Morgunblaðið - 24.11.1995, Page 6

Morgunblaðið - 24.11.1995, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðherra telur að meðal- hækkun ASÍ-félaga sé meiri en 7% ASÍ ofmetur mun á samnmgumim Bogi Agústsson mælti með Loga Bergmann FRIÐRIK Sophusson íjármálaráð- herra segist telja að, þegar tekið er tillit til samninga sem gerðir voru á almennum markaði eftir kja- rasamningana 21. febrúar, sé mun- urinn á samningum á almennum markaði og samningum ríkisíns við opinbera starfsmenn ekki eins mik- ill og forystumenn Alþýðusambands íslands halda fram. Hann segist eiga von á að nýtt mat Þjóðhags- stofnunar á samningum á almenn- um markaði staðfesti þetta. Þjóðhagsstofnun lagði í mars mat á samninga ASÍ og vinnuveitenda, sem gerðir voru í febrúar í fyrravet- ur. Niðurstaða stofnunarinnar var að samningarnir hefðu falið í sér 7% hækkun á samningstímabilinu öllu. Fjármálaráðherra hefur óskað eftir að Þjóðhagsstofnun endurmeti samninga sem gerðir hafa verið á almennum markaði og taki þá tillit til samninga sem gerðir voru síðar á árinu. Háir samningar í álverinu „Niðurstaða Þjóðhagsstofnunar varðandi kjarasamninga ríkisins við opinbera starfsmenn kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda byggist hún á tölum fjármálaráðuneytisins og er í öllum aðalatriðum í samræmi við þær eins og kemur fram í mat- inu. Það er ljóst að samningar við opinbera starfsmenn og á almenn- um vinnumarkaði eru mjög mis- munandi. Sumir þeirra samninga sem gerðir voru eftir að heildar- samninganir lágu fyrir hafa gefið meiri launahækkanir heldur en fyrstu samningarnir eins og stund- um vill verða. Við bíðum núna eftir mati Þjóðhagsstofnunar á niður- stöðu samninga á almennum vinnu- markaði, en það hafa verið gerðir fjöldamargir samningar eftir að Þjóðhagsstofnun lagði mat á það í mars sl. Ég á von á því að ný úttekt Þjóð- hagsstofnunar leiði í ljós að niður- staða samninga á almennum mark- aði leidd til meiri hækkana en samn- ingar sem gerðir voru í febrúar. Síðan þeir voru gerðir hafa verið gerðir fjölmargir samningar, sem hafa í grundvallaratriðum verið byggðir á febrúarsamningunum, en vikið þó í nokkrum atriðum frá þeim. Þar get ég nefnt samninga eins og samningana í álverinu, samninga við flugfreyjur og flug- menn og fleiri." Eðlilegar skýringar Fjármálaráðherra hefur verið sakaður um að hafa, með samning- um við opinbera starfsmenn, brotið upp þá launastefnu sem mótuð var í febrúar. Friðrik sagðist kannast við þessa ásökun, en hún væri ekki sanngjöm. Eðlilegar skýringar væru á þeim frávikum sem væru að fínna í samningum opinberra starfsmanna frá febrúarsamning- unum. „Menn verða að hafa í huga að þeir samningar sem víkja mest frá almennu stefnunni eru samningar sem gerðir eru eftir hörð langvar- andi átök og margra vikna verkföll við starfsfólk á sjúkrahúsum annars vegar og kennara hins vegar. Það gerist eðlilega að fólk sem starfar í sambærilegum störfum fær að einhveiju marki hækkanir til sam- ræmis við þessa hópa.