Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR lOáraaf- mæli Skóla- hljómsveitar Akraness Á MORGUN kl. 15. mun Skóla- hljómsveit Akraness halda upp á 10 ára afmæli sitt með tón- leikum í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1985 og er rekin af Akraneskaupstað og öllum skólum bæjarins en Tónlistar- skóli Akraness er í forsvari fyr- ir starfsemina. Guðmundur Norðdahl var fyrsti stjórnandi hljómsveitarinnar allt til ársins 1989 en þá tók núverandi stjórnandi, Andrés Helgason við. Skólahljómsveitin hefur haldið æfíngabúðir á hverju ári, farið í margar ferðir bæði innan lands og utan og leikið reglulega á tónleikum á Akra- nesi. Tónleikarnir byrja sem fyrr segir kl. 15.00 og verða kaffíveitingar í boði fyrir tón- leikagesti. Hannes sýnir hjá Birgi Á MORGUN kl. 16. opnar Hann- es Lárusson sýningu í Galleríi Birgis Andréssonar að Vestur- götu 20 í Reykjavík. Á sýning- unni eru ný verk unnin með blandaðri tækni, en Iistamaður- inn hefur nú einnig gert tvö fjöl- feldi í takmörkuðu upplagi. Hannes Lárusson hefur á undanförnum árum haldið fjölda sýninga bæði hér heima og er- lendis. Gallerí Birgis Andrésson- ar er opið frá kl. 14.00 til 18.00 á fimmtudögum, en á öðrum tímum eftir samkomulagi. Á fimmtudögum er einnig boðið upp á leiðsögn um sýninguna. Sýning Hannesar Lárussonar í Gallerí Birgis Andréssonar stendur fram í miðjan desember. Kvikmynd frá 1944 ÍMÍR KVIKMYNDIN ,5Zoja" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkomandi sunnudag kl. 16. Mynd þessi var gerð á árinu 1944 og er byggð á sannsögu- legum atburðum úr stríðinu sem þá geisaði. Sagt er frá baráttunni að baki víglínunnar við innrásarheri Þjóðverja og fylgiþjóða þeirra og einkum fjallað um hetjudáð og hetju- dauða ungrar stúlku, Zoju Kosmodemjanskaju að nafni. Leikstjóri er Lév Arnstam. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Tumi sýnir í Asmundarsal SÝNING á málverkum eftir Tuma Magnússon verður opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu á laugardag. Verkin á þessari sýningu eru olíumálverk unning með spraututækni á striga og sækja litina og nöfnin til ýmissa þeirra efna sem umheimurinn er sam- settur úr. Sýningin stendur til 10. des- ember og mun vera síðasta sýn- ingin sem sett er upp í þessum gamalgróna sýningarsal. Síðastasýn- ingarhelgi NÚ GENGUR í garð síðasta sýningarhelgi á verkum Ingálvs av Reyni í Gallerí Borg við Austurvöll. Gallerí Borg er opið frá kl. 14-18 um helgina. Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. nóvem- ber. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna Morgunblaðið/Á. Sæberg Rossini, Mozart og Beet- hoven í Neskirkju SINFONIUHLJOMSVEIT áhuga- manna heldur tónleika í Neskirkju á sunnudag kl. 16.30. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jónasson, og einleikari á horn er Þorkell Jó- elsson. Á efnisskránni eru forleikur að óperunni „Rakarinn í Sevilla" eftir Rossini, hornkonsert nr. 3 eftir Mozart og fimmta sinfónía Beethovens, Örlagasinfónían. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð haustið 1990 og heldur nú tónleika í 12. sinn. Hún er skip- uð fólki sem stundar hljóðfæraleik í frístundum, auk nokkurra tónlist- arkennara og nemenda. Að þessu sinni leika yfir fjörutíu manns með sveitinni. Ingvar Jónasson var einn af stofnendum sveitarinnar og hef- ur hann verið aðalstjórandi hennar frá upphafi. Einleikari tónleikanna, Þorkell Jóelsson, er fastráðinn hornleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann hlaut menntun sína í Reykjavík, Englandi og ítalíu, og hefur starfað um árabil sem tón- listarmaður og kennari. Auk S.í. hefur Þorkell leikið með fjölda hljómsveita og kammerhópa, svo sem Hljómsveit íslensku Óperunn- ar og Operunnar í Gautaborg, Sin- fóníuhljómsveit Reykjavíkur, ís- lensku Hljómsveitinni, Kammer- sveit Reykjavíkur, Hljómskálak- vintettinum og Lúðrasveitinni í Mosfellsbæ. Þorkell var einn af stofnendum Lúðrasveitar Mosdæl- inga og er aðalhljómsveitarstjóri hennar. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 800, frítt fyrir börn og eldri borgara. Vatnslita- myndir í Ráðhúsinu GERÐUR Berndsen opnar á vatns- litamyndum sínum í Ráðhúsinu laug- ardaginn 25. nóvember kl. 16. Einn- ig verður til sýnis og sölu ævintýra- bókin Margt býr í sjónum sem Gerð- ur samdi og myndskreytti. Hún er nýkomin út á vegum Fjölva. Gerður útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands, auglýsinga- deild 1978. Hún hefur einnig stundað nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún tók þátt í Óháðri listahátíð 1993. Sýningin stendur til 5. desember. Listakvöld í Djúpinu THEATER, leik- og listafélagið sem setti upp rokkóperuna Lindindin nú í haust, er nú að fara af stað með listakvöld í Djúpi Hornsins, Hafnar- stræti, alla fímmtudaga fram að ára- mótum. Þarna er um að ræða smáleikrit, ljóðalestur, tónlist og aðra gjörninga flutta af ungu fólki. í framhaldi af listakvöldunum verður gefín út bók með verkum ungra höfunda. Síðustu sýn- ingar á Stræti SÍÐUSTU sýningar á Stræti eftir Jim Cartwright hjá Leikfélagi Kefla- víkur eru nú um helgina. 