Morgunblaðið - 28.12.1995, Page 8

Morgunblaðið - 28.12.1995, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisábyrgð til Spalar Það var Góðærisgauri líkt að luma á óvæntum glaðningi í pokahorninu handa okkur. Rekstur RÚV stefnir í 50 milljóna króna halla Tvöföldun lífeyrisskuld- bindinga helsta ástæða REKSTUR Ríkisútvarpsins-Sjón- varps stefnir í um 50 milljóna króna halla á þessu ári samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en í fyrra var stofnunin rekin með um 74 milljón króna halla. Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri RÚV, segir að um helmingur af þessari upphæð stafí af lífeyrissjóðsskuld- bindingum sem stofnunin hafi ekki gert ráð fyrir. „Eins og sakir standa er hallinn undir 50 milljónum króna en það getur enginn sagt með nokkurri vissu hver endanleg niðurstaða verður. Við vitum nokkurn veginn hver gjöldin eru en auglýsingatekj- ur í desember liggja alls ekki fyr- ir,“ segir Hörður. Verra en menn áttu von á í nóvemberlokun hjá stofnun- inni kom fram 35 milljóna króna halli en ofangreind spá byggist á hefðbundinni afkomu desember- mánaðar. Hörður segir þessa nið- urstöðu mun verri en menn hafí vonast eftir, enda stefnt á að reksturinn væri á núlli. Þetta tap sé þó kannski ekki ýkja mikið,_sé haft í huga að umsetning RÚV sé hátt í 2,2 milljarða króna. Aðspurður um skýringar, segir Hörður að ýmislegt komi til sem útilokað hafí verið að taka inn í áætlanir. „Lífeyrisskuldbindingar tvöfölduðust miðað við það sem stjórn lífeyrissjóðsins gaf okkur upp. Við töldum að þær yrðu á milli 13 og 14 milljónir, en þær verða 25 milljónir. Þetta er í sam- bandi við að verið er að flytja þess- ar lífeyrisskuldbindingar. Lífeyris- sjóður opinberra starfsmanna hef- ur um áratuga skeið verið nánast óávaxtaður og síðan hefur verið samið um ýmiss konar lífeyrisfríð- indi sem ekkert hefur verið gert til að mæta. Nú eru þessar skuld- bindingar allar færðar yfír á b- hluta stofnanirnar, og kemur illi- lega í bakið á okkur. Þarna er um að ræða greiðslur til þeirra fyrr- verandi starfsmanna sem þegar taka lífeyrisgreiðslur, en þetta verður örlítið léttara á næsta ári,“ segir Hörður. Hann tiltekur jafnframt að af- notagjöld hafi ekki hækkað síðan í byijun árs 1993, þegar þau hækkuðu um 4% og taldist þá leið- rétting á eldri vanda. Einnig hafí dregið úr auglýsingum á sama tíma, en það hafí þó heldur batnað seinustu mánuði. Hann sjái ekki að nýjar sjónvarpsstöðvar svipti RUV neinum auglýsingatekjum að ráði. Frá fjárhagsáætlun RÚV á þessu ári nemi samdrátturinn á að giska 3,3%, sem verði mætt án þess að það komi niður á dagskrá. Útgjöld 3% fram úr áætlun Hörður segir ekki enn hafa komið til umræðu að segja upp starfsfólki eða leggja niður deildir, en reynt sé að hafa aðhald í stór- um þáttum sem smáum. „Bæði Útvarp og Sjónvarp fara aðeins framúr, tekjur Sjónvarpsins eftir nóvember eru 0,8% undir áætlun og tekjur Útvarpsins 0,4%, sem er lítið en skiptir þó nokkrum millj- ónum. Útgjaldahliðin er um 3% framúr áætlun í heildina,“ segir hann. Hann kveðst ekki vilja benda á einstakar deildir sem fara fram úr fjárhagsáætlun og fleiri deildir séu innan hennar en ekki. Að- spurður um þætti eins og Dags- ljós, segir Hörður að útsendingar- kvöldið kosti um 210 þúsund krón- ur, eða rúma milljón á viku. A móti komi að ekki sé ráðist í gerð leikinna verka sem hafí gjarnað kostað um 12-15 milljónir króna. SH opnar söluskrifstofu á Spáni STJÓRN Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna ákvað nýlega að opna söluskrifstofu á Spáni. Áætl- að er að söluskrifstofan taki til starfa snemma á næsta ári og mun Hjörleifur Ásgeirsson veita henni forstöðu. Spánverjar eru með helstu inn- flytjendum og neytendum físk- afurða í heiminum og i Madrid er annar stærsti fískmarkaður í heimi. Með tilkomu Spánarskrif- stofunnar verður SH með skrifstof- ur á öllum helstu markaðssvæðum fyrir innfluttar fiskafurðir. SH rek- ur nú þegar söluskrifstofur í Jap- an, Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og Englandi. Þessi ákvörðun stjórnar SH er í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að hafa skrifstofur og dótturfyrirtæki sem næst mörkuðunum. Söluskrifstofa SH í París hefur sinnt viðskiptum fyrir Spánar- markað á undanförnum árum og hafa þau viðskipti farið stöðugt vaxandi. Afurðimar sem SH hefur selt inn á þennan markað em þorskur, huniar, rækja, karfi og flatfískur. í framtíðinni er álitið að hægt sé að auka enn sölu til Spánar, bæði í magni, verðmætum og nýjum afurðum. Formaður norrænu kennarasamtakanna Rúmlega hálf milljón kennara eru félagsmenn EIRÍKUR Jónsson formaður KÍ tók um síðustu mán- aðamót við formennsku í Samtökum norrænna kennara, Nordiska Lárar- organisationernas samrád (NLS). Eru félagsmenn í kringum 600.000. Samtök- in í núverandi mynd voru stofnuð 1994 með samein- ingu þriggja kennarasam- banda; samtaka grunn- skólakennara, leikskóla- kennara og framhalds- skólakennara. — Er ekki of viðamikið að hafa öll skólastigin und- ir einum hatti? „Þegar sú ákvörðun var tekin að sameina félögin var hún gerð á grundvelli þess að sérstakar deildir yrðu starfandi fyrir hvert skóla- stig. Á stjórnarfundi í Noregi í nóvember sl. voru þessi mál rædd og varð niðurstaðan sú að vilji er fyrir því að deildirnar starfi áfram. Til greina kom hins vegar að hafa einn stjórnarfund á ári í stað tveggja. Með því væri hægt að nota fjármagn til að setja af stað vinnuhópa sem gætu tekið á ein- stökum málum sem upp koma.“ - Hvert hefur hlutverk sam- takanna verið? „Þau hafa verið og verða áfram samráðsvettvangur félaganna. Reynt verður að samræma stefn- una í skóla- og kjaramálum. Einn- ig höfum við fengið fjárhagslegan stuðning, bæði vegna átaka á vinnumarkaði og nýlega fengum við 1,7 milljóna króna stuðning vegna verkefnis í tengslum við skólamál á Flateyri og Súðavík." - Snúa málefni samtakanna ef til vill frekar að kjarmálum en faglegu hliðinni? „Nei, alls ekki. Nú er verið að vinna að því að setja fram nor- ræna skólastefnu fyrir hvert skólastig. Einnig eru félögin aðilar að Evrópusamtökum og Alheims- samtökum kennara. Ef við viljum koma á framfæri einhveijum mál- efnum reyna Norðurlöndin fyrst að samræma sína stefnu og kynna málefnið á einum grunni." - í hvetju felst skólastefnan? „Til dæmis hefur verið lögð mikil áhersla á jafnan rétt til náms á Norðurlöndum og að skyldunám eigi að vera nemendum að kostn- aðarlausu. Unnið verður einnig að samfelldri menntastefnu frá vöggu til grafar." - Ef við víkjum að fjárstuðn- ingiþeim sem NLS veitti kennara- samtökum á íslandi, hafa kennar- ar farið til Vestfjarða og aðstoðað þar? „Leikskólakennarar fóru vestur skömmu eftir snjóflóðið á Flat- eyti og dvöldust þar í 2-3 vikur. Og nú nýlega dvöldust grunnskólakennarar þar í 2-3 vikur. Kennurum er fyrst og fremst ætlað að vera til taks og styðja skólastarfið eftir því sem hentar heimamönnum á hveijum tíma. Vonumst við til að geta haldið þessu starfi áfram í vetúr.“ - Hvert er hrýnasta verkefni NLS á næstunni? - „Við erum að endurskoða uppbyggingu félagsins. Samhliða eru hópar að fara yfir skólastefnu einstakra skólastiga." - Eru grunnskólar á Norður- löndum reknir af ríki eða sveitar- félögum? Eiríkur Jónsson ►EIRÍKUR Jónsson fæddist 6. júlí 1951 í Reykholti, Borgar- firði. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla íslands 1972. 1972-1990 vann hann við grunnskólakennslu og skóla- stjórnun, lengst af á Klepp- járnsreykjum og Blönduósi. Hann hefur verið starfsmaður Kennarasambands íslands (KÍ) frá 1990. Hann var kjörinn varaformaður KÍ 1989 og for- maður 1994. í nóvember var hann kjörinn formaður Sam- taka norrænna kennara. Eirík- ur er kvæntur Björgu Bjarna- dóttur varaformanni Félags íslenskra leikskólakennara. Eiga þau samtals sex börn. Áhersla lögð á jafnan rétt til náms _,,AIls staðar nema I Noregi og á íslandi er búið að flytja rekstur grunnskólans frá ríki til sveitar- félaga. í Noregi er um einhvers konar blöndu að ræða, þannig að kennarar hafa samningsrétt við ríkið en sveitarfélögin reka skól- ana engu að síður.“ - Hver er reynslan á Norður- löndum af rekstri sveitarfélag- anna á grunnskólanum? „Nokkuð misjöfn og komið hafa fram bæði kostir og gallar. Réttur nemenda til náms virðist misjafn og háður fjárhagslegri stöðu sveit- arfélaganna. Hér á landi hafa jöfnunaraðgerðir á milli sveitarfé- laga verið faglegar unnar en virð- ist vera annars staðar. Sama við- horfið virðist þó vera hér og á Norðurlöndum að sveitarfélögin eigi að fá peninga óeyrnamerkta. Þeirra hlutverk sé að ráðstafa þeim til skólanna. Þetta hefur valdið því m.a. í Danmörku, að t.d. á móðurmálskennslu gét- ur munað allt að tveim- ur stundum á viku milli sveitarfélaga." - Hvert er álit KÍ á flutningi grunnskólans eins og staðan er nú? „Við höfum tekið þátt I nefnd- arvinnu og unnið að flutningnum af fullum heilindum. En við viljum sjá fyrir endann á ýmsum mála- flokkum áður en af flutningnum verður. Það verður að segjast eins og er að nú eru þessi mál ófrá- gengin. Við höfum ítrekað bent á að þetta mál stendur og fellur með fjármálum sveitarfélaganna. Við höfum lært af félögum okkar á Norðurlöndum að starfið stendur og fellur með fjármagni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.