Morgunblaðið - 28.12.1995, Page 1

Morgunblaðið - 28.12.1995, Page 1
96 SÍÐUR B/C/D 296. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS l Jeanne Calment * Arangurs- laus bið París. The Daily Telegraph. FRANSKUR Iögmaður, Andre- Francois Raffrey, sem gerði eins konar afborganasamning við aldraða konu fyrir 30 árum um að hann myndi eignast íbúð hennar í Arles að henni látinni lést á jóladag án þess að eignast íbúðina. Konan heitir Jeanne Calment og er 120 ára. Engin manneskja hefur náð jafn háum aldri og Calment svo staðfest sé en Raffrey varð sjálf- ur 77 ára. Algengt er að samningur af þessu tagi, svonefndur viager, sé gerður í Frakklandi. Raffrey greiddi Calment 2,500 franka á mánuði, um 35.000 krónur, og var fjárhæðin samanlögð orðin þrefalt andvirði eignarinnar er hann lést. „Við lendum öll í því að semja af okkur,“ sagði Cal- ment stríðnislega við Raffray í haust. Hún snæddi gómsætan hátíðarmat við notalegan arineld í ráðhúsi Arles á jóladag; kjúkl- ingalifur, skarkola, önd og ost. -----»--»-4---- Kjaraorku- sprenging á Mururoa París. Reuter. FRAKKAR sprengdu fímmtu kjarnorkusprengjuna f tilrauna- skyni á Mururoa-eyju í Frönsku- Pólynesíu í gærkvöldi klukkan 21.30 að íslenskum tíma. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði sprenginguna valda vonbrigðum þótt hún kæmi ekki á óvart. „Við höfum stutt tímabundið bann við öllum kjarn- orkutilraunum og kysum að önnur kjarnorkuveldi gerðu það einnig.“ Sprengingin jafngilti sprengi- krafti 30.000 tonna af sprengiefn- inu TNT. Franskir fjölmiðlar sögðu að ráð- gert hefði verið að sprengja fímmtu sprengjuna 22. desember, þegar franska stjórnin átti í viðræðum við verkalýðsforystuna vegna þriggja vikna verkfalla opinberra starfsmanna. Hermt er að Alain Juppé forsætisráðherra hafí beðið Jacques Chirac forseta um að fresta sprengingunni. Chirac hefur sagt að líklega verði alls sex kjarnorkusprengjur sprengdar og Charles Millon varn- armálaráðherra segir að tilraunun- um ljúki í febrúar. Serbar kveikja í húsum sínum í Sarajevo og flvja Sarajevo, Zagreb. Reuter, The Daily Telegraph. SERBAR í Sarajevo voru í gær sagðir hafa kveikt í heimilum sínum til að mótmæla ákvæði í friðarsamn- ingum um að borgin heyri öll undir stjóm Bosníu. í gærkvöldi rann út frestur sem hermenn Serba og bosn- íska stjórnarhersins fengu til að fara af átakasvæðum á mörkum yfírráðasvæða þeirra í Sarajevo. Þetta er fyrsti prófsteinninn á hvort staðið verður við friðarsamningana sem náðust i Dayton í Ohio. Hermennirnir urðu að fara að minnsta kosti tvo kílómetra frá framvarðalínunni og talsmaður Atlantshafsbandalagsins sagði í gærkvöldi að fylkingarnar hefðu staðið að fullu við þennan hluta samkomulagsins. Brottflutningur serbneskra hermanna frá borginni hefst 20. janúar og á að standa í tvo mánuði. Bosníu-Serbar em óánægðir með að hverfí þeirra í Sarajevo eiga að heyra undir stjórn Bosníu og hafa óskað eftir því að hermenn þeirra fái að vera í borginni þar til í sept- ember. Leighton Smith, yfirmaður friðargæslusveita Atlantshafs- bandalagsins, hafnaði þessari beiðni í gær. Fregnir hermdu að serbneskar bílalestir hefðu farið frá Sarajevo og kveikt hefði verið í nokkrum húsum í borginni. „Serbarnir kveikja í húsum sínum áður en þeir fara og vilja ekki búa