Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Þorsteinn Pálsson vildi sætta sig við sóknarstýringu á Flæmska hattinum í eitt ár ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, hallaðist að því að ekki bæri að mótmæla ákvörðun NAFO um sóknarstýringu við rækjuveiðar á Flæmska hattinum á næsta ári. Hann taldi það betri leið, að sætta sig við þá stjórnun í eitt ár, en setja síðan aðildar- þjóðum NAFO úrslitakosti á næsta ársfundi og krefjast þess þá að kvóti yrði settur á veiðarn- ar. „það var hins vegar meirihluti fyrir því á hinum pólitíska vett- vangi og innan sjávarútvegsins að mótmæla sóknarstýringunni,“ segir Þorsteinn Pálsson í samtali við Verið. „Því varð það niður- staðan." Mótmæli íslenzkra stjórnvalda við fyrirhugaðri sóknarstýringu við rækjuveiðarnar á Flæmska hattinum leiða það af sér að ís- lenzkar útgerður eru ekki háðar þeirri stjórnun. íslenzk --------- skip geta því stundað veiðar þar að vild. Mót- mæli hinar aðildarþjóð- irnar ekki, þurfa þær að hlýta þessari veiðstjórn, en mótmæli þeir einnig, Verður að taka tillit til annarra sjónar- með kvótasetningu, en ákveðin var með sóknarstýringu. Aðaláhættan í þeirri leið sem valin var, er að veiðarnar gætu farið úr böndunum ef aðrar þjóðir fara að fordæmi okkar og mótmæla. Þurfum að huga að nýtingu stofnsins miða en sinna eigin Isienzk skip geta því stundað veið- ar þarað vild verður engin stjórn á veiðunum á næsta ári. Flestir sammála um grundvallaratriðin „Vel flestir voru þó sammála um grundvallaratriðin; Við viljum að komið sé á kvótastýringu við þess- ar veiðar. Við töldum að í sóknar- stýringu með þeim hætti, sem ákveðin var, felist of væg fiskveiði- stjórnun og ekki sé nægjanlegt --------- tillit tekið til þess, að takmarka þarf veiðarn- ar. Ennfremur að veið- ar verða ekki stundaðar með nægilega. hag- _________ kvæmum hætti undir slíku kerfi. Þess vegna tók ég það upp á fundi sjávarútvegsráðherra við Norður-Atlantshaf í Kanada, að „Það voru mjög skiptar skoðan- ir, bæði á pólitískum vettvangi og innan sjávarptvegsins, hvemig bæri að bregðast við ákvörðun NAFO,“ segir Þorsteinn Pálsson. samþykkt yrði almenn stefnuyfír- lýsing í þá veru, að við stjórn veiða á úthafinu yrði stuðzt við kvóta- skiptingu og við náðum því fram. Um þetta meginatriði hafa ekki verið skiptar skoðanir svo nokkru nemi. Mismunandi sjónarmið voru svo á því hvort við ættum að mót- mæla þessari ákvörðum strax eða setja úrslitakosti, sem þjóðirnar yrðu að horfast í augu við á næsta ársfundi NAFO og sætta okkur þá við þessa stjórnunaraðferð í eitt ár. Eg hallaðist heldur að því að fara þá leiðina og taldi að staða okkar væri öruggari með því móti. Það var hins vegar greinilega meirihluti, bæði innan sjávarút- vegsins og á pólitískum vettvangi fyrir hinu sjónarmiðinu. Ég hef reynt að gæta þess við störf mín að þessum málum, að varðveita einingu okkar út á við og þá verð- ur maður að taka tillit til annarra sjónarmiða en sinna eigin. í þessu er þó aðalatriði að þarna var bara spurning um/það hvort við létum til skarar skríða núna eða eftir 10 mánuði. Um markmiðið að koma á kvótastýringu er ekki deilt. Við höfum lýst því yfir við NAFO að við séum tilbúnir til þess, þegar í stað að koma til aukafundar ef vilji er fyrir því og koma á kvótastýringu. Við settum fram tillögu þar að lútandi þegar á ársfundinum 1994 og vorum þar reiðubúnir að ganga til _______________ slíkra samninga og við Meirihluti fyr- erum enn reiðubúnir til jr hyj a þess.