9. sýning föstudaginn 24. nóvem- ber kl. 21. 10. sýning sunnudaginn 26. nóvember k*l. 21. Sýningin er bönnuð innan 14 ára. Miðaverð er 1.200 kr. og sýnt er í Félagsbíói í Reykjanesbæ. SÍÐASTA sýning Furðuleikhússins á barnaleikritinu Bétveir verður á sunnudaginn. Geimveran Bétveir kveðurjörðina SÍÐASTA sýning Furðuleikhúss- ins á barnaleikritinu Bétveir verður sunnudaginn 26. nóvem- ber. Sýningar eru í Tjarnarbíói. Leikritið er byggt á samnefndri bók Sigrúnar Eldjárn um geim- strákinn Bétvo sem kemur til jarðarinnar að leita að svolitlu sem hann veit ekki hvað heitir. Þetta furðufyrirbæri finnst ekki á stjörnunni hans en hann hefur séð það í stjörnukikinum sínum. Þetta reynast vera bækur. Bé- tveir lærir að lesa en hann er ekki í vandræðum með það þar sem hann er með lærdómstakka. Þannig uppgötvar hann töfra- heim bókanna og fer aftur á stjörnuna sína sæll og glaður. Því að eins og segir í bókasöngn- um: Bók er góð, fyrir okkar þjóð. Mikið er af söngvum og döns- um í sýningunni og hef ur Sigrún Eldjárn lagt til hluta af söng- texta en að öðru leyti er leik- gerðin unnin af leikhópnum. Sýningin hef ur fengið góða dóma og henni verið mjög vel tkeið af ungmti jafnt sem öldn- um. Leiksljóri er Jón Stefán Krist- jánsson. Leikmynd og búninga hannaði Helga Rún Pálsdóttir. Valgeir Skagfjörð samdi tónlist- ina, og ljósahöiimiður er Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikarar eru Eggert Kaaber, Gunnar Gunn- steinssqn, Margrét Kr. Péturs- dóttir, Ólöf Sverrisdóttir og Katrín Þorkelsdóttir. Græsku- laust gaman LEIKLIST Lcikíclag Hvcragcrðis SKJALDHAMRAR eftir Jónas Arnason. Leikstjóri: Anna Jórunn Stefánsdóttir. Leikendur: Sigurður Blöndal, Davíð Kárason, Sigríður Valgeirsdóttir, Rúnar Hart- timiiussoii, Sigfíis Sigurjónsson, Hug- rún Omarsdóttir. Frumsýning, Hótel Ljósbrá, Hveragerði, 18. nóv. . SKJALDHAMRAR er eitt af þessum indælu leikritum eftir Jón- as Árnason þar sem áhorfandinn fær að virða fyrir sér skemmtilega karaktera segja fyndna hluti eða alvarlega hluti á fyndinn hátt. Persónusköpunin er viljandi svolít- ið klisjukennd og stöðluð, grínið saklaust en þó alls ekki afstöðu- laust. I þessari uppsetningu Leik- félags Hveragerðis standa leikar- arnir sig nokkuð vel, þótt nokkuð hafi vantað upp á á frumsýningu að þeir væru orðnir nægilega vel æfðir til að hleypa sýningunni á skrið. Hnyttin tímasetning í til- svörun og það að vera snöggur upp á lagið er kostir sem nýtast einkar vel í skemmtilegum orð- hnippingum að hætti Jónasar. Meiri hraði hæfir leikritinu betur, enda er ég viss um að þegar þess- ar línur birtast verða Hvergerðing- ar búnir að setja á fulla ferð áfram. Sigurður Blöndal er ágætlega öfgakenndur og hæfilega vit- grannur breskur offiseri og Rúnar Hartmannsson mikið sjentilmenni inn við beinið og sjarmör sem vita- vörðurinn á Skjaldhömrum (þótt ekki hefði ég viljað telja lýsnar á fletinu hans). Sigríður Valgeirs- dóttir var í eina kvenhlutverkinu sem eitthvað kvað að, sem lautin- ant Stanton, og hún sótti í sig veðrið er leið á sýninguna. Þarna hafa margir lagt hönd á plóginn í litlu samfélagi til að skemmta sér og öðrum, og tóku Hvergerðingar á frumsýningu leikritinu vel og klöppuðu leikstjór- anum Önnu Jórunni Stefánsdótt- ur, verðskuldað lof í lófa að sýn- ingu lokinni. Guðbrandur Gíslason Söngskemmtun í Jónshúsi Magnús hefur tekið þátt í óperuuppfærslum hjá Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn og er fastráðinn þar við óperukórinn. Magnús hefur sungið ýmis ein- söngshlutverk með kórum og hlut- verk eins og Requiem eftir Verdi. Á tónleikunum í Jónshúsi mun Magnús flytja blandaða tónleika- dagskrá meðal annars íslensk lög, ítalska tónlist og söngleikjatónlist. Einnig mun hann flytja jólalög. SONGSKEMMTUN verður haldin í Jónshúsi laugardaginn 25. nóvember kl. 17. þar sem Magnús Gíslason, óperusöngvari við Kon- unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn, heldur sína fyrstu einkatón- - leika. Magnús lauk prófi frá Tónlistar- skóla Garðabæjar árið 1988. Arið 1994 hlaut hann styrk frá Kon- unglegu óperunni til tónlistarnáms á Italíu og hélt þangað til náms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.