þarna undir yfírráðum Bosníustjórnar,“ sagði William Pijpers, taísmaður friðargæsluliðs NATO. Hann sagði að kveikt hefði verið í húsum í grennd við flugvöllinn í Sarajevo. Franskir hermenn fóm í gær á framvarðalínurnar í borginni og hófust handa við að gera jarð- sprengjur óvirkar. Flóð ógna Mostar Yfírmenn herja hinna stríðandi fylkinga komu saman í fyrsta sinn í norðurhluta Bosníu til að ræða hvernig fjarlægja ætti milljónir jarðsprengna í landinu. Fundur þeirra var í veitingahúsi í Forebrice sem skemmdist illá í hörðum bar- dögum í stríðinu. William Nash, yfirmaður herliðs Bandaríkjanna í Bosníu, valdi fundarstaðinn til að minna á hörmungar stríðsins. Miklir vatnavextir hindruðu störf friðargæsluliða í suðurhluta lands- ins í gær og fíytja varð franska hermenn með þyrlum úr búðum þeirra nálægt borginni Mostar vegna flóða. Hætta er á að stíflur norðan við borgina bresti og að stór hluti miðborgarinnar flói í vatni. Slíffi Reuter Evrópa í kulda- greipum FANNFERGI og frosthörkur settu svip á jólahátíðina víða um Evrópu að þessu sinni og sums staðar var veðrið verra en dæmi eru um. Heita má, að Hjaltland sé á kafi í snjó, allir vegir ófær- ir og rafmagnslaust, og ástandið er litlu betra á Norður-írlandi, Suðureyjum, Skotlandi og suður um til Englands og Wales. í Danmörku voru jólin hvít og i Helsinki í Finnlandi var frostið harðara en verið hefur um ára- tugaskeið. Þessi bíll lenti utan vegar í bænum Whitby í Norður-. Yorkshire á Englandi en þeir eru ekki margir, sem muna jafn mik- inn snjó þar um slóðir og nú er. ■ Mikið vetrarríki/20 Israelar og Sýrlendingar ganga loks að samningaborði að nýju Yaxandi lík- ur á árangri Jerúsalem, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. einhvers að vænta af Sýrlending- um,“ sagði Peres í sjónvarpsviðtali. „Andinn í Damaskus er jákvæður þótt afstaða þeirra hafi ef til vill ekki breyst efnislega.“ Fréttabann sett Samninganefndir ríkjanna settu fréttabann vegna viðræðnanna, sem fara fram í ráðstefnumiðstöð á gömlum búgarði í Eastern Shore í Maryland, nálægt Washington. Bandaríkjamenn beita svipaðri samningatækni og í viðræðunum sem lauk með samkomulaginu um frið í Bosníu, fulltrúar ríkjanna ÍSRAELAR og Sýrlendingar hófu friðarviðræður að nýju í gær eftir sex mánaða hlé. Horfurnar á að viðræðurnar skili árangri þykja hafa vænkast, einkum eftir að Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, lýsti því yfir um helgina að hann vildi hraða samningaumleitunum. „Ég tel að Shimon Peres [forsæt- isráðherra Israels] vilji ræða við okkur með opnari huga,“ sagði Assad á blaðamannafundi í Kaíró. „Þetta er það sem Bandaríkjamenn sögðu okkur og við höfum dregið þessa ályktun af yfírlýsingum hans.“ „Við teljum að í þetta sinn sé Reuter BANDARISKIR embættismenn sýna fréttamönnum samningaborð Israela og Sýrlendinga í viðræðum þeirra. koma saman á afviknum stað, fjarri heimsins glaumi og ágengum fréttamönnum. „Þessi staður býður upp á næði, náið samband, einangr- un og yndislegt umhverfi,“ sagði Robert Satloff, framkvæmdastjóri stofnunar í Washington sem fjallar um málefni Miðausturlanda. Fulltrúar ísraels og Sýrlands koma saman í þrjá daga og hlé verður gert á viðræðunum um ára- mótin til 10. janúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.