Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 LAIVIDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Vestfirskir ökumenn ánægðir með jarðgöngin Jóhann Bjarnason frá Suðureyri. Steinunn L. Ólafs- dóttir frá Þingeyri. Páll Önundarson frá Flateyri. Gjörbylting fyrir íbúa svæðisins ísafirði. JARÐGÖNGIN undir Breiða- dals- og Botnsheiðar voru opn- uð almennri umferð miðviku- dag fyrir jól og hafa íbúar vest- an Skutulsfjarðar notfært sér göngin óspart. Fréttaritari og ljósmyndari blaðsins fóru um göngin og stöðvuðu nokkra veg- farendur, og inntu þá m.a. eftir muninum á að aka um göngin eða yfir heiðarnar. Lygileg framkvæmd „Þetta er alveg stórkostlegt, í raun og veru er það lygilegt að þetta skuli hafa verið hægt. Hverjum hefði dottið í hug fyr- ir tíu árum, að maður ætti eftir að aka undir þessi fjöll? Maður er búinn að vera hlaupandi þetta á skíðum, og akandi í bíl, oft á tíðum í kolvitlausum veð- rum. Þetta er það ótrúlegt að það tekur engu tali,“ sagði Jó- hann Bjarnason frá Suðureyri, sem var að koma akandi frá Isafirði, í gegnum göngin. Það gefur augaleið að öll samskipti manna verða auðveld- ari og betri með tilkomu jarð- ganganna. Þá er ótalið hvaða áhrif göngin hafa atvinnulega séð. Eg reikna með að fólk hætti að aka heiðina en hitt er annað mál að heiðin er gífur- lega falleg og mikið útivistar- svæði. Þar koma menn til að stunda skíðaíþróttina alla vetur, menn hætta ekkert að fara á heiðina annað slagið, a.m.k. fara þeir til að rifja upp gamlar minningar,“ sagði Jóhann. Styttir leiðina „Mér finnst það frábært að sam- göngurnar skuli vera orðnar eins góðar og raun ber vitni. Þetta er gjörbylting, og ég gæti trúað að göngin stytti leiðina á milli Suðureyrar og Isafjarðar um a.m.k. tíu mínútur. Eg held að þegar þar að kemur, verði einungis notast við göngin og ég vona að þetta hafi góð áhrif á samskipti fólks í byggðar- lögunum og trúi raunar ekki öðru,“ sagði Sigurður Haralds- son frá Súgandafirði. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson SIGURÐUR Haraldsson frá Súgandafirði. Meira sótt í félagslífið „Mér finnst þetta frábært. Það er mikill munur að komast um göngin til ísafjarðar. Göngin stytta leiðina frá Þingeyri til Isafjarðar en ég veit ekki hvort Þingeyringar munu sækja meiri þjónustu til Isafjarðar en verið hefur, en félagslífið þar verður ábyggilega meira sótt en áður. Þegar göngin verða opnuð endanlega, fer sjálfsagt enginn heiðina, nema kannski ferða- raenn," sagði Steinunn Lilja Ólafsdóttir frá Þingeyri, sem var á leið til ísafjarðar. Engar keðjur undir bilinn „Mér finnst fínt að hafa jarð- göngin, þau breyta öllu fyrir mig. Eg er mun fljótari á leið- inni auk þess sem ég þarf nú ekki lengur að selja keðjur undir bílinn til að komast til Isafjarðar, nú trilla ég bara í gegn, og ekkert vesen. Göngin koma tvímælalaust til með að hafa góð áhrif á samskipti fólks á svæðinu og við bjóðum ísfirð- inga velkomna yfir til Flateyr- ar,“ sagði Páll Önundarson, vörubifreiðasljóri á Flateyri, í samtali við blaðið. „Á liimni næturljósin ljóma svo ljiift og’ stillt oo rótt...“ GLEÐILEG JÓL OG I ARSÆL l KOMANDI ÁR. ÞÖKKUM I ANDSMONNUM OL UJM OYRM/1 I A I I |Á1 l\ BRODURl’l 1 ()(i SAMIIUC. I VI RKI. IIUJAR I SUOAVIK Fagurlega skreytt skip Sandgerði. ÞAÐ eru strákarnir á Sigurfara GK þeim vel. Óneitanlega yrði fallegra sem eru í svona miklu jólaskapi. að líta hafnir landsins á jólum ef Þeir skreyta bátinn sinn fallega fleiri tækju sér þá til fyrirmyndar. fyrir jóiin, enda hefur hann reynst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.