Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 39
láta gamlan draum rætast og fara
í guðfræði. Sigurlaug studdi hann
í þeirri ákvörðun heils hugar. Hún
horfðist í augu við að erfiður tími
færi í hönd, meira vinnuálag á
Skarphéðin og minni tekjur. En þau
voru sammála um að til mikils
væri að vinna og vorið 1959 lauk
hann guðfræðiprófi. Það var mikill
gleðidagur. Skarphéðinn sótti síðan
um Bjarnanesprestakall, fékk það
og tók við því um haustið. Fjölskyld-
an flutti svo öll austur í júní næsta
ár. Þá voru börnin orðin sjö, það
yngsta ársgamalt.
Þegar ég lít til baka finnst mér
að árin í Bjarnarnesi hafi verið
bestu ár Sigurlaugar. Börnin voru
farin að vaxa úr grasi, þau elstu
farin að heiman til náms. Sveitin
var fögur og Hornfirðingar tóku
þeim ákaflega vel. Hún fékk ný
verkefni sem prestskona í sveit. A
heimili hennar var skírt, gift, talað
á milli hjóna og undirbúnar jarðar-
farir. Öll þessi verk bónda hennar
snertu hana beint og óbeint, og
urðu til þess að efla tengsl við sveit-
ungana, sem hún mat svo mikils.
Frá öllu þessu nýja, sem hún var
að upplifa, sagði hún mér símleiðis,
og stöku sinnum sendum við hvor
annarri línu. Stundum kom hún líka
í bæinn og við áttum skemmtilega
dagstund saman. Tengslin rofnuðu
því ekki þótt vík væri milli vina.
En þetta tímabil í lífi Sigurlaugar
fékk snöggan endi. Skarphéðinn
lést í bílslysi í júlí 1974. Það varð
kollsteypa í lífi hennar. Missirinn
sár og sorgin mikil. Verkefnin
hrönnuðust upp og meðal annars
þá þurfti að taka ákvörðun um
búsetu. Sigurlaug átti góða að, sem
hjálpuðu henni með ráðum og dáð
og það brýnasta leystist smátt og
smátt.
Sigurlaug ákvað að flytja aftur
til Reykjavíkur og stofna nýtt heim-
ili með yngstu dætrunum tveim.
Við urðum nágrannar á ný og tók-
um aftur upp þráðinn, þar sem frá
var horfið. Hún þurfti að takast á
við marga nýja erfiðleika við
breytta lífshætti. Reyndi að fara
út á vinnumarkaðinn, sem var fram-
andi eftir áratuga heimilishald, og
störf við hæfi lágu ekki á lausu.
Hún hélt uppteknum hætti og las
mikið. Var löngu búin að færa út
kvíarnar og eignast marga útlenda
uppáhaldshöfunda, sem hún hafði
á hraðbergi og vitnaði í. Vinir dætra
hennar urðu hennar vinir líka og
heimsóttu hana þótt tengiliðurinn
væri ekki heima. Henni fannst allt-
af gaman að vera með ungu fólki
og fylgjast með því, sem það var
að fást við. Hún tók að nýju upp
samband við gömlu vinina og marg-
ir Hornfirðingar héldu vináttu og
tryggð við hana. Sigurlaug var sjálf
trygg vinum sínum, og ólöt við að
hafa samband við þá.
í fyrravetur vorum við í síma-
spjalli og Sigurlaug var að segja
mér frá kirkjulegri athöfn, sem hún
hafði verið við. Hún sagði mér út
af hveiju presturinn lagði og við
vorum sammála um að þar hefði
vel til tekist. Og hún bætti við: „En
í mínum huga jafnast ekkert á við
fyrsta vers fyrsta kafla Jóhannesar-
guðspjalls: - í upphafi var Orðið,
og Orðið var hjá Guði, og Orðið var
Guð. - Hér er allt sagt. Hér er
engu við að bæta.“
Síðustu árin var heilsan alveg
búin. Hún þurfti hvað eftir annað
að leggjast inn á sjúkrahús af ýms-
um orsökum og fyrir tveimur árum
fékk hún alvarlegt hjartaáfall, en
hún vildi ekki gefast upp. Hún hélt
sínu striki fram að síðustu stundu.
Börnin hennar og fjölskyldur þeirra
önnuðust hana af ástúð og um-
hyggju, sem hún mat meira en
nokkuð annað. Ég og synir mínir
sendum börnum hennar og öðrum
ástvinum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Það er komið að kveðjustund og
bara eftir að þakka fyrir sig. Ég
þakka Sigurlaugu tryggð hennar
og vináttu, sem aldrei bar skugga
á í þau fjörtíu og fjögnr ár sem við
þekktumst.
