Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ IMIÐURSTAÐA LAUNANEFNDAR Morgunblaðið/RAX VINNUVEITENDASAMBANDIÐ hélt sambandsstjórnarfund á Hótel Loftleiðum um hádegisbilið í gær og var þar samþykkt umboð til að semja við ASÍ. Ekkí marktæk frá- vik frá forsend- um kjarasamninga EFTIRFARANDI er niðurstaða launanefndar Alþýðusambands ís- lands og Vinnuveitendasambands íslands um forsendur kjarasamninga og breytingar á þeim. „í kjarasamningum aðildarsam- taka ASÍ og vinnuveitenda er ákvæði um sérstaka launanefnd sem m.a. skuli meta hvort marktæk frávik hafí orðið á samningsforsendum. Hafi forsendur ekki staðist skuli hvorum aðila heimilt að segja samn- ingum lausum. Launanefndin hóf störf í byijun nóvember og hélt níu formlega fundi. í starfi nefndarinnar hefur einkum reynt á inat á þeim forsendum kjarasamninga aðila sem tilgreindar eru í samningsákvæðum, þ.e. verðlagsþróun og yfírlýsingu rík- isstjómar frá 20. feb. sl. Jafnframt hefur verið litið til launaþróunar á samningstímabilinu. Nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að verðlagsforsendur hafi staðist á árinu 1995 þar sem verð- bólga hefur orðið minni en í við- skiptalöndunum. Kaupmáttur hefur að sama skapi orðið meiri en við var búist við gerð kjarasamninganna í febrúar. Þó olli nokkrum áhyggjum skriða verðhækkana upp úr miðju ári, einkum á innlendu grænmeti, sem leiddi til meiri hækkunar verð- lags en eðlilegt var. Nefndin hefur vakið athygli ríkisstjórnar á þessari þróun oig aðstæðum seni hamla sam- keppni og halda uppi framleiðslu- kostnaði á mikilvægum matvælateg- undum. Nefndin telur þó að í ljósi fyrirheita ríkisstjómar um breyting- ar á forsendum verðmyndunar græn- metis, eggja, kjúklinga og svínakjöts sé þess að vænta að verðlagsþróun í heild verði viðunandi á næsta ári. Þannig verði tryggt að kaupmáttur launa geti áfram farið vaxandi. Mismunandi sjónarmið Mismunandi sjónarmið hafa verið um það hvort fyrirheit rjkisstjómar í tengslum við gerð kjarasamninga hafi að fullu verið efnd svo sem vænst var. Fyrir liggur að ríkisstjóm- in telur svo vera og atvinnurekendur gera ekki ágreining um þá afstöðu að svo stöddu, og það eins þótt boð- uð 0,5% hækkun tryggingagjalds hækki launakostnað umfram það sem að var stefnt. Fulltrúar ASÍ töldu á hinn bóginn nokkuð vanta á fullar efndir. Ríkisstjórnin hefur nú fallist á að koma til móts við gagn- rýni verkalýðshreyfingarinnar með hækkunum á bótafjárhæðum frá for- sendum flárlaga svo og flýtingu á því að gera lífeyrisiðgjöld launþega að fullu frádráttarbær fyrir álagn- ingu skatta. Með hliðsjón af þessu telja fulltrúar ASÍ að efndir ríkis- stjómar séu orðnar í bærilegu sam- ræmi við fyrirheit frá 20. febrúar sl. Í samræmi við framanritað er það niðurstaða launanefndar að ekki séú marktæk frávik frá forsendum kja- rasamninganna og því ekki grund- vöHur fyrir uppsögn þeirra. Fulltrúar ASÍ í launanefnd minna þó á að enn á ríkisstjómin óefnd nokkur atriði í yfirlýsingu sinni frá 20. febrúar, en til þess hefur hún svigrúm á árinu 1996. Þótt í kjarasamningum aðila séu ekki ákvæði um endurmat vegna launaþróunar hefur ASÍ knúið mjög á um hækkun til handa þeim sem sömdu í febrúar. Þetta hefur verið stutt þeim rökum að síðari samning- ar hliðstæðra hópa, einkum hjá ríki og sveitarfélögum, hafi falið í sér meiri hækkanir. Uttektir Þjóðhags- stofnunar á efni kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera staðfesta að þessi fuliyrðing er rétt. Almennt virðist gilda að samningar sem gerðir voru frá apríl- byrjun hafi falið í sér frekari launa- breytingar en fólust í febrúarsamn- ingunum. Gildir það bæði um