Morgunblaðið - 01.12.1995, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 53
MIIMIMINGAR
JÓHANNA ÞÓREY
DANÍELSDÓTTIR
+ Jóhanna Þórey
Daníelsdóttir
fæddist 26. júlí
1901 á Blikalóni á
Melrakkasléttu.
Hún andaðist á Sól-
vangi í Hafnarfirði
hinn 23. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorbjörg Jónas-
dóttir og Daníel 111-
ugason. Hún átti
eina alsystur og
fjögur hálfsystkini
og eru þau öll látin.
Hinn 1. febrúar
1924 giftist hún Þóri Þorsteins-
syni frá Litlu-Reykjum í
Reykjahverfi. Fyrstu búskap-
arár sín bjuggu þau á Blikalóni
JÓHÖNNU varð tíðrætt um þá góðu
daga sem hún átti í æsku á Blika-
lóni. Þar var mikill búskapur, tólf
manns í heimili og mikill gesta-
gangur. Það var að mörgu að huga
og allir sem vettlingi gátu valdið
höfðu sín verk að vinna. í lónunum
sem bærinn dregur nafn sitt af var
mikið af silungi, sem að hennar
sögn hafði einstakt bragð. Hún
hafði alla tíð gaman af veiðiskap
og fór hún í síðustu veiðiferð sína
í Hvammsvík með barnabarnaböm-
um sínum, þá orðin níræð, og dró
að iandi tvo væna silunga. Dún-
tekja úr hólmunum var einnig mik-
il og voru börnin látin hreinsa dún-
inn. Hún minntist þess oft hve
móðir hennar, Þorbjörg, var mikil
sagnakona. Þegar börnin fóru að
þreytast við dúnhreinsunina sagði
hún þeim gjarnan eina af sínum
og árið 1935 flutt-
ust þau að Ytra-
Krossanesi í Eyja-
firði og bjuggu þár
til vorsins 1945 er
þau fluttust ásamt
börnum sínum al-
farin til Reykjavík-
ur. Þórir lést 13.
ágúst 1970. Jó-
hanna og Þórir
eigmiðust 7 börn.
Þau eru: Hulda,
Sigurborg sem er
látin, Þorsteinn,
Jón Skúli, Jónatan,
Daníel Eyþór og
Kári.
Jóhanna verður jarðsungin í
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
skemmtilegu sögum. Jóhanna talaði
oft um að á Blikalóni hafi alltaf
verið nægur matur en öll matargerð
fór fram á heimilinu. Hihn hefð-
bundni, íslenski matur var ávallt á
borðum hjá henni þegar boðið var
til veislu.
Jóhönnu var margt til lista lagt.
Þegar hún var um tvítugt fór hún
til Akureyrar til að læra að sauma
karlmannafatnað. Hún talaði oft
um það hve fljótt það kom í ljós
að hún hneigðist til saumaskapar.
Það átti eftir að koma sér vel að
geta saumað flíkur á öll börnin og
ekki má gleyma hve mörgum hún
miðlaði af þekkingu sinni. Hún
saumaði gjarnan fallega ungbarna-
jakka þegar nýtt líf var í vændum
og urðu þeir síðustu til þegar hún
var um nírætt. Þegar hún fór að
hafa góðan tíma fyrir sig fór hún
að búa til ýmsa fallega hluti, alla
unna úr efnum náttúrunnar. Mörg
okkar hafa eignast falleg skrín
skreytt kuðungum, skeljum og hval-
tönnum. Einnig pressaði hún blóm
og bjó til fallegar myndir.
í húsi Jóhönnu og Þóris ríkti
ávallt mikil gestrisni og gleði. Þau
voru einstaklega samhent hjón og
báru mikla virðingu hvort fyrir
öðru. Þegar fjölskyldan kom saman
var oft mikið sungið og börn jafnt
sem fullorðnir höfðu gaman af.
Laufabrauðsgerðin er okkur öll-
um minnisstæð og voru líkt og „litlu
jólin“ fyrir börnin. Haldið hefur
verið í þessa hefð og reynt að hafa
hana með svipuðu sniði og í þá
gömlu góðu daga. Um síðustu jól
var Jóhanna með okkur í laufa-
brauðsgerðinni og fletti kökum, þá
orðin 93 ára gömul.
Jóhanna hélt sínu góða minni og
allri sinni reisn allt fram til hins
síðasta.
Minningin um hana mun lifa í
hugum okkar allra.
Hver minning er dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi.
Hin ljúfu og góðu kynni
af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki
var gjöf, sem gleymist eigi
og gæfa var það öllum
er fenp að kynnast þér.
(Ingibjörg Siprðardóttir)
Jónatan, Ragnhildur, Elva
Björk og Guðrún Dís.
Að morgni fimmtudagsins 23.
nóvember lést á hjúkrunarheimilinu
Sólvangi í Hafnarfirði yndisleg og
góð kona að nafni Jóhanna Þórey
Daníelsdóttir, 94 ára.
Þessi góða kona sem er farin frá
okkur var hún amma mín.
Það er með miklum söknuði og
trega sem ég kveð hana en jafnframt
gleði, gleði yfir að hafa átt þessa
yndislegu konu að í gegnum árin.
Ég og amma vorum mjög nánar
og var mikið og gott samband í
gegnum árin. Sérstaklega þegar ég
var ung.
Svo margs er að minnast frá lið-
inni tíð, en mér eru minnisstæðast-
ar ferðirnar í Hvalfjörð þar sem afi
minn heitinn starfaði sem verkstjóri
í Hvalstöðinni. Ég og systur mínar
vorum mikið hjá þeim á sumrin og
var þá oft glatt á hjalla og mjög
gaman.