Blessuð sé minning Sigurlaugar
Guðjónsdóttur.
Guðrún Sæmundsen.
INGIMAR
VALDIMARSSON
+ lngimar Valdi-
marsson fædd-
ist 3. nóvember
1952 á Dalvík.
Hann lést í Land-
spitalanum að
morgni 17. nóvem-
ber. Foreldrar hans
voru Valdimar Ósk-
arsson, f. 25. októ-
ber 1922, og Val-
gerður Marínós-
dóttir, f. 5. desem-
ber 1927, d. 18.
mars 1963. Alsystk-
ini Ingimars eru:
Fjóla, f. 1951, Ósk-
ar, f. 1955, Snjólaug, f. 1956
og Einar, f. 1960. Systkini hans
samfeðra eru: Aðalsteinn, f.
1969, Sigurbjörn, f. 1972, og
Lilja, f. 1976. Ingimar kvæntist
6. ágúst 1977 Bjarnveigu Páls-
dóttur, f. 1954,
hjúkrunarfræðingi.
Börn þeirra eru:
Jóhann Páll, f.
1978, Kristinn Már,
f. 1981, og Valdís,
f. 1989. Ingimar
varð stúdent frá
MR 1972 og við-
skiptafræðingur
frá HÍ 1976. Hann
starfaði hjá
Skýrsluvélum ríkis-
ins og Reykjavíkur-
borgar 1976, hjá
hagfræðideild
Reykjavíkurborgar
1977-1978 og hjá íslensku út-
flutninsgmiðstöðinni hf. eftir
það.
Útför Ingimars fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
Kveðja frá systkinum
Astkæri bróðir.
Þær fréttir komu sem reiðarslag
að þú værir á förum. Fyrirvarinn
enginn og ekki einu sinni tækifæri
til að kveðja.
A þessari stundu reikar hugurinn
til uppvaxtar- og samveruáranna.
Eins og gengur skiptust á skin og
skúrir, gleði og sorg. Við eldri
systkinin vorum ung að árum þegar
móðir okkar féll frá. Við skildum
ekki þá frekar en nú hvers vegna
ástvinir eru kallaðir á brott í blóma
lífsins. Djúp sorg fyllti huga ungra
systkina um tíma en með sam-
heldni fjölskyldunnar unnum við
okkur út úr myrkrinu og fundum
gleðina á ný.
Á þeim þremur áratugum sem
liðnir eru síðan hefur fjölskyldan
vaxið, nýjar fjölskyldur verið stofn-
aðar og sterk bönd myndast milli
þeirra. Þú varst sjálfkjörinn sam-
nefnari fyrir systkinahópinn og
talsmaður samheldni og sátta og
ávallt reiðubúinn til hjálpar. Heim-
ili þitt ætíð fyllt hlýju og gleði og
þægilegt heim að sækja. Þegar leit-
að var til þín gilti einu hvers eðlis
málin voru, ávallt leystir þú þau á
þinn notalega hátt og það sem þú
tókst þér fyrir hendur var unnið
af áhuga, einlægni og myndarskap.
Nú hefur myrkvað á ný. Ókunn
öfl taka í taumana og veikindi, sem
ekki verður við ráðið með bestu
þekkingu og tækni sem læknavís-
indin búa yfir, valda því að ferðin
langa verður ekki umflúin. Nú reyn-
ir enn á samheldni fjölskyldunnar.
Með samheldninni stefnum við á
ný út úr myrkrinu í þeim anda sem
þú hefðir leitt okkur.
Kæri bróðir, megi okkar ást og
væntumþykja fylgja þér að eilífu.
Elsku Baddý, Jóhann, Kristinn
og Valdís, Guð gefi ykkur styrk til
að minnast góðs eiginmanns og
föður á þann hátt sem hann hefði
viljað.
„Hugsið ekki um dauðann með
harmi og ótta. Verið glöð og þakk-
lát fyrir allt sem lífið gefur og ég,
þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykk-
ar yfir lífinu."
Guð blessi ykkur.
Fjóla, Óskar, Snjólaug,
Einar, Aðalsteinn, Sigur-
björn, Lilja og fjölskyldur.
Vin sínum
skal maður vinur vera.
(Hávamál.)
Ingimar var vinur minn. Vinur
sem gott var að leita til með hvers
konar vanda. Vinur sem gott var
að spjalla við, þótt lítið væri erind-
ið. Vinur sem gott var að gleðjast
með.
