Morgunblaðið - 01.12.1995, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ELÍN
GUÐJÓNSDÓTTIR
*
Elín Guðjónsdóttir fæddist
9. maí 1898 á Eyrarbakka.
Hún lést á Hrafnistu 20. nóvem-
ber siðastliðinn og fór útförin
fram 25. nóvember.
UM ELÍNU Guðjónsdóttur má skrifa
merka sögu, um lífshlaup hennar,
þekkingu, störf og reynslu, sem
spannar tæpa heiia öld á mesta
umbrotatíma íslensku þjóðarinnar.
Hún lifði þessar breytingar út í æsar
og lagði snemma sitt af mörkum til
þjóðfélagslegra framfara. Sú saga
■•^rður ekki skráð hér en mig langar
til að fara nokkrum orðum um heið-
urskonuna og kvenskörunginn,
tengdamóður mína.
Hún fæddist á Eyrarbakka 9. maí
1898, af alþýðufólki komin. Móðir
hennar, Ingunn, horfði á mann sinn
drukkna í brimgarðinum þar, þegar
Elín var 3ja mánaða gömul. Börnum
sínum íjórum kom ekkjan öllum til
manns.
Bemska Elínar leið með barna-
skólagöngu á Eyrarbakka og við
sveitastörf hjá frændfólki í uppsveit-
um Árnessýslu. Tólf ára hóf hún störf
í Húsinu á Eyrarbakka, sem þá var
eitt helsta menningarsetur Suður-
lands. Hún var í starfsliði Hússins,
• »em annaðist móttöku og þjónustu-
störf í konungsveislu við Ölfusárbrú
árið 1921 þegar Kristján X sótti ís-
land heim. Um þann atburð, störfín
í Húsinu og þjóðhætti þess tíma heur
hún miðlað upplýsingum til varð-
veizlu í Þjóðminjasafni Islands.
Skömmu síðar flytur hún til
Reykjavíkur og var sú ferð farin
fótgangandi, sem ekki var óalgengt
á þeim tíma. Elínu var trúað fyrir
veiku kornabarni,' sem hún bar í
fangi sér og sinnti alla leiðina. Hálfri
Öld síðar fór hún með þotu til Kaup-
mannahafnar. Þannig lifði hún
tímana tvenna á flestum sviðum ís-
lensks þjóðlífs.
í Reykjavík vann hún m.a.’hjá
Gunnþórunni Halldórsdóttur leik-
konu, sem rak þar hannyrðaverzlun.
Elín minntist þeirra ára oft með gleði
og hafði frá mörgu að segja, Þing-
vallaferðum, leiklistarlífínu í bænum
og öðrum menningarviðburðum.
í Reykjavík kynntist Elín manns-
efni sínu, Stefáni Jóhanni Guð-
mundssyni frá Norðfirði. Hann var
við nám í trésmíði við Iðnskólann í
Reykjavík. Þau voru bæði vandlát
og yfirveguð og höfðu öðlast tölu-
verða lífsreynslu, þegar þau ákváðu
að rugla saman reytum sínum. Þau
gengu í hjónaband 1. desember
1931. Einhver fegurstu ummæli,
sem ég hefí heyrt af munni eigin-
manns um konu sína heyrði ég þeg-
ar Stefán, tengdafaðir minn, sagði
mér, hvað hefði ráðið úrslitum um
val hans á eiginkonu. Hann sagði:
„Ég vildi helst að Elín yrði móðir
barnanna minna.“ En ástfangin urðu
þau og voru meðan bæði lifðu. Það
var í senn ljúft og broslegt að sjá
hann, rígfullorðinn manninn, teygja
sig til hennar og stijúka í miðri
dagsins önn.
Þau Elín og Stefán hófu búskap
í Neskaupstað. Þau voru bæði mjög
vakandi fyrir velferð alþýðufólks og
fjölskyldna. Hann sat í fyrstu bæjar-
stjórn Neskaupstaðar fyrir Alþýðu-
flokkinn og var virkur í baráttu
verkafólks á fjórða áratug aldarinn-
ar. í Hveragerði tók hann þátt í
stofnun verkalýðsfélags og var fyrsti
formaður þess.
