Morgunblaðið - 01.12.1995, Síða 59

Morgunblaðið - 01.12.1995, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 59 AÐYENTU- KRANSAR AÐVENTAN fer í hönd. Þá skreyta margir heimili sín með greni og kerta- ljósum. Við fengum skreytingameistar- ana Uffe Balslev og Guðbjörgu Jóns- dóttur til að sýna okkur gerð hefð- bundins aðventu- krans. 1. Það sem þarf í aðventukrans: Hálmhringur, greni, u.þ.b. 1 kg, bindivír, borðar, kerti, könglar og annað skraut. Bútið grenið niður í 5-8 sm búta. 2. Festið vírinn í hálmhring- inn. Haldið hringnum í vinstri hendi og bindið með þeirri hægri. Bindið utan frá og inn. 3. Fullbundinn krans. 4. Slaufa: Borðinn klemmdur milli þumalfingurs og vísifing- urs. Búnar til lykkjur sem á víxl eru lagðar upp og niður, 2-4 sinnum hvoru megin. Leggið vír- inn um miðjuna og snúið þétt um. 5. Klippið 2 borða, u.þ.b. 1,5 m langa hvom. Bindið fast við kransinn á 4 stöðum. 6. Stingið slauf- um í kransinn við hverja bindingú3 og kertum í álkerta- hlífum á milli. 7. Bindið borða um þar sem böndin krossast. Festið slaufum, grenibút- um og könglum sitt hvorum megin við samskeytin. 8. Kransinn tilbúinn. 4. BLÓM VIKUNNAR 326. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir Listi yfir greinar ársins nr. fyrirsögn höfundur dags. 306 Vorþankar Sigríður Hjartar 21.5. 307 Garðyrkjufélag íslands 110 ára Sigríður Hjartar 25.5. 308 Vorsóley (ranunculus ficaria) Sigríður Hjartar 1.6. 309 Maíepli Sigríður Hjartar 8.6. 310 Plöntur í pottum og kerum Kolbrún Finnsd. 11.6. 311 Kryddjurtaræktun Kolbrún Finnsd. 27.6. 312 Sæhvönn (ligusticum scoticum) Ingibjörg Steingrímsd. 12.7. 313 Laukur til matar Sigríður Hjartar 27.7. 314 Laukur til Skrauts Sigríður Hjartar 3.8. 315 Þurrkuð blóm Sigríður Hjartar 45.8. 316 Risafífill Sigríður Hjartar 19.8. 317 Nellikur (dianthus) Kolbrún Finnsd. 26.8. 319 Fagurklukka Sigríður Hjartar 8.9. 320 Ber vikunnar Sigríður Hjartar 17.9. 321 Haustlilja (colchicum) Sigríður Hjartar 27.9. 322 Hanaspori (corydalis lutea) Sigríður Hjartar 4.10. 323 Svífur að hausti Einar I. Siggeirsson 12.10. 324 Krydd og kransar Kolbrún Finnsd. 19.10. 325 Grænni vetur Hermann Lundholm 11.11. 326 Aðventukrans - blóm ársins Umsj. 1.12. Frímerkjasýningar á liðnu hausti FRJMERKl Nordjuncx 95 í No rcg i NORÐURLANDAKEPPNI UNGRA FRÍMERKJA- SAFNARA Á SÍÐUSTU mánuðum hafa verið haldnar frímerkjasýningar erlendis, þar sem íslenzkir safnar-' ar hafa sýnt söfn sín og hlotið fyrir verðlaun og viðurkenningar. Nordjunex 95 Dagana 6. til 8. október var haldin í Þrándheimi í Noregi hin árlega norræna unglingafrí- merkjasýning, sem ber hið fasta heiti Nordjunex. Svo sem menn muna, var þessi sýn- ing haldin hér í Reykjavík á síðasta ári. Þátttakendur héð- an voru fimm og hlutu eftirtalin verðlaun. Guðni Friðrik Árnason fékk 81 stig og gyllt silfur fyrir safn sitt um Kristófer Kólum- bus og fund Ameríku. Að auki fékk safnið heiðursverðlaun. Yoru þetta hæstu verðlaun í flokki hans, B-flokki, 16-17 ára: í sama flokki