Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 17 Tekjur minnkuðu af erlendum ferðamönnum í sumar Helmingi færri ráðstefnu gestir en ífyrra ERLENDIR ráðstefnugestir sem komu hingað til lands í júní, júlí og ágúst nú í ár voru um 2 þús- und talsins samanborið við rúm- lega 4 þúsund gesti á sama tíma í fyrra eða um helmingi færri. Þetta er ein af ástæðum þess að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu drógust saman um 1% á þessum tíma miðað við sömu mánuði í fyrra, að sögn Magnúsar Odds- sonar, ferðamálastjóra. Magnús bendir á að fleira komi til og hafa verði í huga að hér sé um samanburð að ræða við metsumar í fyrra þegar Landsmót hestamanna og fleiri stórviðburðir skiluðu miklum tekjum. „Hins vegar hef ég áður bent á það að ef tekjur aukast ekki þrátt fyrir auknar fjárfestingar þurfa fleiri að skipta á milli sín sömu tekjum. Þetta á að vera okkur áhyggjuefni og leiðir hug- ann að því hvort aukið framboð í sumar hafi hugsanlega leitt menn út í meiri afslætti en fyrr. Aukið framboð er engin ávísun á meiri tekjur. Mestu skiptir að við séum samkeppnishæf, ekki síst í markaðssetningunni og sölunni. Þetta er enn frekari áminning því aukning á fjölda erlendra gesta í sumar var að mínu mati ekki næg. Þá vitum við einnig að auk- inn hlutur erlendra aðila í sölu íslandsferða í sumar, þ.m.t. flutn- ingsaðila, kemur ekki fram hjá Seðlabankanum. Það ánægjulega er auðvitað að fyrstu níu mánuðina hafa tekjur aukist um 1,6 milljarða frá sama tíma í fyrra, þó sú aukning verði öll á fyrstu sex mánuðum ársins. Þær voru 15 milljarðar í ár samanborið við 13,4 milljarða í fyrra eða 14% meiri.“ OPEC ákveður olíukvóta Vín. Reuter. SAMTÖK olíusöluríkja, OPEC, hafa komið sér saman um að takmarka olíuframleiðslu sína við núverandi kvóta á fyrri hluta næsta árs. Samþykkt var á tveggja daga ráðherrafundi 11 aðildarlanda OPEC í Vín að framleiðslan yrði ekki meiri en 24.52 milljónir tunna á dag þriðja árið í röð. Verð á olíu hefur verið innan við 17 dollara tunnan þrátt fyr- ir þá stefnu OPEC að koma verðinu í 21 dollar. Um fátt annað var að ræða en að halda áfram að takmarka framleiðsl- una. Verð á Norðursjávarolíu breyttist lítið sem ekkert og er það enn um 16.75 dollarar tunnan. Mikið úrval af bómullan-, satin- og silki- nærfatnaði og náttfatnaði. Opið laugardag frá kl. 11-16 KN’.CKB R30X Sendum í póstkröfu sia þig! !< N ! C’.< K R3 0X Laugavegi 62, slmi 551 5444, fáx 551 5446. vKRISTALL Tilboðsda ítölsk hjólaborð, speglar og blómasúlur í miklu úrvali. Lampar yfir 100 gerðir Faxafeni - bláu húsunum Sími 568 4020 heítasta rokkbandið í evrópu/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.