Morgunblaðið - 01.12.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.12.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 21 FRÉTTIR: EVRÓPA Búlgarir sækja um ESB-aðild STJÓRN Búlgaríu greindi frá því í gær að hún hygðist leggja inn form- lega umsókn um aðild að Evrópu- sambandinu á leiðtogafundi sam- bandsins í Madrid dagana 15. og 16. desember. „Það ríkir full sam- staða í samfélaginu og meðal pólití- skra afla um þetta mikilvæga mál,“ -sagði Zhan Videnov forsætisráð- herra í sjónvarps- og útvarpsávarpi. Mörg fyrrum kommúnistaríki í Austur-Evrópu líta á Evrópusam- bandsaðild sem öruggustu leiðina að betri lífskjörum og traustu lýð- ræði. Búlgarir gerðu í febrúar samning um aukaaðild líkt og flest önnur Austur-Evrópuríki en markmið þeirra samninga er að efla efna- hagsleg og pólitísk tengsl til að auðvelda aðild á síðari stigum. ESB hefur lýst því yfir að Pól- land, Ungvetjaland, Tékkland, Sló- vakía, Búlgaría, Rúmenía, Lettland, Lithán og Eistland geti fengið aðild en ekki hefur verið ákveðið hvenær orðið geti af henni. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun í Búlgaríu eru 80% þjóðar- innar hlynnt aðild að Evrópusam- bandinu. Felipe Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar, lýsti því þó yfir í opinberri heimsókn í september að frekari umbætur yrðu að koma til í Búlgaríu og öðrum fyrrum komm- únistaríkjum áður en þau gætu gengið í Evrópusambandið. Reuter FRANZ Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmda- stjórninni og Hans van den Broek, sem sér um erlend samskipti ESB, á blaðamannafundi í gær. Santer segir nóg að „aðlaga“ byggða- og landbúnaðarstefnu Brussel. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, kynnti í gær ásamt fleiri fram- kvæmdastjórnarmönnum skýrslu um nauðsynlegar aðgerðir til að undirbúa stækkun Evrópusam- bandsins til austurs. Santer hvatti leiðtoga Evrópusambandsríkja til að móta framtíðarsýn fyrir sam- bandið á næsta fundi þeirra, sem verður um miðjan mánuðinn. - „Við verðum að öðlast skýra sýn varðandi það hvernig stækkað Evr- ópusamband mun líta út,“ sagði Santer. Þá yrði að taka ákvarðanir um sameiginlega mynt og senda jákvæð skilaboð til þeirra er vinna að undirbúningi ríkjaráðstefnunnar á næsta ári. Ekki síst væri mikil- vægt að taka ákvörðun um heiti hinnar sameiginlegu mytnar. Santer var mjög varkár í yfirlýs- ingum um stækkun bandalagsins og sagði að þó að vissulega yrði að gera breytingar á byggða- og land- búnaðarstefnu sambandsins væri ekki nauðsynlegt að umturna þeim. Margir sérfræðingar hafa haldið því fram að of dýrt verði að veita ríkjum Mið- og Austur-Evrópu aðild ef hin sameiginlega landbúnaðar- stefna verði ekki stokkuð upp. Fá- tækari ríki sambandsins, Irland, Portúgal, Spánn og Grikkland leggja hins vegar mikla áherslu á að fjölgun aðildarríkja bitni ekki á framlögum til þeirra. Virtist Santer koma til móts við sjónarmið þeirra er hann sagði að líklega myndi nægja að aðlaga land- búnaðar- og byggðastefnu ESB. Hann varaði þó aðildarríkin við því að fjölgun aðildamki yrði kostnað- arsöm. Kannski evró en aldrei franco Palermo. Reuter. EVRÓPUMYNTIN verður áreið- anlega ekki kölluð franki, megi Spánverjar ráða. Þeir Lamberto Dini, forsætisráðherra Ítalíu, og Felipe Gonzalez héldu sameigin- legan blaðamannafund í Palermo á Sikiley í fyrradag. Rætt var um sameiginlega gjaldmiðilinn og sagði Dini að sennilega yrði hann hvorki kallaður „lira“ né „franco", en franco er ítalska fyrir franka. Gonzalez var fljótur að bæta því við að spænska ríkisstjórnin myndi „aldrei leyfa“ að Evrópu- mynt yrði kölluð franco. Sósíal- istinn Gonzalez hefur verið for- sætisráðherra Spánar í þrettán ár af þeim tuttugu sem liðin eru frá því að hinn þjóðernissinnaði einræðisherra Francisco Franco lézt. Forsætisráðherrarnir voru sammála um að myntin yrði sennilcga kölluð evró eða þá nafni með forskeytinu evró-. Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna munu reyna að koma sér saman um nafngift á fundi sínum í Madríd um miðjan desember. sokkabuxu r Freistandi tilboð í apótekum Þú kaupir 3 pör og færð 4. parið frítt! Tilboð gildir 1.-31. des. í öllum apótekum sem selja Filodoro sokkabuxur og sokka LXIRA Frábær styrkur, frábær mýkt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.