Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 25 LISTIR Morgunblaðið/Árni Helgason LEIKARAR í Leikfélaginu Grímní sýna hvernig* lífið í sveitinni gekk fyrir sig. Nýjar bækur Skáldsaga eftir Helga Ingólfsson Leikfélagið Grímnir sýnir Svein sáluga í SDiör Stykkishólmi. Morgunblaðið. LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykk- ishólmi frumsýndi nú um daginn leikritið „Sagan um Svein sáluga í Spjör og samsveitunga hans" eftir þær Önnu Kristinu K r istjáns- dóttur og Unni Guttormsdóttur. Leikstjórí er Vigdís Jakobsdóttir. Leikendur eru 11 og þar eru nokkrir sem eru að stiga sín fyrstu spor á leiksviði. Og miðað við hve vel þeim tókst upp er Sruggt að sporin eigai eftir aið verða fleiri á sviðinu. Leikritið er ekki efnism- ikið, en hnittin tilsvör og góður leikur fær gesti til að hlæja og hafa gaman af. Þetta er 30. verkefni félagsins á tæpum 30 árum. Það er því óhætt að segja að starfsemi félags- ins hafi verið blómleg og það er vel lifandi í dag. Það er dugmikil stjórn sem stýrír nú leikfélaginu og er formaður hennar Guðmund- ur Bragi Kjartansson. Bústaðakirkja Kveðjutónleikar Lúðf a- sveitar verkalýðsins SKÁLDSAGAN Letr- að í vindinn - Þúsund kossar eftir Helga Ingólfsson er komin út. Sagan ef sjálfstætt framhald verðlauna- skáldsögu Helga, Letrað í vindinn - Samsærið, sem hlaut bókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar á síðasta ári. í þessari nýju bók leiðir höfundur les- endur sína inn í heim Rómverja á viðsjár- verðum tímum skömnmu áður en Júl- íus Cesar er myrtur. Andrúmsloft- ið er lævi blandið og gjörðir flestra í opinberu lífi stjórnast af valda- fíkn og fégræðgi. Margt stór- mennið kemur við sögu, þar á meðal Pompejus og Cíceró, auk Caesars. Skáldinu Catúllusi og vinum þeirra er fylgt í sorgum þeirra og ástum, einkum þó ást skáldsins á hinni spilltu og vergjðrnu Kládíu sem reynist örlagavaldur j lífi margra. „I sögunni Letrað í vindinn - Þúsund kossar tvinnast sam- an yfirgripsmikil þekking sagnfræð- ingsins og frásagnar- gleði höfundarins, Helga Ingólfssonar, Helgi en hann hefur um Ingólfsson nokkurt skeið kennt sagnfræði við Menntaskólann í Reykjavík," segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Letrað í vindinn er 471 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Margrét E. Laxness hannaði kápuna. Verð 3.880 kr. LUÐRASVEIT verkalýðsins held- ur árlega hausttónleika sína í Bústaðakirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru meðal annars verk eftir Tchaikov- sky, Garbriel Fauré, Frank Erick- son, Trevor L. Sharpe, Stevie Wonder, Malcolm Arnold, Atla Heimi Sveinsson og Emil Thorodd- sen að ógleymdum John Philip Sousa. Tónleikarnir eru kveðjutónleik- ar stjórnanda sveitarinnar til síð- ustu fimm ára, Malcolm Holloway. Lagaval á tónleikunum tekur mið af því og verða eingöngu flutt nokkur af þeim verkum sem best þykja hafa tekist í flutningi sveit- arinnar á síðustu fimm árum. Alls eru hljóðfæraleikarar í Lúðrasveit- inni 48 tals'ms. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en sú nýbreytni er tekin upp með þessum tónleikum að tónleikagestum gefst færi á að styrkja gott málefni í leiðinni. Að þessu sinni verður tekið við frjáls- um framlögum í hléi til styrktar aðstandendum Marínar Hafsteins- dóttur, litlu stúlkunnar sem bíður hjartaaðgerðar í Bandaríkjunum. Scedr sófar d óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - simi 564 1475 Opið mán.-fós. 13-18, lau. 11-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.