Morgunblaðið - 01.12.1995, Síða 57

Morgunblaðið - 01.12.1995, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 57 I i J ) i i 5 I i I < í i 4 4 4 4 ( ( i i i 4 ( 4 • Fleiri minningargreinar uni Valtý Guðmundsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. fyrir aldursmuninn. Ég gat leitað til hans með vandamál og ávallt reitt mig á trúnað hans. Þegar ég lít yfir farinn veg sé ég reyndar að í okkar samskiptum hefur hann að öllu jöfnu verið meiri gefandi en þiggjandi. Ég gleymi aldrei einu sumri fyrir mörgum árum þegar ég hafði vegna óvenju mikilla anna og einnig blankheita vegna húsa- kaupa ekki farið neitt í frí með börnin mín. Þá kom Valtýr að máli við mig og bauð mér afnot af sumarbústaðnum sínum á þann hátt að ég gat ekki annað en þeg- ið það með þökkum og við dvöldum í fallega bústaðnum hans og Siggu í heila viku í góðu yfirlæti. Valtýr var ætíð mikill bóndi og ræktunarmaður og það voru ófá haustin, sem hann birtist með kart- öflur í poka til að gauka að mér og öðrum vinum sínum. Mér er sagt að jafnvel þetta haust hafi hann verið Iangt kominn með að taka upp úr kartöflugarðinum sín- um áður en hann varð að láta und- an elli kerlingu. Valtýr var lánsamur í einkalífi og hann og konan hans Sigríður Böðvarsdóttir voru mjög samhent og höfðu mörg sameiginleg áhuga- mál. Þau áttu fallegt heimili, sem bar þess vitni að húsráðendur höfðu yndi af bóklestri og að hlusta á tónlist. Sigríður vann einnig á Orkustofnun allmörg ár í hluta- starfi og var því vel kunnug mörg- um okkar vinnufélögum Valtýs. Það var mikið áfall fyrir Valtý þeg- ar Sigríður lést fyrir nokkrum árum og fannst mér hann ekki verða samur eftir það. Ég þakka Valtý samfylgdina og umhyggjusemina og votta aðstand- endum hans samúð vegna fráfalls hans. Hrefna Kristmannsdóttir. Snemma sumars 1975, þegar ég hóf vinnu sem sumarmaður á Orkustofnun, kynntist ég Valtý húsverði í Keldnaholti eins og hann var oftast nefndur vinnufélaga á meðal. Með okkur tókst góður vin- skapur þó mikill væri aldursmun- ur. Líklega vegna þess að Valtýr var ungur í anda og átti gott með að samlagast fólki. Báðir höfðum við áhuga á íþróttum og beindist umræðan oftast inn á þær brautir. Ég Víkingur og Valtýr Framari, > þó ekki genetískur heldur innflutt- ur af óðalinu Miðdalskoti inn í Alftamýri. Iþróttaáhuginn var mikill og því óþijótandi umræðu- efni. Valtýr var eðalframsóknarmað- ur og mátti hvergi halla á þann sómaflokk í hans áheyrn nema ef vera skyldi á einhvetja ungliða sem hvort eð er voru blendnir í trúnni. Lengi hafði ég hann grunaðan um að hafa flutt inn í Framhverfið vegna skyldleika nafnsins við flokkinn góða og hefur þeim grun enn ekki verið eytt. Hann var hin föðurlega ímynd og átti auðvelt með að ræða við alla samstarfsmenn hvort sem var um daginn og veginn eða um hávís- indaleg málefni. Enda leituðu menn til hans í vinnupásum til að létta af sér áhyggjum eða hlaða upp á ný andans forðabúr. Gott var að skemmta sér með öldungnum enda mikill gleðimaður. Líklega geta bændur ekki látið af vinnusemi sinni þótt búskap sé hætt og halda áfram að vinna myrkranna á milli. Valtýr var stöð- ugt að, ef ekki fyrir okkur jarð- fræðingana í Keldnahnolti þá fyrir sjálfan sig og aðra. Orðið hvíldar- tími virtist ekki hafa slæðst inn í hans orðabók. Ég get tínt upp endalaust úr minningabrotum ánægjulegar sam- verustundir en læt hér