás, f. 30. júlí 1973, maki hans er Anna Kristín Sigvalda- dóttir og barn þeirra er Birgitta Rós, heimili þeirra er í Hafnar- firði. Sljúpsonur Arnars er Ómar Tómasson, f. 22. júní 1960, sambýliskona hans er Linda Björk Halldórsdóttir, heimili þeirra er í Hafnarfirði, börn hans eru Elísabet og Hildur Emma. Utför Arnars fer fram frá Bessastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ELSKU Arnar. Við söknum þín öll! Þetta var löng barátta og erfið fyrir þig og allt þitt fólk, en þú varst alltaf svo duglegur og góður. Þú sagðir allt- af, til að hugga okkur hin, að þetta færi að lagast og með bjartsýni þinni fékkstu okkur til að trúa því að þetta myndi lagast. Þú áttir svo margt ógert sem þú vildir gera. Elsku Arnar minn, ég þakka all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman, bæði sem börn og fullorðin. Maður gat alltaf komið og talað um allt við þig og þú varst alltaf jafn rólegur, góður og hughreyst- andi. Ekki síst vil ég þakka þér fyrir hvað þú varst börnum mínum góður, eins og besti faðir, enda hugur þeirra allra hjá þér. Eg vildi þakka með þessum fátæklegu orð- um fyrir allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég bið góðan guð að blessa þig og fjölskyldu þína alla. Elsku Ragga mín, megi guð styrkja þig og ýkkur öll í þessari miklu raun. Þín systir, Anna. Það voru þungbærar fréttir sem við fengum miðvikudaginn 15. nóv- ember um að Arnar frændi o.kkar hefði látist þá um morguninn. Margs er að minnast því Arnar var alveg einstakur maður, blíðlyndur og barn- góður og reyndist ölium vel sem kynntust honum. Fyrstu minningar okkar um Arnar eru frá því að hann bjó í Hákoti hjá ömmu, þar sem hann reyndist okkur öllum einstaklega vel og okkur þótti hann vera besti frændi sem hægt væri að eiga. Okkur er enn í fersku minni hvað við urðum glöð þegar Arnar heimsótti okkur í fyrsta sinn með Röggu sína ásamt Ómari, syni hennar. Arnar tók Ómari strax sem sínum eigin syni og við eignuðumst nýja frænda. Síðar fluttum við öll í sama húsið á Hraunkambinum og á þeim tíma sem Arnar og Ragga bjuggu á efri hæðinni áttum við þar okkar annað heimili. Alltaf var jafn gott að heimsækja þau því móttök- urnar voru aldrei af verri endanum. Ófá voru þau skiptin sem við strákarnir fengum að sitja í vörubíln- um hans Arnars þegar hann var við vinnu, heilu dagana, og ógleym- anlegar eru þær stundir þegar stopp- að var til að fá sér að borða. Margt var það sem við lærðum hjá honum. M.a. kenndi hann okkur að þekkja allar bílategundirnar og sum okkar fengu af honum ólæknandi bíladellu. Eftir að þau fluttu út á Álftanes breyttist það ekkert að heimili þeirra var jafn opið okkur sem fyrr. Okkur eru einnig minnisstæðar útilegurnar á Þingvöllum og sú mikla tilhlökkun sem þeim fylgdi. Við minnumst með hlýhug elsku- legs frænda, sem háði hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm, og er fráfall hans þungbært öllum sem hann þekktu og kynntust góð- mennsku hans. Elsku Ragga, Ómar, Guðbjörg, Auður, Nikki og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Erna, Pétur, Benedikt, Axel og Ragnhildur. 'íslensk náttúra býr yfir sjaldgæfum ferskleika sem kemur fram í afurðum hennar. íslensk ber eru Ijúffeng og rík af vítamínum sem við ættum að neyta meira af. Einn möguleikinn er: BLÁBERJABAKA Fylling: 1 lítri bláber 1 l/2dl sykur Bökudeig: 150g FLÓRU smjörlíki 41/2 - 5dl hveiti 2 msk sykur 6 möndlur m/hýði 2 msk rjómi Myljið FLÓRU smjörlíki, hveiti og sykur saman. Bætið rjómanum í og hnoðið hratt í mjúkt deig. Kælið. Þrýstið 2/3 af deiginu út í smurt bökuform og vel upp með hliðunum. Hálfbakið botninn við 200°. Takið hann þá úr ofninum og bætið bláberjunum í, stráið sykri yfir og leggið renninga úr afganginum af deiginu ofan á. Bakið áfram þar til bakan er fallega gulbrún. Gott með rjóma. nm SMJÖRLÍKISGERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.