Um miðjan fjórða áratuginn var
fiskleysi og kreppa fyrir austan en
Stefáni byggingameistara bauðst
starf við uppbyggingu á Reykjum í
Ölfusi. Þaufluttu því „suður“ og voru
meðal frumbyggjanna í Hveragerði.
Þar byggðu þau sér hús, Laufás, á
gróðursnauðum gráum mel sem nú
er Breiðamörk 17. Þennan mel
þekkti ég aldrei öðru vísi en sem
fegursta skrúðgarð.
Hjónaband Elínar og Stefáns var
einstaklega gott, þau bættu hvort
annað upp, umbáru, yirtu, elskuðu,
rifust og fyrirgáfu. í Neskaupstað
fæddust þeim fyrstu börnin. Barna-
láni áttu þau að fagna en sárt hefur
verið, að missa einu dótturina, sem
dó í vöggu en 5 synir þeirra eru
uppkomnir. Stolt og gleði þeirra
hjóna var aldrei meiri en þegar af-
komendum þeirra vegnaði vel. Þau
lögðu mikla áherzlu á gildi þekking-
ar og menntunar og gerðu sér grein
fyrir því, að þar í var fólginn lykill
að bættri framtíð.
Að sitja með fjölskyldunni að ein-
földu borði var ávallt spennandi,
lærdómsríkt og verulega „inspírer-
andi“. Þar var skipst á skoðunum,
rætt um menn og málefni líðandi
stundar, innanlands sem utan. Reynt
var skýra og skilgreina, deilt var og
hlegið, og hver hafði sína skoðun.
Sólarhringarnir hennar Elínar
urðu drjúglangir. Heimili þeirra í
Hveragerði lá um „þjóðbraut þvera“,
ávallt var margt í heimili og ýmis
störf hlóðust á þau hjón, enda voru
þau félagslynd mjög og framtaksöm.
Hann var hreppstjóri í á þriðja ára-
tug og hún var umboðsmaður happ-
drætta DAS, SÍBS og Háskóla Is-
lands. Elín átti sæti í sveitarstjórn
Hveragerðis 1968-1970. Aldrei man
ég, að svo liði matartími, að ekki
truflaði dyrabjalla eða sími nokkrum
sinnum, meðan á borðhaldi stóð.
Elín beitti sér fyrir stofnun Kven-
félags Hveragerðis 1951 og var
fyrsti formaður þess. Hún stýrði því
í yfir 20 ár og var síðar gerð að
heiðursfélaga. Kvenfélagið beitti sér
á mjög víðtækan hátt að mörgum
framfaramálum, hélt urmul nám-
skeiða og samkoma, stofnaði vísi að
RÖGNVALDUR
FINNBOGASON
+ Séra Rögnvaldur Finnboga-
son, sóknarprestur í Staða-
staðarprestakalli, fæddist í
Hafnarfirði 15. október 1927.
Hann lést á heimili sínu í Borg-
arnesi 3. nóvember síðastliðinn
og fór útför hans fram frá Borg-
arneskirkju 10. nóvember.
MIG hljóðan setti er ég heyrði lát
vinar míns, séra Rögnvalds Finn-
bogasonar, og er ég leit yfir farinn
veg fann ég hvað mikið við höfum
misst við fráfall hans. Hann var sér-
stakur maður að mörgu leyti, hann
var með afbrigðum fróður, það var
skemmtilegt að heyra hann segja
frá, hann var minnugur á allt sem
hann heyrði og sá í ferðum sínum,
hann var ötull og áhugasamur í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur. Nátt-
úruunnandi var hann og brýndi fyrir
fólki að fara vel með móður náttúru.
Hann vildi bæta allt og prýða innan-
húss og utan enda sýndi hann það
á prestsetri sínu, Staðarstað. Hann
sat það með mikilli sæmd. Öllum
húsum þar var vel við haldið og kirkj-
una fegraði hann og prýddi svo af
bar og eftir'Var tekið.
Hinn 30. júní 1994 hlaut hann
prestkosningu í Staðarstaðarpresta-
kalli. Fyrstu kynni mín af séra Rögn-
valdi voru góð. Ég man hvað hann
heilsaði mér hlýlega og þá strax
batt ég góðar vonir við að samstarf
okkar séra Rögnvalds yrði gott og
sú von mín brást ekki, því ekki hefði
ég getað kosið betra samstarf en
var á milli okkar alla tíð. Þar bar
aldrei skugga á. Hann var ráðhollur
og vildi allt gera til að styrkja mig
í kirkjustárfinu og kom okkur vel
saman um allt þar að lútandi. Séra
Rögnvaldur var rómaður ræðumaður
og flutti þær mjög vel, það var ekki
hægt annað en að hlusta á hann.
