Morgunblaðið - 01.12.1995, Page 51

Morgunblaðið - 01.12.1995, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 51 MINNINGAR ljúfmenni í allri framkomu og kunni manna best að segja frá. Margar sögurnar um skondin atvik og skemmtileg sagði hann okkur og minni hans um liðinn tíma var undravert. Þau Guðný og Bjössi voru afar samhent í öllu. Þau eignuðust 6 börn og dóttursonur þeirra ólst meira og minna upp hjá þeim. Það var því oft þröng á þingi í litla húsinu á Hverfisgötu 39. Margrét, móðir Bjöms, bjó einnig í hluta hússins ásamt Jóhönnu, systur Bjöms, en þau systkini vom mjög samrýnd. Þá var ávallt gestkvæmt hjá þeim hjónum og margur kaffi- sopinn drukkinn og lífsgátan rædd. Og það var ekki aðeins mannfólkið sem leit við á Hverfísgötu 39, því bæði vom þau miklir dýravinir og það var fastur liður þegar komið var í heimsókn að sjá mjólkurlögg í skál og fiskbita á diski á veggnum utan dyra, sem heimilislausir kettir nutu góðs af. Björn var langdvölum á sjó og það kom því í hlut Guðnýjar að annast heimilið í löngum fjarverum Björns, eins og títt er með sjó- mannskonur. En þegar Björn var í landi tók hann sannarlega til hend- inni við heimilisstörfin. Guðný hafði það oft á orði við okkur bræður hve óþreytandi bóndi sinn væri að létta sér störfin, þó oft hafi hann komið örþreyttur heim úr erfiðri sjóferð. Það gefur augaleið að tómstund- Amerfsku heilsudýnurnar Jólatilboð 1 Dýna - Queen stærð frá kr. 47.800 stgr. Rekkjan hf. Skipholti 35 • Sími 588 1955 fYRIRTÆKI STOfNANIR. VELJIÐ ÍSLENSKAR VÖRUR íslenskt">M já takk BÓKHALDSKERFI HAGKVÆM LAUSN FYRIR WORKGROUPS NETKERFI glKERFISÞRÚUNHF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 ir hafa ekki verið margar á 9 manna heimili en eitt var það sem Björn fékkst við þegar tími gafst frá lífs- baráttunni og svo hin síðari ár. Það var ráðning á myndagátum og krossgátum. Vitum við engan hon- um fremri í þeim efnum. Gilti einu hvort krossgátan var á íslensku eða dönsku og jafnvel ensku. Þá vitum við ekki til þess að honum hafi mistekist að brjóta til mergjar þær óteljandi myndagátur sem hann glímdi við. Þau voru ekki fá skiptin sem hringt var til hans þegar allt var komið í strand með einhveija myndagátuna og aldrei komið að tómum kofunum. Björn var fyrir nokkrum árum kominn á eftirlaunaaldur og heilsa hans var slík að flestir bjuggust við að hann ætti mörg ár eftir og þau Guðný gætu notið efri áranna sam- an. Það var honum og fjölskyldunni því mikið áfall þegar Guðný lést skyndilega fyrir þremur árum. Ann- að áfallið varð síðan þegar það uppgötvaðist að hann gekk með þann sjúkdóm sem svo marga hefur lagt að velli. Í þeirri baráttu birtist okkur sú hetjulund sem einkenndi Bjöm í erfiðleikum. Aldrei var kvartað og fremur brugðið á létta strengi. Margoft virtist komið að leiðarlokum en hann reis jafnóðum upp af sjúkrabeði aftur og hélt heim. Það var þó sýnt að hveiju dró og honum var það best ljóst sjálfum. Björn flíkaði ekki trú sinni en í samtölum kom fram að hann kveið í engu þeim vistaskiptum sem framundan voru og fagnaði þeim endurfundum sem hann vissi að biðu hans. Það verður tómlegra að fara Hverfisgötuna eftirleiðis. Mannlífið heldur að sjálfsögðu áfram en flest- ir þeir sem við þekktum í bernsku eru nú farnir yfir móðuna miklu. Við eigum ekkert nema góðar minningar um Björn Þorleifsson og þökkum að leiðarlokum fyrir þá vináttu sem hann alla tíð sýndi fjöl- skyldunni í Strandarhúsinu. Börnum hans öllum, systrum hans, Jóhönnu og Sigríði, og öðrum skyldmennum, sendum við samúð- arkveðjur og við vitum að allar þær góðu minningar sem þau eiga um Björn eru huggun harmi gegn. Bræðumir í Strandarhúsinu. BARNAHLJOMLISTINA faerð þú hjá okkur ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 - Sími 5512136 A my - með hollum mat! Manneldisráð mmtftmtmmrn Sirria daaar 'mmsm 1 ' 4 ■ Jj * Söludeild Pósts og síma í Ármúla 27 hefur verið breytt og hún endur- bætt. Af því tilefni verðum við með símadaga í versluninni þar sem við bjóðum. afslátt af nokkrum úrvals símum og faxtækjum. Verið velkomin í glæsilega og endur- bætta söludeild þar sem hægt er að gera sannkölluð reyfarakaup. Motorola Flare GSM Breyftur afgreiðslutíini Opið mán-t'ös. frá kl. 9-18 Sagem Safax Léttur og meðfæri- legur GSM farsími. Þyngd aðeins 212 g. 49.900,- Traust faxtæki. 34.860,- Benefon Delta Léttur og meðfæri- legur NMT farsími. Þyngd 350 g. 99.980,- Jupiter Ódýr og traustur borðsimí. Sanyo 980 Sagem Safax 140 RC Vandað faxtæki m/símsvara og pappirsskera. 59.900,- 44.780,- Söludeild Pósts og síma Ármúla 27 - nýtt símanúmer: 550 7800 - nýtt faxnúmer. 550 7809 Léttur og á| traustur " þráðlaus sfmi . 24.980,- Beocom 9500 GSM Telepocket Létturog I traustur þráðlaus sími. 25.200,- Lltill farsími fyrir GSM farsímakerfið. Þyngd aðeins 225 g. Opib laugardag og sunnudag frá ki. 13-17 PÓSTUR OG SÍMI VISA - EURO RAÐGREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.