Morgunblaðið - 24.11.1995, Side 22

Morgunblaðið - 24.11.1995, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna Morgunblaðið/Á. Sæberg SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna Rossini, Mozart og Beet- hoven í Neskirkju 10 ára af- mæli Skóla- hljómsveitar Akraness Á MORGUN kl. 15. mun Skóla- hljómsveit Akraness halda upp á 10 ára afmæli sitt með tón- leikum í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1985 og er rekin af Akraneskaupstað og öllum skólum bæjarins en Tónlistar- skóli Akraness er í forsvari fyr- ir starfsemina. Guðmundur Norðdahl var fyrsti stjómandi hljómsveitarinnar allt til ársins 1989 en þá tók núverandi stjórnandi, Andrés Helgason við. Skólahljómsveitin hefur haldið æfmgabúðir á hverju ári, farið í margar ferðir bæði innan lands og utan og leikið reglulega á tónleikum á Akra- nesi. Tónleikarnir byija sem fyrr segir kl. 15.00 og verða kaffiveitingar í boði fyrir tón- leikagesti. Hannes sýnir hjá Birgi Á MORGUN kl. 16. opnar Hann- es Lárasson sýningu í Gaileríi Birgis Andréssonar að Vestur- götu 20 í Reykjavík. Á sýning- unni era ný verk unnin með blandaðri tækni, en listamaður- inn hefur nú einnig gert tvö fjöl- feldi í takmörkuðu upplagi. Hannes Lárasson hefur á undanfömum áram haldið fjölda sýninga bæði hér heima og er- lendis. Gallerí Birgis Andrésson- ar er opið frá kl. 14.00 til 18.00 á fimmtudögum, en á öðram tímum eftir samkomulagi. Á fimmtudögum er einnig boðið upp á leiðsögn um sýninguna. Sýning Hannesar Lárussonar í Gallerí Birgis Andréssonar stendur fram í miðjan desember. Kvikmynd frá 1944 íMÍR KVIKMYNDIN „Zoja“ verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkomandi sunnudag kl. 16. Mynd þessi var gerð á árinu 1944 og er byggð á sannsögu- legum atburðum úr stríðinu sem þá geisaði. Sagt er frá baráttunni að baki víglínunnar við innrásarheri Þjóðverja og fylgiþjóða þeirra og einkum íjallað um hetjudáð og hetju- dauða ungrar stúlku, Zoju Kosmodemjanskaju að nafni. Leikstjóri er Lév Arnstam. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Tumi sýnir í Asmundarsal SÝNING á málverkum eftir Tuma Magnússon verður opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu á laugardag. Verkin á þessari sýningu era olíumálverk unning með spraututækni á striga og sækja litina og nöfnin til ýmissa þeirra efna sem umheimurinn er sam- settur úr. Sýningin stendur til 10. des- ember og mun vera síðasta sýn- ingin sem sett er upp í þessum gamalgróna sýningarsal. Síðasta sýn- ingarhelgi NÚ GENGUR í garð síðasta sýningarhelgi á verkum Ingálvs av Reyni í Gallerí Borg við Austurvöll. Gallerí Borg er opið frá kl. 14-18 um helgina. Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. nóvem- ber. SINFONIUHLJOMSVEIT áhuga- manna heldur tónleika í Neskirkju á sunnudag kl. 16.30. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jónasson, og einleikari á horn er Þorkell Jó- elsson. Á efnisskránni eru forleikur að óperunni „Rakarinn í Sevilla" eftir Rossini, hornkonsert nr. 3 eftir Mozart og fimmta sinfónía Beethovens, Örlagasinfónían. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð haustið 1990 og heldur nú tónleika í 12. sinn. Hún er skip- uð fólki sem stundar hljóðfæraleik SÍÐASTA sýning Furðuleikhúss- ins á barnaleikritinu Bétveir verður sunnudaginn 26. nóvem- ber. Sýningar eru í Tjarnarbíói. Leikritið er byggt á samnefndri bók Sigrúnar Eldjárn um geim- strákinn Bétvo sem kemur til jarðarinnar að leita að svolitlu sem hann veit ekki hvað heitir. Þetta furðufyrirbæri finnst ekki á stjörnunni hans en hann hefur séð það í stjörnukíkinum sínum. Þetta reynast vera bækur. Bé- tveir lærir að lesa en hann er ekki í vandræðum með það þar sem hann er með lærdómstakka. Þannig uppgötvar hann töfra- heim bókanna og fer aftur á stjörnuna sína sæll og glaður. Því að eins og segir í bókasöngn- í frístundum, auk nokkurra tónlist- arkennara og nemenda. Að þessu sinni leika yfir fjörutíu manns með sveitinni. Ingvar Jónasson var einn af stofnendum sveitarinnar og hef- ur hann verið aðalstjórandi hennar frá upphafi. Einleikari tónleikanna, Þorkell Jóelsson, er fastráðinn homleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann hlaut menntun sína í Reykjavík, Englandi og Italíu, og hefur starfað um árabil sem tón- listarmaður og kennari. Auk S.