samn- inga ríkis og sveitarfélaga og samn- inga á almennum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að ákvæði kjarasamn- inga skuldbindi ekki vinnuveitendur tii viðbragða vegna þessa telja sam- tök þeirra mikils virði að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Því megi kosta miklu til að viðhalda trausti í samskiptum samningsaðila og auðvelda undirbúning að gerð næstu kjarasamninga. Af þeim ástæðum hafa þau fallist á að koma til móts við óskir verkalýðshreyfing- arinnar eins og nánar kemur fram í meðfylgjandi tillögu að samkomu- lagi. Viðbótin verði tekjujafnandi Að höfðu samráði við stjórnir og forystumenn samtaka þeirra sem að launanefndinni standa er það orðið að samkomulagi að leggja til hækkun á launalið þeirra stéttarfélaga sem sömdu þann 21. febrúar sl. og eins þeiira stéttarfélaga á samningssviði aðila sem sömdu með sama hætti fram til 5. apríl sl. Aðilar eru sam- mála um að þessi viðbót við gildandi samninga eigi að vera tekjujafnandi í samræmi við markmið febrúar- samninganna. Athugun launanefndar hefur leitt í ljós, að félagsmenn þeirra stéttarfé- laga sem hér um ræðir njóta al- mennt mun lægri desemberuppbótar en hópar sem sömdu um frekari hækkanir en í febrúarsamningunum fólust. Þannig er desemberuppbót í flestum samningum ríkis og sveitar- félaga yfir kr. 26.000 og í einstaka samningum, jafnt á opinberum sem og almennum vinnumarkaði, eru fastar aukagreiðslur í desember enn hærri. Þessar greiðslur hækka ekki. Með hliðsjón af markmiðum um að jafna nokkuð launaþróun þeirra sem sömdu í upphafi árs við launa- þróun þeirra er síðar sömdu svo og markmiðum um launajöfnun hefur nefndin orðið ásátt um að gera með- fylgjandi tillögu til umbjóðenda sinna um breytingar á ákvæðum giidandi samninga um desemberuppbót. Tillaga að samkomulagi Desemberuppbót breýtist úr kr. 13.000 í kr. 20.000 í desember 1995 og úr kr. 15.000 í kr. 24.000 í desem- ber 1996 og verður það þaðan í frá. í framangreindum Ijárhæðum er or- lof innifalið og greiðast þær sjálf- stætt og án tengsla við laun. Sérstak- ar greiðslur í desember sem hærri eru en að framan greinir breytast ekki. Um útreikning og framkvæmd fer að öðru leyti skv. nánari reglum gildandi samninga. Ákvæði um desemberuppbót jðn- nema í samkomulagi VSÍ og ASÍ um kaup og kjör iðnnema, samningum RSI og Samiðnar svo og öðrum kja- rasamningum sem ijalla kunna um málefni iðnnema, verði svohljóðandi: „Iðnnemar á námssamningi og starfsþjálfunamemar skuiu fá greidda desemberuppbót, kr. 13.000 eigi síðar en 15. desember 1995. Desemberuppbót verði kr. 15.000 á árinu 1996 og þaðan í frá. Réttur til greiðslu desemberupp- bótar skal vera í réttu hlutfalli við starfstíma. Fullt starf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur (1.800 dagvinnustundir) eða meira fyrir utan orlof. Hjá iðnnemum á náms- samningi telst námstími í skóla sem unninn tími. Desemberuppbót að inniföldu or- lofi greiðist sjálfstætt og án tengsla við iaun.“ Ef í gildandi kjarasamningi er kveðið á um hærri desemberuppbót iðnnema en að framan greinir breyt- ist hún þó ekki. Framangreind breyting gildir frá 1. desember 1995 enda samþykki hlutaðeigandi aðildarfélög ASÍ ofan- greinda breytingu á ákvæðum gild- andi samninga um desemberuppbót. Hafi gagnaðila ekki borist tilkynning um höfnun í síðasta lagi 8. desember nk. skoðast tillagan samþykkt. Reykjavík, 30. nóvember 1995. I launanefnd samningsaðila, F.h. aðildarsamtaka Alþýðusam- bands íslands Benedikt Davíðsson Ingibjörg R. Guðmundsdóttir F.h. Vinnuveitendasambands ís- lands Ólafur B. Ólafsson Víglundur Þorsteinsson Þórarinn V. Þórarinsson Hannes