Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fjármálaráðherra telur að meðal- hækkun ASÍ-félaga sé meiri en 7% ASI ofmetur mun á samningunum FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segist telja að, þegar tekið er tillit til samninga sem gerðir voru á almennum markaði eftir kja- rasamningana 21. febrúar, sé mun- urinn á samningum á almennum markaði og samningum ríkisíns við opinbera starfsmenn ekki eins mik- ill og forystumenn Alþýðusambands íslands halda fram. Hann segist eiga von á að nýtt mat Þjóðhags- stofnunar á samningum á almenn- um markaði staðfesti þetta. Þjóðhagsstofnun lagði í mars mat á samninga ASÍ og vinnuveitenda, sem gerðir voru í febrúar í fyrravet- ur. Niðurstaða stofnunarinnar var að samningarnir hefðu falið í sér 7% hækkun á samningstímabilinu öllu. Fjármálaráðherra hefur óskað eftir að Þjóðhagsstofnun endurmeti samninga sem gerðir hafa verið á almennum markaði og taki þá tillit til samninga sem gerðir voru síðar á árinu. Háir samningar í álverinu „Niðurstaða Þjóðhagsstofnunar varðandi kjarasamninga ríkisins við opinbera starfsmenn kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda byggist hún á tölum fjármálaráðuneytisins og er í öllum aðalatriðum í samræmi við þær eins og kemur fram í mat- inu. Það er ljóst að samningar við opinbera starfsmenn og á almenn- um vinnumarkaði eru mjög mis- munandi. Sumir þeirra samninga sem gerðir voru eftir að heildar- samninganir lágu fyrir hafa gefið meiri launahækkanir heldur en fyrstu samningarnir eins og stund- um vill verða. Við bíðum núna eftir mati Þjóðhagsstofnunar á niður- stöðu samninga á almennum vinnu- markaði, en það hafa verið gerðir fjöldamargir samningar eftir að Þjóðhagsstofnun lagði mat á það í mars sl. Ég á von á því að ný úttekt Þjóð- hagsstofnunar leiði í ljós að niður- staða samninga á almennum mark- aði leidd til meiri hækkana en samn- ingar sem gerðir voru í febrúar. Síðan þeir voru gerðir hafa verið gerðir fjölmargir samningar, sem hafa í grundvallaratriðum verið byggðir á febrúarsamningunum, en vikið þó í nokkrum atriðum frá þeim. Þar get ég nefnt samninga eins og samningana í álverinu, samninga við flugfreyjur og flug- menn og fleiri." Eðlilegar skýringar Fjármálaráðherra hefur verið sakaður um að hafa, með samning- um við opinbera starfsmenn, brotið upp þá launastefnu sem mótuð var í febrúar. Friðrik sagðist kannast við þessa ásökun, en hún væri ekki sanngjörn. Eðlilegar skýringar væru á þeim frávikum sem væru að fínna í samningum opinberra starfsmanna frá febrúarsamning- unum. „Menn verða að hafa í huga að þeir samningar sem víkja mest frá almennu stefnunni eru samningar sem gerðir eru eftir hörð langvar- andi átök og margra vikna verkföll við starfsfólk á sjúkrahúsum annars vegar og kennara hins vegar. Það gerist eðlilega að fólk sem starfar í sambærilegum störfum fær að einhverju marki hækkanir til sam- ræmis við þessa hópa." Friðrik sagði að til viðbótar hefði ríkið verið að gera nýja samninga við starfsmenn sem áður hefðu starfað eftir mörgum ólíkum samn- ingum. Þarna hefði samninganefnd ríkisins verði að leitast við að sam- ræma kjör manna sem vinna sömu störf. Til þess að koma þessum samningum á hefði ríkið þurft að kaupa réttindi af nokkrum hópi manna gegn því að hækka kaup- taxta. Búðaráp BRÁÐUM koma blessuð jólin. Að minnsta kosti er víst að margir fullorðnir eru farnir að líta í kring- um sig eftir einhverju heppilegu til jólagjafa. Hinir smærri láta sig fremur dreyma um innihaldið eða ætli hnátan á myndinni sé kannski að hugsa um hvað fari brúðunni sinni bestþegar jólahátíðin gengur loksins garð. ----------? ? ?