Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Þingmönn-
um boðið í
veislu til
Bessastaða
Árni Sæberg
Baldur ætlar
ekki að áfrýja
MÁLI Verkalýðsfélagsins Baldurs
á Isafirði verður ekki áfrýjað til
Hæstaréttar. Að öllum líkindum
mun Félagsdómur taka það til efn-
islegrar meðferðar í næstu viku.
Pétur Sigurðsson, formaður Bald-
urs, sagði að boðað yrði til félags-
fundar um helgina til að fjalla um
hvort félagið ætti að falla frá fyrri
ákvörðun um uppsögn samninga.
VSÍ vísaði uppsögn Baldurs til
Félagsdóms um síðustu mánaða-
mót. Lögmaður Baldurs krafðist
þess að málinu yrði vísað frá, en
því var hafnað. í gær tók lögmaður-
inn þá ákvörðun að áfrýja úrskurði
Félagsdóms ekki til Hæstaréttar.
Pétur sagðist síður eiga von á
að Baldur endurskoðað þá ákvörðun
sína að segja upp samningum.
Hann' sagðist sjálfur hvorki vera
sáttur við niðurstöðu launanefndar-
innar né yfirlýsingu ríkisstjómar-
innar.
Pétur sagðist vera þeirrar skoð-
unar að félögin hefðu ekki fram-
selt samningsrétt sinn í hendur
launanefndarinnar og þau hefðu því
rétt á að segja kjarasamningum
upp. Hann sagði að sú kjarabarátta
sem væri framundan yrði háð eftir
hefðbundnum leiðum. Félögin, sem
sagt hafa upp, myndu væntanlega
ræða saman og koma sér saman
um sameiginlega kröfugerð. I fram-
haldi af því yrði óskað eftir viðræð-
um við vinnuveitendur um nýjan
samning. Það færi síðan eftir við-
brögðum þeirra hvernig kröfunum
yrði fylgt eftir.
ÁRLEGT boð forseta íslands
fyrir alþingismenn, maka
þeirra og starfsmenn Alþingis
var haldið á Bessastöðum síð-
degis í gær. Fremst á mynd-
inni sjást Björn Bjarnason
menntamálaráðherra (t.v.) og
Ólafur G. Einarsson, forveri
hans í embætti og núverandi
forseti Alþingis, raða krásum
þeim, sem í boði voru, á diska
sína. Hlé var gert á umræðum
um búvörusamninginn m.a.
vegna þessa boðs, en á boð-
stólum voru landbúnaðaraf-
urðir af ýmsu tægi og marg-
víslegar tegundir aðrar.
Áhugafólk um menntun og rannsóknir við Háskóla íslands sameinast
Hollvmasamtök Háskólans
stofnuð á fullveldishátíð
STÚDENTAR við Háskóla íslands efna til full-
veldishátíðar í dag eins og venja er 1. desem-
ber ár hvert. Af dagskrárliðum má nefna að
þjóðarátaki fyrir bættum bókakosti verður form-
lega slitið og stofnuð verða samtök áhugafólks
um menntun og rannsóknir við Háskólann.
Samtökin hafa verið nefnd Hollvinasamtök
Háskóla íslands.
Hátíðarhöldin heQast með messu í Háskól-
akapellunni í aðalbyggingu Háskólans kl. 11.
Anna Pálsdóttir, guðfræðinemi, predikar og sr.
Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup í Skálholti,
þjónar fyrir altari. Organisti er Hörður Áskels-
son. Eftir messuna bjóða guðfræðinemar upp á
kaffiveitingar.
Kamilla Rún Jóhannsdóttir, framkvæmda-
stjóri Stúdentaráðs Háskóla íslands, leggur
krans á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum
við Suðurgötu kl. 12.30. Á eftir mælir Illugi
Jökulsson, rithöfundur, fyrir minni Jóns.