Það er sárt að kveðja góðan vin
svo alltof fljótt. Helst er að leita
huggunar í mörgum minningum og
myndum hugans. Eftir langa vin-
áttu eru minningarnar sannarlega
margar og góðar.
Ein fyrsta myndin er úr Svarfað-
ardalnum, þar sem við vorum báðir
í sveit. Önnur gömul mynd er úr
12 ára bekk í Kópavogsskóla, þar
sem bekkurinn tók andköf þegar
Ingimar „saggði“ eitthvað á sinni
hnausþykku norðlensku, nýkominn
frá_ Dalvík.
I menntaskóla endumýjuðust
vináttuböndin. Við spiluðum saman
og skemmtun okkur. Ljóslifandi eru
minningar um sólarferð okkar fjög-
urra bekkjarbræðra, sumarið eftir
stúdentspróf.
Á háskólaárunum vorum við báð-
ir í stórum hópi góðra vina, „klík-
unni“. Við skemmtum okkur sam-
an, fórum saman á sveitaböll og í
útilegur og alltaf var Ingimar með.
Á þessum árum festum við báðir
ráð okkar. Ingimar kynntist Baddý,
kvæntist og stofnaði heimili. Þótt
ég flytti til útlanda og byggi þar í
mörg ár héldust alltaf vináttubönd-
in. Við hittumst í jólafríum og fórum
stundum saman í ferðalög á sumrin
með góðum vinum.
Þegar leið mín lá aftur heim frá
útlöndum var mér tekið opnum örm-
um í hóp gamala vina, m.a. í brids-
klúbbi bekkjarbræðra úr MR, og
þar á meðal var Ingimar.
Síðan eru nú liðin ellefu ár og
alltaf höfum við hist reglulega til
að spila og spjalla. Margar góðar
stundir höfðum við átt saman við
spilaborðið og þannig minnist ég
Ingimars best.
Við spilafélagarnir hittumst líka
með mökum okkar og fjölskyldum
og áttum saman glaðar stundir.
Þær góðu stundir geymum við öll
í minningunni.
Ég hef líka heyrt frá mörgum
gömlum vinum okkar Ingimars og
ég veit að ég mæli fyrir munn okar
allra, þegar ég segi að öll erum við
harmi slegin og söknum sárt þessa
trausta vinar.
Elsku Baddý mín, Jóhann Páll,
Kristinn Már og litla Valdís. Ingi-
mar var gæfumaður. Hann átti
ykkur. Megi allar góðar minningar
um góðan dreng styrkja ykkur í
sorgini.
Steindór Guðmundsson.
Ég kynntist Ingimari og íjöl-
skyldu fyrir u.þ.b. 16 árum þegar
ég fór að fara með manni mínum,
Einari, í fjölskylduboðin. í gegnum
tíðina hefur mér virst Ingimar vera
þessi yfirvegaði og ráðagóði aðili
sem allir vilja eiga að og geta rætt
við. Hann var kærleiksríkur og
umhyggja hans fyrir fjölskyldunni
var mikil. Samhliða var einstök
greiðvikni og örlæti sem var sett
fram á nærgætinn hátt, því hans
háttur var að bjóða og veita aðstoð
með þeim hætti að það væri ekkert
tiltökumál eða jafnvel þannig að
fólk væri í raun að gera honum
greiða. Dæmin um þetta eru mörg,
en það fyrsta sem snýr að mér var
þegar ég var 17 ára gömul og bjó
með manninum mínum á heimili
tengdaforeldra minna. Draumurinn
var auðvitað að finna leiguíbúð sem
við hefðum efni á til að geta verið
með okkar sjálfstæða heimili. Einn
daginn hafði Ingimar samband við
Einar. Já, hann var að biðja okkur
um að gera þeim hjónum greiða;
hvort við værum kannski til í að
passa fyrir þau húsið og vökva
blómin á meðan þau væru mánuð
í sumarfríi erlendis. Þar sem heim-
ili þeirra var í Mosfellssveitinni og
við stunduðum nám og starf í bæn-
um fengjum við að sjálfsögðu afnot
af bílnum þeirra á meðan. Það þurfti
náttúrulega ekki að spyrja tvisvar
og við eigum yndislegar minningar
um þann tíma þegar við byrjuðum
að búa á heimili Ingimars og
Baddýjar.
Það var gaman að spjalla við
Ingimar um þjóðmálin því hann var
vel að sér, sérstaklega þegar kom
að viðskiptamálum. Ég er ekki í
vafa um að í viðskiptum var hann
fylginn sér og augljóst var að hann
hafði mikinn metnað gagnvart sínu
starfi.