Það var gleðilegt að heimsækja
þau presthjónin á Staðarstað, séra
Rögnvald og konu hans, frú Kristínu
Thorlaeius. Þau tóku alltaf elskulega
á móti mér og konu minni. Þau voru
JÓNATAN
JÓHANNESSON
MINNINGAR
heilsuræktarstöð með ljósalömpum
°g byggði gæsluvöll og leikskóla
fyrir börn. Ekki var beðið eftir opin-
berum framlögum til að hrinda því
í framkvæmd. Fjáröflun fyrir nauð-
synlegum útgjöldum vegna efnis-
kaupa voru með hefðbundnum hætti
kvenfélaga. Með samtakamætti
fólksins í þorpinu var vinnan að
mestu sjálfboðavinna fullorðinna og
unglinga og félaginu útgjaldalítil.
Félagið var athafnasamt og átti
frumkvæðið að mörgum nýjungum,
t.d. blómaballinu en slíkar samkom-
ur með kjöri blómadrottninga eru
nú fastur liður í garðyrkjubænum
Hveragerði.
Hveragerði er um margt sérstæð-
ur bær. Hann er byggður upp af
garðyrkjubændum, skáldum og
listamönnum sem notfærðu sér
ókeypis orkugjafa móður náttúru til
húshitunar og matseldar í suðuköss-
um, sem þá tíðkuðust við hvert heim-
ili. Elín og Stefán voru virkir þátt-
takendur í þessu frumbyggjastarfi,
m.a. í framkvæmdum á Reykjum og
í Laugaskarði, í félagsmálum og á
fleiri sviðum.
Elín var um margt einstök kona,
alltaf síðust í háttinn á kvöldin en
á fótaferðartíma beið ávallt nýlagað-
ur morgunverður á sínum stað.
Hugðarefnin voru mörg, svo sem
hannyrðir. Hún var sívakandi fyrir
nýjungum og að prófa eitthvað nýtt.
Hún kunni einnig skil á og vann
hannyrðir upp á gamla mátann. Allt
lék í höndum hennar og afköstin
voru ótrúleg. Um það vitna mörg
fögur listaverk af ýmsum toga.
Elín var skarpgreind kona. Fjöl-
hæf var hún, unni fagurri tónlist og
söng og hafði gaman af að glíma
við tölur og ýmsar þrautir. Stolt var
hún og samviskusöm. Einbeitingar-
hæfíleikar hennar voru einstakir,
hún gat haft mörg járn í eldinum í
einu og sinnt þeim öllum. Hún gat
unnið flókna handavinnu, hlustað á
útvarp og haldið uppi samræðum,
jafnvel gluggað í blað í leiðinni og
missti hvergi þráðinn. Við, sem yngri
vorum, höfðum ekki roð við henni.
Hún Elín var engri lík. Fram yfir
nírætf hélt hún andlegum kröftum,
snerpu og reisn. Hún var sú al hrein-
skilnasta manneskja, sem ég hefi á
æfi minni kynnst. Mörgum þótti'nóg
um ákveðni hennar og hispursieysi
sem gat jaðrað við ósvífni, jafnvel
þeim sem þekktu hana vel. Réttlæt-
iskennd átti hún í ríkum mæli og
trygglyndi. Mér stóð nokkur beygur
af þessari konu í fyrstu en eftir því
sem á kynni okkar leið lærði ég að
meta hana og virða, bæði kosti og
galla. Ótalmargt mátti af henni læra.
Geðrík var Elín og ör í lund. Hún
var stórlynd og í bijósti hennar sló
hjarta svo hlýtt og viðkvæmara en
alit sem viðkvæmt var.
Ég tek undir með tengdaföður
mínum, hann valdi sonarbörnum sín-
um góða ömmu.
Blessuð sé minning Elínar Guð-
jónsdóttur.
