Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Sjómenn sitja að tafli FLESTIR frystitogarar landsins liggja við bryggju yfir hátíðarnar og hafa áhafnir þeirra ýmislegt fyrir stafni. Áhafnir togaranna Orfiriseyjar, Frera og Þemeyjar notuðu tækifærið og öttu kappi í skák í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í gær. A-sveit skip- verja á Orfirisey sigraði með nokkmm yfirburðum, fékk 35,5 vinninga. I öðra sæti varð A-sveit skipveija á Frera með 27 vinninga og í þriðja sæti urðu skipverjar á Þemey með 24 vinninga. Norðmenn ætla sér 72,5% síldarkvótans Ósló. Morgtinblaðið. NORSKA sjávarútvegsráðuneytið hefur gefíð út síldarkvóta fyrir næsta ár til handa norskum skipum og öðrum skipum, sem veiða í norskri lögsögu. Norðmenn ætla sjálfum sér 725.000 tonn af milljón tonna heildarkvóta, sem þeir settu einhliða á veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum í síðasta mánuði. Norðmenn ákváðu heildarkvóta í nóvember, á sama tíma og viðræðu- nefndir íslands, Noregs, Færeyja og Rússlands sátu á fundum í Lond- on og ræddu stjórnun veiða úr síld- arstofninum. Samkomulag hefur enn ekki náðst í þeim viðræðum. Ákvörðun Norðmanna varð tilefni harðra viðbragða íslenzkra stjórn- valda. Norðmenn hafa haft sama háttinn á síðastliðin tuttugu ár, en munurinn nú er sá að síldin er á ný byijuð að ganga út úr norsku lögsögunni og út í Síldarsmuguna svokölluðu, suður til Færeyja og vestur á bóginn í átt til íslands. 275.000 tonn eftir handa öðrum ríkjum Það sem eftir er af heildarkvótan- um þegar Norðmenn hafa tekið sinn hlut er 275.000 tonn og það ætla þeir öðrum ríkjum. Auk þess fara 20.000 tonn af kvótanum, sem veiða má innan norsku lögsögunn- ar, til hefðbundinna skipta á veiði- heimildum við önnur ríki. Norskir sjómenn mega heija síld- veiðar 2. janúar. Þeir eru ekki ánægðir með kvótaúthlutun eigin stjómvalda. Audun Marák, fram- kvæmdastjóri Sambands bátaút- gerða, segir að kvótinn sé of lítill. Af síldarstofninum haldist um 86% í norskri lögsögu mestan hluta árs og Norðmenn séu því í raun að gefa frá sér það, sem þeim beri með réttu. Eldur út frá kerti í skreytingu ELDUR kviknaði út frá kerti á jólaskreytingu á Hverfísgötu 55 í Reykjavík í fyrrinótt. Allir björguðust úr húsinu, en nokkrar skemmdir urðu á fyrstu hæð þess. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn hjá RLR sagði að kviknað hefði í gardínum út frá kertum á fyrstu hæð. íbúar hefðu verið vakandi, en eldurinn breiðst hratt út. Allt varalið kallað út Allt varalið slökkviliðsins var kallað út þegar tilkynnt var um eldinn, enda um timburhús að ræða og kapp lagt á að eldurinn breiddist ekki út í næsta hús, Hverfisgötu 53, sem einnig er úr timbri. Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan hálf fímm um nóttina. „Þegar við komum á staðinn log- aði mikið út um glugga, bæði á götuhlið og bakhlið, og eldtungur stóðu upp með húsinu og inn um glugga á annarri hæð,“ sagði Erlingur Lúðvíksson, aðalvarð- stjóri hjá slökkviliðinu. Að sögn Erlings voru allir íbú- ar hússins komnir út þegar slökkviliðið bar að garði, þar á meðal eldri hjón, sem búa á ris- hæð, og sonur þeirra, sem býr í kjallara hússins. Morgunblaðið/Júlíus SLÖKKVILIÐSMENN betjast við eld, sem kviknaði í bárujáras- klæddu timburhúsi við Hverfisgötu í gærmorgun. Skjálftahrina á Hengilssvæðinu A þriðja hundrað jarðskjálftar mæld- ust á einni nóttu Banaslys í Artúns- brekku BANASLYS varð í Ártúnsbrekku í Reykjavík síðdegis á Þorláksmessu, 23. desember, þegar bifreið skall á ljósastaur. Tveir voru í bifreiðinni. Farþeginn, 79 ára gamall karlmað- ur, lét lífíð. Ökumann bifreiðarinnar sakaði ekki. Að sögn Gunnlaugs K. Jónssonar rannsóknarlögreglumanns var bif- reiðinni ekið eftir hægri akrein Vesturlandsvegar. Hún fór of langt til hægri þar sem beygt er inn í Ártúnsholt og hafnaði á ljósastaur. Sagði Gunnlaugur að bifreiðinni hefði verið ekið nánast viðstöðu- laust á staurinn, en hraði hefði ekki verið mikill. Tilkynnt var um óhappið skömmu eftir klukkan 17. Lögregla gerði lífgunartilraunir á slysstað. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og þar var hann úrskurð- aður látinn. SKJÁLFTAHRINA, sem átti upptök sín vestast á Hengilssvæðinu, hófst upp úr miðnætti í fyrrinótt og stóð fram á morgun. Á þriðja hundrað skjálftar mældust, flestir í kringum stærðina þrjú stig á Richterkvarða, sá stærsti 3,2 stig. Upptökin voru um þijá til fjóra km norðnorðvestur af Kolviðarhóli, milli Engidals og Sleggjubeinsdals. Að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings á Veðurstofu íslands, varð lítillega vart við skjálftana á Reykjavíkursvæðinu, uppi á Kjalamesi og í Hveragerði var nokkuð um smátitring. Ragnar segir að þessi hrina í fyrri- nótt sé eðlilegt framhald af lengri hrinu, sem hefur staðið frá því í júlí 1994 á öllu Hengilssvæðinu og sé sú stærsta frá því á tímabilinu 1952 til 1955. Upptökin hafí þó verið að færa sig úr austurkanti svæðisins að vest- urkantinum, þ.e. í átt til Reykjavík- ur. Hann segir að til lengri tíma litið verði lítið lát á hrinunni, sem hófst í júlí 1994. Það sem veldur skjálftun- um em hreyfmgar um plötuskilin og almennt séð er mikil hreyfíng í gangi núna að sögn Ragnars. Hann segir Hengilssvæðið vera mjög brotið svæði og orka losni þar fljótt úr læð- ingi í smáskjálftum. Uppsagnir flugumfer ðarstj óra Vilja miða kjör sín við flugstjóra Gæslunnar Flugumferðarstjórar krefjast þess að laun þeirra verði, þegar til lengri tíma er litið, miðuð við laun flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni, enda sé ábyrgð flugumferðarstjóra síst minni en þeirra, að þeirra sögn. Karl Alvarsson, í samninganefnd Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, sagði að flugumferðarstjór- ar teldu eðlilegt að miða við laun flugmanna en viðsemjandinn hefði ávallt hafnað samanburði við einkageirann. Flugumferðarstjórar vísuðu því til launa flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni sem væru rík- isstarfsmenn eins og flugumferðar- stjórar. „Við vitum að þeir eru með sömu laun og gengur og gerist meðal flugmanna. í skipulagshand- bók Alþjóða flugmálastofnunarinn- ar er bent á nauðsyn þess að störf flugumferðarstjóra séu miðuð við störf í einkageiranum vegna þess að það sé ekkert sambærilegt að fínna í ríkisgeiranum. Alþjóða- vinnumálastofnunin bendir einnig á þetta og flokkar flugumferðar- stjóra með flugmönnum og skip- stjórum," sagði hann. „Við erum að leita leiða til að leysa þann vanda sem við búum við. Réttarstaðan er ómöguleg. Við höfum ekki virkan samningsrétt, við höfum ekki verkfallsrétt eða önnur úrræði og fáum aldrei neitt nema ríkið sé tilbúið að afhenda okkur það á silfurbakka,“ segir hann. Kirkjusókn var góð um jólin Fámennara var við messu í Langholts- kirkju á aðfangadag en vant er „ÉG HEF heyrt frá ýmsum stöðum úti á landi að kirkjusóknin hafí ver- ið mjög góð og hér í Reykjavík al- veg sérstaklega góð, ekki aðeins á aðfangadag þegar engar kirkjur eru nógu stórar, heldur líka á jóladag,“ sagði Ólafur Skúlason biskup. Hann sagði að eftir jólin í fyrra hafi verið gerð könnun á kirkjusókn þar sem kom fram að einn af hvetj- um flórum landsmönnum hafði sótt kirkju um jól og áramót. Aðspurður sagði Ólafur að kirkjusókn færi vaxandi og kirkju- sókn á aðventu hefði tekið mjög miklum breytingum. „Áður fyrr var það þannig að eftir því sem jól færðust nær þá fækkaði í kirkjum en alla sunnudaga í aðventu núorð- ið er mjög góð kirkjusókn. Einnig njóta aðventuhátíðir í kirkjunum vinsælda á við aðfangadagskvöld auk þess sem tónlist í kirkjum hef- ur aðdráttarafl. Fólk vill tengja jóla- haldið kirkjunni," sagði Ólafur. Færri komu í Langholtskirkju Eins og kunnugt er beindist at- hygli manna að deilum milli prests og organista í Langholtskirkju fyrir jólin og sagði Ólafur að kirkjusókn þar hefði verið lakari en vant er. Að sögn Guðmundar Pálssonar, formanns sóknarnefndar Lang- holtskirkju, voru um 200 manns við messu í Langholtskirkju á aðfanga- dag. Hann sagði þetta nokkru minna en undanfarin ár. Að jafnaði hefðu kirkjan og safnaðarheimilið verið full á aðfangadag, en þar er hægt að koma fyrir 500-600 manns ef þétt er setið. ------» ♦ ♦------- Leki í Hard Rock Café RÖR í veitingastaðnum Hard Rock Café í Kringlunni sprakk vegna frosts um kl. 4 í fyrrinótt. Vatn flæddi um öll gólf. Slökkviliðið dældi vatninu út, svo hægt var að opna veitingastaðinn á venjulegum tíma. Enn er þó vatn undir fjölum í gólfi og óvíst með skemmdir vegna þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.