Morgunblaðið - 28.12.1995, Side 19

Morgunblaðið - 28.12.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 19 ERLENT Heittrúarmenn múslima sigurvegarar í Tyrklandi Hægriflokkar hyggjast starfa saman í stjórn Ankara. Reuter. Reuter NECMETTIN Erb, leiðtogi samtaka heittrúarmanna, Islamska velferðarflokksins, sést hér umkringdur stuðningsmönnum sín- um í Ankara á þriðjudag. Flokkurinn er nú stærstur tyrk- neskra stjórnmálaflokka en tveir helstu hægriflokkarnir segjast staðráðnir í að láta fulltrúa hans ekki komast í ráðherrastóla. FLOKKUR heittrúarmanna úr röð- um múslima, íslamski velferðar- flokkurinn, fékk flest atkvæði í þingkosningunum í Tyrklandi á aðfangadag og 21,32% fylgi. Næstir voru Flokkur hinnar réttu leiðar (DYP) sem er hægrisinnaður og Tansu Ciller forsætisráðherra stjórnar og hinn hægrisinnaði Föð- urlandsflokkur (ANAP), hvor um sig með um 20% og hyggjast þeir starfa saman í stjórn. . Einn af ráðgjöfum Ciller sagðist í gær búast við að samsteypustjóm hægriflokkanna tveggja yrði kynnt fljótlega, unnið væri að málinu bak við tjöldin. „En ég held ekki að samsteypustjórnin geti enst lengi og geri ráð fyrir nýjum kosningum innan tveggja ára“, sagði hann. Ciller og leiðtogi ANAP, Mesut Yilmaz, hafa lengi átt í persónuleg- um illdeilum. Þau hétu því samt á þriðjudag að starfa saman til að koma í veg fyrir að heittrúarmenn kæmust til valda. Myndi sam- steypustjórn þeirra njóta stuðnings annars flokks vinstrisinna á þingi og hafa þannig meirihluta. Ráðamenn í viðskiptalífi og fjöl- miðlum hafa lengi hvatt hægri- flokkana til að sameinast um að leysa erfiðan efnahagsvanda landsins og verðbréf hækkuðu á mörkuðum við þessa yfirlýsingu. Nokkuð dró úr vongleðinni er Yilmaz sagði síðar í sjónvarpsvið- tali að ef til vill yrði að finna ein- hvem þriðja mann til að vera í forystu fyrir ríkisstjórn hægri- flokkanna og koma þannig í veg fyrir baráttu um leiðtogahlutverkið milli sín og Ciller. Hár þröskuldur Stjómmálaflokkur þarf að fá minnst 10% fylgi til að koma að manni á tyrkneska þinginu. Tveir flokkar sem voru nálægt þessu marki verða nú utangarðs, Þjóðar- flokkurinn (MHP), sem er samtök ákafra þjóðernissinna og Lýð- ræðisflokkur þjóðarinnar (HA- DEP) sem berst fyrir auknum rétt- indum þjóðarbrots Kúrda. Leiðtog- ar flokkanna tveggja ræddust við um stöðu mála í gær. Margir benda á að vegna áðurnefnds þröskulds séu milljónir kjósenda án fulltrúa á þingi og þetta geti kynt undir ofbeldi af hálfu óánægðra stuðn- ingsmanna flokkanna. Stuðningsmenn MHP, sem hefur mikil ítök í embættismannakerfínu og hernum, tóku þátt í óeirðum hægri- og vinstrisinna á áttunda áratugnum og féllu þá um 5.000 manns. Talið er að 18.000 manns hafi fallið í baráttu hins bannaða Kúrdíska verkamannaflokks (PKK) sem berst fyrir fullveldi eða sjálfstæði þjóðarbrots Kúrda. Atökin í héruðum Kúrda hófust um miðjan níunda áratuginn. Sjóslysið við Noreg Níu maniia enn saknað Ósló. Rcuter. LEIT hófst í birtingu í gær að níu sjómönnum, sem saknað er eftir að rússneskur togari sökk úti fyrir strönd Norður-Noregs á annan í jólum. Voru skip og þyrlur notuð við leitina en ekki þóttu líkur á, að neinn fyndist á lífi. Rússneski togarinn Novgorodets sökk eftir að leki kom að honum í versta veðri úti fyrir Tromsö. Tókst að bjarga 15 úr áhöfninni um borð í annan rússneskan togara og þyrla náði einu líki úr sjónum. Er níu saknað enn. Lítil von „Það er liðinn meira en