Morgunblaðið - 24.11.1995, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.11.1995, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 17 Tekjur minnkuðu af erlendum ferðamönnum í sumar Helmingi færri ráðstefnu gestir en ífyrra ERLENDIR ráðstefnugestir sem komu hingað til lands í júní, júlí og ágúst nú í ár voru um 2 þús- und talsins samanborið við rúm- lega 4 þúsund gesti á sama tíma í fyrra eða um helmingi færri. Þetta er ein af ástæðum þess að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu drógust saman um 1% á þessum tíma miðað við sömu mánuði í fyrra, að sögn Magnúsar Odds- sonar, ferðamálastjóra. Magnús bendir á að fleira komi til og hafa verði í huga að hér sé um samanburð að ræða við metsumar í fyrra þegar Landsmót hestamanna og fleiri stórviðburðir skiluðu miklum tekjum. „Hins vegar hef ég áður bent á það að ef tekjur aukast ekki þrátt fyrir auknar fjárfestingar þurfa fleiri að skipta á milli sín sömu tekjum. Þetta á að vera okkur áhyggjuefni og leiðir hug- ann að því hvort aukið framboð í sumar hafi hugsanlega leitt menn út í meiri afslætti en fyrr. Aukið framboð er engin ávísun á meiri tekjur. Mestu skiptir að við séum samkeppnishæf, ekki síst í markaðssetningunni og sölunni. Þetta er enn frekari áminning því aukning á fjölda erlendra gesta í sumar var að mínu mati ekki næg. Þá vitum við einnig að auk- inn hlutur erlendra aðila í sölu íslandsferða í sumar, þ.m.t. flutn- ingsaðila, kemur ekki fram hjá Seðlabankanum. Það ánægjulega er auðvitað að fyrstu níu mánuðina hafa tekjur aukist um 1,6 milljarða frá sama tíma í fyrra, þó sú aukning verði öll á fyrstu sex mánuðum ársins. Þær voru 15 milljarðar í ár samanborið við 13,4 milljarða í fyrra eða 14% meiri.“ OPEC ákveður olíukvóta Vín. Reuter. SAMTÖK olíusöluríkja, OPEC, hafa komið sér saman um að takmarka olíuframleiðslu sína við núverandi kvóta á fyrri hluta næsta árs. Samþykkt var á tveggja daga ráðherrafundi 11 aðildarlanda OPEC í Vín að framleiðslan yrði ekki meiri en 24.52 milljónir tunna á dag þriðja árið í röð. Verð á olíu hefur verið innan við 17 dollara tunnan þrátt fyr- ir þá stefnu OPEC að koma verðinu í 21 dollar. Um fátt annað var að ræða en að halda áfram að takmarka framleiðsl- una. Verð á Norðursjávarolíu breyttist lítið sem ekkert og er það enn um 16.75 dollarar tunnan. Mikið úrval af bómullan-, satin- og silki- nærfatnaði og náttfatnaði. Opið laugardag frá kl. 11-16 KN’.CKB R30X Sendum í póstkröfu sia þig! !< N ! C’.< K R3 0X Laugavegi 62, slmi 551 5444, fáx 551 5446. vKRISTALL Tilboðsda ítölsk hjólaborð, speglar og blómasúlur í miklu úrvali. Lampar yfir 100 gerðir Faxafeni - bláu húsunum Sími 568 4020 heítasta rokkbandið í evrópu/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.