Samverustundirnar þegar bömin
og barnabörn komu saman fyrir jól
í laufabrauð á Langholtsveginum
eru einnig í huga mínum á þessari
stundu.
Amma mín var fyrirmyndar hús-
móðir, sem hugsaði vel um sig og
sína. Hún var flink að baka og vom
kleinur, plattar, laufabrauð og kök-
ur alltaf vinsælar hjá henni.
Á tímabili bjuggu foreldrar mínir
og við systurnar hjá ömmu og afa
á Langholtsveginum vegna bygg-
ingaframkvæmda sem foreldrar
mínir stóðu í á Tunguhálsinum.
Amma mín var lánsöm í einkalíf-
inu. Ung giftist hún afa mínum,
Þóri Þorsteinssyni. En hann lést
fyrir mörgum árum. Veit ég að afí
hefur tekið vel á móti henni. Þau
eignuðust 6 börn, eina dóttur og 5
stráka. Urðu bamabörnin mörg og
einnig barnabarnabörnin.
í sumar, hinn 2. ágúst eignuð-
umst við Gaui myndarlegan strák
sem við létum skíra Olaf Þóri, og
var amma mín mjög ánægð með það.
Elsku pabbi, Hulda, Kári, Eyþór,
Jónatan og Steini. Betri og ástrík-
ari móður gátuð þið ekki fengið og
mun minningin um hana alltaf lifa
í hjörtum okkar allra.
Ég kveð ömmu mína með virð-
ingu og þakklæti fyrir allt sem hún
gerði fyrir okkur og það gerir fjöl-
skylda mín líka. Ég sendi ástvinum
ömmu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund. «%
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þín nafna,
Jóhanna Þórey.
Okkur systkinin langar með
nokkrum orðum að minnast ást-
kærrar langömmu okkar, sem hefur
nú yfirgefíð þennan heim. Ekkert
okkar getur rifjað upp okkar fyrstu
kynni við hana, hún hefur ávallt
verið hluti af tilverunni, að fara til
ömmu Jóhönnu var hluti af því að
fara til ömmu Huldu. Og við bræð-
urnir réttum ósjálfrátt aðeins úr
bakinu þegar hún tók á móti okkur
með orðunum: „Þama koma höfðin-
gjarnir." Aldrei þreyttist hún að
predika yfir unga fólkinu hin gömlu
góðu gildi og átti það til að fussa
og sveia yfir framferði ungdómsins
í dag, allt var þetta vel meint og"^*
til þess að stuðla að betra lífi þeirra
sem á hlýddu. Og hún hafði lúmskt
gaman af því að láta hneyksla sig_
aðeins svo hún gæti predikað í
framhaldinu.
Kæra langamma, við þökkum
fyrir þann tíma sem við fengum að
njóta samvista við þig, nú hverfur
þú á braut til langafa, sem við því
miður fengum aldrei að hitta, við
vitum að það eru fagnaðarfundir.
Einar, Hákon og
Sigrún Huld. **c~
Afmælistilboð:
Köflóttar skyrtur
3 litasamsetningar:
1 stk. 2.490.-
2 stk. 2.500.-
Mount kuldaúlpur
4.990.-
Cimber
ullarpeysa
Áður 3.590.-
Afmælisverð 2.690
Opið sunnudag
Kringlan s. 581 1944
Laugavegur 81 s. 5521844
UNLIMITED
Við eigum afmæli
SEVERIN CAFE CAPRICE kaffivélin
sýður vatnið jyrir uppáhellingu.
kr. 9.975 stgr.
Hefur hlotið ótal viðurkenningar
Lagar 8 stóra bolla eða 12 litla.
Vapotronic suðukerfi.
Innbyggð snúrugeymsla.
1400 W.
Sér rofi fyrir hitaplötu.
Dropastoppari.
Yfirhitavörn.
Glæsileg
nútímahönnun
- engri lík.
Tllboðsverð
nú aðeins
REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og búið, Rafha, Suðurfandsbraut, H.G. Guðjónsson, Suðurveri, Húsasmiðjan,
Skútuvogi, Glóey, Ármúla 19, Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Miðvangur, Hafnarfiröi. SUÐURNES: Staðafell hf.
Keflavík, Samkaup, Keflavík, Rafborg, Grindavík. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi, Trésmiðjan
c Akur, Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgamesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl. Hamar, Grundarfirði, Versl. E.
<D Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksrjarðar, Króksfjarðamesi, Skandi hf., Tólknafirði, Kf. Dýrfirðinga,
E Þingeyri, Laufið, Bolungarvík, Húsgangaloftið ísafirði, Straumur hf., ísafirði, Kf. Steingrimsfjarðar, Hólmavík.
NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Boröeyri, Kf. V-Húnvetinga, Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi, Kf.
O Skagfirðinga, Sauðárkróki, KEA, Akureyri, og útibú á Norðurlandi, Kf. Þingeyinga, Húsavík, Kf. Langnesinga,
Þórshöfn. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Kf. Héraðsbúa, Seyðlsfirði, Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum,
^ Rafalda, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði, Kf. Fáskrúðsfjaröar, Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi, Kf.
A-Skaftfelinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Ámesinga, Vik, Kf. Rangæinga, Hvolsvelli, Kf. Rangæinga, Ruðalæk,
Versl. Mosfell, Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum, Kf. Ámesinga, Selfossi.
Einar
Farestveit&Cohf
Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900.