Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Stórhljómsveit Tommy Dorsey. Heimsþekkt stórhljóm- sveit með tvenna tónleika EIN þekktasta stórhljómsveit heimsins, hljómsveit Tommy Dorsey, leikur á tvennum tón- leikum á Hótel íslandi í kvöld og annað kvöld. Eftir tónleikana leikur hljómsveitin fyrir dansi. Sveitina skipa 17 hljóðfæra- leikarar og hafa sumir þeirra leikið með henni síðan hún var sem frægust fyrir nokkrum ára- tugum. Stjórnandi hennar er bás- únuleikarinn Buddy Morrow og söngvari er Walt Andrus. Gesta- söngvari verður Björgvin Hall- dórsson og mun hann syngja nokkur af þekktustu lögum Frank Sinatra. Það var einmitt NYTT ■ /w| DÁNFOSS Enn ein nýjung í sjálfvirkum ofnhitastillum. $M ELLT4 Allar aðgerðir eru fljótvirkari, tenging nemans við lokann er enn traustari og nýting á heita vatninu nákvæmari. Einnig er hægt að læsa nemanum a einfaldan hátt. NYR FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR Á ÓBREYTTU VERÐI. HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16. Reykjavík Helluhrauni 16, Hafnarfirði með hljómsveit Tommy Dorsey sem Frank Sinatra öðlaðist heimsfrægð og nokkur af þekkt- ustu lögum hans eru sungin við undirleik sveitarinnar. Blómatími stórsveitanna í Bandaríkjunum var fyrir og um miðja öldina en síðan fór að halla undan fæti. En síðan hefur vegur slíkra sveita vaxið á ný og hljóm- sveit Tommy Dorsey leikur oft á viðhafnardansleikjum i Hvita húsinu. Miði á tónleikana með þriggja rétta kvöldverði kostar 4.600 krónur en miði á tónleikana án kvöldverðar kostar 2.000 krónur. Minnihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar vegna Hagvirkis- Kletts Bæjarsjóður innheimti 16 milljóna kr. víxil FULLTRÚAR minnihlutans í bæjar- ráði Hafnarfjarðar, Magnús Gunn- arsson og Þorgils Óttar Mathiesen, Sjálfstæðisflokki, og Magnús Jón Árnason og Lúðvík Geirsson, Alþýðu- bandalagi, hafa lagt fram bókun í bæjarráði, þar sem þeir fara fram á að bæjarsjóður gangi að þeim trygg- ingum sem liggi að baki tilteknum ábyrgðarskuldbindingum vegna Hagvirkis-Kletts hf. Telja þeir að skuldbindingarnar hafi ekki verið lagðar til grundvallar þegar samkomulag var gert við þrotabú Hagvirkis- Kletts um upp- gjör vegna þriggja verksamninga. Vísa þeir á tryggingarvíxil að upp- hæð 16 millj. kr., sem Jóhann G. BergþórSson bæjarfulltrúi gaf út. í bókuninni segir að 1992 og 1993 hafi bæjarsjóður gengist í ábyrgðir á víxlum vegna Hagvirkis-Kletts fyr- ir 43 millj. króna. Hafi bæjarsjóður leyst til sín 41 milljón Vegna van- skila fyrirtækisins. Baktryggingar voru teknar í framtíðartekjum fyrir- tækisins vegna tiltekinna verka og að auki í fyrrgreindum tryggingar- víxli sem samþykktur var til greiðslu af Hagvirki-Kletti. Bæjarfulltrúarnir fjórir telja eðlilegt að reynt verði að innheimta víxilinn. Hafnarfjarðar- Hlutverk ríkis í ferðaþjónustu FÉLAG háskólamenntaðra ferða- málafræðinga heldur málþing föstudaginn 1. desember nk. Mál- þingið verður haldið á Grand Hót- el í Reykjavík undir yfirskriftinni: Á ríkið sér hlutverk í ferðaþjón- ustu? Framsögumenn verða: Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvenna- listans og fyrrverandi formaður Ferðamálaráðs íslands, Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæð- isflokks og varaformaður Ferða- málaráðs Islands og Erla Sigurð- ardóttir, ferðamálafræðingur. Auk framsögumanna munu Paul Richardsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda , Sigríður G. Þórarinsdóttir, ferðamálafræð- ingur og Magnús Oddsson, ferða- málastjóri, taka þátt í pallborðs- umræðum. Málþingið verður sett kl. 14 og stendur til kl. 18. bær gerði samkomulag við þrotabú Hagvirkis-Kletts í nóvember 1994 um uppgjör vegna þriggja verkefna sem var staðfest í bæjarráði 17. nóv- ember sama ár. Þar var sérstaklega tekið fram að hvorugur aðili geri frekari kröfur á hinn vegna þessara verkefna. Bókun bæjarfulltrúanna í bæjar- ráði var lögð fram vegna fyrirspurna