Morgunblaðið - 24.11.1995, Side 14

Morgunblaðið - 24.11.1995, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján Höldur keypti Glerhúsið HÖLDUR hf. hefur keypt Glerhús- ið við Hafnarstræti. Það var í eigu Landsbankans sem leysti það til sín eftir gjaldþrot Blómahússins í fyrra. Steingrímur Birgisson hjá Höldi sagði verðið sanngjarnt, en bank- inn tók fasteign í eigu fyrirtækis- ins í Glerárhverfi upp í kaupverðið. í vetur verður unnið að nauðsyn- legum breytingun) á húsnæðinu. Rekin verður bílasala í norðurhluta þess, veitingasala í miðjunni en suðurhlutanum hefur ekki verið ráðstafað. Gert er ráð fyrir, að sögn Steingríms, að taka húsið í notkun með vorinu. „Okkur þótti synd að horfa upp á þetta hús ónotað,“ sagði Steingrímur. Fjórir bílar í árekstri FJÓRAR bifreiðar komu við sögu í umferðaróhappi á mótum Þórunnarstrætis og Mímisvegar snemma í gærmorgun. Strætis- vagn, sem ekið var niður Mímis- veginn frá Verkmenntaskólan- um á Akureyri, rann til og út á Þórunnarstrætið í veg fyrir fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins hugðist forðast árekstur við vagninn og sveigði bílinn að austurkanti götunnar, en sá of seint að þar var ökumaður fólks- bíls í óða önn að gefa öðrum ökumanni straum á bíl sinn. Þannig ók strætisvagninn á bíl- inn sem ekið var suður Þórunn- arstræti sem aftur lenti á þeim sem var að gefa strauminn, sá kastaðist til á straumlausu bif- reiðina, en stúlka sem henni ók var að opna vélarhlíf hennar þegar óhappið varð og féll hún við höggið í götuna. Að sögn varðstjóra lögreglunnar slapp hún án teljandi meiðsla. Forstöðumaður upplýsingamiðstöðvar ferðamála Guðmundur Heiðar Birgisson ráðinn GUÐMUNDUR Birgir Heiðarsson markaðsfræð- ingur hefur verið ráðinn, forstöðumaður Upplýs- ingamiðstöðvar ferðamála í Eyjafirði. Hann hefur störf 1. desember næst- komandi. Upplýsingamið- stöðin er ný af nálinni en að henni standa sveitar- félög í Eyjafirði. Guðmundur er fæddur í Reykja- vík árið 1966. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann og lauk því árið 1987. Hann var sveitarstjóri í Súðavík 1987-’88 og starfaði við verslunarstörf og ferðaþjónustu í Reykjavík til ársins 1991, en þá hóf hann nám í markaðsfræðum í Norg- es Markads Högskole. Hann tók BS-gráðu frá skólanum á síðasta ári og hefur frá þeim tíma unnið að því að setja á stofn og koma af stað ferðaskrifstofu á vegum Úr- vals-Útsýnar. Sérleyfisbílar Akureyrar hafa annast rekstur upplýs- ingamiðstöðvar fyrir ferða- menn fyrir Akureyrarbæ og svo verður áfram. Með starfsemi Upplýsingamið- stöðvar ferðamála í Eyja- firði er ætlunin að efla starfsemina, en í upphafi verður aðstaða í húsi Byggðastofnunar við Strandgötu. „Mér líst afar vel á þetta starf, þetta er spennandi verkefni," sagði Guðmundur. Hans fyrstu verkefni verða á sviði stefnumótunar. „Ég þarf svo að komast í samband við ferðaþjónustuaðilana á svæðinu og fulltrúa í sveitarstjórnum og heyra í þeim hljóðið. Síðan verður unnið að stefnumótun í samræmi við það hvað menn hugsa sér þetta veiga- mikinn þátt,“ sagði Guðmundur. Sambýliskona hans er Anna Hild- ur Guðmundsdóttir, en hún er frá Akureyri. Stórframkvæmdir syðra Vantar mótvægi á landsbyggðinni JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að íbúar lands- byggðarinnar horfi eflaust til þess að Akureyringar hefji umræðu sem hljóti að koma upp í kjölfar stækk- unar álvers í Straumsvík og hug- myndir um byggingu álvers á Grundartanga. Hann nefndi einnig stórframkvæmd við fyrirhuguð Hvalfjarðargöng og sérstakt átak í umferðarmálum í Reykjavík, m.a. stórt verkefni við Höfðabakkabrú. Öll þessi stóru verkefni væru á höfuðborgarsvæðinu. „Ég á von á að við munum fljót- lega spyrja ráðamenn hvað eigi að gera til mótvægis hér á „eyfirska efnahagssvæðinu“. Akureyri hefur visst höfuðstöðvarhlutverk og menn horfa til okkar varðandi það að hefja þessa umræðu," sagði Jakob. Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, vakti mál á þessu á fundi bæjarstjórnar og lagði til að sent yrði heillaóskaskeyti suður vegna þessara stóru verkefna, en jafn- framt yrði því beint til stjórnvalda hvort fyrirhugað væri að leggja meiri fjármuni í framkvæmdir á Eyj aij arðarsvæðinu. Morgunblaðið/Kristján SYSTURNAR Hulda og Brynja Jónsdætur þurftu eins og aðrir ökumenn að sópa snjó af bíl sínum í gærmorgun. Nú þarf að skafa Þijú tilboð í skrifstofuhúsgögn í Glerárgötu 26 Fjölbreytt starfsemi verður í húsínu ÞRJÚ tilboð bárust í skrifstofuhús- gögn sem Akureyrarbær bauð út og notuð verða í húsnæði við Glerárgötu 26. Þau eru frá GSK og Vörubæ, Tölvutæki/Bókval og Pennanum og Á. Guðmundssyni og Tölvu- tæki/Bókvali. Ákveðið verður á fundi bæjarráðs á mánudag hvaða tilboði verður tekið. í útboði er gert ráð fyrir að húsgögnin verði afhent við húsið 15. desember næstkomandi. Húsið er fjórar hæðir og er hver um 440 fermetrar. Starfsmenn Tré- verks hf. á Dalvík hafa verið að vinna í húsinu, sem smám saman er að verða tilbúið. Á efstu hæð þess er skrifstofa Svæðisstjómar um málefni fatlaðra á Norðurland eystra og var hún formlega tekin í notkun um liðna helgi. Á þriðju hæð hússins flytur Fé- lagsmálastofnun Akureyrar og á sú hæð að verða tilbúin 1. desember næstkomandi. Þá verður önnur hæð hússins tilbúin 1. mars á næsta ári en þangað er fyrirhugað að flytja starfsemi íþrótta7 og tómstundafull- trúa og skóla- og menningarfulltrúa og einnig leikskóladeild bæjarins. Vinnumiðlunarskrifstofan hefur þegar flutt starfsemi sina í tengi- byggingu neðstu hæðar hússins, en við hlið hennar, á neðstu hæðinni verður Fræðsluskrifstofan á Norð- urlandi eystra. NORÐAN hvassviðri með snjó- komu gerði ökumönnum gramt í geði í gærmorgun, þeir þurftu nú að tína til sköfurnar og sópa snjó af bilum sínum en ef undan er skilið norðanáhlaupið í lok október hefur tíð verið góð það sem af er hausti á norðanverðu landinu. Færð spilltist ekki á götum Akureyrar en nokkuð blint var framan af degi. Varðstjóri lög- reglunnar sagði að nokkrir öku- menn hefðu lent í ógöngum, margir væru á svo lélegum dekkj- um. „Þetta voru nagladekk fyrir þremur árum,“ sagði Matthias Einarsson. „Það er peningaleysi og menn eru að spara, en þetta getur verið dýrkeyptur sparnað- ur, menn blekkja bara sjálfa sig.“ Heimir heldur tvenna tón- leika KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði efnir til tónleika í Dalvíkurkirkju á laugardag, 25. nóvember, kl. 17.00 og í Glerárkirkju á Akureyri kl. 21.00 sama dag. Á tónleikunum verða m.a. kynnt lög af nýútkomnum geisladisk kórsins, Dísir vors- ins, en á honum er að finna 21 lag, aílt frá léttum lögum til óperukóra, þekkt og ný eft- ir innlenda og erlenda höf- unda. Kórfélagar eru um 60 tals- ins, stjómandi er Stefán R. Gíslason og undirleikarar Thomas Higgerson og Jón Gíslason. Einsöngvarar eru Jón Gíslason, Pétur Pétursson, Sigfús Pétursson og Hjalti Jóhannsson. Tví- og þrísöng syngja þeir Álftagerðisbræð- ur, Sigfús, Gísli og Pétur Pét- urssynir og Bjöm Sveinsson. Fimm lista- menn sýna í Heklusalnum FIMM listamenn sýna verk sín á myndlistarsýningu í sal Gall- erís AllraHanda í Hekluhúsinu en hún verður opnuð á morg- un, laugardaginn 25. nóvem- ber, kl. 15.00. Þeir sem taka þátt í sýning- unni eru Aðalsteinn Vest- mann, Akureyri, Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sandi, Aðal- dal, Hörður Jörundsson, Krist- jana F. Arndal og Örn Ingi Gísjason, öll á Akureyri. Á sýningunni er fjöldi verka, olíumálverk, vatnslitamyndir og textílverk. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 15.00 til 18.00 fram til 11. desember næstkomandi. Ljósmynda- sýningu að ljúka LJÓSMYNDASÝNINGU Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur í Deiglunni lýkur á sunnudag, 26. nóvember. Sýningin ber heitið „Af klettum og steini" og er við- fangsefnið steinar af ýmsu tagi, bæði úr náttúrunni og manngerðir. Allar myndirnar eru handlitaðar. Inga Sólveig er menntuð í Bandaríkjunum og hefur sýnt þar, í Rúss- landi, Englandi og hér heima. Sýningin er opin frá kl. 14.00 til 18.00. Norðurland eystra Staða skatt- stjóra laus STAÐA skattstjóra í Norður- landsumdæmi eystra er laus til umsóknar og rennur frestur til að sækja um stöðuna út 4. desember. Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem verið hefur skattstjóri í umdæminu lætur senn af störfum en hann hefur ráðið sig til starfa hjá Olíudreifingu ehf. sem hefur starfsemi um áramót.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.