--------- Samtök „kaldra" sveitarfélaga UNDIRBÚNINGSFUNDUR samtaka sveitarfélaga sem ekki hafa aðgang að jarðhita til húshitunar, var haldinn í gærkvöldi á Hótel Sögu. Á fundinum átti að skrá þau sveit- arfélög sem óska eftir að gerast aðil- ar að samtökunum og kjósa undirbún- ingsnefnd undir formlega stofnun. í fréttatilkynningu segir: „Markmið samtakanna er að beita sér fyrir jöfn- un orkuverðs til húshitunar og ákveð- inni hagsmunagæslu fyrir íbúa á hin- um „köldu svæðum"." Morgunblaðið/RAX Þorfinnur Ómarsson á fréttastofuna Bogi Ágústsson mælti með Loga Bergmann ÞORFINNUR Omarsson hefur verið fastráðinn fréttamaður á fréttastofu Sjónvarpsins. Bogi Ágústsson, fréttastjóri, hafði mælt með Loga Bergmanni Eiðssyni í starfið. Bogi mælti í greinar- gerð til útvarpsráðs með því að Logi Bergmann yrði ráðinn í starf- ið. Logi fékk hins vegar ekkert atkvæði þegar útvarpsráð fjallaði um ráðninguna á fundi sínum í síðustu viku. Sjö sitja í útvarps- ráði og greiddu fjórir Þorfinni at- kvæði sitt. Björg Björnsdóttir fékk tvö atkvæði og Þröstur Emilsson eitt. Þorfinnur hefur þegar verið ráðinn. „Kýs að taka ekki mark á útvarpsráði" Þegar rætt var við Loga lagði hann áherslu á að Þorfinnur væri mjög hæfur starfsmaður. „Hins vegar finnst mér mjög undarlegt að meðmæli fréttastjóra skuli ekki duga í eitt einasta atkvæði. Eg kýs að taka ekki mark á útvarps- ráði því ég lít svo á að fréttastjóri og þeir deildarstjórar sem mælt hafa með mér þekki störf mín betur. Á meðan þeir treysta mér held ég áfram," sagði Logi í sam- tali við Morgunblaðið. „Það er vont en það venst" Logi varð fyrir svipaðri reynslu þegár mælt var með honum í starf íþróttafréttamanns fyrir tæpum fimm árum. Hann sagði aðeins „Það er vont en það venst," þegar það var rifjað upp. TONLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Maurice Ravel: Le Tombeau de Couperin. Joseph Haydn: Sinfónía nr. 96. Ludwig van Beethoven: Píanókonsert nr. 5 í Es-dúr Op. 73. Frederick Moyer, píanó; Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Keri-Lynn Wilson. AÐSÓKNARAGN sinfóníutón- leikanna í Háskólabíói í gær var ekki 96. sinfónía Haydns. Það var tæplega heldur Le Tombeau de Couperin eftir Ravel, það sjald- heyrða verk hér um slóðir. Beet- hoven? Hugsanlega. Beethoven trekkir alltaf vel, og eftir kvik- myndina með Gary Oldman er Beethoven í meira uppáhaldi en nokkru sinni. En aðal ástæðan fyrir góðri að- sókn, þrátt fyrir norðanhvellinn, var án efa að á stjórnpalli stóð ung kona, Keri-Lynn Wilson frá Kanada, og m.a.s. sögð af íslenzk- um ættum. Og, mikið rétt, líta mátti óvenju margt ungra fljóða í sal kvikmyndahússins vestur á Melum. Annars eru konur á stjórnpalli ekki sú sensasjon sem þær voru fyrir aldarfjórðungi. Það er farið að fjúka í það skjól karlmennsk- unnar líka. Hin hávaxna, snagg- aralega Keri-Lynn kom fyrir sem blátt áfram, beinskiptinn og útúr- dúralaus stjórnandi og mátti skynja að hljómsveitin legði sig betur fram en oft vill verða undir KVENSKORUNGUR sprota gestastjórnanda. 