Morgunblaðið - 28.12.1995, Page 12

Morgunblaðið - 28.12.1995, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vegagerðin hefur eignast ferjurnar Heijólf og Sæfara Vegagerðin skoðar út- boð á rekstri Herjólfs Rektor segir fjárveitingu til HÍ valda vonbrigðum SAMNINGAR hafa verið undirrit- aðir um yfirtöku Vegagerðar ríkis- ins á skuldum Heijólfs hf. í Vest- mannaeyjum og um yfirtöku Vegagerðarinnar á rekstri Sæfara, sem sér um ferðir milli lands, Hríseyjar og Grímseyjar. Verið er að undirbúa útboð á rekstri Sæf- ara og Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Vegagerðarinnar, segir koma til greina að bjóða út rekstur Her- jólfs að fjórum árum liðnum. „Það var ákveðið fyrir nokkrum árum að Vegagerðin yfirtæki eftir- litið með feijurekstri. í vegaáætl- un í fyrra voru tilteknar ákveðnar leiðir sem skyldu vera feijuleiðir og þar með fengu þær samsvar- andi hlutverk og þjóðvegir. Stjórn- endur Vegagerðarinnar hafa verið að velta fyrir sér hvemig þetta form yrði best útfært. Niðurstaðan er sú að heppilegast sé sú að Vega- gerðin eigi skipin en aðrir aðilar annist reksturinn. Að okkar áliti kemur mjög til álita að bjóða rekst- urinn út. Til þess að aliir sitji við sama borð við útboð verður Vega- gerðin að eiga feijurnar,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður hvers vegna ríkið væri að yfírtaka Heijólf. Ríkið eignast Sæfara í síðustu viku fyrir jól var gérður samningur milli Hríseyjarhrepps, Grímseyjarhrepps og Vegagerðar- innar um yfirtöku Vegagerðarinnar á Sæfara. Rekstur feijunnar var boðinn út fyrir 2-3 árum. Samning- ur um reksturinn er að renna út og er verið að útbúa útboðsgögn fyrir nýtt útboð. Reksturinn verður boðinn út í byijun næsta árs. Vegagerðin hafði hug á að bjóða út rekstur Heijólfs samhliða yfir- töku á skipinu. Stjórnendur Her- jólfs hf. lögðust eindregið gegn útboði og vildu gera þjónustu- samning til margra ára. Að sam- komulagi var að gera þjónustu- samning til fjögurra ára. Heijólfur hf. mun sjá um ferðir milli lands og Eyja, mönnun, viðhald og eftir- lit með skipinu gegn 78 milljón króna árlegu framlagi. „Við teljum að við náum hag- stæðustu samningum með útboð- um. Við höfum gert þjónustu- samning við Herjólf til fjögurra ára. Þegar honum lýkur verður í samráði við bæjarstjórn Vest- mannaeyja tekin ákvörðun um hvort og þá með hvaða hætti rekstrarforminu verður breytt. Til greina kemur að gera nýjan samn- ing, útboð eða eitthvað annað. Áhugi okkar lýtur að því að haga þessum rekstri með sem ódýr- ustum hætti,“ sagði Gunnar. 1,4 milljarða skuld hvílir á Herjólfi Við undirritun samningsins í gær var gefið út afsal um að Vega- gerðin eigaðist Heijólf. Stofnunin yfirtók 1,4 milljarða króna skuld sem hvíldi á skipinu. Gunnar sagði það sitt mat að verðmæti Heijólfs væri í kringum 800 milljónir. Her- jólfur hf. hefði því engan veginn átt fyrir skuldum fyrir yfirtökuna. Eftir yfirtökuna stendur hlutafé- lagið Heijólfur hf. þokkalega vel. Það er skuldlaust, en á eignir eins og aðstöðu í Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum. Vegagerðin hefur greitt afborg- anir af lánum sem hvíla á Heijólfi síðustu 3 árin. Þetta hefur verið bókfært sem skuld Heijólfs við Vegagerðina og var hún 400-500 milljónir. Á þessu ári námu afborg- anir og vextir af lánum vegna kaupa á Heijólfí 225 milljónir. Gerður var tilflutningur á af- borgunum þannig að í ár eru greiddar 175 milljónir af lánunum. ALÞINGI samþykkti við lokaaf- greiðslu fjárlaga að hækka fjár- veitingu til Háskóla íslands um 15 milljónir en skólinn hafði óskað eftir 20 milljónum króna. Svein- björn Björnsson háskólarektor kveðst feginn því að komið sé til móts við þarfir HÍ, en í heild hafi menn orðið fyrir vonbrigðum með að ekki skuli vera gengið lengra. „Við munum auðvitað gera okk- ar besta með því fé sem við fáum, en mér skilst að veija eigi þessum peningum til nýmæla og vegna fjölgunar nemenda. Ég veit ekki hvort við treystum okkur til að fara út í nýmæli vegna þess að við gerum ráð fyrir að fjölgun nemenda taki þennan toll allan,“ segir Sveinbjörn. Þurfa að mæta 35 millj. halla Hann segir að í byijun næsta árs verði skipuð svokölluð sparn- aðarnefnd sem verði falið að kanna hvar megi draga saman í rekstri skólans, enda beri HÍ halla liðins ár. „Við höfum búist við að hallinn næmi 30 milljónum á þessu ári og við þurfum að ná honum upp, auk þess sem lausaskuldir fyrir um 20 milljónir eru útistandandi, eða alls um 50 milljónir. Aukafjár- veitingin bætir aðeins stöðuna, en samt þurfum við að ná mismunin- um, sem er um 35 milljónir, með sparnaðaraðgerðum.