Morgunblaðið - 24.11.1995, Síða 25

Morgunblaðið - 24.11.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 25 LISTIR Morgunblaðið/Árni Helgason LEIKARAR í Leikfélaginu Grímni sýna hvernig lífið í sveitinni gekk fyrir sig. Leikfélagið Grímnir sýnir Svein sáluga í Spjör Bústaðakirkja Kveðjutónleikar Lúðra- sveitar verkalýðsins Nýjar bækur Skáldsaga eftir Helga Ingóifsson SKÁLDSAGAN Letr- að í vindinn - Þúsund kossar eftir Helga Ingólfsson er komin út. Sagan er' sjálfstætt framhald verðlauna- skáldsögu Helga, Letrað í vindinn - Samsærið, sem hlaut bókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar á síðasta ári. í þessari nýju bók leiðir höfundur les- endur sína inn í heim Rómveija á viðsjár- verðum tímum skömnmu áður en Júl- íus Cesar er myrtur. Andrúmsloft- ið er lævi blandið og gjörðir flestra í opinberu lífi stjórnast af valda- fíkn og fégræðgi. Margt stór- mennið kemur við sögu, þar á meðal Pompejus og Cíceró, auk Caesars. Skáldinu Catúllusi og vinum þeirra er fylgt í sorgum þeirra og ástum, einkum þó ást skáldsins á hinni spilltu og vergjörnu Kládíu sem reynist örlagavaldur i lífi margra. „I sögunni Letrað í vindinn - Þúsund kossar tvinnast sam- an yfirgripsmikil þekking sagnfræð- ingsins og frásagnar- gleði höfundarins, Helga Ingólfssonar, en hann hefur um nokkurt skeið kennt sagnfræði við Menntaskólann í Reykjavík," segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Letrað í vindinn er 4 71 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Margrét E. Laxness hannaði kápuna. Verð 3.880 kr. Helgi Ingólfsson Stykkishólmi. Morg’unblaðið. LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykk- ishólmi frumsýndi nú um daginn leikritið „Sagan um Svein sáluga í Spjör og samsveitunga hans“ eftir þær Onnu Kristínu Kristjáns- dóttur og Unni Guttormsdóttur. Leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir. Leikendur eru 11 og þar eru nokkrir sem eru að stíga sín fyrstu spor á Ieiksviði. Og miðað við hve vel þeim tókst upp er öruggt að sporin eigai eftir að verða fleiri á sviðinu. Leikritið er ekki efnism- ikið, en hnittin tilsvör og góður Ieikur fær gesti til að hlæja og hafa gaman af. Þetta er 30. verkefni félagsins á tæpum 30 árum. Það er þvi óhætt að segja að starfsemi félags- ins hafi verið blómleg og það er vel Iifandi í dag. Það er dugmikil sljórn sem stýrir nú leikfélaginu og er formaður hennar Guðmund- ur Bragi Kjartansson. LÚÐRASVEIT verkalýðsins held- ur árlega hausttónleika sína í Bústaðakirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru meðal annars verk eftir Tchaikov- sky, Garbriel Fauré, Frank Erick- son, Trevor L. Sharpe, Stevie Wonder, Malcolm Arnold, Atla Heimi Sveinsson og Emil Thorodd- sen að ógleymdum John Philip Sousa. Tónleikarnir eru kveðjutónleik- ar stjómanda sveitarinnar til síð- ustu fímm ára, Malcolm Holloway. Lagaval á tónleikunum tekur mið af því og verða eingöngu flutt nokkur af þeim verkum sem best þykja hafa tekist í flutningi sveit- arinnar á síðustu fimm árum. Alls eru hljóðfæraleikarar í Lúðrasveit- inni 48 talsins. Adidasvörur í miklu úrvali. Sportkringlan Kringlunni, sími 568 6010. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en sú nýbreytni er tekin upp með þessum tónleikum að tónleikagestum gefst færi á að styrkja gott málefni í leiðinni. Að þessu sinni verður tekið við fijáls- um framlögum í hléi til styrktar aðstandendum Marínar Hafsteins- dóttur, litlu stúlkunnar sem bíður hjartaaðgerðar í Bandaríkjunum. Scetirsófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - slmi 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. Sími 555 0202 og 555 3848 Dögg í Hafnarfirði er 20 ára Af því tilefni bjóðum við 20% afslátt af öllum vörum þessa helgi og allir viðskiptavinir fa óvæntan giaðning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.