Morgunblaðið - 28.12.1995, Page 18

Morgunblaðið - 28.12.1995, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 11 ÚRVERINU Morgunblaðið/Muggur. Jólalegt við höfnina ÞAÐ VAR jólalegt um að litast við höfnina í prýdd við bryggju og ljósadýrðin merlaði á sjáv- Reykjavík á jóladag. Flest skip lágu Ijósum arborðinu. Athugun bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitsins Ymsu ábótavant í eftir- liti með skelfiski hér ÍSLENZKAR eftirlits- og rann- sóknastofnanir með skelfiski stand- ast ekki ýtrustu kröfur, sem gerðar eru vegna innflutnings og sölu á skelfíski í Bandaríkjunum, að sögn Árna Kolbeinssonar, ráðuneytis- stjóra sjávarútvegsráðuneytisins og stjórnarformanns Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins (RF). Þeg- ar talað er um skelfisk í þessu til- liti er átt við veiðar, vinnslu og útflutning á hráum skelfiski, t.d. kúfiski og siíkum afurðum. Hann lætur þessi ummæli falla vegna komu fulltrúa bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitsins „Food and Drug Administration" (FDA) til landsins síðastliðið haust, en stofnunin gerði forkönnun á hæfni íslendinga til að vinna skelfisk og flytja hann út lifandi eða hráan. „Það er byrjað að nýta hér skel- fisk með þeim hætti að fylgjast þarf vandlega með veiðisvæðum og afurðum til að tryggja að varan sé heilnæm," segir hann. „Menn þurfa að uppfylla mjög strangar kröfur til að fá að flytja hann út lifandi eða hráan til ann- arra ríkja. Við höfum verið í samn- ingum við tvö ríki hvað þetta varð- ar, annars vegar Frakkland og hins vegar Bandaríkin. Það er okkur mjög mikilvægt að fá leyfi til að flytja út skelfisk á þessa markaði." Við vorum búnir að fá leyfi árið 1978, en síðan hefur FDA verið að endurskilgreina kröftir sínar, sem eru mjög strangar. í tengslum við aukinn útflutning okkar íslendinga, að því er við vonum, stendur fyrir dyrum úttekt á öllu því kerfi sem tengist veiðunum, skelfisksvæðum, eftirliti Fiskistofu, rannsóknastofn- unum o.s.frv. I forkönnuninni, sem fór fram í Unnið að lagfær- ingum í hálft ár haust, reyndist ýmsu ábótavant, sem við höfum verið að reyna að vinna bót á og það verður vonandi komið í lag þegar þeir koma hingað um miðjan janúar," segir Árni. Hann segir að það hafi ekki aðeins verið gerðar aðfinnslur við RF, held- ur við kerfið almennt og fleiri stofn- anir. Meiri kröfur en almennt til matvælaeftirlits Grímur Valdimarsson, forstjóri RF, sagði að kröfur skelfiskeftirlits FDA væru mun meiri en. almennt eru gerðar til matvælaeftirlits, sem stofnun eins og RF veiti. „Til þessa hefur stofnunin fylgt verklagsreglum, sem aimennt eru notaðar við matvælarannsóknir á hliðstæðum stofnunum. Þannig hef- ur RF helst notað aðferðir, sem yfirvöld í Bandaríkjunum hafa mælt með. Skelfiskeftirlit FDA krefst hins vegar nákvæmari út- færslna á mælingum, skráningu á niðurstöðum og eftirlits með mæl- iaðferðum en við höfum fylgt. Komið hefur í ljós að þótt meg- inkröfur FDA hafi verið þekktar var margt sem ekki varð ljóst fyrr en farið var í gegnum þessi mál með fulltrúa þess. Nú er unnið af kappi að því að fullnægja skilyrðum skelfískeftirlitsins og er vonast til að þeirri vinnu Ijúki á næstunni," segir Grímur. Ein stærsta ónýtta auðlind íslendinga „Sumar þær aðferðir sem notað- ar hafa verið á Tilraunastöð Há- skóla íslands í meinafræði og hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins stóðust ekki hinar ströngu kröfur bandarískra yfirvalda," segir Guð- jón Atli Auðunsson, deildarstjóri