“ Undanfarna mánuði hafa staðið yfir viðræður á milli HI og mennta- málaráðuneytis um staðla þá sem notaða hafa verið við kennslu, en miðað hefur verið við sænska fyrirmynd til þessa. „Misjafnt er hversu mikið þarf af þjóna nemendum eftir náms- greinum og eru þær jafnframt misdýrar. Við höfum verið að bera saman hversu margar vinnustund- ir fara í að kenna hveija kennslu- grein og niðurstaðan er sú að þjón- usta okkar er töluvert minni en þessir skólar bjóða í sambærilegu námi ytra. Við höfum farið fram á að fá íjárveitingar reiknaðar á íslensku verðlagi til að geta veitt nemendum okkar sömu þjónustu, en þarna vantar yfirleitt 20-30% upp á. Við byijuðum með óskum um 150 milljónir en þegar frumvarpið kom fram í október báðum við um að minnsta kosti 70 milljónir króna til móts við þetta. Eftir aðra um- ræðu um frumvarpið sáum við hins vegar að menn komu ekki til móts við okkur í þessari aukningu í fé til að geta gert betur, en í þriðju umræðu bentum við á litlar hækk- anir á fjárveitingum, máli okkar til stuðnings,“ segir Sveinbjörn. Rúmlega þijú þúsund íslensk hross eru send til kaupenda í útlöndum á hverju ári Flogið með 900 hross í ár Morgunblaðið/Árni Sæberg RÚMLEGA 900 íslenskir hestar hafa verið fluttir á vegum Flugleiða til útlanda það sem af er þessu ári í 29 ferðum, en alls eru um 3.000 íslenskir hestar seldir héðan á hveiju ári. Flestir hafa hestarnir farið í gegnum Billund á Jótlandi, eða 702 hestar. Skömmu fyrir jól hélt vél til Danmerkur með um 30 ,jólahesta“ og eru það síðustu flutningar á þessu ári. Sigurður Jónsson, sem hefur umsjón með þessum flutningum, segir mjög mismunandi hversu margir hestar fari í hvert skipti, allt frá þrem hestum upp í 90 hesta. Búið er að fara 11 ferðir til Billund á þessu ári, 16 ferð- ir með 93 hesta til Ostend í Belgíu og eina ferð til Stokkhólms með 88 hesta. Talsvert löng seinkun varð á komu hesta- flutningavélarinnar, sem Flugleiðir leigja af Den Norske Bank, en áhöfn vélarinnar var frá Rhódesíu. Fyrst bilaði frakthurð vélarinn- ar í Kairó og tók nokkurn tíma að kippa því í liðinn. Síðan var þotunni flogið til Gatwick, en þegar hún átti að halda af stað, kviknaði í annarfi vél á miðri flugbrautinni, þannig að flugtak var útilokað. Slökkvistarf og hreinsun tók nokkurn tíma og vélin lenti því á Keflavíkurflugvelli tæpum 30 klukkustund- um eftir að gert var ráð fyrir henni. Þá tók ekki betra við, því í ljós kom að pinnar sem halda hliðum sem sett eru upp til að að- skilja hrossin, höfðu orðið eftir einhvers stað- ar í heiminum. Þess vegna þurfti að útvega nýja pinna í snarhasti, sem var ekki auðsótt um miðja nótt. Biðin var því allmiklu lengri en vera bar. Tveir starfsmenn seljenda hestanna, þeir Gústaf Loftsson og Florian Schneider, sögðu þó þessar tafir ekki einsdæmi og tiltóku að eitt sinn hefðu þeir þurft að bíða með hest- ana í bílunum í 36 tíma vegna veðurs sem hindraði allt flug. Full vél vikulega Sigurður hefur starfað að hestaflutningum í þrettán ár og kveðst sjá geysilega mikla aukningu í útflutningi á hrossum á þeim tíma, einkum og sérílagi seinustu ár. Heldur minna hafi þó verið flutt út í nóvember og í jólamánuðinum í ár en í fyrra. „Mesta umferðin er frá janúar fram í apríl, en þá er yfirleitt farið vikulega með fulla vét í hvert skipti. Kaupendahópurinn hefur stækk- að til muna á seinustu árum,“ segir Sigurður. Hestunum er síðan ekið frá Billund og Ostend um alla Evrópu, einkum til Þýska- lands, Danmerkur og Svíþjóðar en einnig til SIGURÐUR Jonsson festir eitt hross- anna, sem flogið var með, tryggilega í flugvélinni, en allt að 90 hross fara í einni ferð. Austurríkis, Sviss, Frakklands og Hollands, svo eitthvað sé