Guðrún.
mjög gestrisin og eins var ánægju-
legt að heimsækja þau á heimili
þeirra í Borgarnesi. Síðasta heim-
sókn mín til þeirra presthjóna var
rúmum mánuði áður en Rögnvaldur
dó, en þá hitti ég svo vel á að hann
var á fótum og gat talað við mig
og drukkið með mér kaffi. Honum
leið þá sæmilega, en rödd hans var
þá orðin mjög veik. Á veikindatíma-
bili séra Rögnvalds hafði ég oftast
símasamband við hann vikulega og
hafði hann ánægju af því. Hann var
mér mjög þakklátur fyrir það.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur, en vinir og söfnuðir
séra Rögnvalds finna það nú þegar
hann er fallinn frá, að við höfum nú
misst mikilhæfan og góðan mann og
prest sem við munum ekki gleyma.
Ég og kona mín; Fanney, þökkum
látnum vini okkar, séra Rögnvaldi,
innilega trygga vináttu og indæla
samleið og samvinnu frá fyrstu
kynnum. Ljúf minning lifir um hann.
Guð blessi minningu hans. Konu
hans, bömum og öðmm aðstandend-
um færum við samúðarkveðjur og
biðjum Quð að blessa þau. Látni vin-
ur, hvíl þú í friði.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Finnbogi Lárusson.
-I- Jónatan Jó-
' hannesson var
fæddur á Siglufirði
21. ágúst 1928.
Hann lést á Land-
spítalanum 23.
nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Jóhann-
es Hinrik Jóna-
tansson og Sigur-
björg Svanhildur
Pétursdóttir. Eru
þau bæði látin. Eft-
irlifandi kona hans
er Þórunn Sigríður
Gísladóttir. Jónat-
an var bátasjómaður alla ævi.
ÞAÐ RÍKIR söknuður í Samhjálp
hvítasunnumanna. Einn af góðu
vinunum er farinn til annarra
stranda. Hann kom til okkar fyrir
tíu árum. Bátasjómaður. Frá því
að hann var drengur hafði hann
verið á sjó. Fiskimaður. Ár eftir
ár og vertíð eftir vertíð, stóð hann
við rúlluna og dró inn tein eða línu.
Fjörutíu ár á sjó. í landi veittist
honum erfitt að stjórna hlutunum.
Til hvers að vera að því? Ábatinn
fór því meira og minna út um lens-
portið. Svo kom hann til okkar í
Samhjálp fyrir tíu árum. Grannur,
rauðbirkinn og veðurbarinn. Hann
var fámálugur, kurteis og prúður.
Einstakur öðlingur. „Það fór allt
öfugt af stað í lífi mínu,“ sagði
hann í viðtali við Samhjálparblaðið
4. tbl. 1989. „Umhverfi mitt hafði
enga trú á mér. í skólanum hafði
enginn trú á mér. í daglegu amstri
hafði enginn trú á mér. Margir
sögðu mér það aftur og aftur og
ég tók að trúa því sjálfur. Ég var
ekki sæll. En mamma mín unni
mér alla tíð og var mér góð. Hún
var mjög trúuð manneskja. Ég
leit sjálfur á trú sem úrlausn fyrir
veiklyndar sálir.“
Móðir Jónatans, Sigurbjörg
Svanhildur Pétursdóttir, var hvíta-
sunnumaður. Hún var ein af eldri
kynslóðinni, klettur, sem trúði á
Krist og krossinn og alvöru lífs-
ins. Hún bað til Guðs af öllu hjarta
fyrir drengnum sínum. Alla daga,
oft á dag. Það kom því ekki á
óvart þegar Jónatan gerði banda-
Iag um vináttu við Jesúm Krist.
Vináttu sem var yndisleg, göfug
og háleit. Það var eins og þeir
hefðu báðir beðið lengi eftir að fá
að hittast. Og Jónatan naut þeirr-
ar vináttu af einlægu hjarta. í
samræmi við það stillti hann sér
upp í Samhjálparstarfinu sem vin-
ur okkar sem þangað sækjum.
Philochristois. En eins og allir vita
þá velja menn sér vini.
Með Kristi breyttist allt í lífi
Jónatans. Nýju tekjurnar af sjó-
mennskunni nýttust til fullnustu.
