Morgunblaðið - 01.12.1995, Side 22

Morgunblaðið - 01.12.1995, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ORÐA Fjölskylduspilið sem brúar kynslóðabilið Veikindi Andreas Papandreous og óvissan um eftirmann hans Eyðileggur valdabaráttan flokkinn? Máli Krenz frestað Berlín. Reuter. RÉTTARHÖLDUM í máli Egon Krenz fyrrum leiðtoga Austur- Þýskalands og fimm fyrrum félög- um í miðstjórn austur-þýska komm- únistaflokksins var í gær frestað þar sem einn sakborninganna varð að gangast undir nýrnaaðgerð. Krenz er ásamt fimmmenningun- um sakaður um að bera ábyrgð á dauða þeirra er voru myrtir er þeir reyndu að flýja yfir Berlínarmúrinn eða landamæri þýsku ríkjanna á kaldastríðsárunum. Alls eru þeir kærðir fyrir 47 manndráp og 24 tilraunir til manndráps. Þó að hinir ákærðu hafi ekki ráðið flóttamenn- ina af dögum eru þeir sakaðir um að bera pólitíska ábyrgð á þeirri ákvörðun að skjóta á fólk er reyndi að fara yfir landamærin. Þijár vikur eru frá því réttarhöld- in hófust en til þessa hefur einung- is verið gengið frá formsatriðum. Fallist var á kröfu veijenda um að skipt yrði um dómara en hann hafði verið sakaður um hlutdrægni í mál- inu. Réttarhöldin hefjast á ný þann 15. janúar. -------♦ ♦ ♦--------- Okyrrð og mótmæli í Tíbet Peking. Reuter. IBUAR í þremur stærstu borgum Tíbets hundsuðu útgöngubann í gær til að mótmæla því, að Kínvetjar skuli hafa ákveðið hver sé endur- holdgaður „panchen lama“ en svo nefnist annar heilagasti maðurinn í hinni tíbetsku búddatrú. Samkvæmt fréttum frá út- lagastjórn Dalai Lama var efnt til mótmæla í borgunum Lhasa, Shi- gatse og Chamdo en á miðvikudag réðu Kín- veijar því, að Gyaincain Norbu, sex ára gamall drengur, var valinn Panchen Lama, sá 11. í röðinni. í maí sl. hafði Dalai Lama sjálfur ákveðið, að það yrði Gedhun Cho- ekyi Nyima, sem einnig er sex ára gamall. I kínversku sjónvarpi er því hald- ið fram, að Tíbetar hafi fagnað vali Kínastjórnar en talsmenn útlaga- stjórnarinnar segja, að því fari fjarri, afskiptum Kínveija hafi verið mótmælt á mannfundum og með veggspjöldum. Virðist það síðara trúlegra því að kínversk yfirvöld settu á útgöngubann í fyrrnefndu borgunum þremur og juku viðbúnað hersins. Gyaincain Norbu. Kommúnískur lama? í tilkynningu frá útlagastjórn Dalai Lama sagði, að foreldrar drengsins, sem stjórnin í Peking valdi, væru félagar í kommúnista- flokknum en skilyrði fyrir því er, að viðkomandi séu trúleysingjar. Panchen Lama 10. lést fyrir nærri sjö árum en Kínveijar halda því fram, að þeir eigi síðasta orðið um það hver verði lama samkvæmt samningi við Qing-keisaraættina í Tíbet 1792. Tíbetar hafna þessu og benda á, að samningurinn hafi verið gerður við Mansjúættina, sem var hrakin frá völdum í Kína 1911. ANDREAS Papandreou, forsætisráðherra Gríkklands, liggnr þungt haldinn á sjúkra- húsi og innan Sósíalistaflokksins er hafín hörð valdabarátta á bak við tjöldin. Marg- ir sósíalistar óttast að þessi átök ríði flokknum að fullu. Rummikub - Mest selda fjölskylduspil í heiminum Dreifing: Sími 565 4444 ANDREAS Papandreou var fluttur á sjúkrahús mánudaginn 20. nóv- ember vegna lungna- bólgu og mestan hluta dvalarinnar þar hefur hann verið í öndunarvél. Gríski forsætisráðherrann hefur ekki getað talað og oft verið út úr heiminum vegna mikillar lyfja- gjafar. Seinna urðu læknar hans varir við nýrnabilun og urðu að setja hann í nýrnavél til að hreinsa þvagefni úr blóðinu. Ráðherrar í stjórninni hafa hald- ið til á sjúkrahúsinu nánast allan sólarhringinn en reynt að gera sem minnst úr veikindum forsætisráð- herrans. Læknar, sem hafa fylgst með fréttum af ástandi Papandr- eous, segja að jafnvel þótt hægt verði að bjarga lífi hans hljóti að líða langur tími þar til hann nái fullum bata'. Forystumenn Sósíalistaflokksins hafa ekki viljað tjá sig um hver kunni að taka við af Papandreou en Ijóst er að hörð valdabarátta er hafin á bak við tjöldin. Skopteiknar- ar blaðanna hafa gert grín að ráð- herrum, sem hafa notað einkaþotu forsætisráðherrans, og gefíð í skyn að þeir séu þegar farnir að kynna sér fríðindi embættisins. „Eðlilegt er að Papandreou dragi sig í hlé og þetta þurfa hann sjálfur og nánustu samstarfsmenn hans að skilja,“ skrifaði Angelos Stangos