fékk safn Björg- vins Inga Ólafssonar, Fuglar á eyjum í Norð- ur-Atlantshafi, 76 stig og stórt silfur og auk þess heiðursverðlaun. í þessum flokki var enn fremur safn Gísla Geirs Harðarsonar, Fimm evrópsk tónskáld á klassískum tíma, sem hlaut 71 stig og silfur, og safn Steinars Arnar Friðþórssonar, Styijöldin í Evrópu og N-Afríku 1939-1945, sem fékk einnig 71 stig og silfur. í C-flokki, 18-19 ára, fékk Pétur H. Ólafsson 67 stig og silfrað brons fyrir safn sitt um Síðari heimsstyijöldina. Dóm- ari af hálfu íslands á Nordjunex 95 var Sigurður R. Pétursson. Spurningakeppni unglinga Svo sem venja hefur verið á unglingasýningum á Norðurlönd- um, var haldin keppni í Þrándheimi milli unglinga þessara landa um það, hveijir vissu mest um frí- merki og frímerkjafræði Norður- landa. Liði okkar stýrði Kjartan Þór Þórðarson, en í því voru Björg- vin Ingi Ólafsson, Guðni Friðrik Árnason og Steinar Örn Friðþórs- son. Keppnin var tvísýn sem oft- ast áður, en úrslitin urðu þau, að ísland hlaut 55 stig, Noregur 53 stig, Finnland 51 stig, en Svíþjóð og Danmörk ráku lestina, hvort land með 47 stig. Er þetta þriðja árið í röð, sem íslenzku ungling- arnir vinna þessa keppni og koma heim með silfurelginn, sem er far- andgripur keppninnar. Frammi- staða þeirra hlýtur að vekja verð- skuldaða athygli á íslenzkum frí- merkjasöfnurum. Er því svo sann- arlega ástæða til að óska ungling- um okkar til hamingju með þennan árangur, en hann fæst auðvitað aðeins með mikilli vinnu og þraut- seigju. Nordia 95 Samnorræna frímerkjasýningin Nordia 95 var haldin nokkru síðar en sýningin í Þrándheimi eða dag- ana 27.-29. október í Malmö í Svíþjóð. Þar sýndu sömu unglingar okkar aftur söfn sín, en tveir bætt- ust í hópinn, þeir Gunnar Garðars- son og Jón Þór Sigurðsson. Þessi sýning var að sjálfsögðu með öðru sniði en unglingasýningin í Þránd- heimi og kröfur því um sumt nokk- uð strangar. Er enginn efi á, að það hafði sín áhrif á dómsniður- stöður, sem vafalaust hafa valdið ýmsum vonbrigðum. En þannig verður oft erfitt að bera bæði sýn- ingar og dóma saman, og það læra menn smám saman af reynsl- unni. Að þessu sinni fékk safn Guðna Friðriks af Kristóferi Kól- umbusi hæstu verðlaunin eða 84 stig og gyllt silfur og eins heiðurs- verðlaun. Voru það langhæstu verðlaun í aldursflokki hans, 16-17 ára. Þá fékk Gísli Geir næsthæstu verðlaun í sama flokki fyrir tónskáldin sín eða 77 stig og stórt silfur. í þriðja sæti þessa flokks varð svo Steinar Örn Frið- þórsson með safn sitt frá styijöld- inni í Evrópu og N-Afríku , 1939—45 og fékk stórt silfur og 75 stig. í fjórða sæti sama flokks varð Björgvin Ingi með fuglasafn sitt í Norður-Atlantshafi og hlaut 73 stig og silfur. Telja verður það frábæran árangur á Mordiu-sýn- ingu, að íslenzkir unglingar skyldu skipa fjögur efstu sæti þessa ald- ursflokks. Þá varð Gunnar Garð- arsson langhæstur í sínum aldurs- flokki, undir 15 ára aldri. Hlaut safn hans af Fuglum í útrýmingar- hættu 80 stig og gyllt silfur og að