í. hefur Þorkell leikið með fjölda um: Bók er góð, fyrir okkar þjóð. Mikið er af söngvum og döns- um í sýningunni og hefur Sigrún Eldjárn lagt til hluta af söng- texta en að öðru leyti er leik- gerðin unnin af leikhópnum. Sýningin hefur fengið góða dóma og henni verið mjög vel tkeið af ungum jafnt sem öldn- um. Leikstjóri er Jón Stefán Krist- jánsson. Leikmynd og búninga hannaði Helga Rún Pálsdóttir. Valgeir Skagfjörð samdi tónlist- ina, og ljósahönnuður er Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikarar eru Eggert Kaaber, Gunnar Gunn- steinsson, Margrét Kr. Péturs- dóttir, Ólöf Sverrisdóttir og Katrín Þorkelsdóttir. hljómsveita og kammerhópa, svo sem Hljómsveit íslensku Óperunn- ar og Operunnar í Gautaborg, Sin- fóníuhljómsveit Reykjavíkur, ís- lensku Hljómsveitinni, Kammer- sveit Reykjavíkur, Hljómskálak- vintettinum og Lúðrasveitinni í Mosfellsbæ. Þorkell var einn af stofnendum Lúðrasveitar Mosdæl- inga og er aðalhljómsveitarstjóri hennar. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 800, frítt fyrir börn og eldri borgara. LEIKLIST Lcik féIag Ilveragerðis SKJALDHAMRAR eftir Jónas Amason. Leikstjóri: Anna Jórunn Stefánsdóttir. Leikendur: Sigurður Blöndal, Davíð Kárason, Sigríður Valgeirsdóttir, Rúnar Hart- mannsson, Sigfús Siguijónsson, Hug- rún Ómarsdóttir. Frumsýning, Hótel Ljósbrá, Hveragerði, 18. nóv. SKJALDHAMRAR er eitt af þessum indælu Ieikritum eftir Jón- as Árnason þar sem áhorfandinn fær að virða fyrir sér skemmtilega karaktera segja fyndna hluti eða alvarlega hluti á fyndinn hátt. Persónusköpunin er viljandi svolít- ið klisjukennd og stöðluð, grínið saklaust en þó alls ekki afstöðu- laust. í þessari uppsetningu Leik- félags Hveragerðis standa leikar- amir sig nokkuð vel, þótt nokkuð hafi vantað upp á á frumsýningu að þeir væru orðnir nægilega vel æfðir til að hleypa sýningunni á skrið. Hnyttin tímasetning í til- SONGSKEMMTUN verður haldin í Jónshúsi laugardaginn 25. nóvember kl. 17. þar sem Magnús Gíslason, óperusöngvari við Kon- unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn, heldur sína fyrstu einkatón- leika. Magnús lauk prófi frá Tónlistar- skóla Garðabæjar árið 1988. Árið 1994 hlaut hann styrk frá Kon- unglegu óperunni til tónlistarnáms á Italíu og hélt þangað til náms. Vatnslita- myndir í Ráðhúsinu GERÐUR Bemdsen opnar á vatns- litamyndúm sínum í Ráðhúsinu laug- ardaginn 25. nóvember kl. 16. Einn- ig verður til sýnis og sölu ævintýra- bókin Margj: býr í sjónum sem Gerð- ur samdi og myndskreytti. Hún er nýkomin út á vegum Fjölva. Gerður útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands, auglýsinga- deild 1978. Hún hefur einnig stundað nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún tók þátt í Óháðri listahátíð 1993. Sýningin stendur til 5. desember. Listakvöld í Djúpinu THEATER, leik- og listafélagið sem setti upp rokkóperana Lindindin nú í haust, er nú að fara af stað með listakvöld í Djúpi Hornsins, Hafnar- stræti, alla fimmtudaga fram að ára- mótum. Þarna er um að ræða smáleikrit, ljóðalestur, tónlist og aðra gjörninga flutta af ungu fólki. í framhaldi af listakvöldunum verður gefin út bók með verkum ungra höfunda. Síðustu sýn- ingar á Stræti SÍÐUSTU sýningar á Stræti eftir Jim Cartwright hjá Leikfélagi Kefla- víkur eru nú um helgina. 9. sýning föstudaginn 24. nóvem- ber kl. 21. 10. sýning sunnudaginn 26. nóvember kl. 21. Sýningin er bönnuð innan 14 ára. Miðaverð er 1.200 kr. og sýnt er í Félagsbíói í Reykjanesbæ. svörun og það að vera snöggur upp á lagið er kostir sem nýtast einkar vel í skemmtilegum orð- hnippingum að hætti Jónasar. Meiri hraði hæfir leikritinu betur, enda er ég viss um að þegar þess- ar iínur birtast verða Hvergerðing- ar búnir að setja á fulla ferð áfram. Sigurður Blöndal er ágætlega öfgakenndur og hæfilega vit- grannur breskur offiseri og Rúnar Hartmannsson mikið sjentilmenni inn við beinið og sjarmör sem vita- vörðurinn á Skjaldhömrum (þótt ekki hefði ég viljað telja lýsnar á fletinu hans). Sigríður Valgeirs- dóttir var í eina kvenhlutverkinu sem eitthvað kvað að, sem lautin- ant Stanton, og hún sótti í sig veðrið er leið á sýninguna. Þarna hafa margir lagt hönd á plóginn í litlu samfélagi tii að skemmta sér og öðrum, og tóku Hvergerðingar á frumsýningu leikritinu vel og klöppuðu leikstjór- anum Önnu Jórunni Stefánsdótt- ur, verðskuldað lof í lófa að sýn- ingu lokinni. Magnús hefur tekið þátt í óperuuppfærslum hjá Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn og er fastráðinn þar við óperukórinn. Magnús hefur sungið ýmis ein- söngshlutverk með kórum og hlut- verk eins og Requiem eftir Verdi. Á tónleikunum í Jónshúsi mun Magnús flytja blandaða tónleika- dagskrá meðal annars íslensk lög, ítalska tónlist og söngleikjatónlist. Einnig mun hann flytja jólalög. SÍÐASTA sýning Furðuleikhússins á barnaleikritinu Bétveir verður á sunnudaginn. Geimveran Bétveir kveðurjörðina Græsku- laust gaman Guðbrandur Gíslason Söngskemmtun í Jónshúsi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.