Morgunblaðið - 01.12.1995, Page 13

Morgunblaðið - 01.12.1995, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 13 ekki fullan þátt í sjálfri ákvarðana- tökunni. Samkvæmt Schengen- samningnum geta aðeins aðildarríki ESB fengið aðild að honum og þau eru treg til að láta ríki, sem standa utan sambandsins, fá fulla aðild að Schengen. Þetta fyrirkomulag hefur þótt nægja Islendingum varðandi samn- ingssvið EES-samningsins, en hvað varðar landamæraeftirlitið gerir rík- isstjórnin hins vegar kröfu um því sem næst fulla aðild að Schengen. Þorsteinn Pálsson sagði á Alþingi i vikunni að íslandi og Noregi yrði að tryggja rétt til þátttöku í ákvörðun- arferli á öllum stigum. „Það þarf að finna lausn sem felur í sér að form- legar ákvarðanir, til að þær verði bindandi fyrir okkur, verði teknar á vettvangi þar sem við tökum þátt með hliðstæðum hætti og Schengen- löndin, og þar sem allar ákvarðanir þarfnast einróma samþykkis, svo sem að öðru leyti er í Schengen-sam- starfinu," sagði dómsmálaráðherra. Astæðan fyrir þessari afstöðu er væntanlega sú að öll atriði, sem snerta landamæri og öryggi ríkis eru auðvitað mun viðkvæmari en við- skipta- og efnahagsmálin, sem EES- samningurinn íjallar um. Hin Norðurlöndin bíða ekki Nokkuð hefur borið á því, til dæm- is í umræðum á Alþingi í vikunni, að menn telji að hægt sé að ná öllum kröfum íslendinga í samningum við Schengen fram, vegna þess að nor- rænu ESB-ríkin geri „norræna lausn“ að skilyrði — eða þá að hægt sé að halda norræna vegabréfasam- bandinu, ef ekki semst. Morgunblað- inu er hins vegar kunnugt um að ESB-ríkin þrjú hafa gefið Islandi og Noregi í skyn að þau muni ekki láta Schengen-aðild sér úr greipum ganga í þágu norræns samstarfs, enda sé nú megináherzla þeirra á samstarfið innan ESB. Danir hafa til dæmis miklar áhyggjur af ástand- inu á þýzku landamærunum. Þjóð- veijar hafa enn sem komið er verið liðlegir í samskiptum, en Danir telja þá heldur ekki hafa endalausa bið- lund. Þá benda ESB-ríkin á þann mögu- leika að ESB sjálft taki upp sameig- inlegar reglur um gæzlu landamæra og frjálsa för innan sambandsins, sem myndu sjálfkrafa gera norræna vegabréfasambandið að engu. ísland og Noregur eiga því tæplega annan kost en að semja við Schengen-ríkin eða ESB-ríkin, vilji menn halda í norræna vegabréfasambandið. Huglægur ávinningur Kostnaðurinn og ónóg áhrif á ákvarðanir virðast því helztu hugs- anlegu hindranirnar í vegi fyrir því að Island taki þátt í „Iandamæra- lausri Evrópu" Schengen-svæðisins. Auðvitað væri hættulegt að einblína á þessa þætti, án þess að ræða hvaða hagsmunum væri stefnt í hættu með því að standa fyrir utan. Fyrst ber auðvitað að nefna það óhagræði og tafir, sem vegabréfaskoðun og -skylda hefur í för með sér fyrir ferðafólk. Frjáls för íslenzkra þegna um ríki á Evrópska efnahagssvæðinu væri jafnframt innsigli á ákvæði EES-samningsins um frjálsa fólks- flutninga. Annar ávinningur af samstarfínu er auðvitað fyrst og fremst huglæg- ur. Norræna vegabréfasambandið byggist þannig á gagnkvæmu trausti og sameiginlegu gildasamfélagi Norðurlandaþjóðanna. Að fórna því væri áfall fyrir norrænt samstarf og þvert á allar yfirlýsingar um að ESB- aðild þriggja Norðurlanda þýði ekki að norrænu ríkin fjarlægist hvert annað. Sömu röksemdir eiga við um Evrópusamstarfið. Þjóðir færast að sjálfsögðu nær hver annarri þegar landamæri mynda ekki lengur múr á milli þeirra. Afnám landamæraeft- irlitsins stuðlar þannig að friðsam- legum samskiptum og gagnkvæmum skilningi. Við ákvörðun um aðild íslands að Schengen-samstarfinu þarf væntan- lega að vega þessi atriði og meta. Reikningsdæmið getur orðið snúið fyrir stjórnmálamenn, eins og stund- um oftar þegar annars vegar er um að ræða peningalegar stærðir og hagsmuni til skemmri tíma og hins vegar ávinning, sem er huglægur, óbeinn eða skilar sér á lengri tíma. FRÉTTIR Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum Kosningar á niorgim KOSNINGAR vegna sameingar sex sveitarfélaga á norðanverðum Vest- fjörðum fara fram á morgun, laug- ardag. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Isafjörður, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Mýrarhreppur og Mos- vallahreppur. Ef sameining verður samþykkt verða íbúar hins nýja sveitarfélags tæplega fimm þúsund talsins. Kjördeildir verða opnar á mis- munandi tímum í kosningunum á laugardag eftir sveitarfélögunum. Á ísafirði er kosið í þremur kjör- deildum, tveimur í grunnskólanum á ísafirði og einni á Hnífsdal. Kjör- staðir opna klukkan 11 og loka kl. 21 og talning hefst klukkutíma síð- ar, kl. 22. Á Flateyri er kosið frá 12 til 20, á Suðureyri frá 12-21, en á Þingeyri frá 10-18. í Mýrar- hreppi er kosið á Núpi og hefst kosning kl. 12 og gildir það sama um Mosvallahrepp en þar er kosið í Holti. Fylgst verður með hvernig kosning gengur og verður kjörstað lokað þegar tryggt er að allir sem ætli sér að neyta atkvæðisréttar síns hafi gert það, en skylt er að hafa kjördeildir í sveitahreppum opnar ekki styttra en fimm klukku- tíma og í átta klukkutíma í sveita- þorpum. Að auki er skylt að hafa kjörstaði opna í hálfa klukkustund eftir að síðasti kjósandi kemur á 'kjörstað, þannig að opnunartíminn gæti lengst eitthvað. Ætlunin er að telja atkvæði í öllum sveitarfé- lögunum sex að kvöldi kjördags. Þrívegis kveikt í tunnum ÞRÍVEGIS á rúmri viku hefur verið kveikt í ruslatunnum við hús í aust- urbæ Reykjavíkur. í fyrrinótt var eldur borinn að tunnu, sem stóð við hús við Njálsgötu. Eldurinn var slökktur án þess að hann breiddist út. Fyrir nokkrum dögum var með svipuðum hætti kveikt í tunnu við Grettisgötu og skömmu áður við Templarahöllina við Eiríksgötu. I öllum tilvikum er talið víst að um íkveikju hafi verið að ræða en óljóst er hvort einn og sami maður sé ábyrgur í öllum tilvikum. og skóm fulla af glæsilegum Eitthvað sem lfoeðlimi - en, ,s\\egur íþróttafatnað^ ar<3egðir! ■ ATHLETI AUTHENTIC AMERICAN SFOKi Verslun Kringlunni 2 hæð Sími. 581-1323

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.