“ Friðrik sagði að til viðbótar hefði ríkið verið að gera nýja samninga við starfsmenn sem áður hefðu starfað eftir mörgum ólíkum samn- ingum. Þarna hefði samninganefnd ríkisins verði að leitast við að sam- ræma kjör manna sem vinna sömu störf. Til þess að koma þessum samningum á hefði ríkið þurft að kaupa réttindi af nokkrum hópi manna gegn því að hækka kaup- taxta. BRÁÐUM koma blessuð jólin. Að minnsta kosti er víst að margir fullorðnir eru farnir að líta í kring- um sig eftir einhveiju heppilegu til jólagjafa. Hinir smærri láta sig fremur dreyma um innihaldið eða ætli hnátan á myndinni sé kannski að hugsa um hvað fari brúðunni sinni best þegar jólahátíðin gengur loksins garð. ♦ ♦ ♦--- Samtök „kaldra“ sveitarfélaga UNDIRBÚNINGSFUNDUR samtaka sveitarfélaga sem ekki hafa aðgang að jarðhita til húshitunar, var haldinn í gærkvöldi á Hótel Sögu. Á fundinum átti að skrá þau sveit- arfélög sem óska eftir að gerast aðil- ar að samtökunum og kjósa undirbún- ingsnefnd undir formlega stofnun. í fréttatilkynningu segir: „Markmið samtakanna er að beita sér fyrir jöfn- un orkuverðs til húshitunar og ákveð- inni hagsmunagæslu fyrir íbúa á hin- um „köldu svæðum“.“ ÞORFINNUR Ómarsson hefur verið fastráðinn fréttamaður á fréttastofu Sjónvarpsins. Bogi Ágústsson, fréttastjóri, hafði mælt með Loga Bergmanni Eiðssyni í starfið. Bogi mælti í greinar- gerð til útvarpsráðs með því að Logi Bergmann yrði ráðinn í starf- ið. Logi fékk hins vegar ekkert atkvæði þegar útvarpsráð fjallaði um ráðninguna á fundi sínum í síðustu viku. Sjö sitja í útvarps- ráði og greiddu fjórir Þorfinni at- kvæði sitt. Björg Björnsdóttir fékk tvö atkvæði og Þröstur Emilsson eitt. Þorfinnur hefur þegar verið ráðinn. „Kýs að taka ekki mark á útvarpsráði“ Þegar rætt var við Loga lagði hann áherslu á að Þorfinnur væri mjög hæfur starfsmaður. „Hins vegar finnst mér mjög undarlegt að meðmæli fréttastjóra skuli ekki duga í eitt einasta atkvæði. Ég kýs að taka ekki mark á útvarps- ráði því ég lít svo á að fréttastjóri og þeir deildarstjórar sem mælt hafa með mér þekki störf mín betur. Á meðan þeir treysta mér held ég áfram,“ sagði Logi í sam- tali við Morgunblaðið. „Það er vont en það venst“ Logi varð fyrir svipaðri reynslu þegár mælt var með honum í starf íþróttafréttamanns fyrir tæpum fimm árum. Hann sagði aðeins „Það er vont en það venst,“ þegar það var rifjað upp. • • KVEN SKORUNGUR Morgunblaðið/Ásdís KERI-Lynn Wilson hljómsveitarstjórnandi TONLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Maurice Ravel: Le Tombeau de Couperin. Joseph Haydn: Sinfónía nr. 96. Ludwig van Beethoven: Píanókonsert nr. 5 í Es-dúr Op. 73. Frederick Moyer, píanó; Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Keri-Lynn Wilson. AÐSÓKNARAGN sinfóníutón- leikanna í Háskólabíói í gær var ekki 96. sinfónía Haydns. Það var tæplega heldur Le Tombeau de Couperin eftir Ravel, það sjald- heyrða verk hér um slóðir. Beet- hoven? Hugsanlega. Beethoven trekkir alltaf vel, og eftir kvik- myndina með Gary Oldman er Beethoven í meira uppáhaldi en nokkru sinni. En aðal ástæðan fyrir góðri að- sókn, þrátt fyrir norðanhvellinn, var án efa að á stjórnpalli stóð ung kona, Keri-Lynn Wilson frá Kanada, og m.a.s. sögð af íslenzk- um ættum. Og, mikið rétt, líta mátti óvenju margt ungra fljóða í sal kvikmyndahússins vestur á Melum. Annars eru konur á stjórnpalli ekki sú sensasjon sem þær voru fyrir aldarfjórðungi. Það er farið að Qúka í það skjól karlmennsk- unnar líka. Hin hávaxna, snagg- aralega Keri-Lynn kom fyrir sem blátt áfram, beinskiptinn og útúr- dúralaus stjórnandi og mátti skynja að hljómsveitin legði sig betur fram en oft vill verða undir sprota gestastjórnanda. 