sem skoðunarmenn reikninga bæjar- sjóðs sendu 7. nóvember sl. til bæjar- ráðs sem lúta að uppgjörinu milli Hafnarfjarðarbæjar og Hagvirkis- Kletts. M.a. er spurt hvort beri að líta svo á að allar kröfugerðir á Hagvirki-Klett séu fallnar brott með samþykktinni frá í nóvember 1994. í bókuninni segir: „í ábyrgðar- skuldbindingunum er ekkert sem segir að þar sé um að ræða fyrirfram- greiðslu vegna tiltekinna verka og þegar litið er til þeirra gagna sem liggja að baki samkomulagi um verk- lok er augljóst að umræddar ábyrgð- ir falla ekki undir það samkomulag." Benda þeir m.a. á að umræddur víx- ill sem sé til tryggingar á ábyrgðinni sé einungis áritaður sem tryggingar- víxill og beri ekki með sér að hann sé til tryggingar fyrirframgreiðslu vegna verksamninga. Vinnuhópur um samskiptareglur á vinnumarkaði skilar áfangaskýrslu Tími til samningavið- ræðna verði afmarkaður ÆSKILEGT er að afmarka þann tíma sem ætlaður er til viðræðna um gerð nýrra kjarasamninga og keppi- keflið ætti að vera að nýr kjarasamn- ingur liggi fyrir þegar gildistíma eldri kjarasamnings lýkur. Til að ná þess- um markmiðum er æskilegt að gerð sé séstök skrifleg viðræðuáætlun með tímasetningum um viðræður og hún nái til allra aðila á vinnumark- aði, hvort sem um sé að ræða al- menna launamarkaðinn eða opinbera starfsmenn og hvort sem um er að ræða aðila sem eiga aðild að einhveij- um heildarsamtökum eða ekki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í áfangaskýrslu vinnuhóps sem félagsmálaráðherra skipaði til að fjalla um samskiptareglur á vinnu- markaði, en skýrslan er dagsett 22. nóvember. í viðræðuhópnum áttu sæti fulltrúar heildarsamtaka á ís- lenskum vinnumarkaði, bæði úr röð- um launþega og vinnuveitenda, og frá opinberum starfsmönnum og rík- isvaldinu. Fram kemur að ekki sé um endanlegar niðurstöður að ræða heldur vilji vinnuhópurinn kynna ráð- herra umfjöllun hópsins til þessa, en stefnt sé að því að kynna niðurstöður skýrslunnar á vettvangi þeirra sam- taka sem að málinu komi. í vinnuhópi sem félagsmálaráðherra fól að fjalla um samskiptareglur á vinnumarkaði áttu sæti fulltrúar launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds. Hjálmar Jónsson kynnti sér áfangaskýrsluna. Samningaviðræður einstakra hópa dragist ekki í skýrslunni segir að eðlilegt sé að samræma eftir föngum reglur sem gildi hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinnumarkaði um samningsrétt. Ætla megi að fjöldi stéttarfélaga með formlegan samn- ingsrétt sé nokkuð á fjórða hundrað, en vinnuhópurinn telji ekki koma til álita að hlutast til um skipulag sam- taka á vinnumarkaði. Jafnframt er viðurkennt að þessi mikli fjöldi við- semjenda geti gert samningaviðræð- ur margþættar og langvinnar. Telur hópurinn það kappsmál að „kjaravið- ræður allra stétta og starfshópa fari að mestu fram samtímis, bæði til þess að tryggja öllum aðild að við- ræðum og stefnumótun og eins til þess að stuðla að því að kjaraviðræð- ur einstakra hópa dragist ekki úr hömlu." Fram kemur að markmið fyrr- greindrar viðræðuáætlunar sé „að skapa samfelldan ramma um allar kjaraviðræður, hvort heldur þar komi að samtök á opinberum markaði eða einkamarkaði, innan eða utan heild- arsamtaka. Einnig að setja því tíma- mörk hvenær stefnt er að lokum kja- rasamninga hveiju sinni svo að samningaviðræður einstakra hópa dragist ekki langt fram eftir því samningstímabili sem í hönd fer. Viðræðuáætlun hlýtur því að vera formleg og staðfest og gefin út með þeim hætti að hún taki til allra samn- ingsaðila sem vilja endurnýja kjara- samning hveiju sinni og eiga rétt á að beita vinnustöðvunum til að knýja gagnaðila til samninga." Vinnuhópurinn telur æskilegt að auka þátt ríkissáttasemjara í samn- ingaviðræðum áður en til átaka kem- ur og telur óhjákvæmilegt og raunar eðlilegt til að auðvelda gerð við- ræðuáætlunar „að ætla heildársam- tökum á vinnumarkaði í samráði við aðildarfélög sín frumkvæðis- og for- ystuhlutverk í þessu efni þannig að þeim beri að semja viðræðuáætlun og kynna hana sáttasemjara. Sátta- semjari kynni síðan tillögu samtak- anna og efni hennar fyrir öðrum þeim sem telja sig málið varða, taki afstöðu til athugasemda oggefi síðan að höfðu samráði við heildarsamtök- in út viðræðuáætlun fyrir þær við- ræður sem í hönd fara til undirbún- ings að endurnýjun þágildandi kjara- samninga.