Morgunblaðið - 24.11.1995, Page 15

Morgunblaðið - 24.11.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UNGIR krakkar í þjálfun í íþróttaskólanum á Egilsstöðum. íþróttaskóli fyrir böm Egilsstöðum - Á Egilsstöðum hefur undanfarin ár verið starf- ræktur íþróttaskóli fyrir börn á aldrinum 3-6 ára. Skólinn hefur aðsetur í íþróttahúsinu á Egils- stöðum og er einu sinni í viku. Þátttaka hefur verið góð en um 30-40 börn koma í fylgd foreldra eða systkina. Hópnum er skipt í tvennt og mæta 3-4 ára börn í annan hópinn og 5-6 ára í hinn. Hver tími tekur eina klukku- stund og er ýmist farið í hreyfi- leiki eða í þrautir og æfingar í tækjum íþróttahússins. Kennar- ar íþróttaskólans eru Árni Óla- son og Hólmfríður Jóhannsdótt- ir. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal KOLFINNA Þorfinnsdóttir og Ásvaldur Sigurðsson, eigendur verslunarinnar Nesbakka. Nýir eigendur að útibúi Kaupfélagsins Fram HJÖNIN Kolfinna Þorfinnsdóttir og Ásvaldur Sigurðsson hafa ný- lega keypt og hafíð rekstur á Bak- kaútibúi þrotabús Kaupfélagsins Fram. Verslunin, sem nefnist Nes- bakki, er dagvöruverslun og er opin alla daga vikunnar frá kl. 10-19. Ásvaldur var áður verslun- arstjóri hjá Kaupfélaginu Fram. Nýtt kirkjuorgel sett upp á Isafirði ísafirði. Morgunbiaðið FYRIR nokkru var hafist handa við uppsetningu á nýju 22 radda pípu- orgeli í ísafjarðarkirkju. Til verks- ins komu íjórir orgelsmiðir frá framleiðandanum P. Bruhn & Sön Orgelbyggeri í Aarslev á Suður-Jót- landi í Danmörku. Áætlað er að uppsetningin taki um tvær vikur og að henni lokinni munu tveir sérfræðingar til viðbótar mæta á staðinn og stilla-gripinn, sem óneitanlega setur mikinn svip á kirkjuna. Ráðgert er að þeirri vinnu verði lokið fyrir jól, en allt bendir til að orgelið verði ekki vígt fyrr en í byijun nýs árs, þar sem væntanlegur orgelleikari á eftir að læra á gripinn. ,Þegar uppsetningu orgelsins lýkur kemur sérstakur stillari til bæjarins ásamt aðstoðarmanni og fara yfirhljóminn á hverri pípu fyr- ir sig, en þær eru um 1.400 tals- ins. Það má því reikna með því að orgelið verði búið að fá sinn rétta tón um jólin, en það er ekki víst að hægt verði að nota það við jóla- guðsþjónustuna, vegna þess að org- anistinn á eftir að læra á gripinn. Hann sest ekki strax niður og fer að spila, og þarf því að kynnast gripnum. Því er stefnt að því að orgelið verði vígt með formlegum hætti snemma á nýárinu," sagði Björn Teitsson, formaður sóknar- nefndar ísafjarðar. Fullfrágengið kostar orgelið um 25 milljónir króna og hefur það að mestu verið fjármagnað með gjaf- afé, aðallega frá fyrirtækjum á svæðinu, sem tengd eru sjávarút- vegi. Morgunblaðið/Halldór. DÖNSKU orgelsmiðirnir höfðu í nógu að snúast við uppsetningu orgelsins, er ljós- myndari blaðsins kom við í kirkjunni á mánudag. Þjónustu- húsnæði tekið í notkun Dalvík - Um síðustu helgi fluttu nokkrar verslanir og þjónustufyrir- tæki á Dalvík undir sama þak á Hafnarbraut 7, þar sem fyrirtækið Haraldur hf. rak áður fiskverkun. Þegar fyrirtækið hætti starfsemi eignaðist Dalvíkurbær húsnæði þess sem er um 1.500 fermetrar og seldi síðan fyrirtækjum pláss í húsinu undir ýmsan rekstur. Meðal þeirra sem eru í húsinu eru blómaverslunin Ilex, fataversl- unin Kotra, fatahreinsunin Þernan og myndbandaleigan Ásvídeo, á efri hæð. Á neðri hæðinni framleið- ir fyrirtækið Hreinn hf. hreinlætis- vörur og þar er Eimskip einnig með aðstöðu ásamt afgreiðslu Dreka hf. Undanfarið hefur verið unnið að breytingum á húsnæðinu með tilliti til breyttrar starfsemi en Teiknistofa Hauks Haraldssonar á Akureyri sá um hönnun á þeim breytingum. Morgunblaðið/Albert Kemp Rex kominn í heimahagana Fáskrúðsfirði - Báturinn Rex NS-3 er nú aftur kominn í heimahagana á Fáskrúðsfirði. Einar Sigurðsson skipasmiður byggði bátinn árið 1964 en Ein- ar starfaði á Fáskrúðsfirði nán- ast alla sína starfsævi og byggði mörg skip og báta. Rex var búinn að vera víða á landinu, síðast í eigu Árna Jóns Sigurðssonar á Seyðisfirði. Hann gaf hann til Fáskrúðs- fjarðar. Ætlunin að gera bátinn upp og varðveita á staðnum til minn- ingar um Einar. Hárgreiðslu- fólk á nám- skeið erlendis Egilsstöðum - Nýverið stóð Félag hárgreiðslu- og hárskerameistara á Austurlandi fyrir námsferð fyrir félagsmenn sína til Glasgow í Skot- landi en námskeiðið var hjá Ritu Rusk. Leiðbeinendur voru tveir Roz Main - Artistic Director og Eibhlin Docherty - Art Team og kenndu þeir nýjustu tækni í hárklippingum. Námskeiðið var sérstaklega skipu- lagt fyrir félagið á Austurlandi og sóttu það 12 félagar frá 7 stöðum á Austurlandi. F Nýkomin: ^ Skinnefni Vatteruð spariefni Rósótt flúnel Stór tölusending Ný fatamerki Dragtaefni Samkvæmisefni Fínt flauel o.fl., o.fl. C'VIRKA MÖRKINNI 3 ».ý (VIÐ SUÐURLANDSBRAUT) SÍMI 568 7477 JNttgtiitHbiMfe - kjarni málsins! Sölusýning á sturtubúna&l Laugardag frá kl. 10-16, sunnudag frá 12-16 Fráé**interbath< FM Mattsson Hitastýrð blöndunartæki frá FM Mattsson í Mora, Svíþjóð. Froste Mattsson hóf kranaframleiðslu sína 1865, sem gerði sænska bæinn Mora að þekktasta i kranaframleiðslubæ ' Evrópu. WP&'~FM. Mattsson er einn virtasti JW framleiðandi •jPa blöndunar-, og hitastýritækja og er ^ framleiðslan seld í öllum ^ heimsálfum. Sturtuhausar og handsturtur með nuddi, allt að 6 stillingar fyrir vatnið, hreinsanlegir. Sundhallarsturtu- hausar, sturtu- stangir. Litir: hvítt, króm, gull. Sturtuhengi. Sturtuklefar, öryggisgler eða styrloplast sturtuhorn 70-90 cm. Bogasturtur, með eða án botns, 80 eða 90 cm. Sturtuhlífar á baðkör. tryggi' Síöumúli 34 (Fellsmúlamegin) • Sími 5887 332

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.