hjá RF. „Nú hefur verið unnið að því hörðum höndum í hálft ár á öllum þessum stofnunum að lagfæra þetta. Við höfum fengið til þess aðstoð bandarískra sérfræðinga og vonumst til að verða færir í flestan sjó um miðjan janúar." Guðjón segir að mikil vinna og ijármunir hafi farið í þessar breyt- ingar: „Menn búast við að kostnað- urinn hjá RF í vinnu og nýjum tækjum hafi verið um 10 milljónir." En hvað gerist ef stofnanirnar standast ekki settar kröfur? „Mér er nú illa við að hugsa þannig,“ segir Guðjón. „Það myndi þýða enn frekari töf á því að við getum flutt út hráan skelfisk. Þessi iðnaður er að koma undir sig fótunum og sá vísir sem er að honum á Flateyri fékk undan- þágu hjá bandarískum yfirvöldum til útflutnings til Bandaríkjanna. Ástæðan fyrir því að það náðist í gegn er sú að þeir vinna vöruna og hita hana, þannig að örverurann- sóknir eru ekki eins brýnar og ella. Kúskelin er talin ein stærsta ónýtta auðlind sem við íslendingar eigum og þess vegna geta þarna verið óhemju miklir hagsmunir í húfi. Ef við stöndumst ekki kröfur FDA í janúar leggjum við okkur bara enn betur fram og klárum dæmið. Ég endurtek þó að allt bend- ir til að þetta verði í lagi. Við höfum breytt okkar aðferðum í samráði við bandaríska sérfræðinga, sömu aðila og eiga eftir að gera úttekt á okkur." FULLUR gámur af toghlerum og varahlutum frá J. Hinrikssyni á leið til Suður-Afríku. 50 tonn flutt út á 2 dögiim í NÓGU er að snúast á vélaverk- stæðinu J. Hinrikssyni ehf. Á tveim- ur dögum, miðvikudag og fimmtu- dag fyrir jól, afgreiddi fyrirtækið óvenju mikið af toghlerum til út- landa. Til Noregs fóru rúm 25 tonn, til þýska togarans Cuxhavens fór eitt sjö tonna par, og til Suður Afríku fóru sex pör-og varahlutir eða sam- tals 17,5 tonn. Heildarútflutningur fyrirtækisins á þessum tveimur dögum nam því rúmum 50 tonnum. Núna er verið að afgreiða flottog- hlerá fyrir Beiti í Neskaupstað, Húnaröstina í Reykjavík, Sighvat Bjarnason í Vestmannaeyjum og Netagerðina Ingólf. Eftir áramótin verða svo m.a. afgreiddir botntrolls- hlerar fyrir Gullver á Seyðisfirði. „Þetta er frábærlega góður árangur," segir Jósafat Hinriksson, framkvæmdastjóri. Hann segir að útflutningur fyrirtækisins hafi auk- ist um 20% frá því í fyrra. Á þessu ári stefnir í að útflutningur verði um 65% af framleiðslunni. „Það er svo vitlaust að gera að við höfum ekki undan,“ segir Jósafat. FRÉTTIR: EVRÓPA Santer vill auka völd forsetans JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, vill auka völd embættis síns. Sant- er vill meðal annars geta valið fram- kvæmdastjórnar- menn sjálfur, fært þá milli embætta og rekið þá sem standa sig ekki. Greint er frá því í European Voice að Santer hafi tekið málið upp á leið- togafundi Evrópu- sambandsins í Madríd fyrr í mán- uðinum og að hann vilji að aukin völd forsetaembættisins verði á dagskrá ríkj- aráðstefnu ESB, sem hefst í marz næstkomandi. Hins vegar má búast við því að ýmis aðild- arríki séu tillögum hans mótfallin. Santer, sem var forsætisráðherra Lúxemborgar og hafði sem slíkur miklu meira vald yfir ráðherrum sín- um en hann hefur nú yfir félögum sínum í framkvæmdastjórninni, telur að svipuð lögmál verði að gilda og um ráðherra í ríkisstjórn til þess að tryggt sé að allir framkvæmda- stjórnarmenn taki virkan þátt í starf- inu og að þeir virði þá reglu, að fram- kvæmdastjórnin tali öll einum rómi. Þessi röksemd Santers er talin munu fá meira vægi eftir því sem aðildar- ríkjum Evrópusambandsins — og þar af leiðandi