Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar Áætlað að tekjur verði 1,5 milljarðar FRUMVARP að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar verður tekið til fyrri umræðu á fundi bæjar- stjórnar á þriðjudag. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjar- sjóðs verði kr. 1.553.100.000 Þær skiptast þannig að útsvör eru áætl- uð rúmlega 1,1 milljarður, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði 23 milljónir, skattar af fasteignum rúmar 258 milljónir, framlag úr jöfnunarsjóði 30 milljónir og frá- veitugjöld 92 milljónir. í tekjuhlið frumvarpsins er miðað við óbreytta útsvarsprósentu frá þessu ári eða 9,2% og sömu álagningarprósentur fasteignagjalda og þá giltu. Minni tekjur og aukinn kostnaður Áætlað er að rekstrargjöld verði kr. 1.159.618.000, fjármunagjöld 40 milljónir og að færðar verði til gjaldfærðs stofnkostnaðar og eignabreytinga rúmar 353 milljónir króna. Gísli Bragi Hjartarson bæjarfull- trúi Alþýðuflokks sagði að mun minna fé yrði til ráðstöfunar til framkvæmda á næsta ári en á þessu og munaði þar 60-70 milljónum króna. Þar kæmu til minni tekjur bæjarsjóðs og aukinn kostnaður við reksturinn, en gert er ráð fyrir í áætluninni að 75% af tekjum næsta árs fari í rekstur. „Það hefðu allir viljað hafa þessa áætlun með öðrum hætti, menn hefðu gjaman viljað sjá meiri tekjur þannig að við hefð- um meira milli handanna til fram- kvæmda," sagði Gísli Bragi, en skýrt er tekið fram í frumvarpinu að skuldir bæjarins verði ekki aukn- ar. Ákvarðanir um gjaldskrárbreyt- ingar verða teknar milli umræðna um fjárhagsáætlunina og eins um skiptingu á fjárveítingu til gjald- færðs og eignfærðs stofnkostnaðar. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi, sagði í bókun að nauðsynlegt væri að frumvarpið yrði tekið til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar svo hægt yrði að afgreiða það fyrir áramót. í því felist þó ekki að hún sé sammála áætluninni eins og hún nú liggi fyrir. Ekki tekið á gömlum vanda „Lækkun tekna og hækkun rekstrargjalda einkenna þessa áætlun," segir í bókun Sigurðar J. Sigurðssonar, Sjálfstæðisflokki. Hann telur að ekki hafi verið leitað leiða til að lækka útgjöld eða hagræða í rekstri en að slíku hafi verið stefnt á síðasta ári með sérstöku átaki. „Því miður hefur markvissum vinnubrögðum við yfirferð rekstrar ekki verið beitt og því blasa við gömul vandamál sem ekki er tekið á.“ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir SIGURVINA Samúelsdóttir, eigandi Vörufells á Heliu, hefur flutt verslunina og er búin að koma sér fyrir sunnan þjóðvegar. Vörufell á nýjum stað Hellu - Margir garðeigendur þekkja verslunina Vörufell á Hellu, sem í mörg ár hefur verið starfrækt í bílskúr við hús eigand- ans, en verslunin var fyrir löngu búin að sprengja utan af sér þá fermetra. Nýlega opnaði Sigur- vina Samúelsdóttir, eigandi Vöru- fells, verslunina á nýjum stað við Suðurlandsveg. Sigurvina, sem er betur þekkt sem Vinsý, selur vörur sínar víða um land. Hún flytur inn stórar garðvörur s.s. gosbrunna, dælur, ljós, tjarnir og margs konar stytt- ur í garða og sólhýsi. I verslun- inni fást gjafavörur, kerti, þurr- skreytingar og silkiblóm svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur Vinsý ver- ið með árstíðabundnar vörur, s.s. vor- og haustlauka, og nú eru jólavörurnar alls ráðandi hjá henni. I desember hyggst Vinsý halda námskeið í jólaskreyting- um, en í tilefni opnunarinnar verður 10% afsláttur veittur af öllum vörum út mánuðinn. Skipulagsstjóri ríkisins Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli á morgun, laugardaginn 2. desember kl. 11.00 í Svalbarðs- kirkju og kl. 13.30 í Grenivíkur- kirkju. Fermingarfræðsla í Greni- víkurskóla á sunnudag kl. 11.00. Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju kl. 14.00. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju á mánudagskvöld kl. 21.00. -----» -♦.♦-- * Arekstur vél- sleða og bíls UNGUR piltur var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur vélsleða og fólksbíls í Hrís- ey í gærdag. Pilturinn ók vélsleðanum niður Skólaveg í veg fyrir bíl sem ekið var norður Norðurveg. Talið var að pilturinn hefði fótbrotnað. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu voru bæði ökutækin á lítilii ferð. Lítill afli við Grímsey Grímsey - Aflabrögð á miðun- um umhverfis Grímsey hafa verið með lélegasta móti að undanförnu og er eiginlega alveg sama hvaða veiðarfæri er notað. Hjól atvinnulífsins snúast því afar hægt þessa dagana, en sá litli afli sem að landi kemur fer ýmist á fisk- markaðinn eða er verkaður hjá Garðari Olasyni. Þar var þessi mynd tekin á dögunum, en á henni eru þau Hulda Ein- arsdóttir, Sæmundur Olason og Gunnar Ásgrímsson að störfum. Sala a Krossanesi kynnt DRÖG að samningi um sölu Fram- kvæmdasjóðs Akureyrar á hluta- bréfum í Krossanesi hf. að nafn- verði 110 milljónir króna voru kynnt á fundi bæjarráðs Akur- eyrar í gær. Kaupendur eru Lán hf. og Fimman hf. en söluverð bréfanna er 150 milljónir króna. Bæjarráð fól bæjarlögmanni að halda samningaviðræðum við kaupendur áfram. Húsgögn fyrir 1,9 milljónir FJÖGUR tilboð sem bárust í skrif- stofuhúsgögn í nýtt skrifstofuhús- æði félags- og fræðslusviðs að Glerárgötu 26 voru kynnt á fundi bæjarráðs í gær. Þar sem lægsta tilboð 'veitti ekki tilskildar upplýs- ingar um afhendingu vörunnar var samþykkt að taka tilboði Tölvutæki/A. Guðmundsson hf. að upphæð kr. 1.887.860. en það er 70,11% af kostnaðaráætlun. Aform um upp- byggingu standast ekki í ÁLYKTUN frá skólastjórum grunnskólanna á Akureyri sem send var bæjarráði nýlega kemur fram að miðað við fjárframlög í þriggja ára framkvæmdaáætlun bæjarsjóðs takist ekki að standa við áform bæjarstjórnar um upp- byggingu grunnskólanna. Þá barst. ráðinu einnig áskorun frá 35 manns, starfsfólki og foreldr- um nemenda við Giljaskóla þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að standa við fyrri áætlun um að hefja byggingaframkvæmdir við Giljaskóla á næsta ári. Leikskólakennarar og annað starfsfólk Iðavalla sendi bæjarráði einnig harðorð mótmæli vegna þeirrar ákvörðunar bæjarstjórnar að fresta nýbyggingu við Ieikskól- ann. Stjórn Foreldrafélags Odd- eyrarskóla sendi bæjarráði líka áskorun frá aðalfundi félagsins þar sem farið er fram á að útbú- inn verði starfsvöllur á Oddeyri fyrir nemendur skólans. Styrkur til Flateyrar AKUREYRARBÆR mun styrkja Flateyrarhrepp með 1,1 milljón króna framlagi vegna tekjumissis og tjóns á eignum hreppsins af völdum snjóflóðanna í lok október síðastliðino^ Fundur um Landsvirkjun BORGARSTJÓRINN í Reykjavík hefur óskað eftir því að komið verði á fundi með iðnaðarráðherra og bæjarstjóranum á Akureyri til að ræða ýmis mál varðandi Lands- virkjun. Undanfarið hafa farið fram viðræður á vettvangi borgar- mála um stöðu og framtíð Lands- virkjunar, m.a. hugsanlega sölu borgarinnar á eignarhlut sínum í fyrirtækinu. Svipuð umræða hef- ur verið á Akureyri. Fallist á urðun við Klofning SKIPULAGSSTJÓRI hefur fallist á urðun úrgangs við Klofning í Flateyr- arhreppi með ákveðnum skilyrðum. Úrskurðurinn er byggður á frum- matsskýrslu, umsögnum, athuga- semdum og svörum framkvæmdaað- ila við þeim. í niðurstöðu skipulagsstjóra kem- ur fram að fyrirhuguð framkvæmd hafi ekki verið nægilega vel kynnt og að mikil óánægja sé með hvernig hafi verið staðið að urðun á svæðinu til þessa. Athugasemdir beinast eink- um að ríkjandi ástandi og er fólk vantrúað á að breytt verði til betri vegar. Skógræktarsvæðið, sem er ofan við urðunarstaðinn, sé ekki aðl- aðandi til útivistar vegna rusls og loftmengunar auk þess sem staður- inn sé nálægt byggð-og til mikilla lýta. í samræmi við athugasemdir er iagt til að urðunarstaðurinn verði á 10 þús. fermetra svæði í fyrsta áfanga i gamalli malarnámu, þar sem þegar er urðað. Ákveðið hefur verið að urða ösku frá Funa, óbrennanlegt sorp frá ísafirði og Flateyri, enn- fremur alla kúskel, en af henni falla til um 7 þús. tonn á ári. Ekki verður heimilt að urða sóttnæman úrgang, sprengi- eða spilliefni eða brotajárn. Tekið er fram að í starfsleyfi verði kveðið nánar á um hvað megi urða. Oheimilt að urða brotajárn í úrskurðarorðum er fallist á urð- un úrgangs við Klofning með þeim skilyrðum að nánar verði kveðið á um það í starfsleyfi hvort og þá hvað verði heimilað að urða á svæðinu. Jafnframt að tekið sé fram að urðun brotajárns sé óheimil og að ítarleg lýsing á tilhögun rekstrar á svæðinu verði sett í starfsleyfi. Áður en leyf- ið er gefið út skal liggja fyrir mat á svæðinu með tilliti til viðnáms gegn mengun og flokkun strandsvæðis. í starfsleyfinu komi fram hvernig fylgst verði með efnalosun úr úr- gangshaugnum í grunnvatn og hugs- anlegum áhrifum á lífríki í fjöru og á sjó. Innan árs frá því starfsleyfið er gefið út skal liggja fyrir lýsing á lífríki fjörunnar næst urðunarstað, lýsing á grunnvatnsstreymi við urð- unarstað og kortlagning á hvar vatn kemur undan urðunarsvæðinu niður í íjöruna og skal henni skilað til Hollustuverndar ríkisins. Morgunblaðið/Björn Blöndal Mílljón til íþrótta Keflavík - Nýlega úthlutaði íþróttaráð Reykjanesbæjar rúmlega einni milljón króna úr afreks- og styrktarsjóði íþróttaráðs. Styrkinn hlutu sjö íþróttafélög fyrir gott og þróttmikið unglingastarf og góðan árarigur. Fram kom við afhending- una að bæjarfélagið hefði getað státað sig af 47 landsliðsmönnum í 7 íþróttagreinum á síðasta ári og 60 sinnum hefði íþróttafólk úr Reykjanesbæ verið valið í landslið og tekið þátt í 30 landsliðsferðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.