Þjóðarátaki fyrir bættum bókakosti verður
formlega slitið í Þjóðarbókhlöðunni kl. 13. Stúd-
entar efndu til þjóðarátaksins fyrir rétt rúmu
ári. Átakið hefur skilað um 30 milljónum króna
til bókakaupa og tímaritaáskrifta í Þjóðarbók-
hlöðuna. Við athöfnina verður afhjúpaður veg-
legur þakkarskjöldur með nöfnum u.þ.b. 25
stærstu styrkveitenda þjóðarátaksins.
Hátíðardagskrá
Árleg hátíðardagskrá í tilefni af fullveldisdeg-
inum verður að þessu sinni helguð stofnun
Hollvinasamtakanna. Hátíðardagskráin fer
fram í sal 2 í Háskólabíói og hefst kl. 14. Holl-
vinasamtökunum er ætlað að verða Háskólanum
öflugur bakhjarl og veita almenningi, kandídöt-
um frá Háskóla íslands sem og öðrum velunnur-
um skólans aðgang að fjölbreyttri starfsemi
hans.
Kynnir á athöfninni verður Regína Bjarna-
dóttir, hagfræðinemi, og hana setur Guðmundur
Steingrímsson, formaður SHÍ. Að því loknu
syngja og leika Ólafía Hrönn Jónsdóttir og tríó
Tómasar R. Einarssonar frumsamda tónlist.
Guðrún Erlendsdóttir, hæstaréttardómari, mæl-
ir fyrir stofnun Hollvinasamtakanna og Matthí-
as Johannessen, ritstjóri og skáld, flytur hátíðar-
ræðu. Háskólakórinn flytur Íslandsvísur eftir
Gylfa Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráð-
herra, og Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskól-
ans, flytur ávarp.
k
Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra telur æskilegt að endurvekja sjömannanefnd
ALÞINGI varð að grípa til
þessa úrræðis þegar ljóst
var að umræður um bú-
vörusamninginn og frumvarp um
löggildingu hans myndu dragast á
langinn og ekki takast að afgreiða
málið í tæka tíð, meðal annars
vegna þess að þingheimi var boðið
til árlegrar móttöku á Bessastöð-
um síðdegis í .gær.
Samþykkja þurfti lagafrumvarp
til að framlengja frestunarheimild
ráðherra og var það afgreitt upp
úr hádegi í gær.
„Ekki óskafrumvarp“
Afgreiðslu bú-
vörulaga frestað
Guðmundur Bjarnason landbún-
aðarráðherra sagði í umræðum um
málið á þingi aðfaranótt gærdags-
ins að breytingartillögurnar væru
smávægilegar og ekki ástæða til
að ætla að fulltrúar bænda eða
ríkisstjórnin rifti búvörusamn-
ingnum vegna þeirra.
„Ég held að líka megi segja að
samningurinn sem slíkur er ekki
óskasamningur og ég skil fyrir-
vara, sem fram hafa komið,“ sagði
Guðmundur.
í máli landbúnaðarráðherra
kom fram vilji til að hefja sam-
starf aðilja hinnar svokölluðu sjö-
mannanefndar, sem ríkisstjórnin
skipaði á sínum tíma og átti stór-
an þátt í búvörusamningnum frá
árinu 1992. Aðiijar vinnumarkað-
arins áttu sæti í þessari nefnd og
mæltust til þess að svipað fyrir-
komulag yrði haft við gerð þeirra
samninga, sem nú eru til umræðu
á Alþingi, en ríkisstjórnin og full-
trúar bænda ákváðu að halda
Alþingi samþykkti í gær breytingu á
búvörulögum, sem heimilar landbúnaðarráð-
herra að fresta ákvörðun um heildargreiðslu-
mark sauðfjárafurða fyrir verðlagsárið
1996-1997 til 6. desember, en fresturinn
átti að renna út í dag.
þeim utan við þennan búvöru-
samning.
Guðmundur sagði að samstarf
á borð við það sem varð með sjö-
mannanefndinni væri bæði „skyn-
samlegt og nauðsynlegt til að
skapa breiða samstöðu" um fram-
tíð landbúnaðar á íslandi.