framkvæmdastjórnar- mönnum — íjölgar. Forsetinn kosinn af Evrópuþinginu? Á meðal þeirra hugmynda, sem nú eru ræddar í Brussel, er að Evr- ópuþingið kjósi forseta fram- kvæmdastjórnarinnar af lista með nokkrum nöfnum, sem leiðtogar að- ildarríkjanna komi sér saman um. Forsetinn, sem hljóti með þessu lýð- ræðislegt umboð, geti síðan valið framkvæmdastjómarmennina sjálf- ur, einnig af lista, sem hver ríkis- stjórn tilnefnir nokkra menn á. Þetta væri róttæk breyting frá núverandi kerfí. Aðildarríkin tilnefna sjálf framkvæmdastjórnarmenn og enginn getur hafnað þeim nema Evr- ópuþingið, sem getur aðeins hafnað nýrri framkvæmdastjórn í heild, ekki einstökum meðiimum hennar. Forset- inn situr því uppi með samstarfs- Reuter JACQUES Santer ásamt forvera sínum, Jacques Delors. Margir halda því fram að „Delors-áhrifin“ hafi nú þegar fært fram- kvæmdastjórninni og forseta hennar of mikil völd, en Santer vill seilast enn lengra. menn, sem hann hefur sjálfur haft ákaflega lítið um að segja. Þeir, sem vilja auka völd forset- ans, segja að hann ætti jafnframt að geta úthlutað öðrum fram- kvæmdastjómarmönnum málaflokk- um og fært þá á milli embætta, auk þess sem hann mætti refsa þeim fyrir að ganga gegn stefnu fram- kvæmdastjórnarinnar og reka þá ef nauðsynlegt reyndist. Margir gagnrýnendur fram- kvæmdastjórnarinnar telja þó að forveri Santers, Jacques Delors, hafí náð miklu meiri völdum í sínar hend- ur en hann átti skilið og eru andsn- únir því að breyta stofnsáttmála ESB forsetanum í hag. Kohl styður Santer Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, styður hins vegar Santer. European Voice greinir frá því að kanzlarinn hafi lýst því yfir á Madrídfundinum að hann væri óánægður með „hegðun vissra framkvæmdastjórnarmanna.“ Talið er að þar hafi kanzlarinn átt við framkvæmdastjórnarmenn, sem gagnrýndir eru fyrir að vera lítið í vinnunni, til dæmis Martin Bange- mann, Ritt Bjerregaard, sem olli hneyksli með birtingu dagbókar sinnar með palladómum um evrópska stjómmálamenn, og Neil Kinnock, sem hefur gengið gegn stefnu fram- kvæmdastjómarinnar í yfírlýsingum sínum um evrópskt myntbandalag og um stækkun Evrópusambandsins. ESB staðfestir fiskveiðisamning við Island RÁÐHERRARÁÐ Evrópusam- bandsins, skipað sjávarútvegsráð- herrum aðildarríkjanna, samþykkti á fundi sínum í Bmssel daginn fyr- ir Þorláksmessu breytingar þær á sjávarútvegssamningi íslands og Evrópusambandsins, sem samið var um í október síðastliðnum. Samninganefndir íslands og ESB náðu þá samkomulagi um að stækka veiðisvæði skipa frá Evr- ópusambandsríkjum hér við land lítillega. Útgerðir þýzkra skipa, sem reynt höfðu fyrir sér á karfamiðun- um, hafa kvartað yfir því að erfitt sé að ná kvótanum og hafa skip ESB aðeins náð fáeinum tugum tonna af 3.000 tonna karfakvóta, sem samið var um í tengslum við EES-samningana. Þýzkaland fær mestan kvóta Ráðherraráðið samþykkti jafn- framt skiptingu karfakvótans á milli aðildarríkja og er sú skipting byggð á sögulegri veiðireynslu. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins koma um 1.600 tonn í hlut Þýzkalands, 1.300 í hlut Bretlands og 50 tonn í hlut Frakklands og Belgíu, hvors ríkis um sig. A móti karfakvóta ESB hér við land fékk ísland 30.000 tonna loðnukvóta í lögsögu Grænlands. Ekki hefur reynt á hvort íslenzk skip nái þeim kvóta, þar sem íslend- ingar hafa ekki klárað eigin loðnuk- vóta þau tvö ár, sem samkomulagið hefur verið í gildi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.