staðar num- ið. Ég vil aðeins segja að lokum, að það var mikil gæfa fyrir mig að kynnast þér. Ásgrímur Guðmundsson. - kjarni málsins! SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR hugann en einhvernveginn rata þær ekki á blaðið. Eitt það fyrsta sem ég man eftir úr æsku var þeg- ar Símon bróðir minn var skírður, en þá bjuggum við í Reykjavík. Það var mikið hlakkað til þessa dags og ég held að það hafi ekki síður verið vegna þess að afí og amma á Sauðárkróki komu suður. Ég man að við amma fórum og kíktum á litla bróður þar sem hann lá sof- andi í vöggunni. Önnur minninga- brot koma upp í hugann, amma að fá sér í pípu eftir að hafa farið í hesthúsin, amma með hitapokann sinn í stólnum sínum fyrir framan sjónvarpið og amma að hlusta á veðurspána. Það er skrítið hversu mikið svo hversdagslegir hlutir sitja eftir í minningunni. Amma var mikil hestakona og hefur átt marga gæðinga um ævina. Hún hefur sagt okkur marg- ar sögur af hestunum sínum og lengi hélt ég að enginn ætti eða hefði átt góða hesta nema hún amma mín. Amma bjó mestan hluta ævi sinnar í Fljótunum og unni hún mjög heimahögum sínum. Eftir að afi og amma fluttu frá Nýrækt eignuðust þau sumarbústað í landi Brúnastaða en það er næsti bær við Nýrækt. Þarna í sumarbústaðn- um átti hún margar af sínum bestu stundum og á hveiju sumri fóru þau þangað, til að fá kraft frá náttúrunni og sveitinni eins og amma sagði stundum. Þar leið henni vel enda þekkti hún hveija þúfu þar í kring og hefur sagt mér margar sögur af álfum og huldu- fólki sem búa þarna i nágrenninu. Það var síðast núna í sumar að þau voru þar og var amma mjög glöð yfir því að geta verið þar í nokkra daga. Fjölskyldan öll á góðar minn- ingar af veru sinni með þeim í bústaðnum og verður tómlegt að koma þangað og hitta ekki ömmu. Amma var send af hreppnum árið 1947 til Reykjavíkur til að læra til ljósmóður. Því starfi sinnti hún til ársins 1961 eða þar til þau hjón- in fluttu til Sigluijarðar. Það hefur að líkindum verið erfítt starf, sér- staklega á veturna þegar snjór var yfir öllu en þá fór amma í vitjanir á skíðum, oft marga kílómetra. Einnig leituðu sveitungar hennar oft til hennar því langt var í næsta lækni og samgöngur ekki eins auð- veldar þá og þær eru nú á tímum. Það er margs að minnast um góða konu en minningarnar fylgja okkur og það eru þær sem stappa stálinu í okkur á sorgarstundu. Það er okkur huggun að hún kvaddi okkur ánægð með það að vera kom- in hingað til Akureyrar þar sem hún og afi voru búin að búa um sig í huggulegri íbúð hjá dóttur sinni. Hún hefði þó mátt njóta þess leng- ur. Við áttum von á því að hún fengi að vera lengur með okkur þegar það var orðið hluti af dag- legu lífi okkar að hitta hana. Amma var mjög trúuð kona þótt hún bæri það ekki mikið með sér. Trúna hafði hún fyrir sig og þang- að leitaði hún eftir styrk. Hún hafði mikinn áhuga á andlegum málefn- um og starfaði með Sálarrannsókn- arfélaginu á Sauðárkróki og var um tíma í bænahring. Hún var viss um það að það yrði tekið vel á móti sér á þeim stað, sem við förum á eftir þetta jarðlíf. Þar sé ég hana fyrir mér þeysast um á gæðingun- um sínum, sem alveg örugglega hafa tekið vel á móti henni ásamt öllum þeim ástvinum sem farnir eru á undan henni. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur verið mér og þótt þú sért farin mun ég halda áfram að leita til þín. Þín, Sigríður Huld. Jólamatur, gfafir og föndur Uppskriftir, heimsóknir, jólasiðir, konfektgerð, fóndur, pakkar og margt fleira er í 64 síðna blaðauka sem fylgir Morgunblaðinu nk. sunnudag, 3 desember. + Sigríður Þor- steinsdóttir Ijósmóðir fæddist 5. desember 1918 að Höfða við Akur- eyri. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 23. nóvember sl. Foreldrar hennar voru María Guð- mundsdóttir og Þorsteinn Helga- son. Árið 1945 gift- ist hún Símoni G. Jónssyni, f. 5.11. 1922, og hófu þau búskap að Nýrækt í Fljótum. Þau eignuðust 3 börn, þau eru: 1) María Svanfríður, f. 21. júní 1944, verkakona á Akureyri. Hún á 3 börn og sambýlismaður hennar er Sigurjón Gunnlaugs- son verkamaður. 2) Kolbrún Ingibjörg, f. 21. des. 1945, sjálf- stæður atvinnurekandi á Siglu- firði. Hún á 5 börn en elsta son sinn missti hún. Sambýlismaður hennar er Jóhann Jónsson sjó- maður. 3) Aðalsteinn Jón, f. 13. sept. 1955, sjálfstæður atvinnu- rekandi, búsettur í Bessastaðahreppi. Sambýliskona hans er Guðný Ólafsdótt- ir snyrtifræðingur og eiga þau þrjá syni. Sigríður ólst upp til 6 ára aldurs í Eyjafirði er hún fluttist með föður sínum, sem þá var orðinn ekkill, að Stóra-Holti í Fljót- um. Sigríður lærði til ljósmóður 1947 og starfaði sem ljós- móðir í Fljótum þar til þau hjónin fluttu til Siglu- fjarðar 1961. Á Siglufirði starf- aði Sigríður við Sjúkrahúsið sem gangastúlka og leysti einn- ig af ljósmóðurina þar. Árið 1967 fluttu þau hjónin til Sauðárkróks þar sem Sigríður vann við sjúkrahúsið, þá orðin sjúkraliði. Fyrir 3 mánuðum fluttu þau til Maríu dóttur sinnar á Akureyri. Útför Sigríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá dóttur Það er svo margs að minnast en svo lítið sem maður getur sagt á svona stundu en minningin um þig lifir. Um allt sem þú gerðir fyrir okkur börnin þín og alla sem þú komst nálægt. Maður skilur nú svo margt sem var í kringum þig, t.d. klukkuna, hvað þér fannst gott að heyra hana slá og vita hvað tímanum leið, eins og mér leiddist hún áður. En nú er ég vaki og hugsa bíð ég eftir því að hún slái, til að gera það sama og þú gerðir, vita hvað tímanum líð- ur. Við sem áttum svo margt eftir og tilhlökkunin eftir vorinu og sumrinu í garðinum. Hvað þér fannst gott að vera komin til okk- ar og hvað okkur fannst gott að þið pabbi skylduð flytja til okkar. Það var svo gott að skreppa niður og drekka kvöldkaffið með ykkur og gera það sem þurfti að gera áður en að svefni kom. Nú kemur lítill kútur í heimsókn og engin langa, en samt er leitað og spurt og það gerum við öll. Þín er sárt saknað, því það er svo mikið sem við höfum misst. Óli minn, sem þið tókuð að ykkur svo ungan, á eftir að sakna þín mikið. Þið höfð- uð svo margt sameiginlegt að tala um, hestana ykkar og margt fleira. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér, feðgarnir ungu sem fóru of fljótt, móðir sem þú misstir svo ung og allir vinirnir sem eru farnir á undan þér. Elsku mamma mín, þakka þér allt sem þú gafst. Guð blessi minn- ingu þína og haldi verndarhendi yfir þér og okkur öllum. Þín dóttir, María. Mig langar í nokkrum orðum að minnast ömmu Siggu sem lést þann 23. nóvember sl. eftir erfið veikindi síðstu ár. Það er erfitt að koma hugsunum sínum á blað þegar svo nákomin manneskja kveður okkur, margar minningar streyma fram í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.