sólar- hringur síðan skipið sökk en ef mennirnir hafa komist í björgunar- bát þá er hugsanlegt, að þeir séu á lífi,“ sagði Finn Bjornar Hansen, talsmaður björgunaraðgerðanna, í gærmorgun, „en það er ekki hægt að segja, að líkurnar séu miklar." Novgorodets sökk skömmu eftir að neyðarkall barst frá skipinu en þá var komin mikil slagsíða á það. Fimm norsk skip og fyórir rúss- neskir togarar voru við leitina í gær en ekki var vitað hve lengi henni yrði haldið áfram. Hafði veðrið lægt nokkuð en skyggni var þó mjög lítið. Bandaríski skemmtikrafturinn Dean Martin látinn Dulur og kald- hæðinn glaumgosi BANDARÍSKI skemmtikraftur- inn Dean Martin kvaddi þennan heim á mánudag. Hann var 78v ára. Martin var vinsælastur banda- rískra skemmtikrafta á sjöunda áratugnum, lífsstíll hans þótti um margt óhaminn og gerði hann óspart út á þá ímynd sína að þar færi hæfílega kærulaus glaum- gosi. Martin þótti maður fjall- myndarlegur, var suðrænn yfírlit- um og með ágæta baritón-rödd. Lög í flutningi hans náðu enda miklum vinsældum og nægir þar að nefna Amore-That’s Love, Memories are made of This, Re- turn to Me, Volare og Everybody needs Somebody. Árið 1968 þegar blómatímabilið var í hámarki seldi Dean Martin fleiri hljómplötur en gítargoðið Jimi Hendrix. Dean Martin var einnig vinsæll sjónvarpsmaður og fylgdust um 50 milljónir manna jafnan með skemmiþætti hans The Dean Martin Show. Á sínum tíma var talið að enginn skemmtikraftur hefði viðlíka tekjur. Martin lék einnig í fjölmörgum og misvönduðum kvikmyndum. Einkum varð hann þekktur fyrir störf sín með Jerry Lewis en tvær myndir þykja þó standa upp úr, ekki síst þar sem Martin fer þar með hlutverk sem hæfa honum sérlega vel og fara nærri því að lýsa einkalífi hans. í Kiss Me Stupid (1964) leikur hann vafa- saman dægurlagasöngvara sem nefnist Dino og í kúrekamyndinni Rio Brava (1959) leikur hann drykkfelldan aðstoðarmann lög- reglustjóra sem fær tækifæri til að rísa upp úr öskustónni. Dean Martin var ekki mikið fyrir að flíka tilfínningum sínum og erfitt þótti að komast að hon- um. Kennedy-fjölskyldan sóttist eftir félagsskap hans þótt ekki hefði hún á honum sérstakar mætur og hann var þráfaldlega bendlaður við mafíuna - því ýmist haldið fram að hann starf- aði með henni eða að hann væri á dauðalista glæpasamtakanna. Dean Martin bjó yfír miklum per- sónutöfrum en jafnframt ein- kenndi kaldhæðni og ákveðin dep- urð hann. Hann þótti ekki sérstakur smekkmaður, leitaði einkum eftir félagsskap við fegurðardrottning- ar og söngkonur og þóttu góðar gáfur ekki sérlega eftirsóknar- verðar þegar konur voru annars vegar. „Ef þig langar að tala, skalt þú drífa þig til prestsins," sagði hann einhveiju sinni við konu eina. Það orð fór af Dean Martin að hann væri ágætlega afkastamikill drykkjumaður. Sagt er að á tíma- bili hafi hann tæmt tvær vodka- flöskur á degi hveijum. Talið er að drykkjusögur þessar séu stór- lega ýktar en sígarettan og vín- glasið voru óijúfanlegur hluti af glaumgosa-ímynd hans. „Ég vor- kenni fólki sem drekkur ekki. Þegar það vaknar uin morguninn á því ekki eftir að líða betur þann daginn.