“ K Hætta á að veiðar fari úr böndunum Við þurfum auðvitað líka að huga að því að nýting rækjustofn- ins þama sé með þeim hætti, að við ofgerum ekki stofninum og hægt verði að stunda veiðar þarna til langs tíma. Meðan við erum ekki aðilar að samþykktun viður- kenndrar alþjóðastofnunar eins og NAFO, höfum við ekki lagaleg úr- ræði til að stjórna veiðum íslenzkra skipa utan lögsögunnar? Allt eru þetta matsatriði mæla sóknar stýringunni Telja menn ekki hættu á lönd- unarbanni við Kanada eða öðrum refsiaðgerðum? „Ég get auðvitað ekkert um það sagt hver viðbrögð annarra aðild- arþjóða NAFO verða. Þær þjóðir sem raunverulega vilja ábyrga fískveiðistjórnun á þessu svæði, hljóta að taka vel í hugmyndir okkar að koma á ábyrgari stjórnun Telur þú þessa ákvörðun hafa ______ skaðað málstað okkar við veiðistjórnun á Reykjaneshrygg og í Síldarsmugunni? „Það er auðvitað allt- af matsatriði. Sjónarmið af því tagi skiptu mönn- um í tvo hópa hvernig skynsamleg- ast væri að bregðast við með hlið- sjón að því hvernig við tryggðum sem bezt stöðu okkar á alþjóða- vettvangi sem ábyrg fiskveiðiþjóð. Allt eru þetta matsatriði og reynsl- an ein getur skorið úr um hvernig þetta þróast,“ segir Þorsteinn Pálsson. Vel gengur að fá sfld í söltun og frystingu ÞORPIl) BORGARKRINGLUNNI sími581 4177. ALLS hefur verið landað um 95.000 tonnum af síld á vertíð- inni, heildarkvóti er 129.267 tonn. í frystingu hafa farið um 24.000 tonn, en heildarþörf í frystingu er 25 þúsund tonn. í söltun hafa far- ið tæp 16.000 tonn, en þar er heild- arþörfin 20 þúsund tonn. í bræðslu hafa farið 55.000 tonn. Sumir útgerðarmenn höfðu ótt- ast að ekki næðist að svara eftir- spum í þessum tveimur greinum út.af háu vefði í bræðslu, en það virðist ekki ætla að ganga eftir. Til að svara heildarþörf í frystingu og söltun þarf rúmlega S.OOOtonn í viðbót, en 34.500 tonn eru eftir af heildarkvóta. Annars hefur síldarafli verið heldur dræmur upp á síðkastið. Húnaröst landaði 481 tonni á Höfn í Hornafirði 21. nóvember og Þórs- hamar landaði 756 tonnum í tveim- ur veiðiferðum. Sæljónið var með um 61 tonn nú um miðja vikuna, Gígja með 181. Nokkur veiði varð við Reykjanes í vikunni, en hún er dottin niður og skipin farin aust- ur á hefðbundin mið. Betri gangur hefur verið við loðnuveiðarnar síðstu daga. þó reyndar sé ekki af miklu að státa miðað við beztu veiðivikurnar. Frá 22. nóvember til þess 27. höfðu Samtökum fiskivnnslustöðva bor- izt tilkynningar um 7.300 tonna veiði. Alls er um 160.000 tonn komin á land nú. 45% hækkun á einu ári Komdu skattaaPslættinum ✓ a kortið Skandia býður hlutabréP með 10% dtborgun og aFganginn á boðgreiðslum til 12 mánaða • Hjá Skandia geta hjón keypt hlutabréf í Almenna hlutabréfasjóðnum hf. fyrir 270 þúsund krónur borgað aðeins 10% út og afganginn á boðgreiðslum Visa og Euro til 12 mánaða. • Með slíkum kaupum fá hjón u.þ.b. 90.000 króna skattaafslátt sem greiðist í ágúst á næsta ári. Hlutabréf í Almenna hlutabréfasjóðnum hf. hafa hækkað um 45% síðustu 12 mánuðina. • Þú getur gengið Irá kaupunum með einu símtali við Skandia í síma 56 19 700. Skandia Fjárfestingarfélagið Skandia hf. -löggilt verðbréfafyrirtæki -Laugavegi 170 •sími 56 19 700 i I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.