Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 37 MINNINGAR ! i i fl árið 1969 en honum kynntist ég aldrei nema í gegnum hlý orð ömmu í hans garð. Hún bjó því ein á Vest- urgötunni frá því að pabbi flutti að heiman fyrir 24 árum og þar til fyrir þremur vikum fyrir andlát sitt er hún lagðist inn á Landspítalann. Hún hélt reisn sinni og dugnaði allan tímann og hugsaði um heim- ili sitt sjálf að öllu leyti en fékk þó heimilishjálp fyrir nokkrum árum. Okkur fjölskylduna langar sérstak- lega að þakka Elínborgu fyrir hug- ulsemi hennar við ömrtiu. Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustundinni. Ég veit að þú varst tilbúin til fararinnar fyrir all- löngu en ég hefði svo gjarnan viljað hafa þig lengur á meðal okkar. Mig tekur það svo sárt að hafa ekki getað verið hjá þér þegar þú fórst á spítalann og haldið í hönd þína þar til yfir lauk en þótt ég væri í fjarlægu landi þá var hugUr minn ávallt hjá þér, amma mín. Nú er ég komin til að kveðja þig og fylgja þér á leiðarenda. Ég veit að nú líð- ur þér vel og þú vakir yfir mér. Þín Drðfn. Elsku amma mín. Þó að ég gerði mér alveg grein fyrir að sennilega sæjumst við ekki aftur, þá þykir mér sárt að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn. Lík- lega verð ég þó að viðurkenna að sennilega er gamall draumur okkar beggja að rætast, því báðar fórum við í langt ferðalag þótt þau séu á hvort sinn hátt. Fleira höfum við átt saman eins og nöfnin okkar, sem eru þó ekki alveg eins, þar sem þér fannst ekki við hæfi að gefa ungu barni nafnið Vilhelmína. Sigríðar- nafnið geymdum við báðar fyrir. okkur sjálfar. Fyrsta minningin um þig er þeg- ar ég sat í eldhúsinu hjá þér á Ránargötunni og fylgdist með þér taka til hádegismatinn. Ég held að ég hafi ekki verið há í loftinu þegar ég fór að sækja til þín, þó að þetta hafi verið svolítil hættuför að mínu mati. Yfir tvær götur að fara. Spennandi fannst okkur Jóni Inga bróður og mér að fá að taka þátt í því þegar þið afi og Venni fluttuð á Vesturgötuna og við fengum að sitja í búslóðinni á vörubílnum hans Bensa. Ekki nóg með það, heldur var nýja húsið með lyftu! Þegar við fluttum úr vesturbæn- um tognaði á tengslunum, en alla tíð hefur mér þótt ljúft að sitja í eldhúsinu þínu og hlusta á þig segja frá. Frá því fyrsta hefur mér þótt merkilegt að þú fæddist aldamóta- árið því að þá var svo auðvelt að reikna út hversu gömul þú værir. Eins að þú stundaðir nám við Mið- bæjarskólann, sem mig óraði ekki fyrir að væri orðinn svo gamall. Þú þekktir þar af leiðandi gömlu Reykjavík og fræddir mig um nöfn bæja, húsa, túna og stíga sem síðar urðu að þeirri byggð vesturbæjar- ins. Síðar komu sögur um það þeg- ar þið afi kynntust á Álafossi þegar þú varst að vinna þar og hann að byggja verksmiðjuhús. Flateyrarár- in komu næst og fengu heldur bet- ur líf þegar lifandi frásagnir föður míns bættust við. Þegar ég fór að búa kom um- hyggjan frá þér í ljós. Alltaf voru að koma ýmsar óvæntar gjafir sem komu að góðu gagni, ýmist fyrir heimilið eða börnin. Árin færðust yfir og einhvern veginn fannst mér að þú værir orð- in svo fullorðin að það hlyti að . bætast eitt ár við enn. Síðast í sum- ar tókstu svo á móti gestum á 95 ára afmælinu þínu og ennþá búsett á Vesturgötunni og það ein. Þú hefur alla tíð haft ákveðnar skoðanir á lífinu og sterkan vilja. Þetta held ég að gagnist okkur að skilja að sá sem veit hvað hann vill, fær það sem hann vill. Guð gefi þér góða heimkomu. Vildís og fjölskylda. AÐALHEIÐURINGI- BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR + Aðalheiður lngibjörg Ólafs- dóttir var fædd að Butru i Fljótshlíð 22. september 1914. Hún lést í Landspit- alanum sunnudag- inn 19. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólbf Halldórsdóttir og Ólafur Einars- son frá Butru í Fljótshlíð. Alsystk- ini Aðalheiðar voru: Jóhanna, f. 19. júlí 1908; Hall- dór, f. 29. október 1909, d. 13. desember 1925; Margrét, f. 7. mars 1911; Óskar, f. 26. mars 1913, d. 21. maí 1995. Hálfbróð- ir hennar var Ólafur Konráð Sveinsson, f. 18. júlí 1920, d. 9. mars 1988. Árið 1935 giftist Aðalheiður Sigurði O.E. Waage frá Litla-Kroppi i Borgarfirði, • Fleirí minningargreinar um Vilhelmínu Sigríði Kristjánsdótt- ur bíða birtingar ogmunu birtast i blaðinu næstu daga. ELSKU mamma mín, með söknuði og trega kveð ég þig í hinsta sinn, en minningarnar munu lifa. Það var svo gaman og fræðandi að hlusta á þig tala um gömlu dagana. Þegar mamma þín fór með þig unga telpu út í Flóa eftir lát pabba þíns, en að ári liðnu fórst þú aftur austur í Fljótshlíð og varst hjá vandalausum þangað til þú varst sjö ára gömul, en fórst þá til Vestmannaeyja. Þangað hafði mamma þín flust áð- ur. Þú áttir heima þar til 14 ára aldurs og eru margar minningar, þaðan bæði við leik og störf. Það var mér oft undrunarefni hvað þú mundir þessi ár í Eyjum vel. Svo liðu árin og oft hefur verið erfitt hjá þér, en þú varst svo já- kvæð og raunsæ og sást alltaf björtu hliðarnar á öllum málum. Alltaf gast þú hlustað á mig sem barn, ungling og fulltíða konu. Þú hafðir alltaf áhuga á því sem ég sagði og lagðir gott til málanna. Ég þakka þér fyrir dætur mínar sem þú varðst svo góð amma og alla hjálpina með öllu Möggu litlu sem hvílir við hliðina á þér í Fossvogs- kirkjugarði. Alltaf geymi ég minn- ingarnar sem við áttum saman þann tíma sem hún lifði. Elsku mamma mín, það er svo margt sem ég hef að þakka þér, en ég mun geyma það í hjarta mínu. Hvíl þú í friði. Þín dóttir, Elín Hafdís. Kæra Alla mín, þar sem þessari lífsgöngu þinni er lokið er mér bæði ljúft og skylt að þakka þér fyrir öll þau ár sem við áttum sam- an. Kynni okkar hófust þegar þú bjóst á Kirkjuhvoli á Eyrarbakka og ég var að draga mig eftir Ólöfu dóttur þinni sem nú er eiginkona mín. Ég var satt að segja dálítið kvíð- inn að hitta þig fyrsta sinni, en sá kvíði hvarf skjótt, því þú lést mig finna eins og ég væri heima hjá mér. Það hjálpaði til að þú þekktir vel til ( Eyjum frá þeim árum sem þú áttir heima þar sem barn með móður þinni og systkinum. Við vorum því ekki í vandræðum með umræðuefni og átti ég fullt í fangi með að standa fyrir svörum. Ég fann strax hve Eyjarnar áttu mikil ítök í þér og hve minnug þú varst um menn og málefni Eyj- anna. Seinna þegar við dóttir þín hófum búskap varstu dugleg að heimsækja okkur og taldir ekki eft- ir þér erfiðar sjóferðir til að geta verið hjá okkur nokkra daga. Ógleymanlegar voru móttökur þínar þegar við urðum að flýja heimili okkar vegna eldgossins 1973 og þar var ekki í kot vísað, þótt stór væri hópurinn því foreldr- ar mínir voru einnig með í för. Á heimili þínu fengum við síðan að vera það sem eftir lifði vetrar og þar til úr rættist hjá okkur. f. 14. júlí 1907, d. 7. mars 1942. Börn þeirra eru Ólöf Dóra, f. 2. febrúar 1935, og Eggert Stefán, f. 8. septem- ber 1936. Árið 1943 hóf Aðalheiður sambúð með Agli Þorsteinssyni, f. 1. ágúst 1921, d. 15. júlí 1964. Þeirra börn eru Sigurður Óskar, f. 15. september 1945; Þóra, f. 17. mai 1948; og Elín Haf- dís, f. 16. janúar 1951. Árið 1971 giftist Aðalheiður eftiriif- andi eiginmanni sínum, Böðvari Kristjánssyni frá Butru i Fljóts- hlið, og bjuggu þau í Þorláks- höfn allan sinn búskap. Aðalheiður verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. Það er því margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg, elsku Alla mín, og þær minningar lifa, þó þú sért horfin sjónum okkar. Börnum þínum og Böðvari eigin- manni þínum votta ég innilega sam- úð, því þeirra missir er stór. Far þú í friði. Sveinn Tómasson. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er ¦ það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum, oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Kær og góð vinkona, Aðalheiður Ólafsdóttir, er látin. Ofangreind orð ljóðskáldsins Einars Benediktsson- ar komii í huga minn, þar sem mér fannst þau lýsa vel lífsviðhorfi hennar. Hún sá ævinlega birtuna á bak við sortann, brosið hennar var vermandi, glatt og gott. Ekki var það vegna þess að hún hefði ekki reynslu af því hvað lífið getur á stundum verið erfitt og miskunnar- laust. Hún átti á bak að sjá tveim- ur mönnum sínum. Með þeim eign- aðist hún fimm börn, tvo syni og þrjár dætur, svo henni var mikið gefið af Guði. Hún brást heldur ekki hlutverki sínu* hún var mikil móðir og unni börnum sínum heitt. Börn hennar og tengdabörn reynd- ust henni elskuleg og góð, frænd- garðurinn var orðinn stór sem elsk- aði og virti góða og mikilhæfa konu. Sérstaklega var samband og um- hyggja dætra hennar náin og góð og mat hún það mikils. Kynni okkar hófust ekki fyrr en hún flutti til Þorlákshafnar og gift- ist eftirlifandi eiginmanni sínum, Böðvari Kristjánssyni, valmenni sem reyndist henni svo óendanlega vel. Þeim leið vel saman. Hjá þeim réð ríkjum velyild og góðhugur til allra manna. í slíku andrúmslofti líður öllum vel. Svo var það með mig. Það leið varla svo dagur að kvöldi að ég hefði ekki samband við þau hjón og ef ekki var gest- kvæmt sátum við saman í stofunni hennar og saumuðum út myndir eða dúka, völdum liti hvor með ann- arri. Hún Alla var listræn í besta lagi. Svo var farið með Ijóð og rifj- aðar upp hálfgleymdar sogur. Allt var þetta gamait eins og við sjálf- ar. Við nefndum þessar samveru- stundir okkar í gamni og alvöru „stundirnar okkar". Ef einhver hefði spurt frétta af þessum fundum hefði orðið fátt um svör. Þetta voru ekki þannig fundir. Skaphöfn Aðalheiðar var létt og góð. Var því gott að blanda geði við hana. Því er mér nú efst í huga þakklæti þegar ég kveð hana með söknuði og þökk fyrir allt sem við áttum saman, nágrennið við þau hjón og vináttuna sem aldrei féll skuggi á um meira en tuttugu ára skeið. Að leiðarlokum biðjum við hjónin Guð að styrkja og blessa aldraðan eiginmann, börn hennar og fjölskyldur þeirra, svo og ástvini alla. Blessuð sé minning hinnar mætu heiðurskonu. Ragnheiður Ólafsdóttir. Ein af hvunndagshetjum.þessa lands er fallin frá. Alltaf kemur dauðinn okkur á óvart, jafnvel þótt aldnir eigi í hlut. „Það er svo margs og mikils að sakna ef minninga er farið um lönd. Æskustundir í vitund vakna þá vorinu gekkstu á hönd. Þreytt og aldin frá þrautum liðin, þetta er gangur lífs, nú hefur þú öðlast eilífa friðinn frá erfjði jarðarkifs." Hér er okkur horfin mikil heið- urskona, dugnaðarkona, sem tók alltaf lífinu með öllum þess áföllum eins og það kom fyrir, hún tókst á við erfiðleikana og datt aldrei í hug að leggja árar í bát. Og erfiðleikarnir voru vissulega margir, en sólskinsstundir voru líka margar og sannariega vel notaðar. Aðalheiður var sterkur og heil- steyptur persónuleiki, hún var alltaf sá klettur, sem börn hennar, tengdabörn og barnabörn gátu byggt á, ef vanda bar að höndum. Amma i Þolló og Böðvar afi, það voru nöfn sem ég fékk oft að heyra á liðnum árum, og ekkert undar- legt, því barnabörnin hennar Aðal- heiðar voru jafnframt barnabörnin mín. Hún amma í Þolló kunni svo mik- ið af ljóðum og vísum og söng við börnin, og hún sagði þeim svo skemmtilegar sögur og svo var hún svo flink að teikna alls