Þegar Ingimar hefur svo snögg-
lega og ótímabært kvatt þennan
heim finnst mér það huggun harmi
gegn að hann lifði sínu lifi vel,
gagnvart fjölskyldu sinni og starfi
hefur hann trúlega gert jafnmikið
og margir sem lifa helmingi lengur.
Einmitt þess vegna veit ég að hans
er sárt saknað og sendi innilegar
samúðarkveðjur til allra þeirra sem
eiga um sárt að binda. Elsku Baddý,
Jóhann, Kristinn, Valdís og Valdi-
mar, minningin um góðan mann
lifir.
Auður Sigr. Kristinsdóttir.
Ingimar Valdimarsson er látinn,
kallaður fyrirvaralausu kalli. Hann
er kallaður á þeim tíma ævinnar,
þar sem starfsþrekið er mest,
reynsla æskuáranna farin að skila
sér og hægt er að fara að njóta
afraksturs dægurstritsins. Nötur-
legur kuldi sorgarinnar stendur eft-
ir, en einnig fögur minning um ein-
stakan vin og félaga.
Þetta minnir okkur á hve örþunn-
ur sá ís er, sem við öll fetum okkar
jarðlífi eftir, og hve snögglega vak-
ir geta opnast. Hve innilega má
ekki gleðjast yfir hveijum degi sem
við fáum að vakna hress til þess
að takast á við verkefni dagsins.
Nú eru tuttugu ár síðan ég
kynntist Ingimari, nánast upp á
dag. Tvær systur úr Mosfells'sveit
leiddu okar saman, og mótuðu lífs-
feril okkar. Á fyrstu búskaparárun-
um leigðum við saman hús, báðir á
leið út í lífið með sitt hvora systur-
ina sér við hlið. í slíku nábýli reyn-
ir á að samkomulag íbúanna sé
gott og þar varð mér ljóst hvern
dreng og félaga Ingimar hafði að
geyma.
Margt hefur breyzt á þessum
tveim áratugum, en allan þennan
tíma hefur Ingimar verið sami
trausti kietturinn, sá sem alltaf var
hægt að leita til þegar á bjátaði.
Rökfesta og ákveðnar skoðanir
gerðu hann að manni, sem gott var
að leita álits hjá í hinum fjölbreytt-
ustu málum. Alltaf var hægt að
treysta jarðbundinni dómgreind og
réttsýni hans, hversu flókin og erf-
ið þau mál kunnu að vera, sem
undir hann voru borin.
Oft hef ég sett nokkur orð á blað
til Ingimars, minnispunkta um eitt
og annað, sem ég hef þurft að leita
til hans með. Lokapunktur hefur
verið settur, þessi fátæklegp minn-
ingarorð eru mín hinzta kveðja til
hans.
Guð styrki fjölskyldu Ingimars
Valdimarssonar í sorg sinni; megi
hlý og fögur minning um góðan
dreng lifa.
Drottinn gefi dánum ró, en hinum
líkn sem lifa.
Páll Valdimarsson.
Síminn hringdi um kvöldmatar-
leytið á föstudagskvöld. í símanum
var Brynjólfur og sagði hann váleg
tíðindi: „Ingimar veiktist á þriðju-
SJÁ næstu sIðu
t
Systir okkar,
SESSEUA GUÐMUNDSDÓTTIR BANKS,
andaðist á Hrafnistu 22. nóvember.
Vilhelm R. Guðmundsson,
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Alda Guðmundsdóttir,
Guðmunda Rowiand.
t
Útför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður og ömmu,
GYÐU GUNNARSDÓTTUR,
Tryggvagötu 14b,
Selfossi,
verður gerð frá Selfosskirkju laugardag-
inn 25. nóvember nk. kl. 13.30.
Hilmar L. Sveinsson,
Þröstur Ólafsson, Guðbjörg Drengsdóttir,
Sólveig Arndís Hilmarsdóttir,
Elías Hilmarsson,
Ásta María Guðmundsdóttir,
Gyða Kolbrún Þrastardóttir.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR,
Breiöumörk 17,
Hveragerði,
verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju
næstkomandi laugardag 25. nóvember
kl. 14.00.
Árni G. Stefánsson, Aðalbjörg Árnadóttir,
Unnar Stefánsson, María Ólafsdóttir,
Guðmundur Stefánsson, Erla K. Valdimarsdóttir,
Guðjón Ingvi Stefánsson, Guðrún Broddadóttir,
Atli Þ. Stefánsson.