“ Dean Martin fór ekki að dæmi margra annarra stórstjarna sem gjarnan taka upp heilbrigðari lifn- aðarhætti þegar fram yfír miðjan aldur er komið. Fyrr í ár var hann lagður á sjúkrahús vegna krabba- meins og lifrarbilunar og tókst honum að ganga fullkomlega fram af hjúkrunarkonunum er hann skolaði lyfjum sínum niður með bjór. Hann útskrifaði síðan sjálfan sig og sást hverfa á brott með bjórkippu undir hendinni. Hárskerasonur á hættuslóðum Dino Paul Crochetti fæddist 7. júní 1917 í Steubenville í Ohio- ríki í Bandaríkjunum. Faðir hans var hárskeri, innflytjandi frá ítal- íu. Dino talaði aðeins ítölsku fyrstu ár ævi sinnar og ólst upp í glæpahverfi. Hverfið var nefnt „Litla Chicago" og flestir æsku- vinir hans enduðu sem dæmdir sakamenn. Dino hætti ungur í skóla og vann sem mjólkurpóstur og bens- ínafgreiðslumaður. Hann var íþróttamaður góður og lagði fyrir sig hnefaleika. Launin reyndust hins vegar ekki erfiðisins virði og hann gerðist sprúttsali. „Maður lifandi, þetta var skelfilegur drykkur. Það var hægt að keyra bíl á þessu,“ riijaði hann ein- hveiju sinni upp. Hann vann á veðmálastofu er hann tók upp á því að syngja á næturklúbbum fjögur til fímm kvöld í viku. Árið 1943 tók hann upp nafnið Dino Martini og sann- færðist um að hann myndi aldrei slá í gegn með þetta nef sem hafði orðið illa úti á hnefaleikaár- unum. Hann tók lán, lét laga nef- ið og glæsilegur ferill hófst. Árið 1945 var hann orðinn þekktur söngvari. Ári síðar kynnt- ist hann gamanleikaranum Jerry Lewis og urðu þeir eitt vinsælasta skemmtikraftaparið í sögu Bandaríkjanna. Þaðan lá leiðin í kvikmyndaverin en á næstu átta árunum léku þeir saman í 16 bíó- myndum. Þá voru þeir með eigin skemmtiþátt á NBC-sjónvarps- stöðinni. Samband þeirra versnaði Reuter Dean Martin (t.h.) ásamt tveimur þekktum úr „Rottu- genginu“, Frank Sinatra (t.v.) og Sammy Davis. Árið 1970 lék Martin í mynd- inni Airport og gerði samning um að fá tiltekna prósentu áf ágóðan- um. Myndin sló í gegn og hann varð hálfum milljarði króna rík- ari. Um miðjan áttunda áratuginn tilkynnti hann að hann hefði ákveðið að hætta að leika í kvik- myndum og hygðist þess í stað stunda golfíþróttina. Hann hélt hins vegar áfram að koma fram á sviði og þóttu það jafnan hinar bestu skemmtanir. Dean Martin sinnaðist nokkr- um sinnum við Frank Sinatra og elliglöp tóku að sækja á hann. Samningi hans í Las Vegas var sagt upp en aðdáendur hans virt- ust alltaf vera tilbúnir að fyrir- gefa þótt hann gleymdi texta lag- anna sem hann flutti. Loks hætti hann að mæta. Andlát Peter Law- Reuter Dean Martin tekur lagið í janúar 1985 á skemmtun sem efnt var til er endur- kjöri Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta var fagnað. jafnt og þétt og þótti Martin sem Lewis væri helst til frekur á at- hygli áhorfenda. Þeir slitu sam- starfínu í New York 1956. „Rottu-gengið“ Dean Martin lék þá í nokkrum kvikmyndum sem ekki þykja sér- lega eftirminnilegar og gerðist félagi í „Rottu-genginu" sem var eins konar bræðralag glaumgos- anna og kvikmyndastjarnanna Frank Sinatra, Peter Lawford, Joey Bishop og Sammy Davis Jr. Saman gerðu þeir nokkrar mynd- ir og sagði Sinatra einhveiju sinni að tilgangurinn með þeim væri ekki sá að ná listrænum hæðum Hamlets. ford 1984 fékk mjög á hann og hann brotnaði saman er Samrny Davis lést úr krabbameini og síðan er sonur hans, Dean Paul, fórst í flugslysi. „Ég er orðinn leiður á lífinu og bíð aðeins eftir að kom- ast til himna,“ sagði hann. Dean Martin kvæntist þrisvar og eignaðist sjö börn. „Ég þekkti hann ekki þegar ég giftist honum. Ég skildi við hann 23 árum síðar og var enn engu nær um hann,“ sagði eiginkona númer tvö, Jeanne Bigger. Heiniild:The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.