96. sinfónía Haydns tilheyrir fyrra Lundúnasettinu frá 1791- 92, frá því er brezki umboðsmað- urinn Salomon bauð Haydn að halda tónleikaröð í London (Mozart stóð til boða að koma með, en átti ekki heimangengt). Fyrstu 6 sinfó- níurnar, sem kenndar eru við höf- uðborg Engla, marka hápunkt í hljómsveitarverkasköpun Haydns. Sinfóníuhljómsveitin lék D-dúr sin- fóníuna agað og nettilega i nokkru hraðari tempóum en maður á að venjast, en ekki út fyrir mörk trú- verðugleikans. Stjórnandinn mót- aði vel og skýrt, þó að stöku sinn-- um hefði mátt vænta meiri hryn-. þunga, t.d. í hinum Lándler- kennda menúett. Ravel þykir einn mesti orkestri (vonandi er slettan brúkleg; ekki er hljómsveitarbúningsfærandi skárra) 20. aidar. Samt hóf hann feril sinn sem píanókompónisti og hafði sem slíkur meiri áhrif á De- bussy en Debussy á hann, en báð- ir sóttu þeir hins vegar fágun ein- faldleikans í smiðju háðfuglsins Eriks Satie. Síðar meir bætti Rav- el oft nýjum safa í eldri píanóverk sín um leið og hann þurrmjólkaði þau, þ.e.a.s. fjárhagslega, með því að útsetja þau fyrir stóra hljóm- sveit, og mun Gröf Couperins vera ein síðasta Og jafnframt meistara- legasta útsetning hans af því tagi/ Þótt tilefni verksins sé dapurt — það var samið 1917 til minningar um sjö vini tónskáldsins, er allir féllu á Vesturvígstöðvunum — og heyra megi það á undirtóni þess, þábýr.það-einnig yfir makarónísk- um gáska, stílfært eins og það er út frá dansasvítu barokktímans, líkt og Holbergsvíta Griegs, en þó á ómisskiljanlegan franskan og impressjónískan hátt. Af 6 þáttum upphaflegu píanósvítunnar sleppti Ravel tveim (Fugue og Toccata) í hljómsveitarútgáfunni, kannski af því að honum þóttu þeir of hljóm- borðslegir, og raðaði þeim sem eftir urðu svo: Prélude, Forlane, Menuet og Rigaudon. Verkið er býsna kröfuhart, ekki sízt fyrir tréblásarana, er áttu nokkuð í fangi með að fylgja fjör- ugu tempói stjórnandans, en kom þó ágætlega heim og saman fyrir rest, sérstaklega í tveim síðustu þáttunum. Lokaþátturinn var minnisstæður fyrir „arabískan" trí- ókafla, og víst ekki í fyrsta sinn sem Ravel brá fyrir sig márískri mystík. Einleikari í keisarakonsert Beet- hovens var Fredrick Moyer frá Bandaríkjunum. Moyer er hraður tæknipíanisti með fallegan tón, sem naut sín sérstaklega í söng- hæfa miðþættinum. Þaðan kemur tónlistin við eftirminnilegasta atriðið í áðurnefndri kvikmynd, þar sem hin kornungi Beethoven svamlar í tjörn „unterm Sternzelt" næturhiminsins í kosmísku karma. Var það jafnframt æðsta stund píanistans, því útþættirnir þjáðust nokkuð af óðagoti á accelerandó- stöðum og veikt mótuðum hend- ingum. Ms. Wilson tókst hins veg- ar að töfra fram all fjöruga spila- mennsku úr hljómsveitinni, þótt enn vantaði svolítinn „Lándler- þunga“, í þetta sinn í lokarondó- inu. Þó ætti að vera ljóst, að hér fer efni í skörulegan stjórnanda með verðandi sans fyrir skáldleika og dulúð. Ríkarður Örn Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.