96. sinfónía Haydns tiiheyrir fyrra Lundúnasettinu frá 1791- 92, frá því er brezki umboðsmað- urinn Salomon bauð Haydn að halda tónleikaröð í London (Mozart stóð til boða að koma með, en átti ekki heimangengt). Fyrstu 6 sinfó- níurnar, sem kenndar eru við höf- uðborg Engla, marka hápunkt í hljómsveitarverkasköpun Haydns. Sinfóníuhljómsveitin lék D-dúr sin- fóníuna agað og nettilega í nokkru hraðari tempóum en maður á að venjast, en ekki út fyrir mörk trú- verðugleikans. Stjórnandinn mót- aði vel og skýrt, þó að stöku sinn-- um hefði mátt vænta meiri hryn-. þunga, t.d. í hinum Lándler- kennda menúett. Ravel þykir einn mesti orkestri (vonandi er slettan brúkleg; ekki er hljómsveitarbúningsfærandi skárra) 20. aldar. Samt hóf hann feril sinn sem píanókompónisti og hafði sem slíkur meiri áhrif á De- bussy en Debussy á hann, en báð- ir sóttu þeir hins vegar fágun ein- faldleikans í smiðju háðfuglsins Eriks Satie. Síðar meir bætti Rav- el oft nýjum safa í eldri píanóverk sín um leið og hann þurrmjólkaði þau, þ.e.a.s. fjárhagslega, með því að útsetja þau fyrir stóra hljóm- sveit, og mun Gröf Couperins vera ein síðasta Og jafnframt meistara- legasta útsetning hans af þvítagL Morgunblaðið/Ásdls KERI-Lynn Wilson hljómsveitarstjórnandi Þótt tilefni verksins sé dapurt — það var samið 1917 til minningar um sjö vini tónskáldsins, er allir féllu á Vesturvígstöðvunum — og heyra megi það á undirtóni þess, þá þýr.þaðeinnig yfír makarónísk- um gáska, stílfært eins og það er út frá dansasvítu barokktímans, líkt og Holbergsvíta Griegs, en þó á ómisskiljanlegan franskan og impressjónískan hátt. Af 6 þáttum upphaflegu- píanósvítunnar sleppti Ravel tveim (Fugue og Toccata) í hljómsveitarútgáfunni, kannski af því að honum þóttu þeir of hljóm- borðslegir, og raðaði þeim sem eftir urðu svo: Prélude, Forlane, Menuet og Rigaudon. Verkið er býsna kröfuhart, ekki sízt fyrir tréblásarana, er áttu nokkuð í fangi með að fylgja fjör- ugu tempói stjórnandans, en kom þó ágætlega heim og saman fyrir rest, sérstaklega í tveim síðustu þáttunum. Lokaþátturinn var minnisstæður fyrir „arabískan" trí- ókaíía, og víst ekki í fyrsta sinn sem Ravel brá fyrir sig márískri mystík. Einleikari í keisarakonsert Beet- hovens var Fredrick Moyer frá Bandaríkjunum. Moyer er hraður tæknipianisti með fallegan tón, sem naut sín sérstaklega í söng- hæfa miðþættinum. Þaðan kemur tónlistin við eftirminnilegasta atriðið í áðurnefndri kvikmynd, þar sem hin kornungi Beethoven svamlar í tjörn „unterm Sternzelt" næturhiminsins í kosmísku karma. Var það jafnframt æðsta stund píanistans, því útþættirnir þjáðust nokkuð af óðagoti á aecelerandó- stöðum og veikt mótuðum hend- ingum. Ms. Wilson tókst hins veg- ar að töfra fram all fjöruga spila- mennsku úr hljómsveitinni, þótt enn vantaði svolítinn „Landler- þunga", í þetta sinn í lokarondó- inu. Þó ætti að vera ljóst, að hér fer efni í skörulegan stjórnanda með verðandi sans fyrir skáldleika og dulúð. ¦RíkarðurÖrn Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.