Önnur umræða um búvöru-
samninginn, sem gerður var milli
ríkisstjórnarinnar og Bændasam-
taka íslands í byrjun október,
hófst klukkan sex á miðvikudag,
stóð fram yfir miðnætti og hófst
á ný klukkan tíu í gærmorgun.
Forseti Alþingis, Ölafur G. Einars-
son, mæltist í upphafi til þess að
þingmenn yrðu stuttorðir og
töluðu ekki lengur en í fimmtán
til tuttugu mínútur, en þegar Ág-
úst Einarsson, þingmaður Þjóð-
vaka á Reykjanesi, talaði í tæpar
tvær klukkustundir var Ijóst að
stjórnarliðum myndi ekki takast
að knýja fram afgreiðslu frum-
varpsins fyrir tilsettan tíma.
Gagnrýni stjórnarandstöðu
Stjórnarandstaðan gagnrýndi
ríkisstjórnina meðal annars fyrir
að ætla að knýja búvörufrum-
varpið fram á skömmum tíma.
Var haft á orði að svo mikilvægt
frumvarp þyrfti rækilegri umfjöll-
un en gefa hefði átt þingheimi
kost á.
En málið var ekki .aðeins gagn-
rýnt vegna vinnubragða stjórn-
valda. Ágúst Einarsson, þingmað-
ur Þjóðvaka á Reykjanesi, kvað
marga hafa bent á að það væri
helsti galli samningsins að í honum
váeri hvati til framleiðsluaukning-
ar, þvert á það yfirlýsta markmið
að draga úr framleiðslu.
Nokkrir stjómarliðar tóku til
máls. Árni M. Mathiesen, þing-
maður Sjálfstæðisflokks á Reykja-
nesi, kvað ýmislegt gagnrýni vert
í samningnum, en hann myndi
samt styðja hann. Tveir sjálfstæð-
ismenn, þeir Kristján Pálsson,
þingmaður á Reykjanesi, og
Hjálmar Jónsson, þingmaður í
Norðurlandskjördæmi vestra;
kváðust myndu styðja hann vegná
breytinganria.
Kristján sagði mikilvægt að
ákvæði um vísitölutengingu hefði
verið fellt úr lögunum. Slík teng-
ing hefði verið „stílbrot miðað við
stefnu ríkisstjórnarinnar og stefnu
á vinnumarkaði". Fyrir vikið gæti
Alþingi ákveðið hverju sinni hver
hækkun sauðfjárafurða yrði í stað
þess að hún yrði sjálfkrafa.
Þingmenn stjórnarandstöðunn-
ar efuðust um að þingið hefði þetta
vald og spurði Mörður Ámason,
varaþingmaður Þjóðvaka í Reykja-
vík, sem nú situr á þingi fyrir
Jóhönnu Sigurðardóttur, hvort
Alþingi gæti gert annað en stað-
festa orðinn hlut. Kristján svaraði
því til að þingið gæti „breytt þessu
ef það kærir sig um“.
Slátrað með fyrirvara um
samþykki Alþingis
Áður en önnur umræða um bú-
vörumálin hófst var stutt umræða
um störf þingsins. Sighvatur Björg-
vinsson, þingmaður Alþýðuflokks á
Vestfjörðum, gerði athugasemd við
það að þegar væri farið að útbýta
fé vegna samnings, sem ekki hefði
verið staðfestur, og gerðir hefðu
verið samningar um slátrun 30.000
sauðfjár með fyrirvara um sam-
þykki Alþingis.
„Hvað gerist ef reynir á fyrirvar-
ana,“ spurði Sighvatur. „Væntan-
lega sjá menn að ekki er hægt að
blása lífsandalofti í þijátíu þúsund
ær.“
Ekki tókst að ljúka annarri
umræðu um búvörufrumvarpið i
gær og voru þrír á mælendaskrá
þegar henni var slitið. Umfjöllun
um frumvarpið verður haldið
áfram eftir helgi og rennur frestur
til að afgreiða það út á miðviku-
dag.