Hann keypti litla íbúð. Það hafði
honum aldrei dottið í hug að yrði
hans hlutskipti. Og hann keypti
litla trillu, Frá RE, sem áður hét
Þerneyjardúni. „Það hafði mig
alltaf dreymt um,“ sagði hann.
Dag eftir dag var hann um borð
í trillunni og skrapaði og málaði
og gerði hana eins og nýja og
reri út í bugt þegar gaf og fiskaði.
Vináttan við Krist varð honum
dýrmætasta perla lífsins og gleði
til síðasta dags.
Hann hafði hitt Þórunni Gísla-
dóttur fyrir nokkrum árum. Þau
gerðu samning um ást og vináttu,
eins og Jónatan orðaði það og
ákváðu að hefja sambúð. Skömmu
fyrir andlát Jónatans létu þau
gefa sig saman. Þór-
unn studdi hann af
alúð síðustu vikurnar,
þegar sjúkdómurinn
sótti sem hraðast
fram, grimmur og
miskunnarlaus, og
hafði betur. Jónatan
sótti samkomur í Þrí-
búðum svo að segja til
síðasta sunnudags.
Hann lést af völdum
krabbameins á Land-
spítalanum aðfaranótt
23. nóvember.
Við Samhjálparfólk
kveðjum góðan vin
með þakklæti fyrir tíu ára samferð
og söknuði og minnumst hans sem
einstaks öðlings sem gott var að
vera í návisLvið. Guð blessi minn-
ingu Jónatans Jóhannessonar.
Utför hans verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.^
Óli Ágústsson.
I dag kveð ég hinstu kveðju
kæran vin minn, Jónatan Jó-
hannesson. Kynni okkar hófust í
Hlaðgerðarkoti fyrir tíu árum. Ég
var þar í vinnu og hann kom þang-
að í áfengismeðferð sem varð mjög
árangursrík og hélst fyrir lífstíð.
Hann Jónatan var hörkukarl og
sannkallaður töffari, en á milli
okkar tókst einlæg og góð vinátta
sem varði alla tíð, hvort sem við
hittumst oft eða sjaldan.
Jólin 1985 eru mér mjög minnis-
stæð. Ég var þá að vinna í Hlað-
gerðarkoti og hélt jólin i fyrsta
sinn að heiman. Eftir matinn á
aðfangadagskvöld komu allir sam-
an í stofunni. Þar var flutt hug-
vekja og síðan var pökkum útdeilt
til allra vistmanna, 2-3 pakkar til
hvers og eins. Sjaldan hef ég séð
jafn einlæga og sanna gleði. Þarna
var svo sannarlega gleði og friður
jólanna í hveiju hjarta, þó svo að
kringumstæðurnar væru erfiðar.
Á eftir gekk ég milli herbergja og
hitti menn að máli. Ég staldraði
lengst við hjá Jónatan vini mínum
og það var alveg frábært, eitthvað
gott hafði gerst. Þeir höfð.u greini-
lega hitt hvor annan, frelsari
mannanna og Jónatan. Sá fundur
varð honum til lífs. Jóríatan gaf
mér mjög fallega jólagjöf þesi jól,
hjartalaga platta þar sem Faðir
vorið var áletrað. Þennan platta
hafði ég ávallt í herberginu mínu
og nú er hann í herbergi barnanna
minna, minning um góðan vin.
Alltaf var jafn gaman að hitta
Jónatan, sérstaklega þegar hann
var að koma af sjónum, hress og
sæll með lífið. Ég hitti hann síðast
á heimili hans á Laufásvegi 5
tveimur dögum áður en hann
kvaddi okkar. Hann var orðinn
mjög veikur en samt sæll með
nýafstaðna giftingu sína og Þór-
unnar Gísladóttur, en þau voru
búin að vera saman í sjö ár. Þó
að aldursmunur væri nokkur á
þeim áttu þau svo innilega vel
saman og hann var sæll með hana
Tótu sína og vildi Ijúka þeirra sam-
búð og vináttu með giftingu. Þór-
unn var honum mjög góð í veikind-
um hans og umvafði hann til
hinstu stundar. Ég bið guð minn
að vera Þórunni vinkonu minni
styrkur á þessum erfiðu tímum,
einnig Boggu og börnunum henn-
ar. Hvíl þú í friði, kæri vinur, og
friður Guðs þig blessi.
Ánna Árnadóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin fford og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.