konar myndir. Mig langar persónulega að færa Aðalheiði sérstakar þakkir fyrir það sem hún var syni mínum, bæði fyrr og síðar, hann var alltaf eins og eitt barnið hennar, þótt vegir hans og Elínar dóttur hennar skildu. Aðalheiður var ekki dómhörð á menn eða málefni og ég veit þess mörg dæmi að þeir sem á einhvern hátt áttu erfitt uppdráttar í lífinu áttu skjól hjá henni. Hún reyndi alltaf að bæta hvað hún gat og hennar glaða og góða lund hjálpaði þar mikið til. Aðalheiður var þeirrar gerðar að öllum leið vel í návist hennar. Alltaf var jafngaman að heim- sækja Öllu og Böðvar í Þorlákshöfn og þótt sjúkleiki ykist með árum, hélt hún alltaf reisn sinni og kímni- gáfu fram til hins síðasta. Við hjónin erum þakklát fyrir að hafa fengið að umgangast Aðal- heiði og Böðvar um árabil. Sérstök ánægja var mér að því að sjá hve samstiga þau voru og hvað þau sýndu hvort öðru mikla væntum- þykju og virðingu. Böðvar minn, þú hefur mikið misst, guð gefi þér styrk til að bera söknuðinn. Við óskum Aðalheiði góðrar ferð- ar inn á fyrirheitna landið með þökk fyrir allt. Aðstandendum vottum yið inni- lega samúð. Ragna S. Gunnarsdóttir. Elsku amma, nú kveðjum við þig að sinni. Við vorum oft hjá ykkur afa í Þolló og vorum ekki gamlar þegar við sátum í fangi þér og þú söngst fyrir okkur og kenndir okkur kvæði og margt höfum við lært af -» þér. Það er svo stutt síðan við sátum hjá þér í Þolló og þú varst að rifja upp með okkur að við hefðum alltaf beðið þig að fara með álfakónginn og móðurást þegar við vorum úti að keyra. Amma, þú varst mikil kjarna- kona og við kveðjum þig með sorg og trega. Þínar dótturdætur, Ragna, Aðalheiður og Þórunn. Það er einungis tæp vika síðan ég sá ömmu síðast og þá var hún mjög veik. Ég tók í höndina á henni en ég vissi ekki hvort hún skynjaði ' að ég væri þarna hjá henni því hún svaf. Upp úr þessum svefni vaknaði hún ekki í þessum heimi, kannski öðrum, hver veit? Nú er hún amma dáin. Það er sárt að hugsa til þess að sjá hana ekki aftur í þessu lífi en þetta er víst hringrás lífsins, maður fæðist, lifir og deyr. Hlut- verki ömmu var lokið hér, ég verð víst að sætta mig við það. Hún amma mín var mér alltaf góð og minnist ég sérstaklega und- anfarinna ára því þá fór ég oft til" hennar að læra fyrir próf og ritgerð- ir. Síðast var það fyrir einum og hálfum mánuði. Hún hafði alltaf tilbúið skrifborð fyrir mig sem sam- anstóð af músarspjaldinu góða og kommóðunni hennar Tótu gömlu. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa því andrúmsloftið var alltaf svo rólegt og afslappað, aldr- ei neitt stress á þeim bæ. Það verð- ur hálf tómlegt í kotinu, nú þegar amma er farin og ég er viss um að hann afi samsinnir því. Mig dreymdi í nótt að ég væri í Þorláks- höfn. Eg var heima hjá þeim en engin amma kom að taka á móti mér með faðmlagi og kossum. Það var skrýtin og óþægileg tilfinning:* Elsku afi, ég votta þér mína dýpstu samúð og, elsku amma mín, þakka þér fyrir allar samverustund- irnar, ég mun alltaf minnast þeirra. Þín nafna, Aðalheiður (Heiða). t Frændi okkar, ÞÓRÐUR KRISTINN JÓNSSON, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, áour Kirkjuvegi 8, Selfossi, verður jarðsunginn frá Hábæjarkirkju, Þykkvabæ, laugardaginn 25. nóvember kl. 14.00. Vandamenn. + Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓIMA M AGNÚSDÓTTIR, Borgarheiði 14, Hveragerði, er lést 19. nóvember, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 10.30. María Anna Óladóttir, Hjalti Jóhannesson, Sígurbjörn Ólason, Guðmunda Einarsdóttir, Magnús Einarsson, Gyða Siggeirsdóttir, Jóna Sigriður Gestsdóttir, Árni Rúnar Baldursson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.