G. Sigurðsson F.h. Vinnumálasambandsins Jóngeir H. Hlinason" Yfirlýsing Björns Grétars Sveinssonar, formanns Verkamannasambands íslands Tel mig bundinn af sam- þykktum þings Verka- mannasambandsins HÉR Á eftir fer yfirlýsing Björns Grétars Sveinssonar, formanns Verkamannasam- bands íslands, vegna samþykktar launa- nefndar ASÍ og VSI í gær: „Það er hlutverk launanefndar skv. kjara- samningunum frá í febrúar sl. samkvæmt orðalagi samninganna að gera tillögur um viðbrögð til samningsaðilanna og stjórnvalda eftir því sem aðstæður krefjast. Telji launa- nefndin að marktæk frávik hafi orðið frá forsendum samninga er hvorum aðila kjara- samningsins heimilt að segja samningum lausum með minnst mánaðar fyrirvara og verður sú ákvörðun að liggja fyrir í síðasta iagi 30. nóvember enda taki uppsögn gildi um áramót. í samræmi við ákvæði 17. gr. kjarasamn- ings Verkamannasambands Islands við at- vinnurekendur var undirritaður valinn til setu i launanefnd af framkvæmdastjórn Verka- mannasambands íslands og því hijóta sjónar- mið mín innan launanefndar ekki síst að mótast af skoðunum félaga minna í Verka- mannasambandinu. Afstaða Verkamannasambands íslands eins og hún kom fram í ályktun um kjaramál á 18. þingi sambandsins fyrir skömmu er sú að skora á launanefnd og verkalýðsfélögin að segja kjarasamningum upp og hefja strax undirbúning að gerð nýrra kjarasamninga. Grundvaliarkrafa við nýja samningsgerð skuli vera sú að krefjast verulegrar hækkun- ar lægstu launa ásamt fullri tryggingu fyrir því að sá kaupmáttur haidi sem samið verði um. Bregðist ríkisstjórn og atvinnurekendur ekki við sanngjörnum kröfum verkalýðs- hreyfingarinnar um endurskoðun kjarasamn- inga, beri þeir ábyrgð á því sem gerast kann á vinnumarkaði næstu vikur. Fyrir liggur það mat hagdeildar ASÍ sem staðfest hefur verið með skýrslu Þjóðhags- stofnunar að bilið milli hækkunar kauptaxta þeirra sem sömdu í febrúar sl. og hinna sem síðar sömdu er að lágmarki kr. 3.000. Þær leiðréttingar sem fyrirliggandi drög að sam- komulagi aðila gera ráð fyrir eru víðsfjarri því sem dugar tiiað jafna þennan mun. Nálgun við fyrri loforð Þær lagfæringar á fjárlagafrumvarpi sem kynntar hafa verið með yfirlýsingu ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar frá í gær fela i raun ekki annað í sér en nálgun við þau lof- orð sem sama ríkisstjórn gaf í febrúar sl. og var hluti af forsendum samninga skv. beinu orðalagi þeirra. Verkalýðshreyfingunni er nú ætlað að greiða fyrir þau loforð öðru sinni. Meginmarkmið febrúarsamninganna var skv. sameiginlegri yfirlýsingu samningsaðila það að stuðla að kjarajöfnun í samfélaginu. Fyrir hönd umbjóðenda minna, verkafólks á íslandi, vil ég lýsa því yfir að markmið febrú- arsamninganna hafa brugðist. Undir forystu ríkisstjórnar hefur jafn- launastefnan markvisst verið brotin niður. Það ríkir engin sátt í þjóðfélagi okkar um jafnlaunastefnuna og þar með er mikilvæg- asta forsenda kjarasamninganna frá í febr- úar brostin. Með fyrirliggjandi drögum að samkomu- lagi aðila hafa atvinnurekendur í raun viður- kennt þessar staðreyndir með því að bjóða uppá að inn í samningana verði bætt greiðsl- um sem ekki er gert ráð fyrir í þeim. Það sem boðið hefur verið dugar hins vegar eng- an veginn til að leiðrétta það misgengi sem orðið hefur. Undirritaður telur sig skuldbundinn _af ályktun 18. þings Verkamannasambands ís- lands og síðari samþykktum einstakra félaga og mun því með vísan til þess og þeirra raka sem að framan eru tíunduð ekki standa að tillögu launanefndar sem aðilar staðfesta í dag. Björn G. Sveinsson."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.