nefnt. Aðbúnaður þeirra er yfirleitt ágætur að sögn Sigurðar, en hann kveðst telja flugleiðina hæfa hrossum betur en að velkjast í marga daga í lest skips. Hestaflutningabílar ytra séu yfirleitt vel búnir og rými, fæði og vatn nægjanlegt. Flest hrossin ódýr „Eftir að við gengum í EES gekk í gildi reglugerð 1. júní si., þess efnis að það er skylda að hafa hesthús eða aðbúnað fyrir dýr sem- hafa viðdvöl á viðkomandi flugvelli aðildarlands. Ég veit ekki hvernig þessu verður háttað í Svíþjóð því að aðstaða þar er ekki góð og ennþá síður í Litháen, þang- að sem farið hefur verið með hross,“ segir Sigurður. Hann kveðst ekki þekkja dæmi þess að skap eða gangur hesta hafí spillst þannig við flutning að þeir hafí ekki gagn- ast nýjum eigendum, þvert á móti viti hann um að „hestar sem hafa verið kolvitlausir hafi róast við flutninginn". UM 30 hestar fóru utan aðfaranótt fimmtudags til kaupenda í Evrópu sem eflaust hafa glaðst yfir þessari ,jóla- sendingu“. Sigurður segir að megnið af hestunum sé fremur ódýrt, þ.e. þægir fjölskyldu- og reið- skólahestar fyrir byijendur á um 100-200 þúsund krónur. Þó megi á stundum sjá gæðinga ætlaða keppni eða graðhesta til undaneldis. „Ef það kemur tilboð í einhvern graðhest erlendis frá upp á t.d. 3 milljónir króna, hafa Islendingar rétt á að ganga inn í slíkt tilboð en þeir verða að borga sama verð og erlendi aðilinn býður. Þetta hefur stundum haldið góðum hestum í landinu, en kemur þó ekki í veg fyrir að maður sér stundum einstaklega falleg hross flutt út,“ segir hann. Hestar sem fara úr landi fara í dýralæknis- skoðun og þarf t.d. að röntgenmynda marga þá hesta sem halda til Þýskalands og Svíþjóð- ar, og segir Sigurður að honum virðist hafa færst í vöxt að hestar séu með sk. spatt, eða kalkmyndun í beinum, en í slíkum tilvik- um er hestunum snúið til baka. Hann kunni ekki skýringar á að þessi galli ágerist, en í mörgum tilvikum sé hann bagalegur. Hann viti til að mynda dæmi um að 42 hestum hafi verið snúið við af 90 hesta stóði vegna þessa. Steinn Steinsson héraðsdýrlæknir, sem skoðar skepnurnar til að athuga hvort þær séu hæfar til flutnings, segir að flest hross- in séu í ágætu ásigkomulagi. „Flestir eru hestarnir rólegir og góðir, sumir eru virkileg- ir gæðingar, en síðan er að finna hesta sem ég myndi kalla truntur,“ segir hann. Steinn skoðar um 2.500-3.000 hross til útfiutings á hveiju ári, eða stærstan hluta þeirra hesta sem fluttir eru utan. Hann seg- ir að litlu hlutfalli þessa fjölda sé hafnað hér heima, eða um 2-3%. Hross, sem er hafnað, geta síðan hugsanlega komist utan síðar þegar búið er að lækna það sem hijáir þau.^ „Ástæður sem geta komið í veg fyrir út- flutning eru margvíslegar, svo sem spatt, ýmsir áverkar og gallar á borð við helti. Dýrin geta orðið fyrir hnjaski í flutningum, enda gengur talsvert mikið á þegar verið er að senda þau milli landshluta," segir Steinn. Hann segir að kröfur hér heima og að utan felist aðallega í venjulegri heilbrigðis- skoðun, þ.e. að ganga úr skugga um að dýrin séu ekki haldin neinum sjúkdómum. „Síðan geta kaupendur farið fram á full- komna skoðun og þá er hún framkvæmd á þeirra kostnað. Þá tökum við röntgenmynd af viðkomandi hesti og yfirförum hann ná- kvæmlega. Við vitum eins og er, að hestur- inn fær aldrei að koma til íslands aftur, þegar hann eru einu sinni kominn út.“ Ólöglegur talnaleikur? í samtölum við menn sem þekkja til hesta- flutninga til útlanda, heyrast fullyrðingar þess efnis að útflytjendur, að minnsta kosta einhveijir, stundi þann leik að hafa annað verð í farmskýrslu en í raun og sann. Þannig er uppgefið verð hests t.d. 60 þúsund krónur meðan raunverulegt verð er kannski helmingi meira eða ríflega það, t.d. 150-200 þúsund krónur. Þetta sé gert þar sem annars þyrfti að greiða mun hærri útflutningsgjöld af hestun- um hérlendis og hærri virðisaukaskatt ytra, sem hækka myndi verð íslensku hestanna tií muna. Jafnvel svo mjög að kaupendur myndu ekki fást til að fjárfesta í hestum héðan. Þessi talnaleikur sé því bæði seljendum og kaupendum í hag, þótt hann sé ekki lögum samkvæmt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.