“ Gert er ráð fyrir að í síðasta lagi tveimur mánuðum fyrir lok samn- ingstímabils gefi ríkissáttasemjari út viðræðuáætlun í samráði við heild- arsamtökin. Þar komi fram hvenær samningsaðilar tilkynna gagnaðila hver fari með samningsumboð fyrir þá í komandi viðræðum og hvenær meginmarkmið samningsaðila eru kynnt. Einnig hvenær óskir um breytingar á einstökum samningsá- kvæðum komi fram, hvenær samn- ingum skuli lokið og hvenær vinnu- deila er tekin til meðferðar hjá ríkis- sáttasemjara. Svigrúm smærri hópa skert í skýrslunni er síðan fjallað um við hvaða aðstæður ríkissáttasemjan getur lagt fram miðlunartillögu tií lausnar kjaradeilu og á það bent að í Danmörku sé löng hefð fyrir því að tengja saman réttaráhrif við- ræðuáætlunar og formlegra afskipta ríkissáttasemjara. Sáttasemjari geti séð til þess að allir hópar sem téngst hafi kjaradeilu taki sameiginlega af- stöðu til þeirrar niðurstöðu sem fæst í samningaviðræðum. Þannig hafi verið algengast að ríkissáttasemjari hafi lagt fram eina allsheijartillögu til lausnar öllum yfirstandandi kjara- deilum þar. Þessi aðferð byggist „á þeirri afstöðu að æskilegt sé að ljúka kjaradeilum samtímis og þannig að allir hópar taki samtímis sameigin- lega afstöðu til mála. Gagnrýnendur benda á að með þessu móti sé svig- rúm smærri hópa til þess að knýja fram aðra niðurstöðu en almennt gerist mjög skert, en meðmælendur benda einmitt á það sem rök fyrir þessu fyrirkomulagi.“ Þá kemur fram að vinnuhópurinn hafí ekki tekið afstöðu til þess hvort svo rúmar heimildir til hánda sátta- semjara séu æskilegar við íslenskar aðstæður, en í öllu falli verði að vera tryggt að áður en sáttasemjari felli hópa undir sameiginlega miðlunartil- lögu „verði að vera tryggt að þeir hafi fengið tækifæri til viðræðna við sína viðsemjendur og jafnframt átt þess kost að þrýsta á um kröfur sín- ar með vinnustöðvun". Síðar kemur fram að lögð er sér- stök áhersla á að hugmyndir um sameignlega tillögu eða afgreiðslu samninga geti verið leið til að stuðla að því að samningar séu sem mest gerðir samtímis svo langvinnur óró- leiki á vinnumarkaði skaði ekki lang- tímahagsmuni samningsaðila. Ríkis- sáttasemjari geti lagt fram sameigin- lega miðlunartillögu þar sem sameig- inlegt atkvæðamagn ráði úrslitum um hvort hún er samþykkt eða ekki sé eftirtöldum skilyrðum fullnægt: að viðræðum samkvæmt áætlun sé lokið án samninga, að samningsaðil- um hafi gefist kostu á að þrýsta á um kröfur sínar, að sáttasemjari telji að sameiginleg.miðlunartillaga sé til þess fallin að leiða til friðsamlegrar lausnar, að efnislegar viðræður hafi átt sér stað um framlagðar kröfur og að aðilum gefist kostur á athuga- semdum eftir að sáttasemjari hefur kynnt þá fyrirætlan sína að leggja fram miðlunartiilögu. Að lokum kemur fram að hópurinn telji ekki eðlilegt að takmarka verk- fallsrétt en eðlilegt sé að skilyrði fyrir beitingu hans séu ákveðnar reglur um málsmeðferð. Telur hópur- inn að sterk rök þurfi ef lögbinda ætti efnisleg takmörk við rétti stétt- arfélags til að fylgja eftir lögmætum kröfum í vinnudeilum. Vinnuhópinn skipuðu: Benedikt Davíðsson og Bryndís Hlöðversdóttir fyrir hönd ASÍ, Ögmundur Jónasson fyrir BSRB, Birgir Guðjónsson fyrir hönd fjármálaráðuneytisins, Arni Benediktsson fyrir hönd Vinnumála- sambandsins og Þórarinn V. Þórar- insson fyrir hönd VSÍ. Gylfi Kristins- son, deildarstjóri í félagsmálaráðu- neyti, var formaður vinnuhópsins. i l i i l i I i í : l i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.