Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins um áhrif uppsagnar samninga Launahækkun um áramótin fellur niður ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram: kvæmdastjóri VSÍ, segir að ef ASÍ segi kjarasamningunum upp um áramót verði launahækkun, sem þá átti að koma til framkvæmda, ekki greidd. Samningar gera ráð fyrir að laun hækki um áramót u.þ.b. 3% ef þeir gilda út næsta ár. „Ef réttilega er að uppsögn samninga staðið falla allar hækkan- ir um áramót úr gildi. Það er bein- línis tekið fram í samningum að ef honum er sagt upp þá falli niður ákvæði um launahækkanir um ára- mót. Ef við metum það svo að rang- lega hafi verið að uppsögnum stað- ið verður málinu vísað til dómstóla með sérstakri málshöfðun. Desemb- ermánuður mun þá væntanlega fara í málavafstur fyrir dómstólum," sagði Þórarinn. Enginn fundur hefur verið boðað- ur í launanefnd ASÍ og VSÍ, en hún kom síðast saman til stutts fundar sl. laugardag. Fulltrúar í nefndinni hafa þó rætt óformlega saman. Nefndin þarf að komast að niður- stöðu fyrir 30. nóvember. Þórarinn sagði að greinargerð Þjóðhagsstofnunar, um mat á samningum opinberra starfsmanna, hefði haft talsverð áhrif á viðræð- urnar. Hann sagðist ekki bera brigður á tölur Þjóðhagsstofnunar, en sagðist hins vegar ekki vera alls kosta sáttur við túlkun forystu ASÍ á þeim. „Við teljum að það sé ekki eðli- legt að draga svona einfalda línu á milli samninga ASÍ annars vegar og samninga annarra hópa hins vegar eins og forysta ASÍ hefur gert. Okkur virðist að hækkanir einstakra hopa séu töluvert mis- munandi. Það er útaf fyrir sig áhyggjuefni að launakostnaðar- aukningin hjá ríkinu verður sýni- lega meiri heldur en á almenna markaðinum eins og mál standa núna á þessu tveggja ára samnings- tímabili." Dagsbrún segir upp Trúnaðarmannaráð Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar sam- þykkti samhljóða í gær að segja upp öllum gildandi kjarasamning- um. Uppsögnin tekur gildi 31. des- ember 1995. Samþykktin er í sam- ræmi við vilja félagsfundar í Dags- brún, sem haldinn var 19. október sl. VSÍ hefur mótmælt uppsögnun- um skriflega. ■ Hvað segja þau/12 Forstjóri Ríkisspítala Evróputónlistarverðlaun sjónvarpsstöðvarinnar MTV Vigdís Magnús- dóttir sett í stöðuna INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur ákveðið að setja Vigdísi Magnúsdóttur, hjúkr- unarforstjóra á Landspítala, í stöðu forstjóra Ríkisspítala tíma- bundið eða frá og með 1. desem- ber næstkomandi til 1. mars á næsta ári. Jafnframt hefur Ingólf- ur Þórisson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Landspítala, verið sett- ur til að gegna stöðu aðstoðarfor- stjóra Ríkisspítala sama tímabil. Auglýsingu starfsins frestað vegna viðræðna um samstarf Davíð Á. Gunnarsson lætur af embætti forstjóra Ríkisspítala um næstu mánaðamót og tekur við stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytinu. í fréttatilkynningu ráðuneytis- ins í gær segir að vegna þeirra viðræðna sem nú fari fram um aukið samstarf Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala hafi verið ákveðið að bíða með auglýs- ingu á starfi forstjóra Ríkisspítala þar til línur skýrðust um hvemig því samstarfi yrði háttað. Heil- brigðisráðherra leggi áherslu á að vinnu við könnun og undirbúning samstarfsins verði hraðað eftir föngum. BJÖRK Guðmundsdóttir var í gærkvöldi kosin söngkona ársins 1995 í Evrópukeppni MTV, Music Television, stærstu tónlist- arsjónvarpsstöðvar heims. Evrópsku tónlistarverðlaunin voru afhent á tónlistarhátíð í París. Tilkynningunni um val Bjarkar var vel fagnað og svo henni, þegar hún tók við verð- laununum. Hún flutti örstutta þakkar- ræðu og sagðist í lokin taka Björk kosin söngkona ársins verðlaununum sem miklum heiðri. Björk hefur nú tekið sér frí frá tónleikahaldi fram yfir ára- mót, en þá fer hún í hljómleika- ferð um Bretlandseyjar og eftir hana fer hún í tveggja mánaða tónleikaferð um Aussturlönd fjær. Bein útsending var frá verð- launaafhendingunni á dagskrá Stöðvar 2 og Stöð 3 opnaði MTV gervihnattarrás sína. Myndin hér að ofan er frá sjónvarpsútsendingunni og er Björk þar að taka við verðlaun- unum. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur Hundasvæðum fjölgað og lög- hlýðnir eigendur fá umbun HUNDAHALD verður áfram bann- að í Reykjavík samkvæmt drögum starfshóps innan Heilbrigðisnefnd- ar Reykjavíkur að samþykkt um hundahald í Reykjavík. Þó er heil- brigðisnefnd heimilt að veita lög- ráða einstaklingum undanþágu frá ákvæðinu gegn skilyrðum sam- þykktarinnar. Drögin voru harðlega gagnrýnd á opnum fundi heilbrigð- isnefndarinnar í gær. Önnur grein draganna skyldar hundaeigendur til að sækja um leyfi til að halda hund eigi síðar en mán- uði eftir að hann er tekinn á heimil- ið og hvolpa eigi síður en 4 mán- aða. Dveljist hundur tímabundið í Reykjavík skal skrá hann til bráða- birgða. Óleyfilegt er að halda hunda af bullterrier-kyni og blendinga af úlfum og hundum. Kvörtunum fjölgað Drögin gera ráð fyrir að borgar- yfirvöld iáti merkja ákveðin svæði í hveijum borgarhluta þar sem ekki megi vera með hunda. Einnig skuli merkja svæði í hverjum borgarhluta þar sem sleppa megi hundum laus- um innan afmarkaðs svæðis. Hjá starfshópnum kom fram að ákvæð- ið væri að erlendri fyrirmynd og eðlilegt væri að vinna vegna þess færi fram í tengslum við gerð aðal- skipulags. Hundaeigendur gagnrýndu drög- in harðlega og einn fundarmanna sagði að líkja mætti viðhorfinu til hundaeiganda við viðhorfið til lit- aðra í Suðurríkjum Bandaríkjanna á síðari hluta nítjándu aldar. Þó fram kæmi að einn fulltrúi starfs- hópsins hefði viljað leyfa takmarkað hundahald kom fram að ekki hefði þótt tímabært að leyfa hundahald. Ólafur F. Magnússon tók fram í því sambandi að fjöldi kvartana vegna lausra og óskráðra hunda hefði þrefaldast í borginni á síðustu tveimur árum. Hann og tveir aðrir viðstaddir fulltrúar í starfshópnum, Stefanía Traustadóttir og Sigur- borg Daðadóttir, lögðu áherslu á að í samþykktinni væri leitast við að umbuna löghlýðnum hundaeig- endum í gjaldskrá á kostnað hinna. Stefanía sagði að að vonir stæðu til að samþykktin stuðlaði að betra eftirliti og samskiptum með þeim afleiðingum að síðar þætti ástæða til að endurskoða hana. Nefna má að gjaldskrá gerir ráð fyrir að við fyrstu leyfisveitingu sé innheimt 100% gjald, eftir útrunninn frest er innheimt 150% gjald, en 50% fyrir annað leyfi á sama nafni sam- kvæmt drögunum. Við fyrstu af- hendingu handsamaðs hunds með leyfi og ef eftirlitsgjald og vottorð eru í skilum við handsömun er inn- heimt 50% gjald en við aðra, þriðju o.fl. afhendingar 150% gjald. Tvíburarnir hressast TVÍBURABRÆÐURNIR, sem fluttir voru í sjúkraflugi frá Grænlandi aðfaranótt miðviku- dags, eru orðnir talsvert hress- ari en þeir voru við komu til landsins. Annar þeirra átti þá í vægum öndunarerfiðleikum auk þess sem grunur lék á að hann hefði fengið sýkingu. Að sögn Sigurðar Þorgrímsson, barna- læknis á kvennadeild Landspít- alans, eru þeir á góðri bataleið. Sagði Sigurður að nú þyrftu drengirnir bara að þyngjast svo- lítið og síðan ættu þeir að geta farið heim. Sendiherra Rússlands Athugasemd gerð við leið- ara D V SENDIHERRA Rússa á íslandi gerði athugasemd við leiðara Dagblaðsins undir yfírskriftinni „Forseti Rússlands er róni“ í samtali við Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra í utanríkis- ráðuneytinu, fyrir skömmu. Helgi sagðist ekki hafa verið á landinu þegar leiðarinn birtist fímmtudaginn 26. október sl. Eftir að hann kom heim átti hann viðræður við sendiherrann og sagði hann á þeim fundi að sér mislíkuðu skrifin. Helgi sagðist hafa svarað honum því til að blaðaskrif væru frjáls í ' landinu og ráðuneytið gæti ekki haft afskipti af málinu. Öryggiskerfi að láni „Síminn rauðglóandi“ „SÍMALÍNUR voru rauðglóandi allan daginn og nú þegar eru nokkrir tugir húseigenda komn- ir á biðlista vegna uppsetningar á búnaðinum,“ sagði Hannes Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Securitas hf. i gær. Securitas auglýsti í Morgun- blaðinu í gær að fyrirtækið hefði ákveðið að bjóða hveiju heimili á landinu að láni án stofnkostn- aðar fullkomið öryggiskerfí. Kerfíð er samsett af stjómstöð, tveimur hreyfískynjumm, reyk- skynjara og sírenu. Kerfið er gangsett með einu handtaki þegar húsið er yfírgefíð eða gengið til náða og eftir það tengist það stjórnstöð Securitas. Tenging við stjórnstöðina með fyrrgreindri þjónustu kostar rúmar 4.000 þúsund krónur á mánuði. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsinga- blað frá Nóatúni í tilefni af 30 ára afmæli verzlunar- innar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.