í eitt af virtustu dagblöð- um Grikklands, Kathimeríni. Efnahagsóstjórn og hneyksli Papandreou er með hagfræði- próf frá Harvard-háskóla og stofn- aði Sósíalistaflokkinn árið 1974. Hann varð fyrsti sósíalistinn til að gegna embætti forsætisráðherra Grikklands árið 1981 og stjórnaði landinu næstu átta árin. Undir hans stjórn stóijukust ríkisútgjöld- in og erlendar skuldir ríkisins þannig að undir lok valdatímans var efnahagur landsins kominn í algjört óefni. Efnahagsvandinn og ásakanir um spillingu, sem Papandreou var síðar sýknaður af, stuðluðu að ósigri sósíalista í kosningunum árið 1989. Einkalíf og heilsa for- sætisráðherrans urðu honum einn- ig að falli. Papandreou hafði árið áður gengist undir hjartaaðgerð og samdráttur hans og Dimitru Liani, sem er fertug og 36 árum yngri en Papandreou, olli miklu hneyksli. Þau voru þá bæði gift en skildu og gengu síðar í eina sæng. Deilt um ráðríka eiginkonu Papandreou sigraðist á öllu þessu mótlæti ag flokkur hans vann sigur í þingkosningunum í október árið 1993, fékk tæp 47% atkvæða og meirihluta á þingi. Síðan hefur forsætisráðherrann fylgt aðhaldsstefnu í Ijármálum en hann.hefur verið harðlega gagn- rýndur fyrir að hygla vinum og vandamönnum. Til að mynda olli hann miklu uppnámi meðal stjórn- arandstæðinga og stjórnarþing- manna þegar hann fjölgaði ráð- herrum um tíu til að koma fleiri vinum sínum í feit embætti. Margir flokksbræður Papandreo- us höfðu þó mestar áhyggjur af því valdi sem eiginkonan virtist hafa yfir honum. Dimitra Liani varð skrifstofustjóri forsætisráð- herrans, stjómaði öllu starfi hans og fundum og krafðist þess að fá að fylgja honum hvert fótmál. Ýmsir sósíalistar brugðust því hart við þegar Papandreou lýsti Reuter ANDREAS Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, ásamt eiginkonu sinni, Dimitru Liani. því yfir fyrr á árinu að hann myndi styðja eiginkonu sína ef hún ákvæði að hella sér út í pólitíkina fyrir Sósíalistaflokkinn og gefa kost á sér í næstu þingkosningum, sem verða ekki síðar en 1997. Þeir 'óttuðust að forsætisráðherr- ann vildi að eiginkonan tæki við sem leiðtogi flokksins og koma upp einhvers konar ættarveldi. Þessar deilur urðu til þess að blöð, sem höfðu áður stutt Sósíal- istaflokkinn, tóku að birta nektar- myndir af Dimitru Liani til að koma höggi á hana. Uppreisn innan flokksins Papandreou var nánast einráður innan flokksins frá stofnun hans þar til deilan um eiginkonuna blossaði upp. Nokkrir atkvæðam- iklir sósíalistar gerðu uppreisn gegn leiðtoganum og kröfðust þess að flokkurinn veldi tafarlaust eftir- mann Papandreous. Papandreou neitaði hins vegar að tilnefna eftir- mann eða ákveða hvernig hann yrði valinn og kvaðst myndu taka ákvörðun í málinu þegar hann teldi það tímabært. Liani og nánustu samstarfs- menn Papandreous hafa bæði tögl og hagldir í flestum stofnunum flokksins. Hin fylkingin í flokknum er undir forystu svokallaðrar „ijór- menningaklíku", sem vill stokka algjörlega upp í forystusveit flokksins. Atkvæðamestu menn- irnir þar eru Costas Simitis, fyrr- verandi iðnaðarráðherra, Theodo- ros Pangalos, fyriverandi Evrópu- málaráðherra og Vasso Pap- andreou, sem átti áður sæti í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins og er ekki skyldur forsætisráð- herranum þrátt fyrir nafnið. Gerasimos Arsenis varnarmála- ráðherra þykir einnig koma til greina sem eftirmaður Papandr- eous. Arsenis mótaði efnahags- stefnu sósíalistastjórnarinnar á árunum 1981-89. Falli Papandreou frá eða ákveði hann að draga sig í hlé velur þing- flokkurinn eftirmann hans, sem verður falið að mynda nýja stjórn. Sósíaiistar geta verið við völd í tvö ár til viðbótar - takist fylking- unum að afstýra klofningi flokks- ins vegna valdabaráttunnar. Innan flokksins hefur einnig blossað upp deila um sparnaðarað- gerðir stjórnarinnar og áhrifamikil öfl leggja fast að stjórninni að slaka á aðhaldsstefnunni og auka útgjöldin til velferðarmála. Helstu ráðherrar flokksins segjast hins vegar staðráðnir í að hvika hvergi frá sparnaðaraðgerðunum og hindra að efnahagslega óstjórnin, sem einkenndi síðasta áratug, end- urtaki sig. Blab allra landsmanna! -kjarnimálsins! i I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.