auki heiðursverðlaun. Þess má geta, að næsta safn í þessum flokki hlaut 68 stig og silfrað brons. í flokki 18-19 ára hlaut Pétur H. Ólafsson 71 stig og silfur fyrir safn sitt úr seinni heimsstyij- öldinni. Varð hann í þriðja sæti þessa flokks. Þá fékk Jón Þór Sig- urðsson 67 stig og silfrað brons í þessum sama flokki fyrir safn sitt úr sögu flugsins. Þegar litið er á framángreinda heildarniðurstöðu hjá unglingum okkar, verður að telja hana frábæra. Því miður áttu fullorðnir ís- lenzkir safnarar einungis tvö söfn á Nordiu 95. Garðar Jóhann Guð- mundarson sýndi í opnum flokki safnið „Fólk og fleira fólk“ og fékk fyrir 71 stig og silfur. Þá sýndi undirritaður safn sitt: Dan- mörk - tvílitu frímerkin frá 1870- 1905. Fékk það safn 76 stig og stórt silfur. Sem betur fer mátti þó sjá söfn íslenzkra frímerkja á sýningunni. I meistaraflokki átti danski læknirinn Ebbe Eldrup safn sitt: ísland 1827-1902. Er þetta mjög vel þekkt safn og eitt með beztu söfnum, sem eru í eigu út- lendra safnara. Keppti það um verðlaunin Grand Prix Nordia 95 á móti safni Knuds Mohr, sem fjallar um póst- og stimplasögu Kaupmannahafnar, en það hlaut verðlaunin. Varð vissulega mjótt á munum, en íslenzka safnið hefði að mínum dómi átt þessi verðlaun skilið. í samkeppnis- deild var kunnugt safn af Tveimur kóngum, -sem Svíinn Stig Öster- berg á, og fékk það 81 stig og gyllt silfur. Annar Svíi, Sigvard Grelsson, sýndi þarna safn frá 1876-1904, þ. e. frá aura- og I gildi-tímanum. Fékk það 73 stig og silfur. Loks vil ég geta þess, að í Opnum flokki var safn danskrar konu, , Solveig Agerbo, sem hún nefnir: Island - Historie, Natur og Sam- fund. Þetta er einkar skemmtilegt og sérstætt safn, enda hlaut hún fyrir 75 stig og stórt silfur. Loks leyndist íslenzkt efni í öðru safni þessa flokks, þar sem Anna Jörg- ensen frá Svíþjóð sýndi einkum jólamerki frá Norðurlöndum. Dómarar af hálfu íslands voru þeir Ólafur Elíasson og Sigurður R. Pétursson. Nordia 95 var haid- in í svonefndum Malmö Masshall- ar, sem er geysimikil bygging nið- ur við höfnina, enda upphaflega reist af Kockum-skipasmíðastöð- inni. Oft er kvartað undan því, að sýningarsalir séu heldur litlir og þá fullþröngt milli sýningar- ramma. Hér var aftur á móti hið gagnstæða. Fyrir bragðið var sýn- ingarefni dreift fullmikið um þetta svæði, svo að gangur var oft mik- ill og þreytandi. Framkvæmd sýn- ingarinnar fór að flestu leyti vel úr hendi, en auðvitað má lengi finna eitthvað að, ef menn eru á þeim buxunum. Eg sem umboðs- maður sýningarinnar hér á landi þurfti ekki að kvarta undan öðrum aðbúnaði en vegalengdum innan hallarinnar. Þar kom víst einnig til hár aldur minn og nokkur fótfúi! Annars varð ég ekki var við annað en menn væru almennt ánægðir s bæði með sýningarefni, sem var mjög fjölbreytt, og eins skipulag sýningarinnar í heild. Jón Aðalsteinn Jónsson ALHUÐATÖLVUKERFI BÓKHALDSKERFI KJÖRINN FYRIR WINDQWS FYRIR W0RKGR0UPS NETKERFI KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.